Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 48

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Ruby Tuesday veitingahúsakeðjan er ein sú allra fremsta á sínu sviði. Keðjan starfrækir yfir 500 staði í heima- landi sínu, Bandaríkjunum, og fer ört stækkandi. Ruby Tuesday Íslandi óskar eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður: ● Í eldhús fullt starf/hlutastarf. ● Í veitingasal. Reynsla ekki skilyrði. Ef þú ert að leita að starfi hjá spennandi fyrirtæki, þar sem möguleikar á starfs- frama eru góðir, er Ruby Tuesday rétti staðurinn fyrir þig. Hægt er að nálgast umsóknareyðu- blöð á veitingastaðnum Ruby Tues- day í Skipholti 19. Kennarar — bókasafnsfræðingar Óskað er eftir kennurum í þessar kennslu- greinar í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ næsta skólaár: Eðlisfræði, fullt starf eða hlutastarf. Efnafræði, fullt starf eða hlutastarf. Enska, fullt starf — afleysing í eitt ár. Fjölmiðlafræði og félagsgreinar, fullt starf — afleysing í eitt ár. Listgreinar, fata- og textílhönnun, fullt starf eða hlutastarf. myndlist með margmiðlun, fullt starf eða hluta- starf. Líffræði, fullt starf — afleysing í eitt ár. Stærðfræði, fullt starf. Allur aðbúnaður er 1. flokks í nýju húsnæði skólans. Launakjör eru samkvæmt kjarasamn- ingi fjármálaráðherra og kennarasambandsins. Ennfremur er óskað eftir bókasafnsfræðingi í fullt starf til afleysinga í eitt ár. Umsóknir um þessi störf skulu sendar til Fjöl- brautaskólans í Garðabæ við Skólabraut, 210 Garðabæ. Ekki er nauðsynlegt að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Í umsóknum skal greina frá menntun og fyrri störfum. Umsóknarfrestur er til 18. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Nánari upplýsingar veita Þorsteinn Þorsteins- son skólameistari og Gísli Ragnarsson aðstoð- arskólameistari í síma 520 1600. Skólameistari. Dalvíkurbyggð Grunnskólakennarar - skólastjórar Lausar eru til umsóknar nokkrar stöður í grunnskólum Dalvíkurbyggðar. Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2001. Dalvíkurskóli er einsetinn grunnskóli í nýju, glæsilegu húsnæði með 275 nemendur í 1.— 10. bekk. Þar vantar kennara til almennrar bekkjarkennslu, kennslu í myndmennt, tón- mennt, íþróttum, heimilisfræði, hannyrðum og tölvukennslu. Upplýsingar gefa Anna Baldvina Jóhannes- dóttir, skólastjóri, annba@ismennt.is, símar 460 4980 og hs. 466 1502 og Gísli Bjarnason, aðstoðarskólastjóri, gbjarna@ismennt.is, símar 460 4980 og hs. 466 1329. Húsabakkaskóli í Svarfaðardal er lítill einset- inn sveitaskóli skammt frá Dalvík með 50—60 nemendur í 1.—9. bekk. Þar er samkennsla ár- ganga. Þar vantar skólastjóra og kennara í heila stöðu til að annast kennslu yngri barna. Auk þess vantar kennara til að annast kennslu í hannyrðum, myndmennt, heimilisfræði og al- menna kennslu á miðstigi. Upplýsingar gefur Þóra Rósa Geirsdóttir, skólastjóri, tora- ros@ismennt.is, símar 466 1551 og hs. 466 1552. Árskógarskóli á Árskógsströnd þjónar byggðakjörnunum Árskógssandi og Hauganesi og nágrenni. Skólinn er einsetinn, þar er sam- kennsla árganga og er nemendafjöldi 60—70 í 1.—9. bekk. Kennara vantar í almenna bekkjar- kennslu á miðstigi, myndmennt, íþróttir, heimilisfræði og sérkennslu. Upplýsingar gefur Kristján Sigurðsson krsig@ismennt.is, símar 466 1970 og hs. 466 3150. Dalvíkurbyggð er 2.100 íbúa sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð sem varð til við samein- ingu þriggja sveitarfélaga árið 1998. Samgöng- ur eru góðar, aðeins hálftíma akstur er til Akur- eyrar, umhverfi er sérlega fjölskylduvænt og atvinnulíf, þjónusta og menningarlíf mjög öflugt og fjölbreytt. Aðstæður til útivistar og íþróttaiðkunar eru með því besta og fjölbreyti- legasta sem gerist hér á landi sumar jafnt sem vetur. Hitaveita er í öllum þéttbýliskjörnunum, ódýr upphitun og góð sundaðstaða. Skólarnir eru framsæknir og vel búnir, hlutfall réttinda- kennara er í hærra lagi og fer samvinna þeirra vaxandi. Skóla- og ráðgjafarþjónusta starfar á svæðinu í nánu samstarfi við félagsþjónustu. Auk skólastjóranna gefur Óskar Þór Sigur- björnsson, skólamálafulltrúi, osk- arth@ismennt.is, Ráðhúsinu, 620 Dalvík, upp- lýsingar um stöðurnar í símum 466 2736, 893 6257 og hs. 466 2357. Skólamálafulltrúi. Tannlæknastofa Munn-og kjálkaskurðlæknir óskar eftir aðstoðarmanneskju í fullt starf. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið menntun á heilbrigðissviði. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 11. apríl, merktar: „E — 11094.“ Auka- og varahlutaverslun Óskum eftir að ráða vana sölumenn í vara- og aukahlutaverslun okkar. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi áhuga á jeppabifreið- um. Tölvukunnátta nauðsynleg Vagnhöfða 23, 112 Reykjavík, sími 590 2000 www.benni.is Kennarar óskast til yfirferðar á samræmdum prófum í 10. bekk 2001. Skilyrði er að umsækjendur hafi kennslureynslu í stærðfræði, íslensku, dönsku eða ensku í 10. bekk. Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Námsmatsstofnun næstu daga í síma 551 0560 og á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknareyðu- blöð fást á stofnuninni Suðurgötu 39 en einnig er hægt að sækja um á netinu; slóðin www.namsmat.is Sumarafleysingar Lausar stöður Hrafnistuheimilin óska eftir starfskröftum ykkar í sumar. Við bjóðum fjölbreytt störf í þroskandi umhverfi. Góð leið til að öðlast mikla reynslu og auka hæfni í mannlegum samskiptum. Komið og skoðið vinnustað með góðri vinnuaðstöðu, við tökum vel á móti þér. Hrafnista í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar á allar vaktir, starfshlutfall samkomulag. Sjúkraliða morgunvaktir og vaktavinnu Starfsfólk til aðhlynningarstarfa, starfs- hlutfall samkomulag. Starfsfólk í eldhús og borðsal. Vaktmenn. Hafðu samband við Steinunni Þorsteins- dóttur á staðnum eða í síma 585 9500 og 585 9529. Hrafnista í Hafnarfirði Hjúkrunarfræðinga á kvöld- og næturvaktir, starfshlutfall samkomulag. Sjúkraliða — vaktavinna. Starfsfólk til aðhlynningarstarfa, starfshlutfall samkomulag. Starfsmann í býtibúr. 50% starf. Vaktmenn. Leikskóli á staðnum. Hafðu samband við Ölmu Birgisdóttur á staðnum eða í síma 585 3000 og 585 3101.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.