Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 28
ÚR VERINU 28 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝR byltingarkenndur andlitsfarði facefinity Förðunarfræðingur veitir faglega ráðgjöf. KYNNINGAR KL. 14-18 3. apríl - þriðjudag Lyfja Lágmúla 4. apríl - miðvikudag Lyfja Hamraborg 5. apríl fimmtudag Lyfja Garðatorgi 6. apríl föstudag Lyfja Setbergi Nýja facefinity með Permawear. „Engin þörf á að lagfæra andlitsfarðann þegar líður á daginn, facefinity stendur fyrir sínu.“ Louise Constad, verðlaunahafi í kvikmyndaförðun. Kvikmyndir sem Max Factor hefur séð um förðun eru m.a. Charlie’s Angels, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, The English Patient, Evita, Ever After, Bugsy mMalone, Alien, Interview with a Vampire, Midnight Express.... Hannað til að haldast á húðinni, smitast ekki. STOFNVÍSITALA þorsks á Íslands- miðum er töluvert lægri en síðasta ár, samkvæmt stofnmælingu Hafrann- sóknastofnunarinnar sem nú er ný- lokið. Stofnvísitala ýsu er hins vegar 45% hærri en í fyrra. Stofnmæling botnfiska á Íslands- miðum, svokallað togararall, fór fram í 17. sinn dagana 2. til 23. mars sl. Ald- ursgreining fiska og úrvinnsla gagna er aðeins skammt á veg komin en í þeim niðurstöðum sem þegar liggja fyrir kemur hinsvegar fram að hita- stig sjávar við botn var hátt fyrir öllu Norðurlandi og fyrir austan land var hærri hiti en sést hefur síðan í fyrsta rallinu árið 1985. Minna var af þorski en á síðasta ári og verulega minna en þegar síðasta hámarki var náð árið 1998. Útbreiðsla þorsksins er nokkuð önnur en árið 2000 og fékkst mun minna af þorski á Suðurmiðum og á Vestfjarðamiðum en meira norðan lands og austan. Lengdardreifing bendir til að árgang- ar 1997-2000 séu allir nálægt meðal- árgangi að stærð en vísbendingar frá síðasta ári um lakara ástand eldri ár- ganga virðast ganga eftir. Þorskur var víða víðast hvar í góð- um holdum enda loðnugengd verið mikil víða í kringum landið. Stofnvísitala ýsu enn mjög lág Stofnvísitala ýsu hækkaði um 45% frá árinu 2000 en þá var hún sú lægsta í sögu rallsins. Hún er enn mjög lág en árgangar 1999 og 2000 virðast mjög sterkir. Aukning í ýsu var eink- um áberandi á Norðurmiðum. Teng- ist þessi aukning væntanlega hækk- andi hita á Norðurmiðum. Stofnvísitala gullkarfa lækkaði frá fyrra ári og er nú svipuð og á árunum 1996-1998 en mun lægri en árið 1999 er hún fór hæst. Vísitala steinbíts lækkaði fjórða árið í röð og er nú 75% af því sem hún var 1998 er hún var hæst. Af flatfiskum er það að segja að vísitala skarkola er óbreytt frá fyrra ári en þá var hún sú lægsta frá upp- hafi rallsins. Vísitala langlúru og þykkvalúru hækkar hins vegar frá undanförnum árum. Niðurstaða stofnmælingarinnar, sem hér er kynnt til bráðabirgða, er einn þáttur árlegrar úttektar Haf- rannsóknastofnunarinnar á ástandi nytjastofna við landið. Þessa dagana er einnig að hefjast stofnmæling þorsks með netum, svokallað netarall, þar sem sjónum verður sérstaklega beint að hrygningarslóð þorsks. Jafn- framt stendur yfir mikil úrvinnsla gagna svo sem nánari sundurgreining á afla í stofnmælingunni, m.a. með til- liti til aldurs, og nákvæmari greining afla á vertíðinni sem ekki er síður mikilvægt til glöggvunar á ástandi stofnsins. Lokaúttekt á niðurstöðum og til- lögur Hafrannsóknastofnunarinnar um aflamark fyrir næsta fiskveiðiár verða kynntar í byrjun júní nk. Fjórir togarar voru leigðir til tog- ararallsins að þessu sinni: Jón Vídalín ÁR 1, Ljósafell SU 70, Brettingur NS 50 og Breki VE 61. Að auki var rann- sóknarskipið Árni Friðriksson RE látið taka norðvestursvæðið til sam- anburðar við Jón Vídalín. Leiðang- ursstjórar um borð í rallskipum voru þeir Einar Jónsson, Jónbjörn Páls- son, Sólmundur T. Einarsson og Val- ur Bogason, en um borð í Árna Frið- rikssyni var Björn Ævarr Steinars- son leiðangursstjóri. Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum Minna af þorski en á síðasta ári                         VERKFALL sjómanna á fiskiskip- um, sem hófst á sunnudagskvöld, mun fyrst í stað hafa hvað mest áhrif á ferskfiskútflutning frá Ís- landi, þar sem búast má við að verulega dragi úr framboði á fiski. Dragist verkfallið á langinn mun það einnig hafa áhrif á þorskveiðar og veiðar á úthafskarfa. Verkfall hófst hjá sjómönnum á fiskiskipaflotanum á sunnudags- kvöld og samkvæmt fregnum þok- ast lítt í samkomulagsátt í samn- ingaviðræðum sjómanna og útvegsmanna. Ómögulegt er að spá fyrir um hversu lengi verkfallið mun standa yfir en grundvallar- ágreiningur er um mikilvæg mál, s.s. verðmyndun á afla og mönn- unarmál. Alls voru 168 íslensk skip á sjó í gærmorgun, samkvæmt upplýsing- um frá Tilkynningaskyldunni. Mest var um trillur og minni báta, en mörg stærri skipin voru á land- leið vegna verkfallsins. Þá voru fjögur skip frá Færeyjum á línu- veiðum innan íslensku landhelginn- ar, við suðausturlandið, og tvö grænlensk skip á loðnuveiðum. Áhrifa verkfallsins mun fyrst í stað einkum gæta hjá fyrirtækjum sem flytja ferskan fisk á markaði erlendis. Töluverðar verðhækkanir hafa orðið á flestum sjávarafurðum erlendis, sérstaklega hefur ferskur fiskur hækkað í verði. Verkfallið gerir það að verkum að fyrirtæki sem flytja út ferskan fisk fá ekki nægilegt hráefni og geta því ekki staðið við samninga sem eru jafnan gerðir fram í tímann. Þannig minnka tekjur þessara fyrirtækja, auk þess sem verkfallið kann að skaða markaðsstöðu þeirra. Verkfallið kemur í stað hrygningarstoppsins Ljóst er að stærsti hluti vertíð- arbátaflotans hefur stöðvast í verkfallinu en bátum minni en 12 brúttótonn er þó heimilt að róa, svo og bátum frá Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum, en þar var ekki boðað verkfall. Árleg friðun hrygningarþorsks, hið svo- kallaða hrygningarstopp, átti að hefjast á sunnudag og standa fram til 15. apríl nk. en það bannar allar veiðar innan afmarkaðra svæða allt frá Horni, austur með strönd- inni að Stokksnesi. Hinsvegar er nú útlit fyrir að ekki verði af hrygningarstoppinu á þessu ári, enda er litið svo á að í verkfallinu felist nægileg friðun á hrygning- arþorski og því sé ekki ástæða til að banna sókn í hann sérstaklega. Verkfallið mun því ekki hafa telj- andi áhrif á þorskveiðar, svo fremi sem það dragist ekki mjög á lang- inn. Loðnuvertíðinni var nánast lokið um það leyti sem verkfallið hófst á sunnudag og hefur það því ekki mikil áhrif á mjölvinnslu. Þó var a.m.k. eitt skip komið á kolmunna- veiðar suðaustur af landinu fyrir helgi. Frá því að verkfalli sjó- manna var frestað hinn 19. mars sl. hafa veiðst í kringum 100 þús- und tonn af loðnu og því varla meira en 20 til 30 þúsund tonn eft- ir af kvótanum. Ætla má að út- flutningsverðmæti um 100 þúsund tonna af loðnu sé á bilinu 750 til 800 