Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 1
78. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 3. APRÍL 2001 TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, frestaði í gær fyrirhuguðum þingkosningum um einn mánuð til þess að geta einbeitt sér að því að fást við gin- og klaufaveikifaraldurinn í landinu. Blair tilkynnti að sveitarstjórnar- kosningum, sem halda átti 3. maí, yrði frestað til 7. júní en ljóst er að frest- unin þýðir einnig að frestun verður á þingkosningum sem talið er að Blair hafi ætlað að boða sama dag. Þetta er í fyrsta sinn sem sveitar- stjórnarkosningum er frestað í Bret- landi síðan í seinni heimsstyrjöld og er skýrt merki um það hve alvarlegur gin- og klaufaveikifaraldurinn er. William Hague, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, hafði sagt að ef Blair frestaði kosningunum væri óráðlegt að tilgreina hvenær þær skyldu fara fram ef baráttan við gin- og klaufa- veikina tæki lengri tíma en búist væri við. En Blair hafnaði þeirri hugmynd. „Ég tel að það væri alrangt að frest- unin yrði ótímabundin. Frestun í stuttan tíma er eitt, ótímabundin frestun er allt annað mál. Bretland er enn að fullu starfhæft.“ Stjórnin tilkynnti í gær að horfið hafi verið frá hugmyndum um að grípa til bólusetningar í baráttunni við gin- og klaufaveikina. Yrði einung- is beitt niðurskurði til að vinna bug á faraldrinum. Helstu ráðherrar í stjórn Blair voru andvígir því að fresta kosning- unum. Skoðanakannanir hafa sýnt að Verkamannaflokkurinn ætti vísan sigur á Íhaldsflokknum ef boðað yrði til þingkosninga í maí. Blair frestar kosning- unum London. AFP. SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, áfrýjaði í gær varðhaldsúrskurði sem kveður á um gæsluvarðhald í mánuð á meðan ásakanir á hendur honum verða rannsakaðar. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau myndu halda áfram að veita Júgóslavíu fjárhagsaðstoð. Col- in Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, greindi bandaríska þinginu frá því í gær að Júgóslavía hefði upp- fyllt skilyrði fyrir fjárstuðningnum. Þingið hafði áður lagt bann við frek- ari aðstoð við Júgóslavíu nema ákveðnar kröfur um breytingar í lýð- ræðisátt yrðu uppfylltar. Almennt er talið að þessi skilyrði hafi verið hvat- inn að handtöku Milosevic í fyrradag. Í áfrýjunarbeiðni Milosevic viður- kennir hann í fyrsta skipti opinber- lega að stjórnvöld í Belgrað hafi fjár- magnað hersveitir Serba í Bosníu og Króatíu í átökunum á Balkanskaga í upphafi tíunda áratugarins. Í kærum á hendur Milosevic er því haldið fram að hann hafi dregið að sér fé er hann var við völd. Milosevic heldur því hins vegar fram í áfrýjuninni að hann hafi ekki notað féð í eigin þágu heldur lát- ið það renna til uppreisnarsveitanna. Aðgerðunum hafi hins vegar verið haldið leyndum á sínum tíma af ör- yggisástæðum. Toma Fila, lögfræðingur Milose- vic, greindi blaðamönnum frá þessu í gær. Að sögn Fila er Milosevic í haldi í sérstökum hluta fangelsisins sem kallaður er Hyatt eftir lúxushótelum vegna þess að fangaklefarnir eru, að því er serbnesk blöð herma, innrétt- aðir á við hótelherbergi. Carla del Ponti, saksóknari stríðs- glæpadómstólsins í Haag, sagði í gær að hún væri að undirbúa nýja kæru á hendur Milosevic sem þegar hefur verið kærður fyrir stríðsglæpi gegn Albönum í Kosovo. Í viðtali við ítalska dagblaðið La Repubblica sagðist hún vera viss um að Milosevic yrði fram- seldur til Haag fyrir árslok 2001. Lögreglan í Belgrað sýndi í gær vopnabúr það er fannst í hýbýlum Milosevic. Þar mátti m.a. sjá riffla, vélbyssur og handsprengjur. Lög- reglan sagði glæparannsókn vera hafna á því hvort Milosevic hafi skipulagt varðsveit þá er kom, með skothríð á lögregluna, í veg fyrir handtöku hans sl. laugardag. Einnig er hafin undirbúningur að kæru á hendur Mariju Milosevic, dóttur for- setans fyrrverandi, vegna þess að hún greip til vopna er faðir hennar var handtekinn í fyrradag. Bandaríkjastjórn heitir Júgóslavíu áframhaldandi stuðningi Milosevic áfrýjar varðhaldsúrskurði Belgrað. AFP, Reuters. Reuters Lögreglumaður sýnir vopn sem fundust í bústað Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu.  