Morgunblaðið - 25.03.2001, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 25.03.2001, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Spennandi ævintýramynd fyrir börn á öllum aldri  Kvikmyndir.is NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Gíslataka í frumskógum S-Ameríku www.sambioin.is Sýnd kl. 1.50 og 3.45. Ísl tal. Mán. kl.4. Vit nr. 183. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán. 4 og 6. Vit nr. 210. Sýnd kl. 8 og 10. Vit nr. 197. Sýnd kl. 1.50, 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Vit nr.194 Gamanmynd í stíl Who framed Roger Rabbit með Robert De Niro, Renne Russo, Randy Quaid, John Goodman og Whoopi Goldberg í aðalhlutverki Þeir eru komnir til að bjarga heiminum! Sýnd kl. 2, 4 og 6. Vit nr. 203. Russell Crowe og Meg Ryan í magnaðri spennumynd í leikstjórn Taylor Hackford sem gerði myndirnar Devil´s Advocate, An Officerand a Gentleman og Against All Odds Ein umtalaðasta mynd allra tíma heldur áfram að sópa til sín verðlaunum og er nú loks komin til Íslands Aðeins sameinaðir gátu þeir sigrað! Frá Jerry Bruckheimer framleiðanda Armageddon og Rock Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr. 166. HK DV Hausverk.is SV MBL Tvíhöfði  ÓJ Stöð2  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 1.50. Íslenskt tal. Vit nr. 179 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Mán. 8 og 10.30. B. i. 14. Vit nr. 209 Sýnd kl. 4, 8 og 10.45. Mán. kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit nr. 201. HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 8 og 10.15. Gíslataka í frumskógum S-Ameríku Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Mán. 5.45, 8 og 10.15. B.i.16 ára.Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Mán. 5.30, 8 og 10.30. kirikou og galdrakerlingin með íslensku tali Sýnd kl. 5.45.Sýnd kl. 6. Mán. kl. 6 DV  AI Mbl  Tvíhöfði  Tvíhöfði GSE DV NORRÆNIR BÍÓDAGAR SUNNUDAGUR Søndagsengler kl. 2 (umræður á eftir) Pikkusisar kl. 5. (umræður á eftir) Øen i Fuglegade kl. 8 Tillsammans kl. 10.30 MÁNUDAGUR Pikkusisar kl. 6. Tillsammans kl. 8 Søndagsengler kl. 10.30 Kvikmyndir.is Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 14. Tilnefnd til 2 Óskarsverðlauna Joan Allen, besti kvennleikari í aðalhlutverki Jeff Bridges, besti karlleikari í aðalhlutverki Gary Oldman, Christian Slater FRAMBJÓÐANDINN Stundum getur þú tekið leiðtoga af lífi án þess að skjóta einu einasta skoti  DV  Rás 2 Sýnd sunnudag kl. 2 og 4. Ísl tal. Sýnd sunnudag kl. 2 og 4.  HL Mbl  ÓHT Rás 2 ÓFE Sýn ÞAÐ var fámennt, þó vissulega góðmennt, er þriðja undanúrslita- kvöld Músíktilrauna Tónabæjar fór fram á föstudagskvöldið. Hverjar ástæðurnar eru veit ég ekki; kannski er árans pestin að leggja menn flata eða þá að skemmtanaþorstinn sé það ærandi á svona kvöldum að menn leggi leið sína fremur á öldurhús eða í teiti. Alltént fengu þeir tónlistar- áhugamenn sem lögðu leið sína í Safa- mýrina fullt fyrir sinn snúð en margt athyglisverðra sveita lék þetta kvöld og fór svo að heilar þrjár komust áfram til úrslita. Það er fátt betra en að hita sig upp með sveittri fúnktónlist en flaggskip hinnar nýstofnuðu tónlistarútgáfu Eddu, hrynhitasveitin Jagúar, lék við hvern sinn fingur og hleypti hlýjum straumum inn í salinn áður en keppni hófst. Bölverkur var fyrst upp á svið. Sveitin er leidd af sjarmerandi söng- spíru, hárprúðum langintesi sem bjó yfir glettilega miklu sviðsöryggi þrátt fyrir ungan aldur. Tónlistin var al- vöru bílskúrsrokk, einfaldir þriggja gripa hljómar ásamt prakkaralegum textum og var einatt brugðið fyrir sig klámgríni sem ekki er hafandi eftir hér á þessum síðum. Keyrslan