Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 80

Morgunblaðið - 24.02.2001, Page 80
FÓLK Í FRÉTTUM 78 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lola og Bilidikid (Lola + bilidikid) D r a m a  Leikstjórn og handrit E. Kutlig Ataman. Aðalhlutverk Baki Davr- ak, Gandi Mukli. 96 mín., Þýskaland 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. ÞAÐ GETUR augljóslega tekið á að vera tyrkneskur innflytjandi í íhaldssömu Þýskalandi. Tala nú ekki um ef viðkomandi er samkynhneigð- ur og kynskiptingur í ofanálag. Svo virðist alla vega vera ef eitthvað er að marka þessa opinskáu og oft á tíð- um hrottafengnu mynd um líf sam- kynhneigðra Tyrkja í undir- heimum Berlínar. Murat er 17 ára gamall táningur sem er að vakna til vitundar um sam- kynhneigð sína. Hann kemst í kynni við aðra tyrkneska innflytj- endur, drottningar næturlífsins sem vísa honum veginn til sjálfsvitundar. Fremst í flokki er hin rauðhærða Lola en smátt og smátt kemst Murat að raun um að á milli þeirra ríkir óvenju sterkt samband sem hann fær ekki skilið. Þetta er ögrandi og á köflum átak- anleg þýsk samtímasaga gerð af kvikmyndagerðarmanni sem ber- sýnilega liggur mikið á hjarta. Frá- sagnarlistin er hins vegar ekki alveg að gera sig nægilega vel og slitrótt flæði rýrir heildaráhrifin kannski ívið of mikið. Skarphéðinn Guðmundsson Tyrkneska Lola Jói konungur (Joe the King) D r a m a  Leikstjórn og handrit: Frank Whaley. Aðalhlutverk: Noah Fleiss, Val Kilmer, Ethan Hawke. 93 mín., Bandaríkin, 1999. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. JÓI konungur fjallar um hinn fjór- tán ára gamla Joe Henry sem elst upp á áttunda áratugnum í hverfi þar sem lánleysi og óregla blasir hvarvetna við. Pabbi Joe er bitur og ofbeldisfullur fylliraftur, uppfullur af sjálfshatri, móðirin vinnuhrjáð en eini raunverulegi vinur Joes er líklega eldri bróðirinn Mike. Hin áhrifa- ríka frásögn mynd- arinnar af því, hvernig Joe stefnir hægt og bítandi í sama farið og faðir hans, er laus við alla upphafningu, eða hamingjusamlegar lausnir. Þvert á móti er frásögnin jafndauf- leg og -hörð og tilvera bræðranna tveggja. Vonleysið er þó ekki algjört og stillir sagan því upp líkunum, sem mjög eru aðalpersónunni í óhag, á því að hann sjái villu síns vegar. All- ar persónur eru dregnar skörpum línum og er persóna föðurins einkar sterk en Val Kilmer á þar einn besta leik síns ferils. Þessari mynd hefur verið líkt við meistaraverkið 400 högg eftir Truffaut og á hún samlík- inguna fyllilega skilið. Í hafsjó myndbandanna er Jói konungur muskuleg perla sem vel er þess virði að grafa eftir. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Hverfandi líkur A RI MATTHÍASSON keypti sér blóm á síð- asta ári. Það er reyndar engin venjuleg planta, heldur mannæta; blóð- þyrst ófreskja sem kallar í sífellu á meiri mat. Ari er þó ekki vitund hræddur en ákvað samt að hlífa Ís- lendingum við skrímslinu og flutti það með sér til Ósló. Þar fékk plantan strax hlutverk í vinsælli leiksýningu, reyndar í gegnum klíkuskap því Ari er leikstjóri hennar. Og plantan dafn- ar vel í Ósló enda í góðum félagsskap Auðar, Baldurs og tannlæknisins Brodda. Saman skapa þau Litlu hryllingsbúðina, í norsk/íslenskri út- gáfu. Bak við tjöldin vinna Íslending- arnir Ari, Selma Björnsdóttir, Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson, Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir að sýningunni en á sviðinu eru það þjóð- kunnir Norðmenn sem fá að njóta sín. Á ferð og flugi -Af hverju ákváðuð þið að setja upp sýningu í Ósló? „Af hverju ekki?