Morgunblaðið - 24.02.2001, Side 86
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
MJÖG góð loðnuveiði hefur verið á
loðnumiðunum út af Snæfellsnesi síð-
asta sólarhringinn og í kjölfarið hefur
verið nóg að gera í loðnuvinnslu frá
Bolungarvík til Vestmannaeyja.
Hólmaborg SU fyllti sig um kvöld-
matarleytið í gær, er með um 2.300 til
2.400 tonn. Þorsteinn Kristjánsson
skipstjóri segir að hann hafi kastað
nótinni átta sinnum og heimferðin
hafist eftir að hafa verið 13 tíma að
veiðum. „Það er mjög mikil loðna á
miðunum og þetta er falleg loðna en
mér sýnist hún vera nokkuð langt
gengin,“ segir Þorsteinn.
Óli í Sandgerði AK landaði um
1.000 tonnum í bræðslu hjá Gná hf. í
Bolungarvík í gærmorgun og um
svipað leyti fékk Haraldur Böðvars-
son hf. á Akranesi um 1.200 tonn frá
Víkingi AK. Að sögn Sveins Stur-
laugssonar, útgerðarstjóra HB, var
reynt að frysta loðnuna úr Víkingi en
of mikil áta reyndist vera í henni og
varð því nánast ekkert úr frystingu.
Ingunn AK, nýjasta skipið í flotan-
um, kom úr fyrstu ferð sinni til Akra-
ness um kvöldmatarleytið í gær eftir
að hafa fengið fullfermi í nótina um 12
mílur suður af Malarrifi.Morgunblaðið/RAX
Mikil loðnuveiði hefur verið á miðunum út af Snæfellsnesi síðasta sólarhring og skipin hafa fyllt sig á skömmum tíma. Skipin hafa verið þétt og nóg var
að gera hjá skipverjum á Hákoni ÞH og Berki NK síðdegis í gær. Nóg var að gera í loðnuvinnslum frá Bolungarvík til Vestmannaeyja.
Líflegt í
loðnunni
Loðnufrysting/25
TVEIR ungir flugmenn leggja af
stað á eins hreyfils flugvél áleiðis til
Addis Abeba í Eþíópíu í dag, ef veð-
ur leyfir. Áætlaður flugtími er 37
stundir og verða mennirnir í flot-
galla og með björgunarbát með-
ferðis. Flugvélin verður nýtt í
hjálparstarfi í Eþíópíu en flug-
mennirnir ungu hafa ráðið sig í
vinnu hjá flugfélagi í Kenýa.
Vélin er af gerðinni Cessna 182
og hefur staðið á Reykjavík-
urflugvelli í tvö ár. Hún er í eigu
Helga Hróbjartssonar, sem starfað
hefur sem kristniboði í Afríku í 17
ár. Að sögn Friðriks Hróbjarts-
sonar, bróður Helga, hafa eþíópsk
yfirvöld ekki viljað veita flugleyfi
fyrr en nú og segir hann stjórnvöld
þar mjög varkár í slíkum málum.
Friðrik sagði að Helgi hyggist nýta
flugvélina í hjálparstarf í Eþíópíu,
þar sem hann sæi um dreifingu
matvæla í suðurhluta landsins.
Friðrik sagði að flugvélin ætti eftir
að breyta miklu því að 600 km ferð
sem tæki tvo daga í bíl tæki ekki
nema tvær klukkustundir í flugvél.
Þrír flugmenn fljúga vélinni, þ.e.
Sigurður Arnar Runólfsson, Viktor
Viktorsson og Hergill Sigurðsson
og skiptast þeir á í ferðinni. Flug-
þol vélarinnar er um sex og hálf
klukkustund og því þurfa þeir að
millilenda æði oft. Flogið verður
frá Reykjavík til Skotlands og það-
an til Lúxemborgar. Frá Lúx-
emborg verður haldið til Norður-
Ítalíu og þaðan til Suður-Ítalíu. Frá
Ítalíu verður flogið til Krítar og
þaðan til Egyptalands, þar sem lent
verður á tveimur stöðum áður en
haldið verður til Addis Abeba í Eþí-
ópíu.
