Morgunblaðið - 25.03.2001, Síða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 39
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Kveðja frá starfsfélögum
í Noregi flutt við
útför hins látna
Kæri Eggert.
Það er svo óraunverulegt að vera
hér á Íslandi til að bera þér hina
hinstu kveðju. Raunar vildu allar
starfssystur þínar í apótekinu Ern-
inum hafa verið hér en vegna hinnar
miklu fjarlægðar var það því miður
ekki hægt. Í staðinn hafa þær í dag
lokað apótekinu og hafa minningar-
stund um þig.
Það er erfitt að taka því að þú sem
varst svo fullur af lífi og glaðlyndi
skulir falla svo skjótt frá. Í apótek-
inu er orðið gífurlegt tómarúm.
Ekkert kemur í staðinn fyrir þinn
drifkraft og félagslega þátttöku.
Við vorum raunar svolítið spennt-
ar að vita hvernig þér myndi takast
að vera eini karlmaðurinn meðal svo
margra kvenna þegar þú byrjaðir
15. júní 1997 í starfi yfirlyfjafræð-
ings í lyfjabúðinni Erninum, en það
tókst framar öllum vonum.
Í stöðu yfirlyfjafræðings hefur þú
verið lykilmaður og borið mikla
ábyrgð á rekstri 1yfjabúðarinnar.
Þú ræktir ávallt starfið af mikilli ró
og faglegu öryggi, líka þegar streit-
EGGERT BJARNI
HELGASON
✝ Eggert BjarniHelgason fædd-
ist í Reykjavík 14.
nóvember 1963.
Hann lést 24.
febrúar á Høkland-
sjúkrahúsinu í
Bergen í Noregi og
fór útför hans fram
frá Árbæjarkirkju
7. mars sl.
an var allsráðandi á
vinnustaðnum, og naust
mikillar virðingar vegna
þessa.
Þú sýndir mikla um-
hyggju fyrir öðrum og
hafðir einlægan áhuga á
velferð annarra. Þú
varst hvatamaður að
ýmissi starfsemi utan
vinnutíma, svo sem
keiluspili þótt þú ættir
erfitt með að bíða ósig-
ur.
Í félagslegu samhengi
lagðir þú oft fram þinn skemmtilega
skerf sem jólasveinn og í öðrum
hlutverkum.
Við urðum fljótt vör við stolt þitt
og gleði þína yfir ættjörð þinni
vegna þess að þú talaðir oft af mik-
illi hlýju og innlifun um Ísland.
Við sem störfuðum með þér sökn-
um þinnar jákvæðu og hlýju lundar
og þess hvernig þú hélst ró þinni og
hafðir alltaf bros á vör.
Ótímabært andlát þitt hefur
skapað djúpa sorg, söknuð og ör-
væntingu í lyfjabúðinni. Aðstæður
okkar á vinnustaðnum nú síðustu
daga hafa verið þungbærar og erf-
iðar vegna þess að hugur okkar hef-
ur verið hjá þér og þínum.
Þökk fyrir að við fengum að kynn-
ast þér.
Hugur okkar er hjá henni elsku
Fanney þinni og nánustu fjölskyldu.
Við lýsum friði yfir minningu
þinni, Eggert.
Tordis Løhaugen Bjuland.
Fyrstu minningar
mínar sem smástelpu,
um hana Siggu
frænku, móðursystur
mína, eru faðmlögin
hennar. Það voru ekki
nein venjuleg faðmlög. Seinna var
mér sagt að ég hefði verið farin að
kipra mig saman þegar frænka mín
nálgaðist mig. En svona var hún
Sigga frænka, það voru aldrei nein
vettlingatök hjá henni. Það var
sama að hverju hún sneri sér,
hvort sem það var búskapurinn í
Sigtúnum, baksturinn, matargerð-
in og ekki síst þegar hún vann utan
heimilis. Allt var gert afar snöf-
urlega og ekki verið að drolla.
