Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 14

Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 14
FRÉTTIR 14 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ HARÐAR deilur hafa risið innan Geðhjálpar um lögmæti aðalfundar félagsins sem boðað hafði verið til síðastliðinn laugardag. Formaður félagsins frestaði fundinum eftir að deilur komu upp um hvort fundar- gestir væru félagsmenn eða ekki og gekk af fundi ásamt þorra stjórnar en þeir sem eftir sátu héldu fund- inum áfram og kusu nýjan formann og stjórn. Að sögn Eydísar Sveinbjarnar- dóttur, formanns félagsins, voru 100-150 manns á fundinum sem ekki voru skráðir félagsmenn í Geðhjálp og neituðu að gefa upp nafn svo hægt væri að bera það við félaga- skrá. Hún segir að aldrei hafi verið fært að hefja aðalfundarstörf. „Þarna mætti manni allskyns skít- kast og dónaskapur áður en hægt var að byrja þennan fund og það gekk ekki að kjósa fundarstjóra því það kom í ljós að fólk var ekki með kosningarétt þarna inni. Fundinum var hleypt upp og þarna var fólk drukkið og með framíköll.“ „Nýtti sér skjólstæðinga sína“ Hún segir að vegna þessa hafi hún ákveðið að fresta fundinum enda höfðu reyndir fundar- og félags- menn tjáð henni að formaður gæti gert það ef ekki væri fundarhæft vegna óláta. Lögfræðingar hafi svo staðfest þetta síðar. Hún segist búast við að um ein- hvers konar smölun hafi verið að ræða hjá Kristófer Þorleifssyni geð- lækni, sem var kosinn nýr formaður af þeim sem eftir sátu á fundinum en auk hans var Sigursteinn Másson blaðamaður í framboði til formanns. „Það sem ég er hrædd um en hef ekki fengið staðfest er að þarna komi Kristófer inn með sína skjól- stæðinga og mér finnst mjög ámæl- isvert ef geðlæknir etur sjúklingum sínum fram á þennan hátt.“ „Hljópst á brott“ Kristófer Þorleifsson vísar þessu á bug og segir að um réttmæta kosn- ingu hafi verið að ræða. Hann segir fundinn hafa verið löglega boðaðan og Eydís hafi sjálf sett hann eins og myndbandsupptökur sýni. Komið hafi til snarpra orðaskipta þegar rætt var um hver ætti að vera fund- arstjóri og í kjölfarið hafi Eydís gert athugasemd við að ekki væru allir viðstaddir félagsmenn. „Þá var henni bent á að það væri ekkert í lögum félagsins sem segði til um það hvernig aðild ætti að vera fyrir fund. Hún bauð þá öllum að skrá sig í félagið sem ekki væru þegar skráðir og það var gert fundarhlé.“ Hann segir Eydísi hafa slitið fundinum og boðað til framhaldsað- alfundar að loknu þessu hléi og yf- irgefið fundinn ásamt um 20 manns. Þessa ákvörðun segir hann hafa ver- ið ólögmæta. „Það er bara fundurinn sjálfur sem getur ákveðið það að fresta þannig að við lítum svo á að þetta fólk hafi bara hlaupist á brott. Það var þarna einn stjórnarmaður eftir sem tók að sér að stjórna fund- inum og kjósa fundarstjóra og fund- arritara. Síðan var ný stjórn kosin og einstökum liðum frestað fram til aðalfundar sem ný stjórn ákvað að boða til fyrir 1. maí.“ „Mismunandi skýringar á frestun“ Hann segir alrangt að fundargest- ir hafi verið drukknir og með skríls- læti en segir að snörp orðaskipti hafi orðið þegar Eydís hafi ætlað sér að brjóta á þorra fundarmanna. Þá seg- ir hann skýringar Eydísar á því hvers vegna fundinum var frestað vera mismunandi. Annars vegar hafi hún sagt að fundurinn hafi aldrei verið settur og hins vegar vegna þess að fundarmenn hafi verið með ólæti. Hins vegar sé hið rétta að hún hafi sagt að fundinum væri frestað vegna fjölda nýskráðra félaga og þar sem reikningar félagsins lágu ekki fyrir. „Og ég verð að segja að það er algjör dónaskapur við fundarmenn sem sumir búa úti á landi að boða til aðalfundar og hafa aldrei ætlað að halda hann af því að það er ekki búið að gera reikningana til.