Flugvélin var áður í eigu Ómars
Ragnarssonar fréttamanns og hef-
ur víða farið, m.a. lent á Esjunni og
Bárðarbungu.
Á einum
hreyfli
til Eþíópíu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Við flugvélina í gær. Talið frá vinstri: Friðrik Hróbjartsson, Friðrik Ingi
Friðriksson, Viktor Viktorsson og Sigurður Arnar Runólfsson.
EKKI var greint frá því á blaða-
mannafundi sem Íslensk erfðagrein-
ing, ÍE, boðaði til í gær, til þess að
kynna niðurstöður skoðanakönnunar
meðal almennings og lækna á afstöðu
til miðlægs gagnagrunns á heilbrigð-
issviði, að jafnframt var spurt um af-
stöðu til viðræðuslita stjórnar
Læknafélags Íslands og ÍE.
Bæði var spurt í könnun sem lögð
var fyrir alla starfandi lækna á Ís-
landi 9.–12. febrúar sl. og könnun sem
lögð var fyrir almenning á svipuðum
tíma um hvort fólk væri sammála eða
ósammála þeirri ákvörðun stjórnar
LÍ að slíta viðræðum við ÍE um mið-
lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði.
Páll Magnússon, upplýsingafulltrúi
ÍE, segir að þegar spurningin um
viðræðuslitin var borin upp í skoðana-
könnuninni hafi ekki verið komið end-
anlegt svar frá Læknafélaginu um
hvort það vildi halda viðræðunum
áfram eður ei. „Eftir að spurningarn-
ar voru sendar inn kom svar um að
þeir vildu ekki frekari viðræður,“ seg-
ir Páll. „Eftir að það svar lá fyrir
skipti þessi spurning engu máli en
könnunin var aftur á móti farin í
gang.“ Meirihluti aðspurðra lækna
sem eru starfandi hér á landi, eða
83,9%, svaraði játandi spurningunni:
„Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) upp-
byggingu á miðlægum gagnagrunni á
heilbrigðissviði ef farið er eftir öllum
skilmálum alþjóðasamtaka lækna og
vísindasamfélagsins?“ Andvígir voru
14 af hundraði.
Afstaða lækna til viðræðuslita í
könnun ÍE um gagnagrunninn
Niðurstöður
ekki gefnar upp
Átta/43
AFKOMA Búnaðarbanka Íslands
hf. var rúmlega milljarði króna lak-
ari í fyrra en árið 1999. Hagnaður
ársins í fyrra var 202 milljónir
króna. Þessi mikla breyting stafar
aðallega af gengistapi af markaðs-
verðbréfaeign bankans, þ.e. hluta-
bréfum og skuldabréfum, en á móti
kom gengishagnaður af gjaldeyr-
isviðskiptum. Gengistap bankans
vegna hlutabréfaeignar var 977
milljónir króna, bókfært gengistap
vegna skuldabréfaeignar var 437
milljónir, en gengishagnaður af
gjaldeyrisviðskiptum nam aftur á
móti 295 milljónum króna. Geng-
istap bankans er því samtals rúmur
1,1 milljarður króna en árið hafði
gengishagnaðurinn verið tæplega
1,3 milljarðar. Efnahagsreikningur
bankans stækkaði um 27 milljarða
króna á árinu og var 145 milljarðar
í árslok. Útlán hækkuðu um 29
milljarða og voru 110 milljarðar
króna í árslok.
Gengistap Búnaðarbank-
ans 1,1 milljarður króna
Hagnaður minnkar/24
MILDI þykir að fimmtugur maður í
Ólafsvík skyldi ekki hafa slasast al-
varlega í gærkvöld þegar hann gekk
í veg fyrir lyftara á hafnarsvæðinu.
Festist hann í gafflinum, dróst með
honum 22 metra og hafnaði undir
honum. Hann var að skoða aflatölur
á bílvoginni og sá ekki lyftarann.
Varð undir
lyftara
♦ ♦ ♦