Morgunblaðið - 25.03.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.03.2001, Qupperneq 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANNETTE Arvidsson fagottleikari heldur ein- leikaraprófstónleika frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í Salnum í Kópavogi í dag, sunnu- dag, kl. 14. Kristinn Örn Kristinsson leikur með á píanó og að auki koma fram fagottleikararnir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Judith Þorbergsson og Joan Árnason. Aðspurð hvort hún sé tilbúin í slaginn segir Annette að nú sé alveg kominn tími til að halda tónleikana. Hún sé búin að æfa efnisskrána vel og lengi og hafi ennþá gam- an af að spila verkin. „Ef maður er mjög lengi að æfa verður maður bara búinn að fá nóg þegar loksins kemur að tónleik- unum. Mér finnst ennþá rosalega gaman og ég hlakka til að spila,“ segir Annette. „Ég vissi ekki alveg fyrst hvað ég vildi spila, svo ég fór að hlusta á plöt- ur og kanna hvað væri til. Það er nefnilega ekki til neitt sérstaklega mikið efni fyrir fagott. Þannig að ef maður ætlar ekki að spila það sama og allir aðrir fagottleikarar er nauðsynlegt að leita svolítið. Svo var mér bent á að það væri hægt að spila sellóverk á fagott og þess vegna verður fyrsta verkið á tón- leikunum sellósónata eftir Antonio Vivaldi. Lengi vel voru bara þekkt- ar sex sellósónötur eftir Vivaldi en svo fundust þrjár til viðbótar og ég ætla að spila þá númer átta, sem er mjög falleg og skemmtileg,“ segir hún. „Svo ætla ég að spila Rapsódíu fyrir einleiksfagott eftir Willson Osborne. Það er verk sem er gott að nota þegar maður fer í prufuspil vegna þess að það sýnir vel hvað fagottið getur gert.“ Næst er And- ante e Rondo Ungarese op. 35 eftir Carl Maria von Weber, sem upp- haflega er samið fyrir víólu en Weber umskrifaði það nokkrum ár- um seinna fyrir fagott að beiðni fagottleikara. „Mér finnst það eig- inlega skemmtilegasta verkið. Það byrjar á svolítið sorglegu stefi. Í miðjunni kemur ungverskt stef sem er algjör andstæða við sorgina og svo kemur mjög skemmtilegur loka- sprettur.“ Í Concerto „Le Phenix“ eftir Michel Cornette fjölgar á sviðinu, því þar verður kynntur til sög- unnar fagottkvartett sem Annette stofnaði nýverið ásamt þremur öðrum fag- ottleikurum. „Þetta er barokkverk sem er samið fyrir fjögur fagott, fjögur selló eða fjórar víólur.“ Nútímalegt en líka rómantískt Næstsíðasta verkið á efnisskránni er Fünf Stücke im Volkston op. 102 eftir Robert Schu- mann og það var líka skrifað fyrir selló. „Þetta eru fimm stykki í þjóð- lagastíl fyrir selló og pí- anó, svolítið rómantísk, létt og skemmtileg,“ segir Annette. Tónleikunum lýkur hún með Sónatínu fyrir fagott og píanó eftir Alexandre Tansman, sem hún lýsir sem rytmísku, skemmtilegu og lagrænu verki. „Það er náttúrulega svolítið nútímalegt en samt er rómantík í því líka.“ Aðspurð hvað taki við eftir einleikaraprófið segist Annette ætla að halda áfram námi í heimalandi sínu, Svíþjóð, auk þess sem hún hyggst skella sér í prufuspil og láta reyna á hvort hún kemst inn í hljómsveit eða kammerhópa á næsta ári, heima í Svíþjóð eða annars staðar á Norð- urlöndunum. Hún á von á for- eldrum sínum frá Svíþjóð á einleik- araprófstónleikana og kveðst hlakka mikið til að spila fyrir þau. Miðasala hefst klukkustund fyrir tónleikana eða kl. 13 í dag. „Alveg kominn tími til“ Annette Arvidsson þreytir einleikarapróf í