Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 35

Morgunblaðið - 28.03.2001, Side 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 35 TÓMASARHAGI 51 - HÆÐ OG RIS - OPIÐ HÚS - TVÆR ÍBÚÐIR Hér er um að ræða 5 herb. 116 fm efri sérhæð ásamt 36 fm bílskúr og 4ra herb. um 97 fm rishæð í fallegu mjög vel staðsettu húsi. Eignirnar seljast saman eða sitt í hvoru lagi. Mjög fallegt útsýni er úr báðum íbúðunum, sérstaklega risíbúðinni. Hæðin skiptist í tvær saml. stofur, 3 herb., eldhús, bað o.fl. Tvennar svalir eru á hæðinni. V. 17,5 m. Risíbúðin skiptist í hol, baðherb., 2 herbergi, 2 samliggjandi skiptanlegar stofur og eldhús. Stórar suðursvalir eru út af stofu. Yfir íbúðinni er gott geymsluris. V.13,9 m. ÍBÚÐIRNAR VERÐA TIL SÝNIS Í DAG (MIÐVIKUDAG) FRÁ KL. 17-19. 1305 VERULEGAR deil- ur hafa staðið á Vestur- löndum um siðferðilega ábyrgð stórra lyfjafyr- irtækja gagnvart þró- unarlöndum og mögu- leikum þeirra á að nálgast lífsnauðsynleg lyf, sér í lagi afar dýr lyf við alnæmi sem herjar miskunnarlaust á sí- stækkandi hóp Afríku- ríkja sunnan Sahara. Siðleysi Mammons Nýleg málaferli tæp- lega 40 lyfjafyrirtækja gegn stjórnvöldum Suður-Afríku hafa reynst vatn á myllu þeirra afla sem draga vilja al- þjóðleg lyfjafyrirtæki til ábyrgðar fyrir síversnandi ástand heilbrigðis- mála í Afríku sem og öðrum þróun- arríkjum. Málsóknin beinist gegn löggjöf frá árinu 1997 sem heimilar suður-afrískum stjórnvöldum að virða einkaleyfisvernd allra lyfja að vettugi í nafni þjóðarhagsmuna. Sú staðreynd að lyfjafyrirtæki ætli sér ekki að una umræddri löggjöf, þykir til marks um þá ísköldu gróðahyggju sem þau stjórnist af. Einkaleyfi lyfja hindra ekki aðgengi Mikilvægasta spurningin í þessu samhengi er e.t.v. sú hvort vaxandi vandi þróunarríkja á sviði heilbrigð- ismála sé á einhvern hátt bundinn einkaleyfum lyfjafyrirtækja, þ.e. hindra einkaleyfi aðgang þróunar- ríkja að lífsnauðsynlegum lyfjum? Samkvæmt upplýsingum frá WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er það ekki raunin, þar sem um 95% slíkra lyfa (essential medicine list) eru ekki bundin einkaleyfum. Um þau 5% sem eftir standa hafa lyfjafyrirtækin al- mennt víkjandi reglur hvað verð og dreifingu varðar innan þróunar- landanna í samvinnu við alþjóðlegar hjálpar- stofnanir. Þá nemur raunvernd einkaleyfa einungis um 5 til 7 ár- um, þótt þeim sé einum ætlað að standa undir gífurlegum rannsókn- ar- og þróunarkostnaði lyfjaframleiðenda. Lyf duga ekki ein og sér Hið hrikalega ástand heilbrigðismála þróun- arlandanna verður því ekki rakið til einkaleyfa á lyfjum. Meginvandinn felst enn fremur ekki í lélegu lyfjaframboði. Umfangsmikið samstarf lyfjafyrirtækja og alþjóð- legra hjálparstofnana veitir nauðsyn- legum lyfjum á kostnaðarverði þang- að sem þörfin er brýn og endur- gjaldslaust þar sem fátæktin er sárust, því oftar en ekki er lægsta verð jafnvel of hátt. Staðreyndin er hins vegar sú að nægt lyfjaframboð dugar ekki eitt og sér við þær erfiðu aðstæður sem ríkja. Vandinn er mun djúpstæðari en svo að Vesturlönd geti „keypt“ sig frá honum með ókeypis lyfjasendingum eða með beinum og óbeinum niðurgreiðslum á lyfjakostnaði þróunarlanda. Einkaleyfi eru ekki orsök vandans Varnir og meðferð gegn lífshættu- legum sjúkdómum eru háð þeirri heilbrigðisþjónustu sem til staðar er hverju sinni. Neyð þróunarlanda endurspeglast fyrst og fremst í fjár- sveltum og vanþróuðum heilbrigðis- kerfum. Lyfin eru til staðar en ekki þekkingin og getan til að fylgja flókn- um lyfjameðferðum