Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 76
DAGBÓK
74 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er ákafur málvernd-arsinni enda telur hann að
framtíð íslenskrar tungu og ís-
lensks þjóðernis fari saman. Hann
hefur oft áður á þessum vettvangi
lýst áhyggjum sínum vegna eng-
ilsaxneskra áhrifa á tunguna, eink-
um meðal ungs fólks, og ekki að
ástæðulausu. Þess vegna fagnaði
hann tilskipun útvarpsráðs á sín-
um tíma um að íslenska framlagið
í Evrópusöngvakeppninni skyldi
flutt á móðurmálinu.
Víkverji vildi raunar ganga enn
lengra og skylda höfunda til að
yrkja undir fornum bragarhætti,
svo sem fornyrðislagi eða drótt-
kvæðum hætti, enda ekki vanþörf
á að hefja skáldskaparmál Snorra-
Eddu til vegs og virðingar á ný.
Íslendingar eru að glata brag-
eyranu og Björk, sem syngur á
ensku, er farin að skyggja óþarf-
lega mikið á Snorra, að dómi Vík-
verja.
Nei, án gríns. Íhlutun útvarps-
ráðs í þessu máli var eins og aftan
úr grárri forneskju og tilskipunin
gjörsamlega út í hött, svo Víkverji
hætti nú að hafa þetta grafalvar-
lega mál í flimtingum.
Ákvörðun útvarpsráðs, að lagið
skyldi flutt á íslensku í hinni evr-
ópsku söngvakeppni, hefur ekkert
með málvernd að gera. Tilskipunin
var hjákátlegur ómur af þjóðern-
isrembingi sem átti vissulega rétt
á sér í sjálfstæðisbaráttunni á 19.
öld en á ekki við í upphafi 21. ald-
ar.
x x x
NÚ hafa hins vegar þau undurog stórmerki átt sér stað, að
íslenskur stjórnmálamaður hefur
brotið odd af oflæti sínu og ákveð-
ið að draga fyrri tillögu sína til
baka í útvarpsráði og leggja til að
höfundur skuli ráða því á hvaða
tungumáli lagið verður flutt. Slíkt
er fáheyrt í íslenskri pólitík, að
menn viðurkenni mistök sín með
þessum hætti, og er viðkomandi
útvarpsráðsfulltrúi maður að meiri
fyrir vikið, að dómi Víkverja.
Það er sjálfsagt að standa vörð
um tunguna og eflaust hefur út-
varpsráðsmanninum, sem flutti til-
löguna í upphafi, gengið gott eitt
til. Hann er heldur ekki einn um
mistökin því útvarpsráð samþykkti
tillöguna og sjálfsagt í þeirri trú
að með því væru menn að standa
vörð um tunguna. En í þessu til-
viki horfir öðruvísi við. Evrópu-
söngvakeppnin er samkeppni dæg-
urlaga um að ná hylli alþýðu
manna í hinum ýmsu Evrópulönd-
um. Ekki menningarviðburður eða
vettvangur til að kynna menning-
ararf okkar Íslendinga.
x x x
Skaðinn er þó skeður að hlutatil. Með þessari vanhugsuðu
tilskipun gerði útvarpsráð í raun
okkur málverndarmönnum erfið-
ara fyrir. Fólk hlær að okkur
vegna þessa máls og eftir þessa
uppákomu mun unga fólkið blása á
alla viðleitni okkar til að fá það til
að vanda betur mál sitt og hætta
að sletta ensku. Sjálft hefur út-
varpsráð skotið sig í fótinn með
þessu tiltæki. Þessi uppákoma
endurspeglar og undirstrikar úrelt
stjórnskipulag sem felst í pólitískt
skipuðu útvarpsráði.
Víkverji vill hins vegar taka
fram að hann er hlynntur rekstri
Ríkisútvarpsins í núverandi mynd
ef undan er skilið hlutverk og
skipan útvarpsráðs.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Ás-
björn fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Polar Amaroq og Stalt-
or fóru í gær.
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Mannamót
Bólstaðarhlíð 43.
Íþróttadagur aldraðra
verður 28. feb. í Aust-
urbergi, Breiðholti.
Leikfimi og danssýn-
ing, söngur. Sýningin
verður frá kl. 14–16,
rúta frá Bólstaðarhlíð
kl. 13.45, skráning á
skrifstofu fyrir kl. 11
miðvikudaginn 28.
febrúar.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10–13. Matur í hádeg-
inu. Félagi eldri borg-
ara í Reykjavík, Ás-
garði, Glæsibæ.
