Morgunblaðið - 25.03.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.03.2001, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 27 ...ferskir vindar í umhirðu húðar Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland „Þegar ég hafði lokið við að þróa „M O N S O O N -make up“ línuna, ákvað ég að þróa mína eigin húðkremlínu. Eftir að ég kynntist Karin Herzog vör- unum steinhætti ég við þá hugmynd. Í starfi mínu sem útlitshönnuður nota ég nú orðið alltaf Karin Herzog hreinsi- krem, andlitsvatn og Vita-A-Kombi krem sem grunn, áður en ég byrja að farða kúnnana mína.“ www.karinherzog.com Doddý - Monsoon - make up Kaupmannahöfn segir: Aðalfundur Aðalfundur Íslenskra aðalverktaka hf. verður haldinn þriðjudaginn 10. apríl n.k. á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 og hefst fundurinn kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins 2. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga 3. Önnur mál, löglega upp borin Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofum félagsins á Keflavíkurflugvelli og að Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað í fundarbyrjun. Stjórn Íslenskra aðalverktaka hf. HERMENN talibanastjórnarinnar í Afganistan opnuðu Minjasafnið í Kabúl aftur í vikunni, í fyrsta sinn síðan stjórnin fyrirskipaði að öll líkneski í landinu frá því fyrir tíma Hmúhameðstrúar skyldu eyðilögð. „Við erum hingað komnir til að sýna ykkur það sem við höfum. Það eru engar styttur eftir,“ sagði Ahmed Yar, forseti Minjasafnsins. Hann neitaði að greina frá því hvert hefði verið farið með mulninginn af stytt- unum sem voru eyðilagðar. „Við erum ekki á móti menningu neinna,“ sagði hann þegar hann leiddi fréttamenn um rykuga ganga safnsins. „Við erum á móti því sem er á móti íslam.“ Þessi skoðunarferð veitti fyrstu vísbendingarnar um hvað er eftir af sögulegum minjum í Afganistan síðan talibanaleiðtoginn múlla Múhameð Ómar fyrirskipaði í síðasta mánuði að allar styttur skyldu eyðilagðar þar eð þær væru til marks um skurðgoðadýrkun. Tvær risastórar Búddastyttur, sem höggnar voru út í fjallshlíð á þriðju og fimmtu öld, fengu mesta at- hygli umheimsins og eyðilegging þeirra vakti mesta reiði. En í Minja- safninu í Kabúl voru um sex þúsund búddísk listaverk, að því er talið er, frá ýmsum tímum í sögu Afganistans. Nancy Dupree, bandarískur rit- höfundur sem skrifaði bók um safnið 1974, sagði það vera „merkustu heimild um fornaldir, sem heimurinn hefur eignast.“ Fréttamenn sem nú fóru um safnið fengu aðeins að sjá fá- eina sali þar sem gat að líta safn af leirkerjum og þúsundir leirbrota. Mikið af safninu er rústir einar eftir langa bardaga sem geisuðu í Kabúl frá 1992 til 1996. Talibanastjórnin hvatti til alþjóð- legrar fjárfestingar í Afganistan, og sagði fulltrúi stjórnarinnar að það væri rangt að sniðganga landið þótt sögulegar styttur þar hefðu verið eyðilagðar. Sagði hann að margir Afganar sæju fram á hungursneyð vegna verstu þurrka sem herjað hefðu á landið í meira en þrjá áratugi, og þvingunaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn landinu hefðu fælt frá erlenda einkafjárfesta. ERLENT Talibanar bjóða fjárfesta velkomna Minjasafnið í Kabúl opnað á ný Kabúl, Islamabad. AP, Reuters. alltaf á þriðjudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.