eftir. Heilbrigð- isráðherra Suður-Afríku hefur m.a. lýst því yfir að þótt alnæmislyf fengj- ust ókeypis hefðu stjórnvöld ekki efni á sjálfri meðferðinni. Að hjálpargögn, hvort heldur lyf eða matvæli, nýtist ekki sem skyldi, er almennt og alvar- legt vandamál innan allrar þróunar- aðstoðar. Pólitísk úrræði skortir Umræða um vanda þróunarlanda og breikkandi bil á milli ríkra og fá- tækra þjóða er í senn viðkvæm og vandmeðfarin, auk þess sem hið póli- tíska landslag umræðunnar er oftar en ekki afar erfitt yfirferðar. Sið- ferðileg skylda Vesturlanda til að bregðast við versnandi heilbrigðis- ástandi þróunarlanda er á engu að síður skýr. Fátækt, versta böl mann- kyns, verður aftur á móti ekki leyst nema með pólitískum meðulum. Hinn viðamikli vandi verður ekki leystur nema með samstilltu átaki og sam- vinnu ríkisstjórna þróunarlanda og vestrænna landa. Þá fyrst greiðfær pólitísk leið hefur verið fundin, mun þróunarstarf, m.a. lyfjafyrirtækja og alþjóðlegra hjálparstofnana, skila sér í raunverulegri hjálp til sjálfshálpar. Einkaleyfi versta böl mannkyns? Hjörleifur Þórarinsson Lyf Neyð þróunarlanda endurspeglast fyrst og fremst, segir Hjör- leifur Þórarinsson, í fjársveltum og vanþró- uðum heilbrigðis- kerfum. Höfundur er framkvæmdastjóri GlaxoSmithKline á Íslandi. Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Síðastliðinn miðvikudag var spilað síðasta kvöldið af þremur í Lands- bankatvímenningi félagsins. Lands- bankinn í Sandgerði styrkti mótið með peningaverðlaunum fyrir þrjú efstu sætin og fyrir 1. sæti voru veitt 10.000 kr. í verðlaun, 6.000 kr fyrir 2. sætið og 4.000 fyrir það þriðja. Efstu pör síðasta spilakvöld: Svala Pálsd. - Guðlaug Friðriksd.64.55 Randver Ragnarss. - Pétur Júlíuss. 60.00 Garðar Garðarss. - Óli Þór Kjartanss. 52.12 Karl G. Karlss. - Guðjón Svavar Jensen51.82 Lokastaðan í mótinu varð þessi: Randver Ragnarss. - Jóhannes Sigurðss./ Pétur Júlíuss. 56.57 % Garðar Garðarss. - Óli Þór Kjartanss. 53,89 Ævar Jónass. - Jón Gíslas.53.79 Karl G. Karlss. - Guðjón Sv. Jensen 53.28 Næsta miðvikudagskvöld byrjar þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Alltaf heitt kaffi á könnunni. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Þeir urðu í efstu sætunum í Landsbankamóti Bridsfélagsins Munins, f.v.: Ævar Jónasson sem varð í 3. sæti ásamt Jóni Gíslasyni, sigurveg- ararnir Pétur Júlíusson og Randver Ragnarsson og lengst til hægri er Óli Þór Kjartansson sem varð í öðru sæti ásamt Garðari Garðarssyni. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á ellefu borðum mánudaginn 26. marz. Miðlungur 220. Beztum árangri náðu: NS Sigurþór Halldórss. – Viðar Jónss. 279 Unnur Jónsd. – Jónas Jónss. 244 Helga Helgad. – Þórhildur Magúsd. 236 AV Kristján Guðm.s. – Sigurður Jóhannss. 278 Guðmundur Pálss. – Kristinn Guðm.s. 263 Sverrir Gunnarss. – Einar Markúss. 251 Eldri borgarar spila brids í Gull- smára 13 mánudag og fimmtudag kl. 12,45. Aðalfundur Bridsdeildar FEBK í Gullsmára verður haldin við upphaf spilafundar mánudaginn 2. apríl. Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 20. marz mættu 24 pör til leiks og urðu úrslit þessi í N/S: Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 271 Guðm. Magnússon - Þórður Jörundss. 241 Ólafur Ingimundars. - Jón Pálmason 240 Hæsta skor í A/V: Jóhanna Gunnlaugsd. - Garðar Sigurðss. 269 Bragi Björnss. - Magnús Halldórss. 257 Einar Markússon - Steindór Árnason 254 Sl. föstudag mætti 21 par og þá urðu úrslit þessi í N/S: Jón Pálmason - Ólafur Ingimundars. 