“ Ósk um íhlutun hafnað Kristófer segist hafa farið fram á það við fráfarandi stjórn að báðir að- ilar viðurkenndu að það væri búið að skipta um forystu. Eydís segist hins vegar ekki líta svo á að hún sé búin að skila félaginu af sér. „Ég hefði viljað að það hefði orðið sátt um að halda nýjan aðalfund þar sem fólk sýndi lágmarks kurteisi og almenn- ar hegðunarreglur væru í gildi.“ Hún segist ennfremur óttast um framtíð félagsins ef ekki verður komist að samkomulagi í málinu því fjöldi fólks sem starfar innan þess treysti sér ekki til að starfa með Kristófer. Í gær óskuðu deiluaðilar eftir fundi með óvilhöllum aðila til að ræða málin enda sammála um að óæskilegt sé að málið fari fyrir dóm- stóla. Málefni frjálsra félagasam- taka á borð við Geðhjálp heyra undir dómsmálaráðuneytið og var óskað eftir íhlutun þess en að sögn Eydísar var þeirri ósk hafnað. Fylkingar deila hart um það hvort aðalfundur Geðhjálpar hafi verið lögmætur Dómsmálaráðuneyt- ið hafnar íhlutun GUÐMUNDUR Eyjólfsson, skíða- göngumaður í leiðangrinum „Frá strönd til strandar 2001“, neyddist til að halda kyrru fyrir í tjaldi sínu í gær norðan Fjórðungsvatns á Sprengisandi, vegna hvassviðris og skafrennings. Vindhraðinn nam 10–15m/s og átti að hvessa enn frekar í gærkvöldi. Á meðan Guð- mundur beið af sér hvassviðrið þurfti hann að moka frá tjaldinu af og til svo það léti ekki undan þunga skafrunnins snjávar. Guðmundur ber sig engu að síður vel samkvæmt nýjustu fregnum og hefur hann náð góðum dagleiðum við og við frá því hann lagði af stað frá Hveravöllum sl. fimmtudag. Á laugardag gekk hann 30 km en varð að sætta við sig 16 km dagleið 1. apríl. Hann hefur nú gengið um 340 af 600 km eða sem samsvarar 56% af upphaflega áætlaðri heild- arvegalengd, sem gæti hugsanlega styst vegna breytinga á ferða- áætlun. Ljósmynd/Guðmundur Eyjólfsson Hélt kyrru fyrir vegna hvassviðris MILLJÓN ferðamenn – hvernig tökum við á móti þeim? er yfir- skrift ráðstefnu sem haldin verður samfara aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) þ. 4. – 5. apríl nk. Búist er við um 200 manns úr ferða- þjónustunni hvaðan- æva af landinu. Að sögn Ernu Hauksdóttur, fram- kvæmdastjóra SAF, er þetta í þriðja sinn sem aðalfundur er haldinn í samtökunum en þau voru stofnuð árið 1998. Hún segir stóra málið á fundinum vera fjölgun ferðamanna hingað til lands. „Við stöndum frammi fyrir því að það er kannski ekkert svo óskaplega langt þangað til ferðamenn verða svona margir og þá þurfum við að taka til hend- inni,“ segir hún. Ráðstefnan hefst á því að kynnt verður spá Þjóðhagsstofnunar um það hvenær ferðamenn verða milljón talsins en á síðasta ári voru þeir rúmlega 300 þúsund eftir að hafa fjölgað mjög ört síðustu ár. „Við náðum því á síðasta ári í fyrsta sinn að ferðamenn voru fleiri en landsmenn og það var töluvert skref út af fyrir sig,“ seg- ir Erna. Í kjölfar umfjöllunar Þjóðhagsstofnunar verður velt upp þeirri spurningu hvernig ferða- maður framtíðarinnar verður og hvort ferðahegðun hans sé að breytast. Miklar fjárfestingar framundan Að þessum spám loknum verður sérstaklega fjallað um tvo þætti þessu viðkomandi, annars vegar samgöngur á Íslandi og hins vegar fjárfestingu í grunnþáttum ferða- þjónustu. „Það er alveg ljóst að það þarf að fjárfesta mjög mikið til að geta tekið á móti milljón ferða- mönnum, ekki bara í vegum og öðru skipulagi sem stjórnvöld koma að, heldur þarf að vera hægt að þjóna þessum ferðamönn- um,“ segir Erna. Hún segir þó fleira koma til. „Það er alveg ljóst að ef heldur fram sem horfir þurfa bæði greinin sem slík og stjórnvöld að undir- búa sig því aukningin hefur verið gríðar- leg.