“ spyr Ari bros- andi á móti. „Þetta var einfaldlega hugmynd sem kom upp. Við keyptum plöntuna [Auði tvö] af sýningunni heima. Svo var næsta skref að kanna hvort sýningarrétturinn í Ósló væri laus og það var hann. Við fórum svo hingað út um mánaðamótin apríl/maí í fyrra og skoðuðum leikhús og okkur leist best á þetta leikhús [Chat Noir. Ísl: Svarti kötturinn] og vorum svo heppin að það stóð okkur til boða. Þannig höfum við nú gert þetta, tekið eitt og eitt skref í einu. Og einhvern veginn hefur þetta gengið allt upp. Síðan í haust hef ég farið nokkrar ferðir hingað til Ósló í ýmsum til- gangi. T.d. til að finna leikara í sýn- inguna og ganga frá samningum við þá. Maður heldur alltaf að það sé hægt að gera meira með faxvélum en raunin er. Sem þýðir að ég hef orðið að fara hingað út þeim mun oftar.“ Ari hefur því verið með annan fót- inn í Ósló undanfarna mánuði og frá áramótum hefur hann dvalið þar al- farið. Ari er ekki aðeins leikstjóri sýningarinnar heldur einn af þremur framleiðendum hennar en auk hans sjá Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur um þá hlið. „Það er alveg ótrúleg vinna við að framleiða svona sýningu,“ segir Ari og dæsir. „Maður er næstum kominn með magasár af öllum ákvörðununum sem hefur þurft að taka á hverjum degi. Það er erfitt að vera alltaf karlinn sem segir af eða á, já eða nei.“ - Hvernig kom samstarf þín, Selmu og Þorvalds til sögunnar? „Við höfðum starfað saman í Versl- unarskólasýningum áður og það sam- starf hefur alltaf gengið mjög vel og því lá beinast við að við myndum vinna saman aftur. Þau voru þau fyrstu sem mér datt í hug þegar söngleikinn bar á góma.“ Selma sér um að útsetja dansa í sýningunni og Þorvaldur Bjarni útsetur tónlistina. Norskar stjörnur -Hvernig var staðið að leikaraval- inu? „Við vorum með lokuð áheyrn- arpróf,“ útskýrir Ari. „Ég var búinn að sjá einhverjar sýningar hérna í Ósló og hafði orðið augastað á nokkr- um leikurum sem allir voru tilbúnir að koma í áheyrnarpróf. Og ég er mjög ánægður með leikaravalið. Við erum með fullt af stjörnum í sýning- unni en ég veit ekki að þau eru stjörnur því ég er Íslendingur og tala þess vegna bara við þau þannig,“ seg- ir Ari hlæjandi en bætir svo við: „Auðvitað tala ég bara við þau eins og aðra leikara, maður fer ekkert í sparifötin þó að maður sé að tala um leikhús.“ - Hvernig fannst þér svo að vinna með Norðmönnum? „Mér fannst mjög gaman að vinna með þeim, þetta er alveg frábært fólk, góðir listamenn sem vinna vel og ég hef ekkert upp á þá að klaga.“ - Hvað með tungumálaörðugleika, fannstu fyrir þeim? „Nei, ég get bjargað mér á dönsku en ég talaði samt við leikarana á ensku því þar stöndum við jafnfætis.