Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 43 ef við för- kið getum ja auðug- dæmi sé kipti um- máli. En ð í hug að og hvers ndan er þá a bæturn- ar búið er n helming þessi sami rir sér þá að spyrja: r ekki inn r fái bara ns og við? styðja við almannafé ndi í huga r- og bóta- tekjum og n sýnir að fur aukist Danmörku urnar eru að stund- raunveru- ðarkerfis- ð vera að nd. En er u fólki og a velferð- a að jafnt abætur og l þarfa? um hætti ka þátt í staðinn, r sameig- ttanna og um með r lagskipt- ttindi og opinbera ð allir sem að sjá fyr- einnig að einu sinni gu snúist sem kom Þar var ysistrygg- eytið birti l að laga kerfið. Helstu blöðin birtu grein þar sem sagt var frá skyldum sem til- greindar væru og atvinnulausir ættu að fullnægja til að fá bætur. Þar voru settar strangar skorður sem meðal annars mæltu fyrir um að menn mættu ekki hafna öllum störf- um sem byðust. Viðbrögð almenn- ings voru geysilega hörð og menn töluðu um að þarna væri hálfgerður fasismi á ferð, betra væri að halda fast við gömlu reglurnar – þangað til ráðuneytismenn áttuðu sig á því að þeir höfðu ekki gefið út nýju regl- urnar heldur þær sem voru í gildi!“ Palme segir að sumt af þeirri þjónustu sem ríkisvald og opinberir aðilar veita með velferðarkerfinu geti ekki verið á hendi einkafyrir- tækja. „En margt hefur breyst í Sví- þjóð í þessum efnum síðasta áratug og einkavæðing hefur vaxið á öllum sviðum félaglegrar þjónustu en í mjög misjöfnum mæli. Við vitum enn afar lítið um áhrifin sem einka- væðing hefur, væntingar eru miklar en einnig ótti. Mér finnst brýnt að við reynum að kanna vel hvernig ár- angurinn er og það er ekki gert núna.“ Launamunur og hnattvæðing Norræna velferðarkerfið hefur verið gagnrýnt, ríkisforsjáin gangi of langt og kerfið sé of dýrt, það sé í kreppu. Það er sagt ala á leti og heimtufrekju vegna þess hve víð- tækt það er. Palme er spurður álits. „Ég held að þessi tilhneiging hafi dvínað á tíunda áratugnum og jafn- vel þeir sem hafa lengi verið at- vinnulausir reyna af kappi að fá vinnu. Þróunin í þessa átt er svipuð í Svíþjóð og Danmörku. Við skulum bera hana saman við ástandið í mörgum Evrópuríkjum á megin- landinu þar sem fólk sem hefur verið atvinnulaust í eitt ár eða lengur er endanlega horfið af atvinnumarkaði. Okkur hefur hins vegar tekist að laga stöðuna með því að auka skyld- ur og ábyrgð atvinnulausra og um leið veita þeim tækifæri til að læra nýja færni, fá tímabundin störf og fikra sig þannig aftur inn á vinnu- markaðinn. Nokkrir fara gera þó út á bætur og reyna ekki að bjarga sér og sums staðar í Svíþjóð hefur slík menning náð að festa rætur.“ Jafnaðarmaðurinn Kjell Olof Feldt, sem á níunda áratugnum var lengi fjármálaráðherra Svíþjóðar, sagði fyrir um áratug að hann hafi með hryggð í huga orðið að sætta sig við þróun sem virtist óhjákvæmileg: aukinn launamun til að efla sam- keppnisstöðu þjóðarinnar. Hvað álítur Palme, á hnattvæðing í við- skiptum og efnahagsmálum eftir að ýta undir slíka þróun? „Ég las einu sinni svipuð ummæli sem höfð voru eftir fyrrverandi iðn- aðarráðherra Svíþjóðar en þau voru frá 1967. Hann hafði þá áhyggjur af því að hnattvæðing alþjóðaviðskipta myndi auka launamun. Við getum velt því fyrir okkur hve miklar skorður hnattvæðing geti sett til- raunum okkar við að draga úr tekju- mun. Hvorugur okkar Feldts veit rétta svarið en ég er andvígur öllum framtíðarmyndum þar sem rætt er um óhjákvæmilega þróun. Ég sé alltaf fleiri en einn kost. En ætli menn að ná góðum árangri verða þeir að tengja saman jafnrétti og skilvirkni.