“ Tveggja tíma mark- aðstorg verður svo að loknum þessum um- ræðum. „Innan SAF eru bæði kaupendur og seljendur því allar ferðaskrifstofurnar eru hérna inni auk þeirra sem eru að selja ferða- skrifstofunum, t.d. hótel, veitinga- hús, afþreyingarfyrirtæki, sam- göngufyrirtæki o.s.frv. Á mark- aðstorginu eru þessir aðilar að kynna vörur sínar og þjónustu og starfsfólk ferðaskrifstofanna kem- ur inn á torgið og kynnir sér nýj- ungar.“ Í hádeginu á fimmtudeginum verður ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson, með erindi þar sem hann mun fjalla um hvað sé hægt að taka til bragðs varðandi svarta atvinnustarfsemi. Erna segir þetta nokkuð víðtækt vandamál innan ferðageirans: „Svört atvinnustarf- semi er svartur blettur á ferða- þjónustunni og gríðarlega mikið mál að hægt sé að taka á því. Ekki bara vegna samkeppninnar heldur líka vegna allra öryggismála því svört atvinnustarfsemi tengist oft á tíðum leyfisleysi og öðru sem við viljum ekki í þessum geira.“ Erna segir þetta form aðalfund- ar hafa verið afskaplega árangurs- ríkt því þarna hittist gríðarlegur fjöldi fólks sem er að starfa í ferðaþjónustunni og eiga margt sameiginlegt. „Það má segja að það sé gríðarlega stórt verkefni fram undan að horfa fram á hvað það er margt sem við þurfum að gera ef ferðamönnum heldur áfram að fjölga með sama hætti.“ Aðalfundur Samtaka ferða- þjónustunnar hefst á morgun Ör fjölgun ferða- manna rædd á ráðstefnu Erna Hauksdóttir ÁLIT umboðsmanns Alþingis, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu m.a. að viðbrögð lögreglunnar í Reykjavík hefðu ekki verið í sam- ræmi við lögboðnar skyldur og hlut- verk hennar þegar ítrekað var kvart- að undan hávaða frá atvinnu- húsnæði, er nú til skoðunar jafnt hjá Ríkislögreglustjóraembættinu og embætti Lögreglustjórans í Reykja- vík. Böðvar Bragason lögreglustjóri sagði að málið væri til umfjöllunar og skoðunar hjá embættinu. Engin viðbrögð yrðu því frá embættinu fyrr en að þeirri skoðun lokinni. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir að álitið sé til skoð- unar. Lögfræðingar embættisins hafa fundað með umboðsmanni Al- þingis vegna álitsins. „Við erum að kanna það hvernig við bregðumst við og erum í viðræðum m.a. við lög- reglustjórann í Reykjavík um málið. Það skýrist líklega á næstu vikum hver viðbrögðin verða,“ segir Har- aldur. Hann segir að nefnt sé í álitinu að setja þurfi verklagsreglur um þessi efni og m.a. sé verið að skoða það. Málið skoð- að hjá emb- ættunum Umboðsmaður Alþingis um við- brögð lögreglunnar MÁL kennara í Húsaskóla, sem leystur hefur verið frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem nemandi fingurbrotnaði, er í rétt- um farvegi hjá fræðsluyfirvöldum og lögreglu að sögn Valgerðar Selmu Guðnadóttur, skólastjóra í Húsaskóla. Nemandinn fingurbrotnaði í stympingum sem urðu þegar kennarinn vísaði honum úr kennslustund og hafa foreldrar drengsins kært atburðinn. Að sögn Valgerðar er frávikn- ing kennarans tímabundin á með- an málið er í rannsókn en hún veit ekki hvenær niðurstöðu rann- sóknarinnar er að vænta. Að öðru leyti vill hún ekki tjá sig um mál- ið. Kennari leystur frá störfum „Málið í rétt- um farvegi“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.