Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 47

Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 47 Hollt og huggulegt í hádeginu! Súpa og salat Hádegishlaðborð + súpa og salatbar alla virka daga Fjölbreyttur matseði l l a l la daga! Simi: 553 9700 FÉLAGAR í Starfs- mannafélagi ríkisstofn- ana eru um þessar mundir að ganga til at- kvæðagreiðslu um ný- gerða kjarasamninga. Þótt við höfum ekki fengið öllum kröfum okkar framgengt er hér um að ræða mik- ilvæga áfanga í launa- baráttu okkar og margvíslegir félagsleg- ir ávinningar eru fólgn- ir í samkomulaginu við viðsemjendur okkar. Löng samningalota er að baki og vil ég þakka samstarfsfólki mínu, í Launamálaráði SFR, stjórn og samninganefnd, árvekni og dugn- að í samningaviðræðum. Í þessari grein ætla ég að freista þess að kynna nokkur atriði í þessum samn- ingi. Rýmisins vegna get ég þó ein- ungis tæpt á mörgum málum sem ít- arlegar er um fjallað í sjálfum samningnum. Heildarkjarasamningurinn er á heimasíðu félagsins www.sfr.bsrb.is Launaliðurinn Gildistími samningsins er frá 1. mars 2001 til 30. nóvember 2004. Hækkun launa er 6,9% frá 1. mars á þessu ári, 3% 1. jan nk. og síðan 3% hækkun um áramótin 2003 og 2004. Einnig fá allir starfsmenn. miðað við fullt starf tvær eingreiðslur 10.000 kr. 1. maí og 1. júní í ár. Eins og kunnugt er eru lægstu laun nú um 80 þúsund krónur, en á samningstímanum mun það tak- mark nást sem við settum að mark- miði í upphafi samningsviðræðna að lægstu laun verði 112 þúsund krón- ur. Sérstakar greiðslur Desemberuppbætur verða á samningstímabilinu þannig að fólk í fullu starfi fær 35 þúsund kr. á þessu ári, 36 þúsund á næsta ári, 37 þús- und árið 2003 og 38 þúsund árið 2004. Sérstök orlofsuppbót, að upp- hæð kr. 9.600 verður greidd 1. júní á þessu ári þeim sem hefur verið í starfi samfellt í eitt ár eða lengur, og í kringum 10 þúsund krónur 1. júní næstu þrjú árin. Þá tókst að ná fram hækkun sem nemur 10% á vaktarálagi um nætur og helgar. Hækkunin er úr 45% í 55%. Greiðslur helgarálags lengjast og hefjast kl. 17.00 á föstudegi og nær til mánudags- morguns. Bætt kjör Eins og áður sagði er ætlunin að ná lægstu laununum verulega upp á samningstíman- um eða upp í 112 þús- und krónur á mánuði. Samningsaðilar eru auk þess sammála um að grípa til sérstakra rástafana svo bæta megi kjör þeirra sem lakast eru sett- ir . Sérstök nefnd skipuð þremur fulltrúum frá báðum samningsaðil- um hefur allt að 300 milljónir króna. Sérstaklega verði skoðað hvort launakerfið skili eðlilegri framþróun launa. Skulu viðsemjendur leggja sameiginlegt mat á þróunina og gera tillögur um viðbrögð. Stöðugleiki í verðlagsþróun Auðvitað er gert ráð fyrir ákveðn- um stöðugleika á vinnumarkaði og það þarf ákveðnar forsendur þar að lútandi til að samningurinn haldi. Þær forsendur eru í sérstakri bókun sem kveður á um það að losni kjara- samningar á almennum vinnumark- aði vegna verðlagsþróunar árunum 2002 eða 2003 er aðilum samnings þessa heimilt að segja launalið hans upp með þriggja mánaða fyrirvara. Verði hins vegar gripið til annarra úrræða en uppsagna vegna verð- lagsþróunar á tímabilinu skulu BSRB annars vegar og samninga- nefnd ríkisins hins vegar leggja mat á þau úrræði og gera tillögur um við- brögð. Fræðslusetur Margvíslegir ávinningar eru í fræðslumálum samkvæmt þessum kjarasamningi. Aðilar eru sammála um að efla sí- menntun starfsmanna. Meðal ann- ars verður sett á laggirnar á tíma- bilinu sérstakt fræðslusetur í samvinnu við önnur stéttarfélög. Hlutverk þess er að vera hugmynda- banki og framkvæmandi og meta þörf fyrir fræðslu hjá stofnununum og hafa frumkvæði að því að búa til námskeið til að svara þeirri þörf. Gert er ráð fyrir framlagi að upphæð 15 milljónum króna til Fræðsluset- ursins. Starfsmaður sem sækir fræðslu- námskeið í samræmi við endur- menntunar- og starfsþróunaráætlun viðkomandi stofnunar skal halda reglubundnum launum á meðan. Jákvætt samstarf Ávinningar af jákvæðu samstarfi innan BSRB hefur komið vel í ljós á undanförnum árum. Má þar nefna samkomulag sem tekur til endur- skoðunar á veikindarétti opinberra starfsmanna, stofnun sérstaks Fjöl- skyldu- og styrktarsjóðs og sam- komulag um greiðslur atvinnurek- enda til viðbótar sparnar starfs- manna eftir sérstökum reglum. Í þessari samningalotu féllust við- semjendur okkar á að hækka fram- lag í Orlofssjóð og í Þróunar- og sí- menntunarsjóð. Þá munu þeir og greiða, eins og ofan greinir, í fjöl- skyldu og styrktarsjóðinn 0,11%, og 0,3% í Styrktar- og sjúkrasjóð SFR. Velferð og samfélagsþjónusta Sú jákvæða breyting hefur orðið í þjóðfélagi okkar á undanförnum misserum að það ríkir vaxandi skiln- ingur á nauðsyn samfélagsþjónust- unnar. Fólk vill að stjórnmálaflokk- ar og hagsmunasamatök standi vörð um velferðarsamfélagið. Í framhaldi af því hljótum við að gera kröfu til vitundarvakningar um nauðsyn þess að starfsfólk í samfélagsþjónustu búi við mannsæmandi lífskjör. Þótt við höfum ekki náð eins langt og ítrustu óskir okkar standa til, þá höfum við samt orðið vör við vaxandi velvilja og skilning hjá viðsemjendum okkar um nauðsyn þess að gera betur. Fyr- ir það skal þakkað um leið og við höldum áfram að berjast fyrir bætt- um kjörum okkar fólks. Eins og hér hefur verið rakið í stuttu máli eru margs konar ávinn- ingar í þeim samningum sem náðst hafa milli SFR og viðsemjanda okk- ar. Því mæli ég með því að félags- menn okkar taki þátt í ákvörðunum um bætt lífskjör og greiði atkvæði með félagslegum ávinningum. Margir ávinningar í samningum Jens Andrésson Höfundur er formaður SFR, Starfsmannafélags ríkisstofnana. Samningar Margs konar ávinningar, segir Jens Andrésson, eru í samningum sem náðst hafa milli SFR og viðsemjanda. Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.