Brjálæðið yfirstaðið/30 LÖGREGLUMENN og kafarar flotans í Kenýa reyndu í gær að ná upp líkum allt að hundrað manns sem létu lífið er tvær rútur rákust saman á brú og féllu síðan í fljótið Sabaki á sunnudag. Fyrst í stað voru bílflökin að hluta til sýnileg en vegna mikilla rigninga hækkaði vatnsborð árinnar og huldi þau í gærkvöldi. „Allir æptu, það heyrðist mikill hvellur, síðan varð mikil ringulreið og rúturnar steyptust báðar fram af brúnni,“ sagði einn af þeim sem kom- ust af, Peter Kaimosi er slapp með skrámur. Hann var einn af 23 sem lifðu slysið af. „Mér tókst að komast út úr rútunni og synda í land,“ sagði hann. Talsmaður lögreglu sagði útilokað að slá nokkru föstu um fjölda þeirra sem hefðu lokast inni í bílunum en þeir gætu hafa verið allt að eitt hundrað. Rúturnar voru báðar á leið til ferðamannastaðarins Malindi við ströndina og er talið að þær hafi rek- ist á þegar fremri rútan varð að nema staðar vegna kyrrstæðrar smárútu. Algengt er að fleiri farþeg- ar séu í rútum í Kenýa en heimilt er og mannskæð bílslys eru tíð. Reuters Björgunarmenn í Kenýa að störfum í vatnsflaumi árinnar Sabaki í gær. Mannskætt rútuslys Malindi í Kenýa. AFP. KÍNVERSKIR embættismenn sögðu í gærkvöld að 24 manna áhöfn bandarísku njósnaflugvélarinnar, sem neyddist til að lenda á Hainan- eyju í Kína eftir árekstur við kín- verska herflugvél á sunnudag, væri þar í haldi. George W. Bush Banda- ríkjaforseti krafðist þess í gær að fólkið fengi að „snúa heim án tafar, heilt á húfi.“ Fréttavefur BBC hafði í gærkvöld eftir Richard Boucher, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins, að kínversk stjórnvöld hefðu heitið því að sendimenn Bandaríkjastjórn- ar fengju að hitta meðlimi áhafnar- innar í dag. CNN skýrði frá því að hópurinn hefði verið aðskilinn og að fólkinu væri haldið föngnu á nokkr- um stöðum en ekki var ljóst hvar eða við hvernig aðstæður. Bandaríska njósnavélin, sem er af gerðinni EP-3 og hafði bækistöðvar í Kadena-herstöðinni á Okinawa í Japan, var að fljúga könnunarflug í Suður-Kínahafi, um 70 sjómílum undan ströndum Hainan-eyjar, þeg- ar hún rakst á kínverska herflugvél. Kínverska vélin hrapaði í hafið og leit að henni hafði ekki borið árangur í gærkvöld. Flugmaðurinn var einn í vélinni og var hann talinn af. Bandaríska njósnavélin nauðlenti skömmu síðar á herflugvelli á Hain- an-eyju og Bandaríkjastjórn krafðist þess að Kínverjar reyndu ekki að fara um borð enda bryti það í bága við alþjóðalög. Vélin er á stærð við 150 sæta farþegaþotu og er hlaðin ýmiss konar tækjum og njósnabún- aði, að sögn The Daily Telegraph. Óttast að málið skaði samskipti Bandaríkjanna og Kína Kínverjar og Bandaríkjamenn kenna hverjir öðrum um árekstur- inn. Í yfirlýsingu frá kínverska hern- um segir að nef og vinstri vængur bandarísku vélarinnar hafi rekist á þá kínversku og valdið því að hún hrapaði en að sögn bandaríska Kyrrahafsheraflans flugu tvær kín- verskar herflugvélar í veg fyrir EP-3 vélina og áttu því sök á árekstrinum. Óttast er að málið geti dregið dilk á eftir sér en samskipti Bandaríkj- anna og Kína hafa stirðnað nokkuð eftir að Bush tók við forsetaembætti. Hugsanleg vopnasala Bandaríkja- manna til Tævan hefur vakið reiði Kínverja og þeir hafa sömuleiðis mótmælt áformum Bandaríkja- stjórnar um að koma upp eldflauga- varnakerfi. Áhöfn bandarískrar njósnaflugvélar í haldi í Kína Bush krefst þess að fólkið fái að snúa heim Lingshui, Sanya, Washington. AFP, AP, Reuters.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.