Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 4

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Audi A6 1.8 bensín, 150 hö, sept. 2000, ekinn 5 þ. km, 4ra dyra, rauður, sóllúga, leður- innréting, bsk. Verð 3.190.000 kr. Nr 8495 HAGKAUP sendi Samkeppnisstofn- un erindi í gær þar sem óskað er eft- ir því að rannsókninni, sem landbún- aðarráðherra bað um vegna verðmyndunar á papriku, verði hraðað eins og kostur er. Með er- indinu fylgdi staðfesting frá KPMG Endurskoðun hf. um að verðútreikn- ingar á rauðri og grænni papriku, sem birtust m.a. í Morgunblaðinu sl. laugardag, væru réttir. Óskað er eft- ir því í erindinu til Samkeppnisstofn- unar að send verði sem fyrst út yf- irlýsing um að málið hafi verið kannað af samkeppnisyfirvöldum og ekkert óeðlilegt hafi komið í ljós við þá athugun. Finnur Árnason, framkvæmda- stjóri Hagkaups, ritar erindið til Samkeppnisstofnunar, sem hljóðar svo: „Í síðustu viku var talsverð um- fjöllun um verðmyndun á papriku á smásölumarkaði. Starfsmaður land- búnaðarráðuneytisins gaf út til fjöl- miðla (Mbl. 30. mars) að græn papr- ika komin hingað til lands með flutningskostnaði kostaði um 330 kr. m. vsk. Út frá þeirri tölu áætlaði hann að álagning í smásölu væri um 85%. Undir þessar fullyrðingar tók síðan yfirmaður hans, Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra, og gaf út þá yfirlýsingu að hann myndi leggja fyrir Samkeppnisstofnun erindi þess efnis að smásöluálagning á papriku yrði rannsökuð. Guðni lét síðan hafa eftir sér í fjölmiðlum að hann hefði þegar sent bréf til Samkeppnisstofn- unar og óskað eftir þessari rann- sókn. Innkaupsverð Hagkaups í síðustu viku, þegar orrahríðin gekk yfir, var á grænni papriku kr. 561,68 kr. pr. kg. án vsk. og á rauðri papriku kr. 710,60 pr. kg. án vsk., en útsöluverð beggja þessara tegunda var kr. 682,4 án vsk. eða kr. 778 pr. kg. m.vsk. Smásöluálagning Hagkaups var því 21,3% á grænni papriku og (-) 4% á rauðri papriku. Hagkaup óskaði eftir niðurbroti á kostnaðarverði vörunnar frá Ávaxta- húsinu, þar sem paprikan var keypt. Fylgir það niðurbrot með þessu bréfi, staðfest og áritað af Endur- skoðun KPMG, sem er endurskoð- andi Hagkaups og Ávaxtahússins. Þar sem í þessu máli hafa verið færðar fram þungar ásakanir í garð smásöluverslunarinnar í landinu af ráðherra í ríkisstjórn Íslands er þess hér með óskað að málið hljóti fljóta afgreiðslu hjá samkeppnisyfirvöld- um og send verði út yfirlýsing eins fljótt og auðið er að málið hafi verið kannað af samkeppnisyfirvöldum og ekkert óeðlilegt hafi komið í ljós við þá athugun.“ Ekki náðist í Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra vegna máls- ins. Ósk landbúnaðarráðherra um könnun á verðmyndun papriku Hagkaup vill flýtimeðferð DJÚPSPRENGJA kom í dragnót Sæljóns RE rétt utan við Grindavík fyrir viku og gerði skipstjórinn Landhelgisgæslunni viðvart. Sendi hún sprengjusérfræðing til móts við bátinn. Í frétt frá Landhelgisgæsl- unni segir að áhöfn bátsins hafi verið heppin því verulegar líkur séu á að sprengj- ur sem þessar springi við meðhöndlun. Skipstjóra Sæljóns- ins var leiðbeint um hvað hann ætti að gera og héldu sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar áleiðis til Grindavíkur. Um leið var haft samband við lögreglu og hafn- arstjóra og þeim gerð grein fyrir málinu. Bauð hafnarstjóri hafn- sögubátinn og fóru sprengjusér- fræðingarnir um borð í Sæljónið fyrir utan Grindavíkurhöfn. Kom í ljós að þetta var svonefnd Mk 11- djúpsprengja sem varpað hefur verið úr flugvél. Inniheldur hún 125 kg af TNT-sprengiefninu. Við at- hugun kom í ljós að forsprengjan var á sínum stað en kveikibúnaður- inn hafði dottið úr þegar hún kom úr veiðarfærinu. Í frétt Landhelg- isgæslunnar segir að sjaldgæft sé að finna djúpsprengju af þessari tegund. „Ástæðan er sú að þessi sprengja eins og aðrar sprengjur sem varpað er úr flugvélum er full- virk áður en hún lendir í sjónum. Þegar hún sekkur á vatnsþrýsting- ur að sjá til þess að hún springi en þó svo að það virki ekki á hún að springa engu að síður eftir nokkurn tíma í sjó.“ Fram kemur einnig að eftir að sprengjan var fjarlægð úr bátnum var henni eytt með spreng- ingu og gerði hún gíg sem var fjórir metrar í þvermál og 1,5 metrar á dýpt. Skipstjórinn brást rétt við Í frétt Landhelgisgæslunnar seg- ir einnig að skipstjórinn hafi brugð- ist rétt við með því að hafa samband og fara nákvæmlega eftir leiðbein- ingum Landhelgisgæslunnar. Oft sé erfitt að bera kennsl á hluti sem legið hafi á hafsbotni í áratugi og séu orðnir tærðir og þaktir gróðri. Segir að aldurinn hafi ekki áhrif á sprengiefnið eða sprengibúnaðinn nema að því leyti að sprengiefnið verður viðkvæmara. „Ef skip fá hluti í veiðarfærin sem taldir eru vera sprengjur eða ekki er hægt að þekkja þá á hik- laust að hafa samband við stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar. Slíkum hlutum á alls ekki að henda aftur í sjóinn því að verulegar líkur eru á að sprengjan springi við það.