Morgunblaðið - 28.03.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 28.03.2001, Síða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur fest kaup á tveimur Boeing 767- 200-breiðþotum og leigt tvær til viðbótar. Verða þær afhentar á næstu vikum. Félagið hefur samið við breska flugfélagið Excel Airways um verkefni næstu fimm árin og verða íslenskar áhafnir á þotunum. Þrjár vélanna verða í þessum verkefnum en ein sinnir bæði þeim og flugi fyrir Sam- vinnuferðir-Landsýn. Kaupverð Boeing-þotnanna tveggja, sem eru af gerðinni 767- 200 EM, er tæpir fjórir milljarðar króna. Kaupin eru fjármögnuð af japanska bankanum Sumitomo og hafa samningar staðið yfir í all- margar vikur. Vélarnar eru keyptar af breska flugfélaginu Britannia Airways og verða þær afhentar í Atlanta 30. apríl næst- komandi. Þær taka 290 farþega. Vélarnar sem verða leigðar eru einnig af gerðinni 767-200 en af svonefndri Extended Range sem þýðir að þær hafa meira flugþol. Önnur er leigð frá Air Europa á Spáni og verður hún afhent 1. maí en hin er fengin hjá Air New Zealand og verður afhent 5. maí. Þessar vélar taka 274 farþega. Báðar gerðir eru breiðþotur og eru þær búnar sjónvarpsskjám í farþegarými. Vélarnar eru smíð- aðar á árunum 1988 og 1989. Eins og fyrr segir verða þrjár þotnanna í verkefnum fyrir breska leiguflugfélagið Excel Airways. Er það samningur til fimm ára og er andvirði hans um 7,2 milljarðar króna. Heimahafnir vélanna verða í London og Man- chester. Sú fjórða verður einnig í verkefnum fyrir Excel Airways en aðeins um helgar og þá út frá Glasgow. Sú vél á síðan að fljúga frá Íslandi á virkum dögum fyrir Samvinnuferðir-Landsýn. Einn stærsti íslenski flugleigusamningurinn Arngrímur Jóhannsson, for- stjóri og annar aðaleigenda Atl- anta, segir þetta stærsta flug- leigusamning sem gerður hefur verið í íslenskri flugsögu. Arn- grímur tjáði Morgunblaðinu að samningurinn við Excel Airways sé sá lengsti sem fyrirtækið hefur gert á einu bretti. Hann segir Atl- anta þó hafa flogið um árabil fyr- ir marga aðila og þá samið til fárra ára í senn. Þannig hafi til dæmis verið flogið í 9 ár fyrir Lufthansa, fjögur ár fyrir Finnair og um þessar mundir er að ljúka viðamiklu pílagrímaflugi fyrir Saudi Airways og er það í 9. sinn sem Atlanta sinnir því. Auk píla- grímaflugsins eru tvær þotur Atl- anta í 11 mánaða verkefni fyrir félagið. Arngrímur segir að undirbún- ingur að kaupunum og leigunni hafi staðið svo mánuðum skipti. Þar hafi skipt sköpum að ganga frá öllum þremur samningunum á sama tíma, þ.e. kaupum og leigu annars vegar og hins vegar fram- leigu vélanna til Excel Airways. Að þessari samningagerð unnu einkum þeir Arnar Þórisson fjár- málastjóri, Hafþór Hafsteinsson markaðsstjóri og Magnús Gylfi Thorstenn, lögfræðingur Atlanta. Voru samningarnir undirritaðir í London í síðustu viku. Íslenskar áhafnir verða að miklu leyti á þotunum hjá Excel Airways og er nú að hefjast þjálf- un flugmanna og flugfreyja. Fimm áhafnir þarf á hverja þotu, tvo flugmenn eða alls 40, og 8 flugfreyjur, 160 alls. Sigurlaug Sveinsdóttir, ein þeirra sem sér um flugfreyjuþjálfun, segir að mikil vinna hafi staðið yfir að undanförnu í útvegun mynda og gagna um vélarnar og síðan samningu handbóka og annars kennsluefnis. Flugfélagið Atlanta verður með 20 breiðþotur í rekstri þegar nýju þoturnar hafa bæst við flotann. Geta þær borið samtals vel yfir sjö þúsund farþega. Fimmtán eru af gerðinni Boeing 747, ein er Lockheed Tristar og síðan nýju þoturnar fjórar. Nýju vélarnar leysa af hólmi þrjár Tristar-vélar sem hafa verið í notkun hjá félag- inu frá árinu 1991 og eru sumar orðnar 20 ára gamlar og eldri. Starfsmenn Flugfélagsins Atl- anta eru kringum 1.200 og flutti félagið á síðasta ári nærri tvær milljónir farþega. Aðalstöðvarnar eru í Mosfellsbæ en miðstöðvar voru á síðasta ári m.a. í Keflavík, London, Manchester, Manston, Madrid, Jeddah, Bombay, Tel Aviv og París. Flugfélagið Atlanta semur um verkefni til fimm ára í Englandi Kaupir tvær breiðþotur og leigir tvær Morgunblaðið/Árni Sæberg Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir ásamt Arnari Þórissyni fjármálastjóra. Sigurlaug