Aðalfundur FEB verð-
ur haldinn í Ásgarði,
Glæsibæ, í dag, laug-
ardaginn 24. febrúar,
kl.13.30. Félagsmenn,
fjölmennið og framvísið
félagsskírteini. Leik-
hópurinn Snúður og
Snælda sýna, „gamlar
perlur“ sem eru þættir
valdir úr fimm gömlum
þekktum verkum. Sýn-
ingar eru á mið-
vikudögum kl. 14 og
sunnudögum kl. 17 í
Ásgarði, Glæsibæ.
Miðapantanir í símum
588-2111, 568-9082 og
551-2203. Mánudagur:
Brids kl. 13. Þriðjudag-
ur: Skák kl. 13.30. Al-
kort spilað kl. 13.30.
Góugleði á vegum FEB
og Heimsferða verður
haldin föstudaginn 2.
mars nk. Hátíðina setur
Ólafur Ólafsson for-
maður FEB. Glæsi-
legur matseðill. Feðg-
arnir Örn Árnason og
Árni Tryggvason
skemmta, kórsöngur,
upplestur, ferðavinn-
ingar. Veislustjóri verð-
ur Sigurður Guðmunds-
son skemmtanastjóri
Heimsferða. Hljómsveit
Hjördísar Geirs leikur
fyrir dansi. Sala að-
göngumiða á skrifstofu
FEB. Silfurlínan opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10–
12. Ath. Opnunartími
skrifstofu FEB er frá
kl. 10-16. Upplýsingar í
síma 588-2111.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurveg 50
Leikhúsferðí kvöld 24.
febr. Á sama tíma síð-
ar. Rúta frá Hjalla-
braut 33 og Hraunseli
kl. 19. Haustferð
FEBH 1. okt. til Prag,
Bratislava, Búdapest og
Vínar, skráning og allar
upplýsingar í Hraun-
seli. síma 555 0142.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Öskudaginn
28. febrúar verður
Íþróttahátíð í Aust-
urbergi kl. 14-16, rúta
frá Kirkjulundi kl. 13.
Fimmtudaginn 5. mars
félagsvist í Holtsbúð kl.
13.30. Mánudaginn 5.
febrúar kl. 15 leiðbein-
ingar um vísnagerð í
Kirkjulundi, stjórnandi
Ragnar Ingi Að-
alsteinsson. Spiluð
félagsvist á Álftanesi 8.
mars kl. 19.30. Ferð í
Þjóðleikhúsið í dag 24.
febrúar kl. 20.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, á Kjalarnesi og
í Kjós. Námskeiðin í
skrautskrift og leirlist
eru að byrja, og tölvu-
námskeiðið byrjar 5.
mars. Skráið ykkur hjá
Svanhildi í síma 586-
8014 kl.13-16.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug á
mánudögum kl. 9.25 og
fimmtudögum kl. 9.30.
Umsjón Edda Bald-
ursdóttir íþróttakenn-
ari. Boccia á þriðjudög-
um kl. 13 og á
föstudögum kl. 9.30,
umsjón Óla Stína.
Mánudaginn 6. febrúar
kl. 15 bolluveisla í kaffi-
húsi Gerðubergs. Mið-
vikudaginn 28. febrúar
íþróttahátíð „leikdagur
aldraðra“ í íþróttahús-
inu við Austurberg á
vegum FÁÍA, m.a.
danssýning, hnerri-
polki, umsjón Helga
Þórarinsdóttir. Allar
upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
síma 575-7720.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Opið
hús þriðjudag frá kl.
11. Leikfimi, matur,
helgistund og fræðsla.
Verið velkomin.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur
verður í kvöld kl. 21 í
Konnakoti Hverfisgötu
105, Nýir félagar vel-
komnir. Munið gönguna
mánudag og fimmtu-
dag.
Félagsstarf SÁÁ.
Félagsvist í Hreyf-
ilshúsinu (3. hæð) laug-
ardaga kl. 20. Allir vel-
komnir.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Nánari uppl. á
skrifstofu GÍ, s. 530
3600.
Minningarkort
Styrktarfélags krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrif-
stofutíma. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrif-
stofu félagsins í Suð-
urgötu 10 (bakhúsi) 2.
hæð, s. 552-2154. Skrif-
stofan er opin mið-
vikud. og föstud. kl. 16–
18 en utan skrifstofu-
tíma er símsvari.