“ Faðir Joakims Palme, Olof Palme forsætisráðherra, sem myrtur var í Stokkhólmi 1986, var á sínum tíma einn af þekktustu leiðtogum jafnað- armanna í heiminum. Hann var ein- dreginn talsmaður norræna velferð- arkerfisins og varði það af ein- drægni. Hafði hann á réttu að standa? „Hann sagði eitt sinn að menn ættu að vera trúir markmiðum sín- um en ekki leiðunum, ef þær færðu menn ekki nær markinu ættu þeir að finna aðrar. Ég er sammála þessu sveigjanlega viðhorfi. Hann var ráð- gjafi stjórnvalda frá 1953 og tók þess vegna þátt í að stækka umfang sænska velferðarkerfisins þegar það var að hasla sér völl og kannski olli þetta því að stundum var hann kappsfyllri í vörninni en þörf krafði. En hann var ekki ósveigjanlegur eins og gamall marxisti, hafði sínar grundvallarreglur en var ekki kreddufastur“, segir Joakim Palme. m ið/Þorkell lir njóti aði. kjon@mbl.is Í BANDARÍSKUM stjórnmál-um er oft talað um að nýir for-setar njóti velvildar fyrstu100 dagana í embætti, enda tímabilið kallað hveitibrauðsdag- arnir. Eitthvað virðist sælan ætla að verða styttri hjá George Bush, en hér hafa menn orð á því að tónninn hafi skerpst í stjórnmálaumræðunni og gangrýnisraddir orðið háværari á síðustu dögum. Þetta má þó ekki skilja sem svo að allir séu ósáttir við störf forsetans, langt í frá. Viðskiptaheimurinn og iðnaðar- geirinn una sínum hag vel og sjá fram á góða tíma. Eins hafa íhalds- menn fengið traustan bandamann í Hvíta húsið. Umhverfissinnar og verkalýðsforystan harma hins veg- ar þróun mála og margir miðju- menn undrast yfir því hversu afger- andi íhaldssama afstöðu forsetinn hefur tekið í ýmsum málum. George Bush er ekki 24-7 maður eins og forveri hans, en Bill Clinton virtist hreint óstöðvandi í áhuga sín- um á stjórnsýslugeiranum og öllum málefnum viðkomandi forsetaemb- ættinu. Bush tekur daginn snemma, er mættur til vinnu upp úr sjö, fund- ir byrja á réttum tíma og dagskráin riðlast sjaldan. Bush er ekki gefinn fyrir löng fundarhöld og hikar ekki við að láta aðra sjá um verkin. Gangrýnendur segja að forsetinn fylgist ekki nógu vel með, en for- svarsmenn hans benda á að stjórn- unarstíllinn sé ekki ólíkur því sem gerist í mörgum stórfyrirtækjum, enda Bush fyrsti forseti Bandaríkj- anna sem hefur meistaragráðu í við- skiptafræðum. Öll starfsemi Hvíta hússins er mun agaðri og formlegri en áður, menn mæta á tíma og muna eftir að slökkva á farsímunum, ellegar má búast við skömmum frá Bush sjálf- um. Vinnudegi forsetans lýkur yf- irleitt upp úr sex og hann reynir að drífa sig burt úr borginni um helg- ar. Síðan er flestum starfsmönnum hreinlega bannað að ræða við fréttamenn og það má segja að pressu- lið Hvíta hússins sé farið að ókyrrast og andrúms- loftið oft rafmagnað á daglegum fréttafundum Aris Fleischers, talsmanns forsetans. Ekki eru þó allir meðlimir ríkis- stjórnarinnar jafnsamstiga og nú þegar hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem ráðherra segir eitt og Hvíta húsið kemur með „leiðrétta“ útgáfu nokkrum tímum seinna. Slíkt er að sjálfsögðu ekki óalgengt í stjórn- sýslunni almennt, en þessi stjórn hefur lagt ofuráherslu á að allir gangi í sama takt og því má segja að það hlakki í sumum þegar einstaka menn missa úr skref. Efnahagurinn í brennidepli Fall verðbréfavísitölunnar á Wall Street veldur mönnum áhyggjum í Washington sem og annars staðar. Markaðurinn virðist ekki ætla að rétta úr kútnum þrátt fyrir ítrek- aðar vaxtalækkanir og hlutafjáreig- endur eru uggandi um framtíðina. Forsetinn og Dick Cheney, varafor- seti hans, hafa báðir varað við nið- ursveiflu og margoft sagt að slík sveifla hafi þegar verið byrjuð áður en þeir tóku við völdum. Bent hefur verið á að með því að reyna að firra sig ábyrgð og tala á neikvæðum nót- um muni svartar spár þeirra ganga eftir og ýta undir ókyrrð á mörk- uðum. Eitthvað virðist Bush hafa tekið þetta til sín, því hann hefur talað á heldur