Árið 1970 fór ég í mína fyrstu og
einu heimsókn til Siggu og fjöl-
skyldu hennar að Sigtúnum í Ax-
arfirði. Ég var með eldri börnin
mín tvö með mér, þetta var í ágúst-
mánuði, og áttu börnin mín bæði
afmæli um það leyti sem við dvöld-
um í Sigtúnum. Það er ekki að orð-
lengja það að Sigga snaraði fram
veisluborði fyrir þau, og þýddi ekk-
ert fyrir mig að malda í móinn
varðandi fyrirhöfn og annað. Því
var bara ekki ansað. En svona var
hún Sigga. Ég hef verið að skoða
myndir frá þessum tíma er við vor-
um í Sigtúnum, og nánast á hverri
mynd er Sigga að bardúsa í mat-
artilbúningi, bakstri, skreyta kök-
ur og allt eftir því. Svo var hún
alltaf til í að kíkja í bolla fyrir mig,
ég tók því nú öllu með fyrirvara
sem hún las úr bollanum, en við
SIGRÍÐUR
HINRIKSDÓTTIR
✝ Sigríður Hinriks-dóttir frá Sigtún-
um í Öxarfirði fædd-
ist í Reykjavík 25.
september 1921. Hún
lést 10. mars síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá Ak-
ureyrarkirkju 16.
mars.
höfðum báðar afskap-
lega gaman að því.
Fyrir fáeinum árum
var Sigga í heimsókn
hér í Mýrdalnum, og
var þá ýmist hjá mér
eða Hrafnhildi, bróð-
urdóttur sinni. Það má
nú segja að Hrafnhild-
ur var henni notaleg.
Fór með hana hvert
sem Siggu langaði og
m.a. á Hjallatún, þar
sem Hanna frá Múla
dvelur, en Hanna og
Sigga unnu saman á
sínum tíma í mötu-
neyti Vegagerðarinnar í Reykjavík
ásamt móður minni. Þar tók
Hrafnhildur mynd af þeim, þar
sem þær sitja þrjár glaðklakkaleg-
ar og skála, ég er nú reyndar ekki
viss um að það hafi verið neitt al-
vöru vín í glösunum, en bara verið
að skála fyrir gamalli og góðri vin-
áttu.
Sigga hafði geysilega gaman af
að ferðast og verst fannst henni
þegar aldurinn og heilsan gerðu
henni það ókleift lengur.
Ég er þess fullviss að nú hefur
Sigga frænka nóg að gera við að
fara það sem hana langar, og ekki
síst að hitta hann Pál, manninn
sinn, Nonna bróður sinn, Kaju tví-
burasystur hennar og móður sína.
Sigga var farin að þrá hvíldina,
mun hafa verið farin að hlakka til
vistaskiptanna.
Ég sendi börnum hennar, fjöl-
skyldum þeirra og systrum hennar,
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Sæunn Sigurlaugsdóttir.
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að
senda greinarnar í símbréfi
(569 1115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is). Nauðsyn-
legt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstak-
ling birtist formáli, ein uppi-
stöðugrein af hæfilegri lengd,
en aðrar greinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu).
Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú
erindi.
Greinarhöfundar eru beðn-
ir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
Elsku pabbi, þú ert
farinn í ljósið, ég veit
að þér líður betur
núna, þjáningu þinni
er lokið.
Ég hitti þig í fyrsta skiptið þegar
ég var 11 ára gömul og það voru
ófáar ferðirnar sem ég kom til þín
frá Reykjalundi. Síðan höfum við
hist eða haft samband. Síðast þegar
við hittumst komum við Gunnar,
sambýlismaður minn, og Tómas,
sonur okkar, í heimsókn til ykkar
Möggu og krakkanna. Þá var Tóm-
as bara 20 mánaða gamall. Þú varst
að elda lambalæri og allt tilheyr-
andi með enda varstu mjög góður
kokkur. Tómas elti þig út um allt
eins og lítill hvolpur, hann hjálpaði
þér í eldhúsinu og á eftir fóruð þið
út að þvo bílinn. Já, það var eins og
hann hefði þekkt þig frá fæðingu.