fagott- leik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í Salnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg CARMEN var sú lilja sem öll tón- skáld 19. aldar vildu kveðið hafa. Tschaikovský, Puccini, Debussy… öll voru þessi höfuðtónskáld djúpt snortin af óperunni um stúlkuna frá Sevilla og gátu tekið undir orð Don Josés: Carmen, je t’aime; Carmen, ég elska þig. Ætla mætti af vinsæld- um þessa stórbrotna verks að höf- undurinn Bizet hafi verið giftusam- asta tónskáld allra tíma. Því var ekki að heilsa. Þrátt fyrir að hafa samið margar óperur vantaði alltaf herslumuninn upp á að honum tæk- ist að sigra hjörtu áhorfenda. Loks- ins þegar múrinn brast var það um seinan: Bizet lést aðeins fáum vikum áður en Carmen gerði hann heims- frægan. Undrabarn í tónlistinni George Bizet var undrabarn í tón- list. Honum var veitt innganga í Tónlistarháskólann í París á ellefta aldursári. Helstu kennarar hans þar voru tónskáldin Gounod og Halévy. Drengurinn vakti fljótt athygli fyrir píanóleik og vann einnig til verð- launa fyrir orgelspil. Bizet las auð- veldlega hljómsveitarraddskrár og það átti eftir að nýtast honum vel við tónsmíðar síðar á ævinni. Fljótlega tók hann að vinna fyrir sér sem und- irleikari við óperuhúsin og að út- setja verk annarra. Þannig komst hann snemma í kynni við helstu óp- erutónskáld Parísarborgar. Bizet reyndi fyrst fyrir sér sem sinfónískt tónskáld en eftir það samdi hann nær eingöngu óperur eða tónlist við leikrit. Hann kvaddi sér hljóðs með sinfóníu í C-dúr, að- eins átján ára að aldri, og árið eftir lauk hann við óperettuna Töfra- lækninn sem naut mikilla vinsælda. Á þessum tíma veittist árlega ungu frönsku tónskáldi tækifæri til þess að halda til höfuðborg- ar Ítalíu að sinna áhyggjulaus tónsmíð- um við uppsprettur rómanskrar menning- ar. Bizet auðnaðist Rómar-styrkurinn tví- tugur að aldri. Í Róm samdi hann bæði óperuna Don Procopio og tónaljóðið Vasco da Gama. Bizet líkaði vel á Ítalíu og hugðist dvelja þar lengur en í eitt ár en þegar fréttist af veik- indum móður hans flýtti tónskáldið sér heim til Parísar og bjó þar eftirleið- is. Í París var mikil gróska í óperu- smíði. Á hverju ári voru frumfluttar margar óperur eða óperettur en fáum þeirra varð langra lífdaga auð- ið. Perlukafarnir vöktu athygli Fyrsta ópera Bizets sem vakti at- hygli var Perlukafararnir. Hún var frumflutt árið 1863. Óperan varð ekki vinsæl en nægði til þess að óp- erustjórar fengu augastað á tón- skáldinu og sáu því fyrir verkefnum. Bizet hélt áfram óperusmíði en af ýmsum ástæðum komust verk hans seint eða aldrei á fjal- irnar. Hann tók oft- sinnis þátt í tónsmíða- keppni en hafði ekki erindi sem erfiði. Loks var óperueinþáttung- urinn Djamileh eftir hann tekinn til sýning- ar árið 1871. Leikurinn gerðist í austurlöndum og því hafði tónlistin yfir sér austrænan blæ svo sem hæfði efnivið verksins. Djamil- eh var sýnd í gamanóperu Parísar- búa, Opéra Comique, en þar var henni tekið heldur fálega.Tónlistinni var helst talið til foráttu að líkjast of mikið stíl þýska óperutónskáldsins Wagners en Wagner var mjög um- deilt tónskáld um þær mundir í Par- ís. Eitt kunnasta hljómsveitarverk Bizets er svítan Stúlkan frá Arles. Tónlistin í henni var upphaflega samin fyrir leikrit sem byggðist á samnefndri smásögu eftir Alphonse Daudet. Bizet fléttaði inn í verkið þrjú stef frá Provence-héraði þar sem leikritið gerist og einnig bregð- ur fyrir saxófóni sem