var svo sem ágætt hjá þeim félögum en kraft- inn vantaði sárlega. Næst á svið var kornung sveit, Nat- ar, en liðsmenn eru flestir á tólfta árinu, fæddir árið 1989. Frammistaða sveitarinnar var um margt merkileg. Liðsmenn máttu, sökum sýnilegs reynsluleysis, hafa sig alla við til að valda hljóðfærunum og var tónlistin berstrípað rokk í sinni allra einföld- ustu mynd sem minnti stundum á síð- pönksveitina Fall í hráleika sínum. Einbeitnin og ástríðan var 100% hjá liðsmönnum og komust þeir vel frá sínu, t.d. náði gítarleikarinn að yfir- stíga tæknilegar hömlur með útsjón- arsemi og góðum hugmyndum. Andlát var næst á svið, níðþung rokksveit sem var langt frá því að vera látin á sviðinu. Það færi best á því að lýsa tónlist þeirra sem skrið- drekarokki; massaþung og endur- tekningarsöm, næsta vélræn gítar- stef sem skríða hægt en örugglega áfram. Andlát er feykiþétt sveit, vel samhæfð og spilandi og lagasmíð- arnar haglega samansettar. Söngvari sveitarinnar er og vel með á nótunum, syngur bókstaflega eins og hann eigi lífið að leysa. Vert er að minnast á annað lag sveitarinnar sem var all- rosalegt undir endann; myrk og skelfileg stemmning umlék það. Eftir hlé sté undarleg sveit á stokk. Fjölbreytt rokk var á matseðlinum, þó ekki ýkja bragðsterkt. Fyrsta lag- ið var ágætlega vel uppbyggt en full flatt og næsta lag á eftir var stór- furðulegt; hefðbundið rokk í anda Edie Brickell and the New Bohem- ians blandað skrækróma rappþulu!? Síðasta lagið var best, kassagítarflétt- ur samfara glúrnum bassaleik. Lime var næst, eins manns tölvu- sveit sem var nokkuð erfitt að átta sig á. Farið var um víðan völl með litlum árangri og full mikil losarabragur á öllu saman. Fyrsta lagið var t.a.m. stefnulaust, millihratt tæknó og í öðru laginu var farið í allar áttir en ekkert skilið eftir. Síðasta lagið var best, súrt grallarastuð í gangi, en á heildina litið var þetta ekki nógu heilsteypt. Rappsveitin Trenekin flutti áhorf- endum melódískt og milt hipphopp og tókst vel upp. Helsti gallinn er í sam- hæfingu sveitarinnar, stundum var eins og meðlimir væru ekki fyllilega búnir að átta sig á hvenær skyldi ljúka lögunum og urðu þau full löng þess vegna. Sviðsframkomu var einn- ig nokkuð ábótavant og það var full mikill vandræðagangur á meðlimum á sviði. Síðasta lagið var mjög flott, hipphopp blandað salsa, hugmynd sem gekk vel upp. Verst þó með ensku textana. Dice flutti hefðbundið tuddarokk í slakari kantinum, lítill kraftur og lagasmíðar ekki upp á marga fiska. Trommuleikarinn var þó alveg frá- bær og söngvarinn átti ágæta spretti, sérstaklega undir lokin. Hljómsveitin Delphi var víst hugs- uð sem önnur gestasveit en gleymdi víst að mæta. Hringt var í snillingana í Miðnesi og brenndu þeir á svæðið með hálftíma fyrirvara og skemmtu fólki eins og þeim er einum lagið á meðan talning atkvæða ásamt heila- brotum dómnefndar átti sér stað. Fóru leikar þannig að Dice sigraði á sal en dómnefndinni þótti full ástæða til að hleypa tveimur sveitum til viðbótar áfram þetta kvöldið og voru það Andlát og Trenekin sem urðu fyrir valinu. Skriðdrekinn brunar Reykmettaður Bölverkur. Emil Lime-liði við tækin. Hin unga sveit Natar lék rokk í sinni hreinustu mynd. Streymi lék undarlega fjölbreytt rokk. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Arnar Eggert Thoroddsen TÓNLIST T ó n a b æ r MÚSÍKTILRAUNIR Þriðja tilraunakvöld Músíktilrauna Tónabæjar, haldið í félagsmiðstöð- inni Tónabæ 23. mars 2001. Fram komu Bölverkur, Natar, Andlát, Streymi, Lime, Trenikin og Dice. Gestasveitir voru Jagúar og Miðnes. Músíktilraunir Tónabæjar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.