Þetta var yndisleg góð stund sem
við áttum saman. Í hvert skipti sem
við töluðumst við í síma byrjaði það
alltaf eins. Þú sagðir: „Ert þú í
stuði?“ og ég svaraði: „Já, maður er
alltaf í stuði.“
Mikið þótti mér leitt að geta ekki
hitt þig undir lokin, en ég lá sjálf á
sjúkrahúsi á þessum tíma út af
sjúkdómi mínum en ég hugsaði mik-
ið til þín, Möggu og systkina minna.
Ég þakka þér fyrir þær stundir
sem við höfum átt saman, ég geymi
þær í hjarta mínu.
Elsku Magga mín, Geiri, Gulla og
Óskar og aðrir aðstandendur, guð
gefi ykkur styrk í þessari miklu
GUNNAR KARL
ÞORGEIRSSON
✝ Gunnar KarlÞorgeirsson
fæddist á Karlsskála
í Grindavík 25. mars
1940. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 8. mars
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Safnaðarheimilinu í
Grindavík 17. mars.
sorg. Ég hugsa mikið
til ykkar.
Með kveðju frá
Gunnari og Tómasi.
Þín dóttir,
Hafdís.
Elskulegi Gunni
Kalli. Í dag er afmæl-
isdagurinn þinn og vil
ég kveðja þig með fá-
einum orðum.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Þú varst „einstakur“ og svo góð-
ur drengur, ávallt ósérhlífinn.
Margt varð nú brallað í gamla daga
enda var minnst á margt í erfi-
drykkju þinni sem var haldin í sam-
komuhúsinu í Sandgerði í sl. viku. –
Fullt hús og meir en það saman-
komnir að syrgja brottför þína. –
En í þessu húsi áttum við svo mörg
margar góðar minningar frá því við
vorum ung og varst þú á allra
vörum. Öll áttum við það sameig-
inlegt að hugsa með hlýhug til þín.
Ég var samferða Jenson og
Gauja frænda úr bænum og heim
aftur. Báðar leiðir vorum við að
rifja upp allar þær góðu minningar
sem við eigum um þig – sem varð-
veitast ávallt í hjörtum okkar.
Þú fæddist heima hjá ömmu okk-
ar Guðrúnu á Karlsskála í Grinda-
vík. Nöfnin okkar beggja koma það-
an – þetta var svo stór ætt sem við
áttum en svo margir hafa horfið
héðan á örfáum árum langt um ald-
ur fram og veit ég að vel hefur verið
tekið á móti þér af öllum, elsku
frændi.
Þú áttir yndislega konu og fjöl-
skyldu og lýsti það henni best í
minninngarorðum til þín þar sem
presturinn las ljóð um kossinn frá
henni til þín á kveðjustund – það
hafði verið valið mitt uppáhalds
vers úr Biblíunni til einsöngs í út-
förinni eða 23. Davíðssálmur, ég vil
líka endurtaka hann hér á kveðju-
stund.
Drottinn er minn hirðir
mig mun ekkert bresta
á grænum grundum lætur hann mig
hvílast
leiðir mig að vötnum þar sem ég má
næðis njóta.
Hann hressir sál mína leiðir mig rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég gangi um dimman dal
óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér
sproti þinn og stafur hugga mig og þú
býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum
þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn
er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævi daga
mína
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Elsku Margrét, börn og fjöl-
skyldan öll. Megi kærleiki guðs um-
vefja ykkur og minningin um Gunna
Kalla gefa ykkur öllum styrk.
Ég sendi innilegustu samúðar-
kveðjur einnig frá sonum mínum
James og Helga Þór og allri minni
fjölskyldu.
Elsku Gunni Kalli, ég mun ávallt
minnast þín með hlýhug og virð-
ingu.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Þín frænka,
Guðrún Pétursdóttir.