252 Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Arnórss. 244 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 244 Hæsta skor í A/V: Bragi Björnss. - Magnús Halldórss. 253 Jón Andrésson - Ernst Bachman 241 Einar Einarss. - Hörður Davíðsson 235 Meðalskor var 216 báða dagana. vegna réttlætiskrafna málsaðila. Refsing er svar samfélagsins við óvinum sínum, með öðrum orðum hefnd. Oft er haldið fram að refsing virki sem forvörn, að hræðsla við refsingu aftri mönnum frá því að fremja voðaverk. Það er kominn tími til að dómskerfið og löggjafarvaldið athugi þessa kenningu af festu og einurð og kveði upp úr um gildi henn- ar. Hugsanlegt er, að hugtakið „hæfi- leg refsing“ sé í eðli sínu hefndarhug- tak, og að við megum búast við því að einhvern tíma í framtíðinni muni mannkynið líta til baka og fordæma það á sama hátt og við fordæmum hefndarhug fornmanna í okkar eigin landi, eða hefndarverk nútíma stríðs- aðila víðs vegar um heiminn. Hugs- anlega hefði sumum Íslendingum á þjóðveldisöld fundist sjálfgefið, að hefndarhugtakið væri öflug forvörn gegn ofbeldi þeirra tíma, en ljóst er að Njáll á Bergþórshvoli var ekki þeirrar skoðunar. Hér á landi eru líklega flestir sam- mála Njáli í dag. Í öðru lagi hefði aftenging hefnd- arhugtaksins frá kröfum um sam- félagsöryggi óhjákvæmilega í för með sér endurskoðun á skilningi manna á löglíkum. Spurningin er hér að hve miklu leyti réttur einstaklingsins eigi að hafa forgang gagnvart rétti sam- félagsins. Þetta er ákaflega við- kvæmt mál, og hefur verið tekið á því með mismunandi hætti í mannkyns- sögunni. Í alræðisþjóðfélögum hefur réttur einstaklings verið fótum troð- inn af sýndaröryggiskröfum gagn- vart almenningi, andófsmenn fang- elsaðir eða sendir á geðveikrahæli eða þaðan af verra. Það verður að at- huga gaumgæfilega hvort ríkiskúgun sé óhjákvæmilegur fylgifiskur auk- inna samfélagslegra gilda á kostnað einstaklingsins, eða hvort hún stafi öllu heldur af veikleika í dómskerfinu eða skorti á lýðræði. Vera kann að áhersla á einstaklingsfrelsi leiði ekki síður til ójafnaðar og kúgunar. Í þriðja lagi eru dómstólarnir farn- ir í auknum mæli að eiga við mál sem áður fyrr voru ekki rædd, eða voru afgreidd á öðrum vettvangi. Það er alls ekki víst að dómskerfi sem er upprunalega sniðið til að eiga við smáþjófa og ribbalda, og til að vernda eignarrétt manna, sé í stakk búið til að eiga við brot sem gerast innan friðhelgi heimilisins eða kynferðis- brot milli einstaklinga. Það er greini- legt að það verður að taka á slíkum brotum á mun heildrænni hátt en unnt er innan ramma núgildandi laga. Þegar grunur um ofbeldi og kynferðisofbeldi vaknar innan fjöl- skyldunnar á öll fjölskyldan hlut að máli, og það að úrskurða að einn ein- staklingur sé saklaus er alls ófull- nægjandi meðferð ef það skilur aðra málsaðila eftir í sárum. Jón Steinar staðhæfir, að öllum líkindum rétti- lega, að dómstóll hafi ekki heimild til að taka á öðrum vanköntum í fari ákærða sem koma í ljós við réttar- höldin; en það er að sjálfsögðu jafn mikil óhæfa að láta slík mál þar með niður falla. Í málum þar sem fjölskylda deilir um afbrot innan veggja heimilisins er greinilega mikill harmur á ferð. Sýknudómur á hendur einum máls- aðila er fráleitt lausn á málinu; dóms- kerfinu og samfélaginu í heild ber skylda til að taka á málinu á mun full- komnari hátt. Það er mikill ósómi ef lagabókstafsmenn gera lítið úr til- raunum annarra til að vekja máls á þessum vanda. Höfundur er lektor við Háskóla Íslands. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.