Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Audi A6 1.8 bensín, 150 hö, sept. 2000, ekinn 5 þ. km, 4ra dyra, rauður, sóllúga, leður- innréting, bsk. Verð 3.190.000 kr. Nr 8495 HAGKAUP sendi Samkeppnisstofn- un erindi í gær þar sem óskað er eft- ir því að rannsókninni, sem landbún- aðarráðherra bað um vegna verðmyndunar á papriku, verði hraðað eins og kostur er. Með er- indinu fylgdi staðfesting frá KPMG Endurskoðun hf. um að verðútreikn- ingar á rauðri og grænni papriku, sem birtust m.a. í Morgunblaðinu sl. laugardag, væru réttir. Óskað er eft- ir því í erindinu til Samkeppnisstofn- unar að send verði sem fyrst út yf- irlýsing um að málið hafi verið kannað af samkeppnisyfirvöldum og ekkert óeðlilegt hafi komið í ljós við þá athugun. Finnur Árnason, framkvæmda- stjóri Hagkaups, ritar erindið til Samkeppnisstofnunar, sem hljóðar svo: „Í síðustu viku var talsverð um- fjöllun um verðmyndun á papriku á smásölumarkaði. Starfsmaður land- búnaðarráðuneytisins gaf út til fjöl- miðla (Mbl. 30. mars) að græn papr- ika komin hingað til lands með flutningskostnaði kostaði um 330 kr. m. vsk. Út frá þeirri tölu áætlaði hann að álagning í smásölu væri um 85%. Undir þessar fullyrðingar tók síðan yfirmaður hans, Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra, og gaf út þá yfirlýsingu að hann myndi leggja fyrir Samkeppnisstofnun erindi þess efnis að smásöluálagning á papriku yrði rannsökuð. Guðni lét síðan hafa eftir sér í fjölmiðlum að hann hefði þegar sent bréf til Samkeppnisstofn- unar og óskað eftir þessari rann- sókn. Innkaupsverð Hagkaups í síðustu viku, þegar orrahríðin gekk yfir, var á grænni papriku kr. 561,68 kr. pr. kg. án vsk. og á rauðri papriku kr. 710,60 pr. kg. án vsk., en útsöluverð beggja þessara tegunda var kr. 682,4 án vsk. eða kr. 778 pr. kg. m.vsk. Smásöluálagning Hagkaups var því 21,3% á grænni papriku og (-) 4% á rauðri papriku. Hagkaup óskaði eftir niðurbroti á kostnaðarverði vörunnar frá Ávaxta- húsinu, þar sem paprikan var keypt. Fylgir það niðurbrot með þessu bréfi, staðfest og áritað af Endur- skoðun KPMG, sem er endurskoð- andi Hagkaups og Ávaxtahússins. Þar sem í þessu máli hafa verið færðar fram þungar ásakanir í garð smásöluverslunarinnar í landinu af ráðherra í ríkisstjórn Íslands er þess hér með óskað að málið hljóti fljóta afgreiðslu hjá samkeppnisyfirvöld- um og send verði út yfirlýsing eins fljótt og auðið er að málið hafi verið kannað af samkeppnisyfirvöldum og ekkert óeðlilegt hafi komið í ljós við þá athugun.“ Ekki náðist í Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra vegna máls- ins. Ósk landbúnaðarráðherra um könnun á verðmyndun papriku Hagkaup vill flýtimeðferð DJÚPSPRENGJA kom í dragnót Sæljóns RE rétt utan við Grindavík fyrir viku og gerði skipstjórinn Landhelgisgæslunni viðvart. Sendi hún sprengjusérfræðing til móts við bátinn. Í frétt frá Landhelgisgæsl- unni segir að áhöfn bátsins hafi verið heppin því verulegar líkur séu á að sprengj- ur sem þessar springi við meðhöndlun. Skipstjóra Sæljóns- ins var leiðbeint um hvað hann ætti að gera og héldu sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar áleiðis til Grindavíkur. Um leið var haft samband við lögreglu og hafn- arstjóra og þeim gerð grein fyrir málinu. Bauð hafnarstjóri hafn- sögubátinn og fóru sprengjusér- fræðingarnir um borð í Sæljónið fyrir utan Grindavíkurhöfn. Kom í ljós að þetta var svonefnd Mk 11- djúpsprengja sem varpað hefur verið úr flugvél. Inniheldur hún 125 kg af TNT-sprengiefninu. Við at- hugun kom í ljós að forsprengjan var á sínum stað en kveikibúnaður- inn hafði dottið úr þegar hún kom úr veiðarfærinu. Í frétt Landhelg- isgæslunnar segir að sjaldgæft sé að finna djúpsprengju af þessari tegund. „Ástæðan er sú að þessi sprengja eins og aðrar sprengjur sem varpað er úr flugvélum er full- virk áður en hún lendir í sjónum. Þegar hún sekkur á vatnsþrýsting- ur að sjá til þess að hún springi en þó svo að það virki ekki á hún að springa engu að síður eftir nokkurn tíma í sjó.“ Fram kemur einnig að eftir að sprengjan var fjarlægð úr bátnum var henni eytt með spreng- ingu og gerði hún gíg sem var fjórir metrar í þvermál og 1,5 metrar á dýpt. Skipstjórinn brást rétt við Í frétt Landhelgisgæslunnar seg- ir einnig að skipstjórinn hafi brugð- ist rétt við með því að hafa samband og fara nákvæmlega eftir leiðbein- ingum Landhelgisgæslunnar. Oft sé erfitt að bera kennsl á hluti sem legið hafi á hafsbotni í áratugi og séu orðnir tærðir og þaktir gróðri. Segir að aldurinn hafi ekki áhrif á sprengiefnið eða sprengibúnaðinn nema að því leyti að sprengiefnið verður viðkvæmara. „Ef skip fá hluti í veiðarfærin sem taldir eru vera sprengjur eða ekki er hægt að þekkja þá á hik- laust að hafa samband við stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar. Slíkum hlutum á alls ekki að henda aftur í sjóinn því að verulegar líkur eru á að sprengjan springi við það.