milljónir króna, sé miðað við að allur aflinn hafi farið til bræðslu. Samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva veidd- ust um 760 þúsund tonn af loðnu frá áramótum sem er með betri vetrarvertíðum frá upphafi. Úthafskarfavertíðin senn að hefjast Úthafskarfavertíðin á Reykja- neshrygg hefst að venju um miðj- an apríl. Íslendingum er heimilt að veiða 45 þúsund tonn af úthafs- karfa á þessu ári og því skipta veiðarnar þjóðarbúið verulegu máli en ætla má að útflutningsverðmæti úthafskarfans sé nálægt 5 millj- örðum króna á ári. Mestu upp- gripin í úthafskarfanum eru eink- um í maí og því er ljóst að verkfallið þarf að dragast verulega á langinn til þess að hafa mikil áhrif á úthafskarfaveiðarnar. Í versta falli gætu íslenskar útgerðir misst af mestu uppgripunum og náð kvótanum með minni framlegð. En þrátt fyrir það hefur karfaverð í Evrópu hækkað um 15% og ætti það að gefa til kynna að mjög góð afkoma gæti orðið í útgerðinni. Síldveiðar úr norsk-íslenska síld- arstofninum hefjast alla jafna í maímánuði. Ljóst er að langt verk- fall getur haft veruleg áhrif á síld- arvertíðina þar sem síldin hefur einkum veiðst í maí og júníbyrjun en verið erfiðari viðureignar eftir þann tíma. Útflutningsverðmæti afurða úr norsk-íslensku síldinni hefur verið um milljarður króna á ári hverju, en síldin fer að lang- mestu leyti í bræðslu. Langt sjómannaverkfall mun hafa víðtæk áhrif Áhrifa gætir fyrst í ferskfiskútflutningi RÉTTINDI til veiða úr norsk-ís- lenska síldarstofninum fylgja með sölu á nótaskipinu Guðrúnu Þorkelsdóttur SU en þau eru ekki verðlögð sérstaklega, að sögn Elfars Aðalsteinssonar, forstjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Réttindunum er skipt þannig að þau skip sem stunduðu veiðar úr stofninum 1995 til 1997 fá rétt- indin. 60% heimildanna er skipt jafnt á milli skipanna burtséð frá afla á fyrrgreindu tímabili en 40% eftir burðargetu skipanna. Ekki er búið að úthluta kvóta fyrir yf- irstandandi ár, en Hraðfrystihús Eskifjarðar hafði samtals yfir að ráða 7,44% af heildarúthlutun eða 14.598 tonnum af 194.000 tonn- um, sem skipt var á 61 skip. Þar af voru 3.347 tonn skráð á Guð- rúnu Þorkelsdóttur, en ekki ligg- ur fyrir hvað miklar heimildir fylgja með skipinu í sölunni. Réttindin ekki verðlögð JÓN Egill Egilsson, sendiherra Ís- lands í Moskvu, átti tvo fundi í gær með rússneskum ráðamönnum vegna innflutningsbanns Rússlands á mat- væli frá Evrópu en engin niðurstaða fékkst varðandi hugsanlega undan- þágu Íslands til að flytja inn sjávaraf- urðir til Rússlands. Bannið var sett á fyrir viku vegna gin- og klaufaveiki í Evrópu en með aðgerðunum vilja Rússar koma í veg fyrir að veikin berist til Rússlands. Jón Egill og norski sendiherrann áttu fund með aðstoðaryfirdýralækni Rússlands í gær þar sem afstaða Rússa var skýrð og gerð grein fyrir sjónarmiðum Íslands og Noregs. Í máli heimamanna kom fram að málið í heild sinni væri í skoðun en niðurstöð- ur lægju ekki fyrir. Að loknum þessum fundi átti Jón Egill annan fund í efnahags- og við- skiptaráðuneyti Rússlands til að fylgja málinu eftir en fyrir skömmu áttu sér stað viðræður við starfsmenn ráðuneytisins um viðskipti landanna. Hann gerði grein fyrir stöðunni og áhyggjum Íslands varðandi viðskipti þjóðanna vegna fyrrnefnds banns. Málið enn í vinnslu ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.