Morgunblaðið - 25.03.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 25.03.2001, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                      !  "     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 AF einhverjum ástæðum sem ég get ekki útskýrt geta Íslendingar varla hugsað sér að leyfa hluti sem eru bannaðir. Þetta er á einhvern hátt greypt í þjóðarsálina að rúmlega helmingur þjóðarinnar er alltaf á móti breytingum á því ástandi sem er við lýði. Dæmi um þetta er þegar bjórinn var bannaður á Íslandi. Þetta var fyrir minn tíma eða mitt minni réttara sagt og ég get því að- eins furðað mig á því að fólki hafi fundist betra að hafa bjórinn bann- aðan svo að fólk myndi frekar drekka sterkari drykki. Ég skil ekki svoleiðis hundalógik. En ég er svo tregur að það er fleira sem ég skil ekki. T.d. skil ég ekki af hverju svo- kölluð eiturlyf eru bönnuð í heim- inum í dag. Ég skil að fólki hafi upp- runalega fundist það góð hugmynd. Eiturlyf eru manndrepandi skað- valdur. En í mínum huga er maður meiri maður eftir að hafa komist að því, eftir að hafa skoðað öll rök máls- ins og brennt sig á eldinum að mað- ur hafi haft rangt fyrir sér. Og það er kominn tími til að fólk hlusti á rök málsins og sætti sig við staðreyndir. Í baráttu við innflytjendur og selj- endur eiturlyfja hafa stjórnvöld fjar- lægst raunverulega vandann; að fólk neytir eiturlyfja. Ef eiturlyf yrðu lögleg myndi ekki vera nein mark- aðssetning, eins og er núna þótt dul- in sé. Ef ríkið sæi um eiturlyfja- framleiðslu og -sölu gæti það stjórnað henni og hvernig hún fer fram. Að mínu mati væri það það besta sem hægt væri að gera í stöðunni að hafa svipað kerfi um eiturlyfin eins og með rétt til notkunar ökutækja. Að fólk fengi ekki að kaupa hass nema að það hefði lokið og tekið próf varðandi skaðsemi hass á fólk og fengið góða einkunn á því. Spurn- ingarnar yrðu ekki hræðsluáróður heldur sannleikurinn um það eitur- lyf sem fólk vill fá að kaupa. Ef þeir sem vilja kaupa hass þyrftu að lesa sér til um áhrif hassneyslu á fólk; að það verði sljótt, þunglynt og minni þess raskist, er þá jafn efirsókna- vert að prófa? Myndi það ekki minnka neyslu krakks í Bandaríkj- unum að fólk yrði að lesa sér til um staðreyndir um efnið? Ef fólk vissi að það verður háð því eftir fyrsta skammtinn og það sé líklegra að það deyi af völdum efnisins heldur en að það nái að hætta, myndi það samt vilja kaupa sér krakk? Einnig myndi þetta leiða af sér kosti sem við get- um kallað það skárra af tvennu illu. Að fólk kjósi þau eiturlyf sem eru ekki lífshættuleg, heldur „bara“ stórkostlega hættuleg. Þannig myndi ríkið sjá til þess að fólk fengi ekki eiturlyf án þess að vera „sér- fræðingar“ um skaðsemi þess. Fræðsla er besta forvörnin. Að mínu mati er það ekki endilega rétt að lögleiðing fíkniefna myndi auka aðgengi fólks að eiturlyfjum. Í dag er það nákvæmlega ekkert vandamál að nálgast það sem manni sýnist. Maður þarf ekki einu sinni að þekkja rétta fólkið, heldur er nóg að vita um réttu skemmtistaðina til að stunda og það getur maður meira að segja lesið um í fjölmiðlum. Hingað til eru að kalla þeir einu sem hafa þorað að tjá sig um þessi mál feðgarnir Gunnlaugur Jónsson og Jón Steinar Gunnlaugsson, það er tímabært að umræðan fari út fyr- ir kvöldmatarborð þeirra ágætu manna. Það er löngu kominn tími til að ríkið hætti að eyða peningum okkar í vafasama löggæslu sem hef- ur ekki nein áhrif nema að hækka verð, sem leiðir af sér að fíklarnir þurfa að útvega sér meiri pening, sem styttir leiðina í afbrot til að fjár- magna neysluna. Fólkið, sem þarf síðan að svara til saka, er þeir neðstu í keðjunni, þeir sem selja efn- ið í smásölu og síðan burðardýrin sem eru oftar en ekki helsjúkir fíkl- ar sem skulda fíkniefnasölum stór- kostlegar fjárhæðir. Kerfið leiðir eingöngu af sér stór- glæpamenn. Og á Íslandi einu stór- glæpamennina. En ég veit að framtíðin mun bera í skauti sér breytingar í þessa átt og jafnvel fyrr en fólk heldur í dag. Rök þeirra sem á móti þessu eru dæma sig yfirleitt sjálf og eru blanda af rökvillu og úreltum klisjum bann- áranna. Hugsum sjálfstætt, athug- um rök málsins og flýtum fyrir því að fíkniefnavandinn byrji að leysast, áður en það verður um seinan. GÚSTAF ÓLAFSSON nemi. Þjóðarsálin á móti breytingum Frá Gústafi Ólafssyni: FRÉST hefur að til standi að loka fyrr en verið hefur sundlauginni í Há- túni. Þar hafa verið opnir almennir kvöldtímar frá klukkan 18 til 20 virka daga. Nú á þetta að breytast þannig að almennir tímar á kvöldin verði að- eins frá klukkan 18 til 19 á mánudög- um og miðvikudögum. Þetta mælist ekki vel fyrir. Sundlaugin í Hátúni er ætluð fólki sem t.d. vegna fötlunar eða gigtsjúkdóma getur ekki synt í útilaugum fyrir almenning. Laugin í Hátúni er mun hlýrri en aðrar sund- laugar og innilaug – þetta skiptir sköpum fyrir ýmsa. Almennir tímar í þessari laug eru vissulega á morgn- ana virka daga og, þegar færi gefst fyrir hópæfingum, ákveðinn tíma um miðjan daginn. En það geta því miður ekki allir nýtt sér þetta. Sumir þeir sem sækja laugina í Hátúni eru í vinnu og komast ekki til að synda fyrr en að starfi loknu. Fyrir þetta fólk, sem oft á ekki margra kosta völ hvað hreyfingu snertir, eru það hin mestu ótíðindi að almennu tímarnir frá kl. 18 til 20 skuli falla niður þrjá virka daga og afgreiðslutíminn stytt- ur um klukkutíma hina dagana tvo. Sumir þeir sem sækja þessa laug eru lengi að klæða sig og afklæða, eiga stirt um hreyfingar. Þeir eru líka lengi að gera æfingar sínar og synda. Klukkustund er því ekki nógu langur tími fyrir þá. Þeim tilmælum er hér með beint til þeirra sem standa að þessari breyt- ingu að endurskoða hana með tilliti til þessa hóps. Vinsamlega hafið sund- laugina í Hátúni opna á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá klukkan 18 til 19.30. Það myndi nægja þeim gestum sem aðeins geta komið á þessum tíma til þess að halda sér í formi. Þetta væri nægilega lang- ur tími til að þeir gætu í sæmilegri ró synt og gert æfingar sínar, klætt sig og komist út áður en lokað væri. Fyrir hönd nokkurra sundgesta, KRISTINN GUÐJÓNSSON. Sundlaugin í Hátúni Frá Kristni Guðjónssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.