Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 50
UMRÆÐAN 50 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG HEF aldrei orðið hræddari á ævi minni, en í lítilli flugvél með flugmanni sem ekki var traustsins verður. Það er engin leið að komast út úr flugvél á ferð, líf manns er gersamlega ofurselt flugstjóranum, sem í þessu tilfelli var glanni. Hann lét mig heyra að hann tæki nú ekki mikið mark á svona kerlingum, hann hefði séð þær nokkrar hyster- ískar! Það kom mér ekki á óvart, og mér var síðar sagt að maðurinn hefði oftlega sýnt bæði í starfi og leik að hann var spennufíkill. Ég bar ekki fram formlega kæru á hendur honum í símtali mínu við þá- verandi yfirvöld flugmála að þessu glæfraflugi loknu – þá var ég ung og mild og lét nægja að vara við hon- um. Nokkrum árum síðar brotlenti þessi sami flugmaður vél sinni við ótrúlegar aðstæður, en sem betur fer var hann einn í vélinni og slapp heill á húfi. Í dag hefði ég umsvifalaust kært hann formlega – ekki aðeins vegna framferðis hans í þessari ferð, held- ur vegna þess hann hafði ekki rétta hugarfarið í þetta starf. Hann var spennufíkill og glanni og hirti ekki um hvað farþegum hans leið. Innstilling hans gerði hann óhæf- an til að fljúga með farþega. Ég hét því að fara aldrei upp í flug- vél með einkaflug- manni sem ég þekkti ekki. Ég ætlaði að vera viss um að þeir væru traustsins verðir, ann- aðhvort af því að ég þekkti þá sjálf, eða af því að þetta væru at- vinnuflugmenn undir gæðaeftirliti opinberra yfirvalda. Ég verð að játa að það hafa runnið á mig tvær grímur undanfarið. Við höfum fylgst með rökstuddum fréttum af flugrekstri Leiguflugs Ísleifs Otte- sen, sem í mínum huga bera þess sterkt vitni, að þetta fyrirtæki er ekki rekið með réttu hugarfari. Fjölmörg dæmi hafa verið nefnd um brot á öryggisreglum fyrirtækisins, jafnt hvað varðar vinnutíma starfs- manna, undirbúning flugs, fjölda farþega og öryggisreglur um aðbún- að farþega – allt í tengslum við flug frá Vestmannaeyjum hinn 7. ágúst. Ef menn skyldu halda að þetta hafi verið einangrað tilfelli á þessum mikla annadegi, þá minni ég á, að mitt í þessari um- ræðu berast okkur fréttir af flugi til Gjög- urs á vegum þessa sama fyrirtækis, þar sem flugmaður sinnti ekki varnaðarorðum farþega um bilun í hreyfli, heldur sótti fleiri farþega, sem voru svo um borð þeg- ar drapst á bilaða hreyflinum yfir Borgarfirði á heimleið og þeir máttu þakka fyrir að komast heilu og höldnu á leiðarenda, þar sem slökkvilið og sjúkrabílar biðu í við- bragðsstöðu. Er furða að maður spyrji með hvaða hugarfari Leiguflug Ísleifs Ottesen sé rekið? Mundir þú, les- andi góður, senda barn þitt í flugvél með þessum mönnum? Við, sem eig- um val um aðra kosti, getum látið vera að fljúga með Leiguflugi Ísleifs Ottesen – en það er verra með hina, sem sitja uppi með þá. Ríkið hefur gert samning við þetta fyrirtæki um áætlunarflug á ákveðna áfangastaði, og í haust var gerður við það samn- ingur um flug með sjúka og slasaða. Leiguflug Ísleifs Ottesen er sem sagt með samning á vegum ríkisins um flugþjónustu þar sem farþegar eiga engra kosta völ. Hefur fyrir- tækið sýnt sig að vera traustsins vert? Mér finnst það lýsandi um hugarfarið, þegar Ísleifur Ottesen velur orðið „fjölmiðlafarsi“ um þá alvarlegu umræðu sem fram hefur farið um fyrirtæki hans að undan- förnu. Það er skylda flugmálayfirvalda að gæta öryggis farþeganna. Við verðum að geta treyst þeim því við eigum ekki í önnur hús að venda. Það er rétt, að lög og reglur sníða flugmálastjórn þröngan stakk um sviptingu rekstrarleyfis. En sem skattgreiðandi mótmæli ég því að almannafé sé varið til að styrkja Leiguflug Ísleifs Ottesen. Ég fer fram á, að viðkomandi yfirvöld tryggi það bæði nú og í framtíðinni, að íslenskir flugfarþegar þurfi ekki að leggja líf sitt í hendurnar á mönnum sem þeir hafa ástæðu til að vantreysta. Við eigum áreiðanlega ágæta flugmenn sem geta gert bet- ur og eru traustsins verðir. Traustsins verður? Guðrún Pétursdóttir Flugfélög Leiguflug Ísleifs Ottesen er með samning á vegum ríkisins um flugþjónustu, segir Guðrún Pétursdóttir, þar sem farþegar eiga engra kosta völ. Höfundur er lífeðlisfræðingur. Dragtir Neðst á Skólavörðustíg Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör úr Plastisol- vörðu stáli. Heildarlausn á þakrennuvörnum í mörgum litum. Sterk gó l fe fn i Ármúla 23, sími 533 5060 Auglýsing um deiliskipulag í Eyjafjarðarsveit Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir byggingarreit í landi Eyrarlands. Skipulagssvæðið er nefnt Ósland og er neðan Eyrarlandsbrún austan Eyjafjarðarbrautar eystri nr. 829 og nær að landamerkjum Syðri-Varðgjár í norðri og að Veigastaðavegi nr. 828 í austri og suðri. Svæðið er ca 1,7 ha og þar verður heimilt að byggja 5 einnar hæðar einbýlishús. Tillagan er auglýst með vísan til 25. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og verður hún til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með 4. apríl til og með 2. maí 2001. Þeir sem vilja gera athugasemdir við tillöguna skula gera það með skriflegum hætti fyrir kl. 16 miðvikudaginn 16. maí 2001. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillög- una fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Sveitarstjóri. Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að stækkun Vesturbakka í Fiskihöfn, Akur- eyri, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á um- hverfisáhrifum. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofn- unar: http://www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 2. maí 2001. Skipulagsstofnun. TILBOÐ / ÚTBOÐ Akureyrarbær Útboð Eignarhaldsfélagið Rangárvellir ehf. óskar eftir tilboðum í að byggja tvö 811 fm iðnaðar- og geymsluhús á Rangárvöllum, Akureyri. Einnig er óskað eftir tilboðum í að innrétta starfs- mannaaðstöðu og lager í 540 fm húsnæði. Útboðsgögn verða afhent á Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf., Kaupangi við Mýrarveg gegn 20.000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á Rangárvöllum mánu- daginn 23. apríl 2001 kl. 11:00. Eignarhaldsfélagið Rangárvellir ehf. Rif á byggingum Fyrir hönd Eimskips er hér með óskað eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rif á hluta af einni vörugeymslu félagsins í Sundahöfn í Reykjavík. Byggingin er með staðsteyptum útveggjum og súlum. Þak er úr forsteyptum einingum, rifjaplötur á strengjasteypubitum, klætt að ofan með báruáli. Grunnflatarmál þess, sem rifið er, er um 3.500 m². Verkið skal unnið í maí nk. Áhugasamir aðilar leggi inn nafn og helstu upplýsingar, sem að gagni kunna að koma, til VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, netfang : vso@vso.is, fyrir kl. 16.00 10. apríl nk. Gögn skulu merkt: EIMSKIP - rif á bygging- um. Áformað er að velja 3 - 4 úr hópi áhuga- samra aðila til að gera tilboð í verkið. TILKYNNINGAR STYRKIR R A Ð A U G L Ý S I N G A R Íbúðalánasjóður auglýsir hér með til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði skv. heimild í lögum nr. 44/1998. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Við mat á verkefnum sem berast verður haft að leiðarljósi að þau stuðli að: ● Framþóun í byggingariðnaði og/eða tengd- um atvinnugreinum. ● Aukinni framleiðni í byggingarstarfsemi. ● Lækkandi byggingarkostnaði. ● Betri húsakosti. ● Aukinni þekkingu á húsnæðis- og byggingar- málum. ● Tryggari og betri veðum fyrir fasteignaveð- lán. ● Almennum framförum við íbúðarbyggingar, bæði í hönnun, framkvæmdum og rekstri. ● Umhverfisvænu húsnæði og skipulagi. ● Endurbótum á eldra húsnæði. Athugið: Ekki verða veitt lán eða styrkir til verkefna, sem miða að innflutningi eða sölu á erlendum bygg- ingarvörum, né heldur sölu á byggingarvarn- ingi hérlendis. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Íbúða- lánasjóðs og jafnframt á heimasíðu sjóðsins www.ils.is. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Helgu á Þjónustusviði Íbúðalánasjóðs, Borgar- túni 21, í síma 569 6986. Umsóknarfrestur er til 14. maí 2001.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.