Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 11

Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 11 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að komast í sólina á hreint ótrúlegu verði. Um páskana er frábært veður á Kanarí, 28 stiga hiti, einstakt veðurfar og þú getur notið frábærra aðstæðna á Kanarí. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Síðustu sætin Út 10. apríl 2 vikur Aðeins 14 sæti Páskarnir á Kanarí frá kr. 59.985 Verð kr. 69.930 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 10..apríl - 2 vikur Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1800 Verð kr. 59.985 Verð fyrir manninn, m.v hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, flug og skattar. 10. apríl - 2 vikur Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is SAMKEPPNISSTOFNUN mun í næstu vika ljúka formlegri rannsókn á samráði fyrirtækja á grænmetis- markaði, en rannsóknin hófst með húsleit hjá fyrirtækjunum haustið 1999. Stofnunin er einnig að ganga frá erindi til landbúnaðarráðuneytis- ins sem varðar innflutningshöft og innflutningsvernd á grænmeti. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Samkeppnisstofnun komist að þeirri niðurstöðu að innflutnings- verndin og tengsl sölufyrirtækjanna, ekki síst Sölufélags garðyrkjumanna við önnur fyrirtæki á markaðinum, hafi gert bændum kleift að hafa í frammi samkeppnishindranir. Liður í því að koma á virkri samkeppni á þessum markaði er að mati Sam- keppnisstofnunar að rjúfa tengslin milli garðyrkjubænda og afurðasölu- fyrirtækis sem gert er ráð fyrir að Eignarhaldsfélagið Fengur muni koma á fót. Sagt var frá því í Morgunblaðinu í gær að samkeppnisráð hafi úrskurð- að að afurðasala Eignarhaldsfélags- ins Fengs skuli færast til sjálfstæðs fyrirtækis. Samkvæmt úrskurðinum er Feng og tengdum fyrirtækjum óheimilt að hafa afskipti af daglegum rekstri nýja fyrirtækisins og í stjórn þess mega ekki sitja sömu menn og skipa stjórnir Fengs né dótturfélaga eða tengdra fyrirtækja. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er þessi breyting hluti af víðtækum breytingum sem Sam- keppnisstofnun leggur til að gerðar verði á grænmetismarkaðinum í þeim tilgangi að auka samkeppni. Pálmi Haraldsson, framkvæmda- stjóri Fengs, sagði í samtali við Morgunblaðið að með stofnun sér- staks afurðasölufyrirtækisins myndi nást fram stærðarhagkvæmni og því myndu neytendur fá ódýrari vöru. Hann sagði óljóst hvort Fengur kæmi til með að eiga 100% í nýja af- urðusölufyrirtækinu eða hvort fleiri kæmu að því. Lögin alla tíð brotin? Langstærstu afurðasölufyrirtæki á grænmetis- og ávaxtamarkaði eru Sölufélag garðyrkjumanna ehf. og Bananar ehf., sem bæði eru í eigu Fengs. Dótturfyrirtæki Banana, Ágæti hf., er einnig mjög stórt á sínu sviði. Segja má að eina sjálfstæða græmetis- og ávaxtafyrirtækið, sem stendur utan við SFG-samsteypuna, sé Mata ehf. Þess ber þó að geta að allmargir aðilar sjá sjálfir um rækt- un og sölu á kartöflum og nokkrum tegundum grænmetis. Félag garðyrkjumanna er sam- vinnufélag í eigu bænda og sagði Pálmi að samkeppnisyfirvöld væru búin að setja því mjög ströng skil- yrði. „Við erum að mörgu leyti ósátt- ir við þessi ströngu skilyrði. Okkur finnst að Samkeppnisstofnun hafi ekki sýnt skilning á starfsemi félags- ins, en hún er að vinna í umboði fram- leiðenda. Það hefur komið upp í við- ræðum við stofnunina að félagið hafi hugsanlega verið að brjóta sam- keppnislöggjöfina alveg frá því að lögin tóku gildi. Ástæðan er sú að framleiðendur eru á öðru sölustigi en félagið sjálft og Samkeppnisstofnun hefur gagnrýnt að framleiðendur og félagið skuli hafa haft með sér sam- ráð. Það sem er sérstakt við þetta er að önnur afurðasölufyrirtæki eru und- anþegin löggjöfinni og Samkeppnis- stofnunin telur raunar að við hefðum getað sótt um undanþágu. Þetta hef- ur ekki hvarflað að nokkrum manni fram að þessu, en þetta sýnir kannski betur en margt annað hversu flókin þessi samkeppnislöggjöf er.“ Pálmi sagði ljóst að Samkeppnis- stofnun liti svo á að SFG mætti ekki vinna náið með framleiðendum. Hann sagði nauðsynlegt í þessu sambandi að hafa í huga að tveir að- ilar skiptu smásölumarkaðinum á milli sín. Þessi tvö fyrirtæki væru Aðföng og Búr og væru þau með u.