var á þessum tíma enn mjög sjaldgæft hljóðfæri í verkum af sinfónískum toga. Svítan sem hann vann upp úr leiksviðstón- listinni vakti mikla athygli og í fyrsta sinn hylltu áheyrendur Bizet sem stórkostlegt tónskáld. Carmen birtist á sviðinu Vegur Bizets fór nú sífellt vax- andi. Loksins var honum falið að semja óperu í fullri lengd fyrir svið Opéra comique. Efniviðurinn var sóttur í skáldsöguna Carmen eftir Prosper Mérimée sem kom út árið 1845. Í raun er það furðulegt að þessi saga skuli hafa orðið fyrir val- inu, því Carmen var síst sú mann- gerð sem betri borgarar í París vildu að dætur sínar tækju sér til fyrirmyndar. Hún var tilfinningarík- ur sígauni, tældi hermenn til að svíkjast undan merkjum, stundaði smygl og dansaði og söng á krám. Til þess að bæta gráu ofan á svart var hún myrt í lok sögunnar af fyrr- verandi elskhuga sínum. Slíkt níð- ingsverk hefði þótt óhugsandi á sviði Opéra comique fram að því. Bizet vann hörðum höndum við Carmen og loks þegar raddskráin var tilbúin hélt hann að björninn væri unninn. Svo var þó aldeilis ekki. Erfiðlega gekk að finna söng- konu sem var fáanleg til að falla fyr- ir morðingjahendi á sviði. Sú sem reið á vaðið hét Célestine Galli-Mar- ié. Söngkonan náði miklu valdi á hlutverki hinnar blóðheitu sígaun- astúlku og óttuðust höfundar óperu- textans að hamslaus túlkun hennar myndi vekja of hörð viðbrögð áheyr- enda; reyndu því að fá Galli-Marié til þess að draga úr tilfinningahita í leik sínum. Söngkonan skellti skolla- eyrum við óskum þeirra og fór sínu fram, Bizet til óblandinnar ánægju. Þegar öllum byrjunarörðugleikum hafði verið rutt úr vegi var óperan frumsýnd 3. mars 1875. Sýningin tókst vel en viðtökur áheyrenda voru dræmar. Tónskáldið tók slæ- legt gengi verksins afar nærri sér, hætti að hugsa um eigin heilsu og versnaði við það af þrálátum krank- leika í hálsi. Snemmsumars sama ár var hann allur, aðeins 37 ára að aldri. Umfangsmiklar breytingar Ef Bizet hefði lifað aðeins fáa mánuði til viðbótar hefði hann séð langþráðan draum sinn um frægð og frama rætast. Carmen var frum- sýnd í Vínarborg í október 1875 og vakti slíka hrifningu að innan fárra daga var hún komin á fjalir allra helstu óperuhúsa veraldar. Þrátt fyrir vinsældirnar hefur tæpast nokkur ópera önnur tekið jafn mikl- um breytingum og þessi svanasöng- ur Bizets. Strax eftir dauða tón- skáldsins var gerð ný útgáfa af verkinu. Tónskáldið Guiraud breytti töluðum texta milli söngatriða í tón- les, hnikaði hljómsveitarútsetningu til á stöku stað og skeytti inn ball- etttónlist. Síðar lögðu einnig margir aðrir til breytingar á verkinu svo enginn vissi lengur hvað sneri upp og hvað niður í raddskránni. Um miðja 20. öld var gerð tilraun til þess að gefa út upphaflegu raddskrána að Carmen. Þá kom í ljós að ómögu- legt var að sjá hvaða breytingar höfðu verið gerðar af Bizet sjálfum eða öðrum hljómsveitarstjórum. Fritz nokkur Oeser gaf verkið út ár- ið 1964 og þótt útgáfa hans hafi valdið miklu fjaðrafoki er hún talin komast næst hinni upphaflegu gerð óperunnar. Sagan Carmen eftir Mérimée kom út í íslenskri þýðingu Sæmund- ar G. Halldórssonar árið 1998 hjá Bókaútgáfunni Sóleyju. „Carmen, ég elska þig!