“ Djúpsprengja í dragnót Landhelgisgæslan segir mikilvægt að sjó- menn hafi strax samband verði þeir varir við torkennilega hluti sem gætu verið sprengjur. SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur staðfest þann úrskurð skipulagsstjóra ríkisins að sjókvía- eldi á laxi í Reyðarfirði skuli sæta mati á umhverfisáhrifum. Fram kemur í úrskurði umhverf- isráðuneytisins að vegna eðlis fram- kvæmdarinnar, staðsetningar henn- ar og eiginleika hugsanlegra áhrifa framkvæmdarinnar skuli sjókvíaeld- ið fara í umhverfismat. Samherji hf. er framkvæmdaaðili fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Reyðar- firði og kærði fyrirtækið úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráð- herra, sem nú hefur fellt úrskurð sinn. Takmörkuð auðlind Í niðurstöðu ráðuneytisins segir m.a. að þegar ráðuneytið fjallaði um kærur vegna fyrirhugaðs sjókvíaeld- is í Mjóafirði og Berufirði hafi legið fyrir það álit veiðimálastjóra að ekki væri ástæða til þess að þær fram- kvæmdir yrðu ákvarðaðar mats- skyldar. Varðandi eldið í Reyðarfirði telji hann hins vegar nauðsynlegt að fram fari mat á umhverfisáhrifum vegna þeirra sammögnunaráhrifa, sem það hefði í för með sér, að teknu tilliti til þess sjókvíaeldis sem þegar hafi verið heimilað í Mjóafirði og Berufirði. Ráðuneytið tekur undir þá skoðun veiðimálastjóra að sjókvía- eldi í fjörðum séu skorður settar með tilliti til náttúru og umhverfis. Því beri að líta á slíkt eldi sem takmark- aða auðlind. Samkvæmt því telji ráðuneytið að það feli ekki í sér ólög- mæta mismunun í garð Samherja þótt fyrirtækið verði að sæta því að fyrirhugað sjókvíaeldi þess verði ákvarðað matsskylt, vegna sam- mögnunaráhrifa þess með sjókvía- eldinu í Mjóafirði og Berufirði, vegna þess að Samherji tilkynnti Skipulagsstofnun um fyrirhugaða framkvæmd sína eftir að hinar fram- kvæmdirnar höfðu verið tilkynntar henni. Sjókvíaeldi í Reyðarfirði skal í umhverfismat FRÉTTAVEFUR Morgunblaðsins, mbl.is, mun framvegis bjóða upp á nýja þjónustu fyrir eigendur GSM með áskrift hjá Íslandssíma. Í þjón- ustunni felst að hægt er að fá sendar fréttir af mbl.is með SMS-skila- boðum. Engin sérstök kort þarf. Kaupendur geta skráð sig á frétta- vef Morgunblaðsins, mbl.is. Á skrán- ingarsíðunni er hægt að velja milli fréttaflokka. Einnig er hægt að fá sendar svokallaðar stórfréttir sem berast öllum notendum GSM-þjón- ustunnar. Stórfréttir eru yfirleitt sendar út sjaldan og margir dagar geta liðið á milli þeirra. Hver skila- boð kosta 6 kr. Áður hefur verið gerður samsvar- andi samningur við Símann og TAL. Fréttir með SMS í samvinnu við Íslandssíma MJÖG hefur ræst úr snjó og skíðafæri á skíðasvæði Ísfirðinga síðustu daga og með tilkomu nýrrar skíðalyftu efst í Tungu- dalnum, nýrra snjótroðara og nýs skíðaskála er nú aðstaðan með því besta sem gerist til skíðaiðk- ana að sögn Rúnars Karlssonar, ferðamálafulltrúa Ísafjarð- arbæjar. Rúnar segist því bjart- sýnn á góða aðsókn á skíðaviku Ísfirðinga um páskana, dagana 11. til 15. apríl. Ný skíðalyfta var tekin í notkun í síðustu viku. Er hún ofarlega í Tungudalnum og nær upp á Hauganes undir Mið- felli. Jónas Gunnlaugsson, sem á sæti í stjórn Skíðafélags Ísfirð- inga, segir að með tilkomu henn- ar megi nýta lyfturnar sem standa lægra til að komast í nýju lyftuna. Snjó hefur verið ýtt að eldri lyftunum til að þær nýtist betur en til þessa hefur verið fremur erfitt um skíðaiðkun vestra í vetur. Þá er verið að taka í notkun nýjan skíðaskála í Tungudal og snjótroðarar eru einnig nýir. Rúnar Karlsson segir aðsókn á skíðavikuna jafnan hafa verið góða og mikið sé um brottflutta Ísfirðinga sem sæki í skíðalöndin en auk þess sem hægt er að vera á svigskíðum eru göngubrautir um Seljalandsdal. Þá segir Rúnar að auk þess að stunda skíða- íþróttir og aðra útivist sé margt í boði á skíðaviku á sviði tónlistar, leiklistar og annarra skemmtana. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Ný skíðalyfta Ísfirðinga hefur verið tekin í notkun í Tungudal og er hún efst í dalnum og nær uppá Hauganes. Ný skíðalyfta í notkun í Tungudal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.