Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 16

Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 16
AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blönduósi - Níu mjólkurframleið- endur í A.-Húnavatnssýslu fengu fyrir skömmu afhentar við- urkenningar frá Mjólkursamlagi Húnvetninga (MH) fyrir úrvals- mjólk framleidda á árinu 2000. Þessar viðurkenningar voru veitt- ar á sameiginlegum aðalfundi samlagsdeildar MH og Félags kúabænda í A.-Hún. Það voru Páll Svavarsson mjólkurbússtjóri og Guðlaugur Björgvinsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar, sem veittu viðurkenningarnar. Að þessu sinni hlutu ábúendur á eft- irtöldum jörðum viðurkenningu: Hlíð, Neðri-Harrastöðum, Hróars- stöðum, Auðólfsstöðum, Steiná III, Grund, Stekkjardal, Skinna- stöðum og Eyjólfsstöðum. Vert er að geta þess að ábúendur á Auð- ólfsstöðum, hjónin Jóhann Þ. Bjarnason og Þórunn I. Magn- úsdóttir, hlutu þessa viðurkenn- ingu nú í 10. sinn. Verðlaunagrip- urinn sem mjólkurframleiðendur fá er eftirlíking af gömlu mjólk- urbrúsunum sem fyrir löngu hafa lokið hlutverki sínu en lifa góðu lífi í endurminningunni. Austur-húnvetnskir úrvals- mjólkurframleiðendur. Frá vinstri: Sigurður Ingimarsson, Hróarsstöðum, Björn Sigurbjörns- son, Hlíð, Haraldur Kristinsson, Grund, Þorbergur Aðalsteinsson, Eyjólfsstöðum, Reynir Davíðsson, Neðri-Harrastöðum, Sigurjón Stefánsson, Steiná III, María Hjaltadóttir, Neðri-Harrastöðum, Jóhann Þ. Bjarnason, Auðólfs- stöðum, og Gerður R. Garð- arsdóttir, Stekkjardal. Á myndina vantar Vigni F. Vigfússon, Skinnastöðum. Úrvalsmjólkurframleiðendur í A-Húnavatnssýslu Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ábúendur Auðólfsstaða hljóta 10. viðurkenninguna LANDIÐ Borgarnesi - Ný viðbygging er óð- um að rísa við Grunnskólann í Borgarnesi. Búið er að reisa neðri hæðina og steypa gólf og þessa dagana er efri hæðin að bætast við. Samkvæmt áætlun á viðbygg- ingin að vera tilbúin af hálfu verk- taka 1. ágúst. Það er bygging- arfyrirtækið Sólfell sem er verktaki en Loftorka hf. sér um burðarvirkið. Framkvæmdir hafa ekki valdið truflun á skólastarfinu og athafna- svæðið var frá upphafi vel afgirt þannig að nemendum stafaði engin hætta af. Með tilkomu viðbygging- arinnar minnkar skólalóðin tals- vert en á móti kemur almenn ánægja með einsetinn skóla sem stefnt er að í haust þegar bygg- ingin verður tekin í notkun. Byggingarfram- kvæmdir við Grunn- skólann í Borgarnesi Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Neðri hæðin er risin og gólf steypt. Efri hæðin er nú að bætast við. Ísafirði - Komið hefur verið á fót nýrri símaþjónustu á Vestfjörðum. Hjúkrunarfræð- ingar, læknar, sálfræðingur, ljósmóðir og félagsfræðingur skiptast á að ganga með far- síma sem krakkar á aldrinum 12-25 ára geta hringt í ef eitt- hvað bjátar á. Fullum trúnaði er heitið og hafa allir fagaðilarnir skrifað undir siðareglur, þar sem tekið er fram að aldrei skuli símtöl þessi vera rædd við óviðkomandi aðila, en þar eru foreldrar með taldir. Margvíslegum spurningum svarað „Ef einhver hefur áhyggjur af því til dæmis að vinur hans hafi anorexíu eða sé þung- lyndur er hægt að hringja“, segir Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður Gamla apó- teksins sem stendur að þjón- ustunni í samstarfi við fleiri. „Einnig er hægt að ræða kynlíf, barneignir, kynsjúk- dóma og fleira í þeim dúr. Ef stelpa hefur áhyggjur af því að vera ólétt, getur hún feng- ið hina svokölluðu „eftir á“ pillu með því að hringja í þjónustuna“, segir Aldís. Símaþjónustan ber nafnið Heimur og er síminn 848- 0513. Þjónustan var kynnt í Grunnskólanum á Ísafirði. Símaþjónusta fyrir unglinga í erfiðleikum Fullum trúnaði heitið ALMENNT virðist samfélagið taka því vel að feður taki fæðingarorlof svo sem þeir eiga nú rétt á, einkum ef um er að ræða skamman tíma. Gerist karlmenn heimavinnandi húsfeður um lengri tíma hafa þeir mætt nokkr- um fordómum og jafnvel þykir sum- um að ekki geti verið alveg í lagi með þessa menn. Þetta var á meðal þess sem rætt var um á málþingi sem Jafn- réttisstofa efndi til á Akureyri en það bar yfirskriftina Það læra börn og fjallaði um jafnrétti í samstarfi for- eldra við fæðingu barns. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra setti ráðstefn- una og nefndi m.a. í ávarpi sínu að mikilar breytingar hefðu orðið síð- ustu ár, en áður fyrr hefðu karlmenn ekki tekið mikinn þátt í því umstangi sem fylgdi því að eignast barn. Við- horfsbreyting hefði orðið í þjóðfélag- inu og þeir væru nú virkir þátttak- endur. Nýju lögin um fæðingarorlofið hefðu verið stórt skref fram á við í réttindamálum, en barn hefði nú rétt á að vera samvistum við báða foreldra sína á fyrstu mánuðum lífs síns. Meðal þess sem rætt var á mál- þinginu voru breyttar áherslur í sam- starfi foreldra, hlutverk, staða og samstarf foreldra við fæðingu barns og hið gullna jafnvægi fjölskyldu og atvinnulífs. Katrín Ríkarðsdóttir, sér- fræðingur á Jafnréttisstofu, sagði að mjög góðar umræður hefðu verið um þessi mál, en meðal annars hafi komið fram að nýju lögin myndu hafa þau áhrif að langflestir feður myndu taka það fæðingarorlof sem þeir ættu rétt á. „En menn voru inni á því að flestir myndu að því loknu flýta sér í vinnuna aftur, það virðist ekki vera fýsilegt fyrir karlmenn að vera of lengi í hlut- verki heimavinnandi húsföður. Menn voru nokkuð sammála um það,“ sagði Katrín. Hún sagði að nú stæði vinnumark- aðurinn frammi fyrir þeirri staðreynd að karlmenn hefðu rétt á fæðingaror- lofi líkt og mæður og það yrði vonandi til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum. Hún sagði að gestir málþingsins hefðu fagnað því skrefi sem stigið var með nýju lögunum um fæðingarorlof, en næst væri að fá það lengt enn meir, þ.e. til samræmis við það sem tíðkast á Norðurlöndum, einkum Svíþjóð og Noreg. Jafnréttisstofa mun efna til mál- þings fyrir austan í maí og þá verður einnig haldið málþing á Vestfjörðum næsta haust og að því loknu verður fjórða málþingið í röðinni haldið í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristján Hjónin Óskar Jónasson kvikmyndaleikstjóri og Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona, til hægri, höfðu framsögu og tóku þátt í pallborðsum- ræðum um hlutverk, stöðu og samstarf foreldra við fæðingu barns. Málþing Jafnréttisstofu um samstarf foreldra við fæðingu barns Réttur feðra til orlofs gæti jafnað stöðu kynjanna ÞETTA er í annað sinn á ekki svo löngum tíma sem Leikfélag Akur- eyrar ákveður að byrja sýninga- ferð um Norðurland á barnaleikriti hér í Grímsey. Leikritið „Tveir trúðar – mis- jafnlega vitlausir“, var flutt í félagsheimilinu Múla um helgina, við mikinn fögnuð Grímeyjarbarna og reyndar fullorðinna líka. Höfundur leikritsins er Aðal- steinn Bergdal en Skúli Gautason samdi tónlistina. Þeir starfa báðir hjá Leikfélaginu á Akureyri, leik- stjóri verksins er Þráinn Karlsson. Sýningin var stórgóð og skemmti- leg með afbrigðum. Það má segja að trúðarnir Skralli og Lalli hafi sannarlega farið á kostum. Þeim til halds og trausts var Herdís Jóns- dóttir sem Aðalsteinn segir vera reddara trúðanna númer 1. Skralli er auðvitað löngu þekkt persóna – hann var slysabarn Að- alsteins Bergdal og kom í ljós 4. ágúst 1974. Faðirinn vildi að það kæmi fram að Skralli væri skemmtilegt slysabarn. Skralli hefur svo vaxið og dafnað í gegnum árin. Eftir 18 jólaþætti , sem Að- alsteinn Bergdal skrifaði fyrir Ak- ureyrarsjónvarpið, þar sem mamma hans Skralla birtist, var ákveðið að leyfa Lalla bróður hans að sýna sig líka. Lalli greyið getur verið óttalega vitlaus og ábyrgðarlaus þannig að stóri bróðir á ekki alltaf sjö dagana sæla. En allir leikhúsgestirnir í Múla voru aftur á móti himinsælir þegar þeir kvöddu þá bræður. Í sömu ferð var Aðalsteinn Bergdal með upplestur úr bók heimspekingsins Síló frá Argent- ínu. Þar voru settar fram ekki minni spurningar en: Hver er til- gangur lífsins? Hvað er hamingja? Hvernig getum við látið okkur líða betur? Og síðast en ekki síst. Hvernig gerum við jörðina mennska? Segja má frá því að Skralli og Lalli verða á næstu vik- um á ferðinni, allt frá Hvamms- tanga til Vopnafjarðar. Skralli og Lalli hefja sýningar- ferð í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.