Morgunblaðið - 28.03.2001, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í MORGUNBLAÐINU 16. feb. síð-
astliðinn rakst ég á heilsíðuauglýs-
ingu 7 samfélaga sem kenna sig við
Jesú Krist frá
Nasaret, undir
yfirskriftinni: Í
bæn fyrir þér!
Síðan segir:
„Undanfarnar
7 vikur höfum við
og söfnuðir okkar
verið að biðja fyr-
ir þér. Í 2 Kron.
7:2 segir: Og lýð-
ur minn, sá er við
mig er kenndur,
auðmýkir sig, og þeir biðja og leita
auglitis míns og snúa sér frá sín-
um vondu vegum, þá vil eg heyra þá
frá himnum, fyrirgefa þeim syndir
þeirra.“ Síðan segir : „Við teljum að
með þessum orðum sé Guð að tala til
okkar allra um iðrun og afturhvarf til
sannrar Guðkristni. Menn og konur
hvarvetna þurfa að snúa sér og leita
Guðs til að verndarhendi hans sé yfir
landi og lýð.“
Undir þetta skrifa 7 samfélög:
Fíladelfia, Vegurinn, Ísl. Krists-
kirkjan, Kefas, Kletturinn og Kross-
inn. Góð auglýsing. Sú kirkja sem
kennt hefur sig við Krist hefur um
langt skeið farið vill vegar. Þar hefur
þrifist valdabarátta og pólitík sem
oft hefur orðið andkristin, valdið
sundrung og ýmsu fleiru. Inn
smeygt anda Anti-Krists vegna
verka fræðimanna og blindra leið-
toga sem hafa leitt sauðina til slátr-
unar í andlegum skilningi, sett þá í
hlekki og læst himnaríki fyrir mönn-
um. Matteus 23:13. Gert hús Guðs að
fangelsi Anti-Krists! Menn og konur
lamin niður þar sem Biblían, heilög
ritning, er slitin úr öllu samhengi,
múgsefjun beitt, hræðsluáróðri um
að drottinn sé að koma, tímasett!
Þess eru dæmi að sauðirnir hafi slas-
ast á samkomum, lætin slík sumstað-
ar! Varla er um að ræða gleði og frið
í heilögum anda í slíkum tilvikum.
Hvar eru hinir kristnu? Lítið fer fyr-
ir þeim þar sem neyðin er, meðal
heimilislausra t.d.! Eflaust eru þeir í
kirkjunum hlekkjaðir og marðir
undir hæl fræðimanna! Jak. 2:14–16.
Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt
einhver segist hafa trú, en hefur eigi
verk? Mun trúin geta frelsað hann?
Ef bróðir eða systir eru nakin og
vantar daglegt viðurværi og einhver
yðar segði við þau: Farið í friði,
vermið yður og mettið! En þér gefið
þeim ekki það sem líkaminn þarfn-
ast, hvað stoðar það? Eins er líka
trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana
verkin. Skyldi vera að nú leysist úr
læðingi kristilegur her hér á landi?
Nú um daginn las ég í Morgun-
blaðinu pistil frá séra Ólafi Oddi Jón-
syni, Keflavík, þar sem presturinn
kastaði sleggjunni til leiðtogans
Gunnars í Krossinum sem svaraði
hér í Morgunblaðinu. Ég verð að
segja að hinn síðari var öllu verri en
hinn fyrri: Talandi um auðmýkt, iðr-
un og afturhvarf til sannrar Guð-
kristni. Guð stendur í mót dramblát-
um en auðmjúkum veitir hann náð!
Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá!
Guð gefi gleði og frið í heilögum
anda.
ALEXANDER B. GÍSLASON,
Hrafnagilsstræti 38,
Akureyri.
Auðmjúkum
veitir hann náð
Frá Alexander Birni Gíslasyni:
Alexander
Björn Gíslason
Í AÐDRAGANDA flugvallarkosn-
inganna var því lýst yfir af hálfu R-
listans, margítrekað, að ef ekki næð-
ist tiltekinn fjöldi greiddra atkvæða í
kosningunni yrði hún ekki marktæk.
Þessi yfirlýsing borgarstjórans og
fjölda fulltrúa R-listans breytti fyr-
irhugaðri kosningu á þann veg að
kjósendur áttu, miðað við þessar yf-
irlýsingar, um þrjá kosti að velja.
Einn var sá að mæta og greiða at-
kvæði gegn vellinum, annar sá að
mæta og greiða atkvæði með vell-
inum og loks sá að mæta ekki til
kosningarinnar og leggja þannig at-
kvæði sitt á þá vogarskál að at-
kvæðagreiðslan yrði ekki marktæk.
Sterkar líkur eru á að fjöldi borg-
arbúa hafi tekið þessa afstöðu og því
setið heima.
Að kosningum loknum er ljóst að
samkvæmt yfirlýsingum R-listans
eru niðurstöðurnar skýrar. Kosning-
in varð ekki marktæk. Við þessa nið-
urstöðu bregður hins vegar svo við
að borgarstjórinn og hirð hennar
lýsir því yfir að niðurstaða kosning-
anna sé slík að leiðbeinandi sé um
framtíðarskipulag Í Vatnsmýrinni.
Ef þetta á að vera bindandi niður-
staða kosninganna hefur lygi R-list-
ans borið þann ávöxt sem hugsan-
lega var með yfirlýsingunni stofnað
til, sem sé að andstæðingar brott-
flutnings sætu heima en þeir sem
vildu völlinn burt næðu yfirhöndinni
í dræmri kosningu.
Auk lyginnar, sem vissulega ein-
kennir mörg vinnubrögð R-listans,
grípur liðið og ekki síst borgarstjór-
inn til þeirrar lágkúru að afsaka svik
sín með því að bera gerðir sínar sam-
an við svik og pretti Davíðs Odds-
sonar þegar hann og sjálfstæðis-
menn í borgarstjórn sviku hunda-
hald inn á borgarbúa þrátt fyrir að
ljóst væri að gífurlegur meirihluti
borgarbúa væri á móti hundahaldi.
Allur sá skrípaleikur var gerður fyr-
ir Davíð Oddsson, sem sjálfur átti
ólöglegan hund í borginni. Ekki er
kunnugt um að Ingibjörg Sólrún eigi
nokkurra hliðstæðra hagsmuna að
gæta – eða hvað? Lítilmannleg eru
vinnubrögð R-listans í þessu máli og
lítt virðist það fólk freistandi til sam-
starfs.
KRISTINN SNÆLAND
leigubílstjóri,
Engjaseli 65,
Reykjavík.
Lygin bar ávöxt
Frá Kristni Snæland: