Morgunblaðið - 28.03.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.03.2001, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 13 Framtíðin hefst ....núna! Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is 134.900,- Super A nti-Alia s Filter 540 lín ur stgr.* TOSHIBA DVD • SD 100 er af 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með betri myndgæðum og mun fullkomnari en aðrir bjóða! TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum mynd- bandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. Önnur TOSHIBA tæki fást í stærðunum frá 14“-61“ 33.750,-stgr.* 29“-33“ eða 37“ 100HZ DIGITAL SCAN verð m/öllu þessu frá aðeins *Staðgreiðsluafsláttur er 5% TOSHIBA heimabíó Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! • Super-5 Digital Blackline myndlampi • 180-300W magnari • 3 Scarttengi að aftan • 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan • Barnalæsing á stöðvar • Glæsilegur skápur m/glerhurð og 3 hillum • 6 framhátalarar • 2 bassahátalarar • 2 x 2 bakhátalarar KATTARÆKTARFÉLAG Íslands stóð fyrir alþjóðlegri sýningu á kynjaköttum dagana 24. og 25. mars í Íslenska kvikmyndaverinu í Grafarvogi. Um var að ræða tvær sýningar þar sem dómarar frá Hollandi, Finnlandi og Noregi mátu ketti af öllum stærðum og gerðum eftir alþjóðlegum rækt- unarstöðlum. Alls voru rúmlega hundrað kettir sýndir og metnir þessa tvo daga og var það hin eins og hálfs árs gamla persneska læða Urður Arnardrangs, sem var valin besti fullorðni kötturinn og hampaði því titlinum kynjaköttur sýning- arinnar báða sýningardagana. Eigandi hennar er Hörn Ragn- arsdóttir en hún átti fleiri hlut- skarpa ketti á sýningunum því besta ungdýrið báða sýning- ardagana var Mýrdals Red Rush sem einnig er persnesk læða í hennar eigu. Persneskar læður sátu í fleiri verðlaunasætum því besti kett- lingur sýningarinnar á laug- ardeginum var af þeirri tegund en það var Brynjars Blue Velvet í eigu Kristínar Guðmannsdóttur en á sunnudeginum var besti kettlingurinn valinn Atlas sem er abyssiníufress í eigu Sjafnar Kjartansdóttur. Bangsi Av Kirwo, sem einnig er abyssiníufress, var svo valinn besti geldingurinn báða sýning- ardagana en eigandi hans er Sig- rún Björg Aradóttir. Þá var fressið Simbi valinn besti hús- kötturinn en húsbóndi hans er María Isabel Merino. Að sögn Einars Erlingssonar, yfirdómþjóns er áhugi á katta- ræktun stöðugt að aukast hér- lendis og áætlar hann gróflega að skráðir kattaræktendur hjá Kattaræktarfélagi Íslands séu í kringum tuttugu talsins. Raymond Sætre, dómari á sýningunni, faðmar að sér einn verðlaunaköttinn. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Soffía Árnadóttir hampar Oriental-fressinu Herki Axfjörð. Kynjaköttur sýningarinnar, Urður Arnardrangs Midnight Sun, ásamt eig- anda sínum Hörn Ragnarsdóttur (t.v) og Hildi Dís Kristjánsdóttur dómþjóni. Sýning á kynjaköttum í Grafarvogi sl. helgi Urður Arnardrangs Mid- night Sun hlutskörpust SAMGÖNGURÁÐHERRA kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun frumvarp til laga vegna lögskráningar sjómanna. Þar er lagt til að lögum um lögskrán- inguna verði breytt í þeim til- gangi að tryggja að allir sjómenn á íslenskum skipum, óháð stærð skipanna, verði slysa- og líf- tryggðir. Í minnisblaði með frumvarpi ráðherra kemur fram að tilgang- ur lögskráningar sjómanna sé einkum grundvöllur fyrir skatta- afslætti sjómanna, að fyrirliggj- andi séu upplýsingar um áhöfn skips hverju sinni, að áhöfnin hafi tilskilin atvinnuskírteini til starfa á skipum, að áhöfnin sé líf- og slysatryggð með fullnægjandi hætti, að sannreyna siglingatíma vegna öflunar atvinnuskírteinis á skipi og að áhöfn hafi hlotið ör- yggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna. Þess eru dæmi að slys hafa orðið á bátum sem ekki er skylt að lögskrá á og sjómenn hafa slasast eða farist án þess að hafa verið líf- eða slysatryggðir. Meg- intilgangur frumvarpsins er að fyrirbyggja slíkt. Með breytingu á lögum um eftirlit með skipum er kveðið á um að skip sem er minna en 20 brúttótonn fái ekki útgefið haf- færisskírteini nema fyrir liggi yf- irlýsing tryggingafélags um áhafnartryggingu samkvæmt siglingalögum. Lagafrumvarp um lögskráningu sjómanna Tryggt að allir sjó- menn verði slysa- og líftryggðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.