“ Djúpsprengja í dragnót Landhelgisgæslan segir mikilvægt að sjó- menn hafi strax samband verði þeir varir við torkennilega hluti sem gætu verið sprengjur. SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur staðfest þann úrskurð skipulagsstjóra ríkisins að sjókvía- eldi á laxi í Reyðarfirði skuli sæta mati á umhverfisáhrifum. Fram kemur í úrskurði umhverf- isráðuneytisins að vegna eðlis fram- kvæmdarinnar, staðsetningar henn- ar og eiginleika hugsanlegra áhrifa framkvæmdarinnar skuli sjókvíaeld- ið fara í umhverfismat. Samherji hf. er framkvæmdaaðili fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Reyðar- firði og kærði fyrirtækið úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráð- herra, sem nú hefur fellt úrskurð sinn. Takmörkuð auðlind Í niðurstöðu ráðuneytisins segir m.a. að þegar ráðuneytið fjallaði um kærur vegna fyrirhugaðs sjókvíaeld- is í Mjóafirði og Berufirði hafi legið fyrir það álit veiðimálastjóra að ekki væri ástæða til þess að þær fram- kvæmdir yrðu ákvarðaðar mats- skyldar. Varðandi eldið í Reyðarfirði telji hann hins vegar nauðsynlegt að fram fari mat á umhverfisáhrifum vegna þeirra sammögnunaráhrifa, sem það hefði í för með sér, að teknu tilliti til þess sjókvíaeldis sem þegar hafi verið heimilað í Mjóafirði og Berufirði. Ráðuneytið tekur undir þá skoðun veiðimálastjóra að sjókvía- eldi í fjörðum séu skorður settar með tilliti til náttúru og umhverfis. Því beri að líta á slíkt eldi sem takmark- aða auðlind. Samkvæmt því telji ráðuneytið að það feli ekki í sér ólög- mæta mismunun í garð Samherja þótt fyrirtækið verði að sæta því að fyrirhugað sjókvíaeldi þess verði ákvarðað matsskylt, vegna sam- mögnunaráhrifa þess með sjókvía- eldinu í Mjóafirði og Berufirði, vegna þess að Samherji tilkynnti Skipulagsstofnun um fyrirhugaða framkvæmd sína eftir að hinar fram- kvæmdirnar höfðu verið tilkynntar henni. Sjókvíaeldi í Reyðarfirði skal í umhverfismat FRÉTTAVEFUR Morgunblaðsins, mbl.is, mun framvegis bjóða upp á nýja þjónustu fyrir eigendur GSM með áskrift hjá Íslandssíma. Í þjón- ustunni felst að hægt er að fá sendar fréttir af mbl.is með SMS-skila- boðum. Engin sérstök kort þarf. Kaupendur geta skráð sig á frétta- vef Morgunblaðsins, mbl.is. Á skrán- ingarsíðunni er hægt að velja milli fréttaflokka. Einnig er hægt að fá sendar svokallaðar stórfréttir sem berast öllum notendum GSM-þjón- ustunnar. Stórfréttir eru yfirleitt sendar út sjaldan og margir dagar geta liðið á milli þeirra. Hver skila- boð kosta 6 kr. Áður hefur verið gerður samsvar- andi samningur við Símann og TAL. Fréttir með SMS í samvinnu við Íslandssíma MJÖG hefur ræst úr snjó og skíðafæri á skíðasvæði Ísfirðinga síðustu daga og með tilkomu nýrrar skíðalyftu efst í Tungu- dalnum, nýrra snjótroðara og nýs skíðaskála er nú aðstaðan með því besta sem gerist til skíðaiðk- ana að sögn Rúnars Karlssonar, ferðamálafulltrúa Ísafjarð- arbæjar. Rúnar segist því bjart- sýnn á góða aðsókn á skíðaviku Ísfirðinga um páskana, dagana 11. til 15. apríl. Ný skíðalyfta var tekin í notkun í síðustu viku. Er hún ofarlega í Tungudalnum og nær upp á Hauganes undir Mið- felli. Jónas Gunnlaugsson, sem á sæti í stjórn Skíðafélags Ísfirð- inga, segir að með tilkomu henn- ar megi nýta lyfturnar sem standa lægra til að komast í nýju lyftuna. Snjó hefur verið ýtt að eldri lyftunum til að þær nýtist betur en til þessa hefur verið fremur erfitt um skíðaiðkun vestra í vetur. Þá er verið að taka í notkun nýjan skíðaskála í Tungudal og snjótroðarar eru einnig nýir. Rúnar Karlsson segir aðsókn á skíðavikuna jafnan hafa verið góða og mikið sé um brottflutta Ísfirðinga sem sæki í skíðalöndin en auk þess sem hægt er að vera á svigskíðum eru göngubrautir um Seljalandsdal. Þá segir Rúnar að auk þess að stunda skíða- íþróttir og aðra útivist sé margt í boði á skíðaviku á sviði tónlistar, leiklistar og annarra skemmtana. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Ný skíðalyfta Ísfirðinga hefur verið tekin í notkun í Tungudal og er hún efst í dalnum og nær uppá Hauganes. Ný skíðalyfta í notkun í Tungudal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.