jákvæðari nótum síðustu daga um efnahaginn almennt og framtíðina, þrátt fyrir skammtíma- erfiðleika. Í kosningabaráttunni lagði Bush mikla áherslu á að stóraukinn tekju- afgangur ríkissjóðs yrði notaður í umtalsverðar skattalækkanir á næstu tíu árum (alls 1,6 trilljónir dollarar). Þegar syrta fór í álinn með efnahagsútlitið bætti forsetinn því við að umræddar skattalækkan- ir gætu orðið til þess að blása nýju lífi í hagvöxtinn. Margir efast um raungildi þessara staðhæfinga og benda á að fyrsta árið muni skatt- greiðendur bera lítið úr býtum. Þó að atvinnuleysi og verðbólga séu enn lág, hefur hægt á hagvext- inum og ljóst er að minni hagvöxtur mun hafa áhrif á tekjuafgang rík- issjóðs á komandi árum. Á blaða- mannafundi um daginn varðist Ari Fleischer fimlega áskökunum um að umræddar skattalækkanir byggðust á óraunhæfum efnahags- spám. Engu að síður hafa margir úr röðum hófsamari öldungadeildar- þingmanna Repúblikanaflokksins látið í ljósi efasemdir um ágæti svo hárra skattalækkana og það þykir líklegt að öldungadeildin muni sam- þykkja lægri lækkanir en Bush von- ast eftir. Forsetinn ætti erfitt með að hafna slíkum lögum, og eins eru menn á hans bæ með áhyggjur af yfirstand- andi umræðu í þinginu um hertar reglur á fjár- framlögum til kosninga- baráttu. Ef McCain- Feinglod frumvarpið (svo nefnt eft- ir flutningsmönnum þess) nær fram að ganga er Bush í vanda staddur, því hann mundi skapa sér óvinsæld- ir almennings með því að beita neit- unarvaldi gegn lögunum. Þingið hefur þó samþykkt nokkur frumvörp sem hugnast forsetanum og vinum hans í viðskiptaheiminum. Má þar fyrst nefna hert gjaldþrota- lög sem gera einstaklingum erfiðara fyrir að komast undan greiðslum (bankar og greiðslustofnanir höfðu þrýst á um að þessi lög yrðu sam- þykkt, en neytendasamtök settu sig upp á móti þeim) og reglugerðir sem slaka á vinnueftirliti (vinnuveit- endur geta firrt sig ábyrgð á afleið- ingum af svo kölluðum síendurtekn- um hreyfingum). Upp á sitt einsdæmi hefur Bush síðan ráðist gegn ýmsum umhverfisreglugerð- um sem takmarka athafnasemi stóriðju og hæst ber þar sjálfsagt að nefna kúvendingu hans á fyrirhug- uðum takmörkunum á koltvísýr- ingsútblæstri. Í september á síðasta ári lofaði Bush því að ef hann yrði kosinn Bandaríkjaforseti myndi hann tak- marka losun gróðurhúsaloftteg- unda og m.a. setja strangar reglur varðandi koltvísýringsútblástur. Þetta vakti athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Bush virtist tilbúinn að ganga lengra an Al Gore keppinaut- ur hans um forsetaembættið og ýtti e.t.v. undir orð „græningjans“ Ralphs Naders að lítið bæri á milli frambjóðenda stóru flokkanna tveggja. Nú hefur Bush skipt um skoðun. Hann ber fyrir sig ýmis rök, en þó fyrst og fremst þá staðreynd að slíkar aðgerðir muni leiða til hækkandi orkuverðs sem ekki sé verjandi á þessum síðustu og verstu tímum. Reyndar var það svo að aðeins nokkrum dögum áður hafði Christine Todd Whitman umhverf- ismálaráðherra varið boðaðar að- gerðir, meira að segja talað fyrir þeim á fundi með Evrópusambands- mönnum á Ítalíu. Eitthvað leist kolaiðnaðinum illa á orð ráðherra og að sögn heimildarmanna var mikl- um þrýstingi beitt á áhrifamenn í Hvíta húsinu með umræddum ár- angri. Whitman fékk að vita skoð- anaskiptin um það bil sem forsetinn tilkynnti þau opinberlega og eigin- lega má segja að hún hafi farið í fel- ur í nokkra daga. Það var jafnvel búist við að hún myndi segja af sér, en nú er Whitman mætt til leiks og ver sinn mann. 21. mars mælti hún fyrir lækkuðum stöðlum á leyfilegu magni arseniks í drykkjarvatni. Staða Whitmans hefur þó veikst til muna og veldur það umhverfis- sinnum frekari áhyggjum þar sem hún átti að vera mót- vægi við Gale Norton