“ Aldrei séð sýninguna fyrr Uppsetning Litlu hryllingsbúð- arinnar í Borgarleikhúsinu sumarið 1999 varð geysivinsæl. Þar fór Ari með erfitt hlutverk þótt hvorki sæist né heyrðist til hans í sýningunni. - Litla hryllingsbúðin hefur heillað þig svona á sínum tíma, eða hvað? „Litla hryllingsbúðin er mjög skemmtilegur söngleikur og er viðráðanleg stærð til að byrja á,“ segir Ari en sýningin í Ósló er hans fyrsta stóra verkefni sem leikstjóra. - Þú kannast líka eitt- hvað við þessa plöntu er það ekki? „Jú, ég kannast við þessa plöntu,“ játar Ari og brosir út í annað. „Að innan,“ bætir hann síðan við en hann stýrði tilkomumiklum hreyfingum blóðþyrstu plöntunnar er hún bjó um sig í Borgarleikhúsinu. „Það er eiginlega merkilegt að pæla í því eftir að við fórum að vinna við þetta verkefni í Ósló að ég hafði í rauninni aldrei séð þessa sýningu. Ég hafði aldrei séð Litlu hryllingsbúðina! Ég hef hins vegar verið með í henni og verið í mjög flottum búning.“ Auk plöntunnar var hluti leikmynd- arinnar frá uppsetningu Borgarleik- hússins fluttur frá Íslandi til Ósló. „Við keyptum hluta leikmyndarinnar að heiman og bættum hana svo og breyttum. Svo vorum við t.d. með finnskan náunga sem lýsti fyrir okk- ur [Ville Konttinen] svo ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægður með allt samstarfsfólkið og útkomuna.“ Sjarmerandi leikhús Í Chat Noir sitja leikhúsgestir við borð og geta dreypt á drykkjum með- an á sýningunni stendur. Það er vissulega skemmtileg upplifun en til- gáta sú sem blaðamaður setti fram er hann mætti á sýninguna, um að þjón- ar með veigar á bökkum trufluðu sýninguna, kolféll. „Þetta er hefðin í þessu leikhúsi. Maður finnur ekkert fyrir þessu,“ segir Ari. „Þjónarnir beygja sig og læðast eftir þröngum göngunum. Ég bað um að ekki yrði þjónað í ákveðn- um atriðum í sýningunni til að trufla ekki áhorfendur og þeim tilmælum er fylgt til hins ýtrasta.“ Heima er best Þegar blaðamaður náði tali af Ara í Ósló var hann á heimleið og ánægju- svipur breiddist yfir andlit hans við tilhugsunina. „Ég er að fara heim að hitta börnin mín,“ segir hann bros- andi. „Ég hef ekki séð þau í sex vik- ur,“ bætir hann við með áherslu. Blaðamaður veltir fram þeirri ann- ars fráleitu hugmynd hvort börnin séu kannski búin að gleyma pabba. „Ég veit það ekki, þau hafa nú kannski séð mynd af mér,“ segir hann brosandi og bætir svo við: „Ég er líka að fara heim að æfa í frönsk- um gamanleik í Óperunni svo það verður nóg að gera á næstunni.“ En Ari hefur þó ekki alveg sagt skilið við Ósló. Á næst- unni mun hann fara þangað annað slagið og fylgjast með gangi mála í kringum sýninguna. En skildi hann hafa náð að mynda sérstök tengsl við Noreg við uppsetningu sýningarinnar í Ósló? „Oh, ég veit það ekki,“ segir Ari hugsi. „Ég þarf eiginlega að komast heim og fá svolitla fjarlægð frá þessu öllu saman til að átta mig á hlutunum. Ég er búinn að vera svo á bólakafi í þessu undanfarið. Ég hafði aldrei komið til Óslóar áður og mér finnst hún mjög falleg borg. Ég hef reyndar unnið svo mikið að ég hef aðeins séð miðbæinn! Tengsl mín við Norðmenn eru auðvitað fyrst og fremst við þetta fólk sem ég er búinn að vera að vinna með og eins og ég sagði áður þá hef ég eingöngu fallega hluti um það að segja.“ Ari Matthíasson leikstýrir Litlu hryllingsbúðinni í Ósló Morgunblaðið/Sunna Logadóttir Ari Matthíasson fyrir utan Chat Noir-leikhúsið í hjarta Óslóborgar. Á bólakafi í blóðugri blómabúð Svartir kettir boða enga ógæfu í Ósló, það er í það minnsta reynsla Sunnu Óskar Logadótt- ur er ræddi við leik- stjórann Ara Matthíasson í Chat Noir-leikhúsinu í hjarta borgarinnar. Þar eru norskir listamenn að dansa, leika og syngja í lítilli hryllingsbúð undir íslenskri leiðsögn. „Það er erfitt að vera alltaf karlinn sem segir af eða á, já eða nei.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.