“ Óperan um sígaunastúlkuna Carmen eftir George Bizet er ein þekktasta ópera heimsbókmenntanna. Gunnsteinn Ólafsson rekur feril Bizets og Carmen í tilefni af sviðsettum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Laugardalshöll næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld. George Bizet ÞAÐ er einn af göldrum djassins að fulltrúar þriggja kynslóða geta komið saman og leikið án mikils undirbúnings eins og þeir hefðu ekki gert annað um sína daga. Flestir kunna helstu verk hinnar klassísku djassefnisskrár og kunni þeir þau ekki þekkja þeir hljómana og eru fljótir að átta sig á inntaki verksins og séu hæfileikarnir fyrir hendi geta þeir skapað frambærilega spuna- kafla á staðnum. Þrjár kynslóðir mættust á Múl- anum síðasta fimmtudagskvöld. Birkir Freyr trompetleikari sem gæti verið sonur Ólafs bassaleikara og barnabarn Jóns Páls gítarista. Þeir Ólafur og Birkir, sem báðir eru úr Eyjum, hafa oft leikið saman, en ég hef ekki heyrt þá fyrr í kompaníi með Jóni Páli. Tónlistin sem þeir félagar léku þetta kvöld var fínn kammerdjass og efnisskráin klassísk, bandarískir sígræningjar í bland við ópusa eftir djassmeistara: Charlie Lloyd, Dizzy Gillespie, Charlie Parker, Benny Golason og Clifford Brown. Það voru margir gítaristar í hópi hlustenda þetta kvöld enda fremsti gítarleikari Íslandsdjassins að leika, Jón Páll Bjarnason. Þetta er í annað skipti sem ég heyri í Jóni Páli á árinu, en hann er fluttur heim frá Los Angeles og kennir uppi á Skaga. Hið fyrra sinni opnaði hann Múlann í Húsi Málarans með Sigurði Flosa- syni saxista og Gunnari Hrafnssyni bassaleikara. Ólafur Stolzenwald er smekklegur bassaleikari með góðan tón og lipurt sving. Sóló hans eru þaulhugsuð og gjarnan melódísk. Skemmtileg var útsetning hans á Birks Works eftir Dizzy Gillespie og upphafsleikur hans í stjörnumerki Mingusar, þótt ólíkir bassaleikarar séu. Þetta var fjórði ópus kvöldsins og þarna fóru tónleikarnir að lifna við og í síðasta lagi fyrir hlé fór tríó- ið innhverfa á kostum í standarði sem heyrist ekki oft hérlendis, Broadway, og var sérstakt eftirlæti meistara svingsins á djammsessjón- um. Jón Páll var brilljant og óf svingrifum með blárri tilfinningu í sóló sitt. Hápunktur þessara tónleika var óefað túlkun Jóns Páls á Gershwin- perlunni Love Is here To Stay. Hér var einfaldleikinn í fyrirrúmi og hver tónn sólósins hnitmiðaður og tær. Allir sæmilegir djassleikarar nú til dags geta efnt til flugeldasýn- ingar tækni og fyrirgangs, en aðeins hinir útvöldu geta skapað hina tæru list einfaldleikans. Til að leika sóló einsog Jón Páll lék í Love Is Here To Stay þarf mikla sköpunargáfu og lífsreynslu. Hann sýndi hér enn einu sinni að fáir íslenskir djassleikarar standast honum snúning. Birkir Freyr blés fallega með farmerískum blæ You Stepped out of a Dream og í Blues Walk eftir Clifford Brown átti hann fínt tromp- etsóló. Tóninn var bæði mjúkur og málmkenndur, en Birkir á þó enn nokkuð í land með að skapa sér per- sónulegan stíl. Lokalagið á efnisskránni var Whisper Not eftir Benny Golson sem Jón Páll hafði leikið fyrir fjöru- tíu árum, Ólafur fyrir tuttugu og Birkir fyrst þetta kvöld. Það var leikið af dramatískum þunga í lokin. Áheyrendur fögnuðu óspart og fengu Gershwin-ópus að launum: But Not for Me. Notalegir og ljúfir tónleikar sem náðu oft hæðum í sólóum meistara Jóns Páls. Þrjár kynslóðir DJASS M ú l i n n í H ú s i M á l a r a n s Birkir Freyr Matthíasson trompet og flygilhorn, Jón Páll Bjarnason gítar og Ólafur Stolzenwald bassa. Fimmtudagskvöldið 22. 3. 2001. Tríó Ólafs Stolzenwalds Vernharður Linnet
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.