innanríkisráðherra, sem þykir draga taum iðnað- ar og þeirra hugmynda að markaðinum sé best falið að sjá um verndun umhverf- isins. Evrópusambandið er að vonum illa svikið af þessum breytingum og þær munu torvelda framhaldið á framkvæmd Kyoto-bókananna og alþjóðlegum umleitunum við að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Það má segja að Bush hafi hellt olíu á eldinn þegar hann sagði að vísinda- legar sannanir á þessu sviði séu ófullkomnar, enda hafa umhverfis- sinnar í Bandaríkjunum brugðist ókvæða við. Til að bæta gráu ofan á svart er starfslið forsetans önnum kafið við að umturna öðrum um- hverfisreglum svo sem banni á ol- íuborun á friðuðum svæðum í Alaska og takmarkanir á skógar- höggi á ríkislandareignum. Forseti Sierra-klúbbsins hefur gengið svo langt að segja að með gerðum sín- um hæðist Bush að þeirri staðhæf- ingu að hann muni stjórna sem miðjumaður. Almenningur virðist ekki hlynnt- ur olíuleit í Alaska, en Spencer Abrahams orkumálaráðherra bend- ir óspart á kreppuna í Kaliforníu og alvarlegar afleiðingar allra tak- markana á orkuframleiðslu. Það má segja að tillögur stjórnarinnar mið- ist fyrst og fremst að því að auka framleiðslu, en miklu minni áhersla er lögð á sparneytni og aðgerðir til að draga úr orkunotkun. Fyrir Ís- lendinga er það kannski áhugavert að mikið af myndum hafa verið sýndar frá griðalandinu í fjölmiðlum og það má segja að margt sé sláandi líkt með landslagi, gróðurfari og dýralífi á hálendi Íslands og heim- skautasvæðum Alaska. Skarpari línur dregnar í utanríkismálum Fyrstu fréttir fimmtudaginn 22. mars voru þær að Bandaríkjamenn hefðu rekið fjóra rússneska njósn- ara úr landi og að Rússum hefði ver- ið tilkynnt að allt að 46 menn í við- bót mættu búast við brottrekstri. Í framhaldinu ætla svo Rússar að senda svipaðan fjölda bandarískra leyniþjónustumanna til heimahag- anna. Aðgerðir í svona stórum stíl hafa ekki átt sér stað síðan á valdatímum Ronald Reagans í algleymi kalda stríðsins. Hansen-njósnahneykslið spilar sjálfsagt stóra rullu í þessu máli, en þetta eru líka vísbendingar um nýjan tón í samskiptum Banda- ríkjanna og Rússlands. Rússar hafa lýst sig mótfallna eldflaugavarnarkerfinu sem Bush vill að verði komið upp til að efla varnir landsins. Önnur ágreinings- mál sem komið hafa upp varða átök- in í Tsjetsjníu og aukin samskipti Rússa við Írani. Eldflaugavarnarkerf- ið er þyrnir í augum margra og á eftir að tor- velda samskipti við Kína og fleiri ríki. Andstæðingar stjórn- arinnar telja t.a.m. að aðgerðarleys- ið gagnvart frekari samningaum- leitunum milli Norður- og Suður- Kóreu sé til þess gert að réttlæta kerfið, það þurfa jú að vera óvinir í sjónmáli. Tekið er í sama streng þegar rætt er um loftárásir Banda- ríkjamanna og Breta á Írak í síðasta mánuði. Á öðrum átakasvæðum, svo sem Vesturbakkanum, Balkan- skaga og Norður-Írlandi, virðist Bush helst vilja halda að sér hönd- um eftir megni. En það má fastlega reikna með hertri harðlínustefnu gagnvart Kúbu, enda bróðir forsetans fylkis- stjóri í Flórída, þar sem kjósendur af kúbverskum uppruna eru sterkur áhrifahópur. Í því máli sem og ýms- um öðrum eru Evrópa og Banda- ríkjastjórn á öndverðum meiði og má reikna með að skerist í odda milli bandamanna fyrr en seinna. Er hveitibrauðs- dögum Bush lokið? AP Bush útskýrir efnahagsstefnu stjórnar sinnar og fyrirhugaðar skattalækkanir á fundi í Montana. Eftir ágætis byrjun standa mörg spjót á George Bush, segir Margrét Björgúlfs- dóttir. Kúvending forsetans í umhverf- ismálum mælist illa fyrir og harðlínutónn í utanríkismálum virðist ennfremur auka spennuna. Umhverfis- málin hafa valdið usla Búist við harð- ari stefnu gagnvart Kúbu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.