Einnig er hægt að
hringja í síma 861-6880
og 586-1088. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
MS-félag Íslands.
Minningarkort MS-
félagsins eru afgreidd á
Sléttuvegi 5, Rvk, og í
síma 568-8620 og
myndrita s. 568-8688.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimer-
sjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533-1088 eða í
bréfs. 533-1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eft-
irtöldum stöðum: í síma
588- 9220 (gíró) Holt-
sapóteki, Vesturbæj-
arapóteki, Hafnarfjarð-
arapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elías-
dóttur, Ísafirði.
Parkinsonsamtökin.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd í
síma 552-4440 frá kl 13-
17. Eftir kl. 17 s. 698-
4426 Jón, 552-2862
Óskar eða 563-5304
Nína.
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna,
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9–13, s.
562-5605, bréfsími 562-
5715.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félags-
ins eru afgreidd í síma
540 1990 og á skrifstof-
unni í Skógarhlíð 8.
Hægt er að senda upp-
lýsingar í tölvupósti
(minning@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma 551-
7868 á skrifstofutíma
og í öllum helstu apó-
tekum. Gíró- og kred-
itkortagreiðslur.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis
fást á skrifstofu end-
urhæfingadeildar Land-
spítalans Kópavogi
(fyrrverandi Kópavogs-
hæli), síma 560-2700 og
skrifstofu Styrktar-
félags vangefinna, s.
551-5941 gegn heim-
sendingu gíróseðils.
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565-5727.
Allur ágóði rennur til
starfsemi félagsins.
Landssamtökin
Þroskahjálp.
Minningarsjóður Jó-
hanns Guðmundssonar
læknis. Tekið á móti
minningargjöfum í síma
588-9390.
Minningarsjóður
Krabbameinslækninga-
deildar Landspítalans.
Tekið er við minning-
argjöfum á skrifst.
hjúkrunarforstjóra í
síma 560-1300 alla
virka daga milli kl. 8 og
16. Utan dagvinnutíma
er tekið á móti minn-
ingargjöfum á deild
11-E í síma 560-1225.
Í dag er laugardagur 24. febrúar,
55. dagur ársins 2001. Matthías-
armessa. Orð dagsins: Látið fætur
yðar feta beinar brautir, til þess
að hið fatlaða vindist ekki úr
liði, en verði heilt.
(Hebr. 12, 13.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
LÁRÉTT:
1 hetja, 8 vælir, 9 líkams-
hlutar, 10 skemmd, 11
bylur, 13 trjábúta,
15 sneypa, 18 hávelborin,
21 bókstafur, 22 dáni, 23
skakkt, 24 óvarlega.
LÓÐRÉTT:
2 kjánar, 3 tré, 4 manns-
nafn, 5 ferskar, 6 ótta, 7
vaxa, 12 frístund, 14
húsdýr, 15 spilltan
félagsskap, 16 erfið, 17
skaðað, 18 risi, 19 sori, 20
dægur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 svíns, 4 sprek, 7 molna, 8 ólgan, 9 pál, 11
amma, 13 unna, 14 sökin,
15 hark, 17 afla, 20 ána, 22 tómur, 23 falda, 24 lærir, 25
alinn.
Lóðrétt: 1 summa, 2 íslam, 3 skap, 4 stól, 5 Regin, 6
kunna, 10 álkan, 12 ask,
13 una, 15 hótel, 16 rúmur, 18 fálki, 19 arann, 20 árar, 21
afla.
K r o s s g á t a
ÉG hef velt fyrir mér þeim
möguleika að byggja nýjan
flugvöll á Lönguskerjum.
Kostirnir við það eru, að
þeir sem vilja hafa flugvöll-
inn í Reykjavík hafa hann í
Reykjavík og þeir sem vilja
byggja í Vatnsmýrinni fá
það líka.
Þið getið rétt ímyndað
ykkur hvað borgin yrði
stórkostleg ef millilanda-
flugvöllur kæmi líka á
Löngusker.
Þrátt fyrir að þau rök
hafi komið á móti flugvell-
inum á Lönguskerjum að
selta sé hættuleg fyrir
flugvélar held ég að ég hafi
ráð við því. Í fyrsta lagi er
hægt að hækka flugvöllinn
mikið og í öðru lagi er hægt
að setja upp veggi eða hlíf-
ar til að hægt sé að komast
hjá því að selta komist í
flugvélar. Ég er viss um að
um leið og millilandaflug-
völlur kæmi á Löngusker
yrði Ísland mikið vinsælli
ferðamannastaður en það
er nú.