þ.b. 93% af markaðinum. Það væri einfaldlega mjög erfitt fyrir margar heildsölur að starfa í slíku umhverfi. Samkeppnisstofnun er að ljúka rannsókn á meintu samráði grænmetisfyrirtækjanna Sendir landbúnaðar- ráðuneytinu álit um innflutningshöft rekstraraðilar hitaveitnanna. Hann sagðist reikna með því að eignar- hlutinn myndi skiptast til helminga milli Íslendinga og Kínverja. Samstarfssamningurinn um hita- veitu í Yanqing var undirritaður 17. mars en áður hafði verið undirrit- aður hliðstæður samningur um hita- veituverkefni á Lishuiqiao í Reykja- vík. Yanqing er sumardvalarstaður í um 74 km fjarlægð frá Peking og sagði Alfreð að gert væri ráð fyrir að ný hitaveita þar myndi þjóna um SAMSTARFSSAMNINGAR milli Orkuveitu Reykjavíkur, Enex og borgaryfirvalda í Peking um hita- veitur í Yanqing og Lishuiqiao eru metnir á um 1 til 2 milljarða króna að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur. Alfreð sagði að hingað til hefðu Íslendingar aðallega veitt Kínverj- um ráðgjöf um nýtingu jarðhita en nú væri verið að fara inn á nýjar brautir, þar sem stefnt væri að því að Íslendingar yrðu meðeigendur og 30.000 íbúum. Hann sagði að í Yanq- ing ætti sér stað mikil uppbygging þar sem áhersla væri lögð á um- hverfisvernd. Þar væri mikill jarð- hiti sem ætlað væri að nýta til hús- hitunar. Að sögn Alfreðs er Lishiqiao svæði sem Kínverjar hyggjast byggja upp ef þeir fá að halda Ólympíuleikana árið 2008 en Alþjóðaólympíunefndin mun taka ákvörðun um staðarval í júlí. Hann sagði að ef Kínverjar myndu fá Ól- ympíuleikana yrði mjög spennandi að fá að taka þátt í uppbyggingu svæðisins. Íslendingar og Kínverjar semja um stofnun og rekstur hitaveitna við Peking Verkefni upp á 1 til 2 milljarða kr. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, og Guo Zhenqing, héraðsstjóri í Yanqing, und- irrita samning um nýja hitaveitu. Í samningsgerðinni tóku einnig þátt Ólafur Egilsson sendiherra, Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR og stjórnarmaður í Enex, og Vilhjálmur Vilhjálmsson, stjórnarmaður OR. VONSKUVEÐUR var víða á Aust- ur- og Suðausturlandi í fyrrinótt og gærmorgun. Vegna veðurs og ófærðar var kennsla felld niður í grunnskólunum á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Vopnafirði, Reyðarfirði og í Brúarárskóla á Norðurhéraði. Færð spilltist víða, einkum á fjall- vegum. Þá varð ófært um vegi á Austfjörðum og Fjarðarheiði var lokuð. Austan við Hala í Suðursveit valt flutningabíll í snarpri vindhviðu. Fjölnir Torfason, bóndi á Hala og sonur hans, Arnór komu ökumann- inum til aðstoðar. „Það snöggversnaði veðrið hérna rétt fyrir klukkan þrjú í [fyrri]nótt. Hér var mikill jafnfallinn snjór og léttur. Það gerði allt í einu glóru- lausan bil og það varð feiknarlega hvasst af norðvestri,“ sagði Fjölnir í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það má segja að nákvæmlega klukkan þrjú hafi komið mjög hörð vindhviða, með þeim hörðustu sem koma hérna,“ segir Fjölnir. Hann telur að vindhraði hafi þá náð um 50–60 m/sek. „Einmitt í þeirri hviðu lendir bíllinn út af.“ Bíllinn mun hafa lagst nokkuð mjúklega á hægri hliðina. Ökumað- urinn hafði samband við lögregluna á Höfn í Hornafirði en hann taldi sig ekki geta komist af sjálfsdáðum út úr bílnum. Hann var í bílbelti og sakaði ekki. Lögreglan kallaði út Björgunarfélag Hornafjarðar en hafði einnig samband við Fjölni. Hann og Arnór afréðu að bíða þar til veður gengi eitthvað niður. Um hálftíma síðar fóru þeir að bílnum, hjálpuðu ökumanninum út og óku honum því næst að Hala þar sem honum var boðið upp á kaffi. Björg- unarsveitin náði síðan í hann og ók honum á Höfn. Bílnum var komið á réttan kjöl í gær og segir Fjölnir hann lítið skemmdan. Ljósmynd/Einar B. Einarsson Flutningabíllinn á hliðinni utan vegar við Hala í Suðursveit. Óverulegar skemmdir urðu á bílnum. Snörp vindhviða feykti flutningabíl á hliðina Aftakaveður á Austurlandi í fyrrinótt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.