Sveinsdóttir er ein þeirra sem und- irbúa þjálfun flugfreyja hjá Atlanta. Sumitomo í Japan fjármagnar kaupin á tveimur breiðþotum. Boeing 767-þoturnar sem Atl- anta er að kaupa og leigja eru með tveimur göngum og sjón- varpsskjám í farþegarými. KOLBEINN Kristinsson, stjórnar- formaður Sjálfseignarstofnunar Verslunarráðs Íslands um viðskipta- menntun (SVÍV), segir að SVÍV sé tilbúin til að koma að rekstri Tækni- skóla Íslands og reka skólann með sama hætti og stofnunin rekur Verzlunarskóla Íslands og Háskól- ann í Reykjavík. „Sjálfseignarstofnunin rekur í dag tvær skólastofnanir, þ.e. Verzlunar- skóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Við höfum að okkar mati byggt upp gott módel fyrir rekstri þessara skóla og það hefur gengið mjög vel. Við sjáum ekki annað en að það ætti að geta gengið vel upp við Tækniskóla Íslands. Við höfum því boðið menntamálaráðherra að ganga til viðræðna við okkur um þennan kost,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn tók fram að formlegar viðræður væru ekki hafnar og málið væri á frumstigi. Niðurstaða málsins væri því fyrst og fremst háð vilja menntamálaráðuneytisins. Aðspurð- ur sagði Kolbeinn að hann teldi að það ætti ekki að þurfa að taka mjög langan tíma að kanna hvort grund- völlur væri fyrir samstarfi mennta- málaráðuneytisins og SVÍV um rekstur Tækniskólans. „Ef af þessu yrði myndum við reka skólann með sama hætti og við höfum rekið Verzlunarskólann og Háskólann í Reykjavík. Við höfum reynslu af þeirri leið og hún hefur reynst vel. Við sjáum ekkert í veg- inum fyrir því að þetta ætti ekki að geta gengið upp þarna líka.“ Jón Búi Gauðlaugsson, formaður skólanefndar Tækniskóla Íslands, sagði að skólanefnd Tækniskólans hefði stutt þá hugmynd að aðilar vinnumarkaðarins kæmu að rekstri Tækniskólans en endanlega hefði orðið ljóst fyrir nokkrum vikum að ekkert yrði úr henni. Hann sagðist ekkert hafa heyrt af þeirri hugmynd, sem sagt var frá í Morgunblaðinu sl. sunnudag, að sameina Tækniskólann og Háskólann í Reykjavík en menntamálaráðherra sagði í frétt- inni að horfið hefði verið frá henni. Jón Búi sagði að skólanefnd Tækni- skólans myndi koma saman nk. þriðjudag til að fjalla um málið. SVÍV tilbúin að reka Tækniskólann Kröfu Sleipnis hafnað FÉLAGSDÓMUR hefur hafnað kröfu Bifreiðastjóra- félagsins Sleipnis um að við- urkennt verði með dómi að félagið fari með samningsað- ild fyrir tíu bifreiðastjóra hjá SVR. Vagnstjórarnir sögðu sig úr Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar frá og með 1. júlí sl. og gengu í Sleipni. Kröfunni var hafnað á þeim forsendum að lögum samkvæmt sé einungis gert ráð fyrir samningsumboði fagfélaga fyrir þá opinberu starfsmenn, sem tilheyri lög- formlegum starfsstéttum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að strætisvagns- stjórar fullnægi ekki laga- ákvæðum um formlega menntun og lögformleg starfsréttindi. Þá segir: „Bif- reiðastjórafélagið Sleipnir telst ekki vera starfsstétt með „lögformleg starfsrétt- indi“ í skilningi tilvitnaðs lagaákvæðis, eins og túlka ber það samkvæmt fyrirliggj- andi lögskýringargögnum. Þá verður ekki heldur talið að félagsmenn stefnanda upp- fylli skilyrði lagaákvæðisins um formlega menntun sem jafna má til slíkra starfsrétt- inda. Laga- og reglugerðar- ákvæði um ökupróf og öku- réttindi breyta ekki þeirri niðurstöðu,“ að því er segir í niðurstöðum dómsins. Meira- prófsréttindi ökumanna upp- fylla samkvæmt því ekki þau skilyrði sem löggjafinn hefur sett. Fer fyrir Mannrétt- indadómstólinn Sleipnir hefur ákveðið að láta reyna á niðurstöðu félagsdóms fyrir Mannrétt- indadómstóli Evrópu og vill félagið láta reyna á gildi ákvæða laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Auk þessa segir í fréttatilkynningu frá félag- inu: „Bifreiðastjórafélagið Sleipnir telur niðurstöðu félagsdóms í málinu brjóta gróflega í bága við jafnræðis- og félagafrelsisákvæði stjórn- arskrárinnar og sambærileg ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu, enda er það viður- kennt af félagsdómi að samn- ingsrétturinn sé órofa hluti félagafrelsisins.“ Félagsdómur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.