En maður efast um að
eitthvað gangi í gegn
vegna þess að við erum
með vanhæfan samgöngu-
ráðherra sem heitir Sturla
Böðvarsson. Ég vonast til
þess að meiri umfjöllun
verði um Löngusker en er
nú. Til dæmis þótti mér
slöpp umfjöllun um Löngu-
sker á borgarafundinum í
Ráðhúsinu.
Og ég vil minna á það, að
samkvæmt skoðanakönn-
un vilja um 45% þjóðarinn-
ar hafa flugvöll á Löngu-
skerjum. Ég hvet sem
flesta til að kjósa og vona
að þeir kjósi rétt.
Sindri M. Stephensen,
Framnesvegi 62, Rvk.
Reykingafólk
vestanhafs
ÞAÐ er hálfhlálegur mála-
rekstur reykingafólks
vestanhafs, þar sem
læknar hafa upplýst al-
menning í hálfa öld hvílíkt
eitur tóbaksreykur er. Og
getur þá ekki hver sjálfum
sér um kennt varðandi
beinar reykingar?
Björn.
Þakkir
KRISTÍN hafði samband
við Velvakanda og vildi hún
koma á framfæri þökkum
fyrir veitta aðstoð. Kristín
var á leiðinni frá Bónusi í
Faxafeni þegar hún datt á
gangstéttinni fyrir utan
verslunina Oxford Street.
Tveir menn sem voru nær-
staddir veittu henni aðstoð
sína, hringdu m.a. til dótt-
ur hennar til að láta hana
vita og síðan keyrði annar
maðurinn hana upp á
sjúkrahús en Kristín var
fingurbrotin. Vill Kristín
þakka þessum mönnum
innilega fyrir veitta aðstoð
sem var ómetanleg.
Kristín gleymdi nöfnum
hjálparmanna sinna svo
hún gat ekki haft samband
við þá til að senda þeim
þakkir sínar.
Ragnarök?
ÞAÐ stóð ekki á nýkjörn-
um forseta Bandaríkjanna
að varpa sprengjum á Írak.
Tilefni – Flugvélar Am-
eríkana og Breta urðu fyrir
„ónæði“ – engin skotin nið-
ur – í lofthelgi Íraks.
Maður minnist landhelg-
isgæslu Íslands – Baráttu
okkar lands þegar útlendir
togarar drógu hér fisk allt
upp undir fjöruborð.
Guðrún Jacobsen.
Frábær blaðburður
í Barmahlíð
KRISTÍN Halldórsdóttir
hafði samband við Velvak-
anda og langaði að þakka
Guðmundi blaðbera fyrir
frábæran blaðburð á
Morgunblaðinu í Barma-
hlíð. Hann hefur staðið sig
einstaklega vel og alltaf
komið skilmerkilega og
snemma með blaðið til okk-
ar.
Tapað/fundið
Bangsímon-sundpoki
gleymdist í skólabíl
BANGSÍMON-sundpoki
gleymdist í skólabíl
Breiðagerðisskóla í októ-
ber sl. Upplýsingar í síma
588-8307. Fundarlaun.
Dýrahald
Enn bólar
ekkert á Felix!
BLESSAÐUR kötturinn
minn hann Felix er enn í
felum síðan 3. janúar sl.
Mér hefur hins vegar
dottið í hug að hann gæti
verið kostgangari hjá ein-
hverjum hjartahlýjum
dýravini. Sem betur fer eru
fjölmargir sem gefa vega-
lausum köttum að éta og þá
njóta jafnvel þeir sem
merktir eru í bak og fyrir
kræsinganna líka. Ég vil
þess vegna biðja þá sem af
velvilja fóðra blessuð dýrin
að athuga hvort Felix hafi
nokkuð bæst í hópinn. Fel-
ix er 2 ára, grábrúnbrönd-
óttur á litinn. Hann er
eyrnamerktur og var með
græna sjálflýsandi ómerkta
hálsól þegar hann fór að
heiman. Vinsamlega hafið
samband við Ariane í síma
861-1836 ef þið hafið ein-
hverjar upplýsingar um
ferðir hans.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Flugvöllinn á
Löngusker?
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16