Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 51 Nú getur þú tryggt þér vorferðina til Costa del Sol þann 24. apríl í 2 vikur á hreint ótrúlegum kjörum, en við bjóðum nú aukasæti í þessa vinsælu ferð, þar sem þú getur notið besta veðurfars í Evrópu og kynnisferða til fegurstu borga Andalúsíu. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför látum við þig vita hvar þú gistir. Og meðan á dvölin- ni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Besta veðurfarið Síðustu sætin Vorsprengja Heimsferða til Costa del Sol 24. apríl frá kr. 39.885 Verð kr. 39.885 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára. Verð kr. 49.930 M.v. 2 í íbúð/studio, 2 vikur, 24. apríl, flug, gisting og skattar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is VEGNA umfjöllunar fjölmiðla í tilefni af málshöfðum SÍB á hendur ríkinu vegna réttindamissis þeirra starfsmanna Byggða- stofnunar í Reykjavík sem ekki hlýddu tilskip- un iðnaðarráðherra og fluttu til Sauðárkróks er rétt að eftirfarandi komi fram. Skömmu eftir að iðn- aðarráðherra ákvað að flytja Byggðastofnun frá Reykjavík til Sauð- árkróks, í júlí sl., var starfsmönnum stofnun- arinnar tilkynnt að sam- kvæmt skilningi iðnaðarráðuneytis væru þeir skyldugir til að flytja með störfum sínum til Sauðárkróks og fengu þeir 30 daga til að ákveða sig. Synjun eða ekkert svar jafngilti upp- sögn af hálfu starfsmannsins og þar með missi allra áunninna réttinda svo sem lífeyrisréttinda, en margir starfsmenn áttu stutt í eftirlaunaald- ur. Af hálfu SÍB var þessu mótmælt sem algjörri lögleysu og talið að lokun skrifstofu Byggðastofnunar í Reykja- vík jafngilti niðurlagningu starfa en þar með áttu starfsmenn eftir atvik- um rétt á biðlaunum og rétt til áfram- haldandi aðildar að lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Ef stjórnvald skyldaði hins vegar starfsmann til að flytja með starfi sínu til Sauðárkróks ætti hann val samkvæmt 4. mgr. 20. gr. Stjórnarskrár Íslands, það er að fara á eftirlaun í stað þess að flytja. Þegar þróunarsvið Byggðastofnunar var flutt til Sauðárkróks ár- ið 1998 var samþykkt að greiða þeim starfs- mönnum sem áttu hlut að máli biðlaun. Á þeim tíma heyrði Byggða- stofnun undir forsætis- ráðherra en frá 1. janú- ar 2000 heyrði stofnunin undir iðnað- arráðherra. Er Jafn- réttistofa var flutt á síð- asta ári frá Reykjavík til Akureyrar voru eðli- lega greidd biðlaun. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir SÍB til að ná samingum um viðeigandi starfslok starfsmanna náðist enginn árangur og þeim starfsmönnum sem ekki hlýddu skipun ráðherra um að flytja til Sauðárkróks var sagt upp án nokk- urra bóta. Skilaboðin til starfsmanna voru skýr, flyttu eða farðu. Aðaldómkrafa SÍB lýtur að því að fá viðurkenndan eftirlaunarétt sam- kvæmt 4. mgr. 20. gr. Stjórnarskrár- innar. Árið 1995 komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að rúm- lega fimmtugur lögreglumaður, sem fluttur var á milli umdæma á höfuð- borgarsvæðinu, ætti þennan valrétt. Þegar umboðsmaður Alþingis innti eftir því á árinu 1998 hver lyktir máls lögreglumannsins hefðu orðið var honum tjáð að ríkisstjórnin hefði ákveðið að þeir embættismenn sem sættu flutningi gætu valið um að í stað flutnings ættu þeir rétt á að fara á eftirlaun eins og þeir væru orðnir sjötugir. Vitað er að einn maður, fyrr- um sýslumaður á Akranesi, fór á eft- irlaun samkvæmt þessari reglu, 57 ára að aldri, en hann átti að flytja frá Akranesi til Hólmavíkur eins og frægt varð. Umræddur valréttur samkvæmt 4. mgr. 20. gr. Stjórnarskrárinnar kom upphaflega inn í dönsku stjórnar- skrána árið 1849 þegar einveldi danska konungins var að hluta aflétt. Valréttur samkvæmt stjórnarskrár- ákvæðinu var til verndar embættis- manninum gegn geðþóttaákvörðun- um og ofríki konungs og um leið var hann til að tryggja festu í stjórnsýslu. Þegar Íslendingar fengu stjórnar- skrá árið 1874 var ákvæði þetta tekið upp í hana og hefur verið þar síðan. Þegar litið er til hins ríka eftirlauna- réttar sem ákvæðið mælir fyrir um er raunverulega þýðing stjórnarskrár- ákvæðisins í reynd að við eðlilegar að- stæður eru opinberir starfsmenn ekki fluttir til nema með þeirra samþykki. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að stjórnvald hafi möguleika á að færa til ríkisstarfsmenn án þess að þurfa að nýráða þá, en hinn stjórnarskrár- bundni valréttur kemur hins vegar í veg fyrir nauðungarflutning þeirra. Þar sem iðnaðarráðherra kaus að láta málið fara í þann farveg að flytja störf til Sauðárkróks og gera starfs- manninum skylt að flytja með starfi sínu á starfsmaðurinn rétt á að fara á eftirlaun, samkvæmt 150 ára gömlu stjórnarskrárákvæði sem er í sam- ræmi við þau grundvallarmannrétt- indi í lýðræðisríkjum að stjórnvöld ráðskast ekki með heimili einstak- linga eða ákveða búsetu þeirra heldur þeir sjálfir. Hvar ætli það þekkist nema í einræðisríki að stjórnvöld skyldi tiltekinn einstakling til búferla- flutnings að viðlögðum missi veiga- mikilla réttinda, réttinda sem ein- staklingurinn hefur kannski verið að vinna sér inn alla sína starfsævi? Það þarf ekki mikla speki til að sjá að málatilbúnaður ráðuneytisins er út í hött en það sem er þó alvarlegast er aðförin að heimili viðkomandi starfs- manns. Menn skulu muna að starfs- maðurinn er ekki einn, hann á líka fjölskyldu þar sem maki hans þarf einnig að vinna til að sjá fjölskyldunni farborða. Því getur hann ekki einn tekið ákvörðun um að flytja. Það er ekki svo að maki og börn fylgi starfs- manninnum hvert á land sem er bara eftir geðþóttaákvörðun atvinnurek- andans, í þessu tilfelli ríkisins. Ég er hér einungis að fjalla um réttarstöðu starfsmanna Byggða- stofnunar, en ekki hvort stofnunin eigi að vera í Reykjavík eða á Sauð- árkróki. Það er ákvörðun ráðherra. Nauðungarflutningur á starfsmönnum Byggðastofnunar Friðbert Traustason Flutningar Hvar ætli það þekkist nema í einræðisríki, spyr Friðbert Trausta- son, að stjórnvöld skyldi tiltekinn einstakling til búferlaflutnings að við- lögðum missi veigamik- illa réttinda. Höfundur er formaður Sambands íslenskra bankamanna (SÍB). STÚDENTAR við Háskóla Ís- lands eru mjög áhyggjufullir vegna yfirvofandi verkfalls Félags háskóla- kennara. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um boðun verkfalls sem stæði frá 2.–16. maí. Ljóst er að verkfall af þessu tagi lamar alla starf- semi skólans og kem- ur illa niður á stúdent- um enda er það á próftíma þúsunda stúdenta. Þetta yrði í fyrsta skiptið sem nær allt starfsfólk skólans færi í verkfall og því er mikil óvissa um hvern- ig háskólayfirvöld bregðast við og hversu víðtækar afleiðingar þetta hefur í för með sér fyrir stúdenta. Ef til verkfalls kemur þarf augljóslega að fresta prófum eða jafnvel fella þau alfarið niður, útskrift myndi sömuleiðis seinka og ekki ligg- ur fyrir hvernig námslán yrðu af- greidd. Þetta kemur stúdentum mjög illa og því hefur Stúdentaráð lagt mikla áherslu á að samningsaðilar leiti allra leiða til að ná samkomulagi áður en til verkfalls þarf að koma. Stúdentaráð grípur til aðgerða Í lok febrúar slitnaði upp úr við- ræðum Félags háskólakennara og ríkisins. Um miðjan mars var deil- unni svo vísað til ríkissáttasemjara og um svipað leyti ákvað félagið að ganga til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Undirritaður fundaði strax með fulltrúum kennara og á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Stúdentaráðs var einróma samþykkt ályktun þar sem lýst var áhyggjum yfir stöðunni og samningsaðilar hvattir til að gera allt í sínu valdi til að ná samkomulagi og koma í veg fyrir verkfall. Fulltrúi stúdenta í kennslunefnd Háskólans tók málið upp á fundi nefndarinnar og þar kom skýrlega í ljós að háskólayfirvöld hafa ekki gert áætlun um hvernig bregðast skuli við ef til verkfalls kemur. Í ljósi þessa sendu forystumenn Stúdentaráðs rektor formlegt erindi þar sem farið var fram á að há- skólayfirvöld gefi skýr svör um hvernig fram- kvæmd prófa eigi að vera komi til verkfalls kenn- ara á próftíma. Það er ótækt að þúsundir stúd- enta bíði í óvissu og viti ekki hvort og hvenær próf verða. Óvissa um afgreiðslu námslána Fulltrúi stúdenta í stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna lagði til á fundi stjórnar LÍN að skipaður yrði starfshópur til að leggja fram tillögur um hvernig af- greiðsla námslána fer fram ef til verk- falls kemur. Námslán eru venjulega ekki greidd út fyrr en námsárangur liggur fyrir og því getur seinkun prófa vegna verkfalls komið sér afar illa fyrir námsmenn. Stúdentar geta margir hverjir ekki beðið fram á mitt sumar eftir námslánunum og því er mikilvægt að fá á hreint hvernig af- greiðsla námslána fer fram komi til verkfalls. Virkt upplýsingaflæði til stúdenta Stúdentar eru mjög órólegir vegna yfirvofandi verkfalls og biðja um skýr svör. Stúdentaráð hefur lagt áherslu á að koma upplýsingum greiðlega til stúdenta og birtir t.d. daglegar verk- fallsfréttir á heimasíðu sinni student- .is. Á mánudag verður svo fundur með formönnum allra nemendafélaga þar sem farið verður vandlega yfir stöðuna í kjaraviðræðunum. Loks munu Stúdentaráð og Félag háskóla- kennara halda sameiginlegan hádeg- isfund fimmtudaginn 5. apríl í Há- skólabíói en þá ætti niðurstaðan í atkvæðagreiðslunni um boðun verk- falls að liggja fyrir. Ég hvet stúdenta til að fjölmenna á fundinn og fylgjast vel með verkfallsfréttum á student.is. Krafa stúdenta er skýr Nú eru aðeins örfáar vikur þangað til að próf eiga að hefjast. Stúdentar eru önnum kafnir við próflestur, nokkur hundruð þeirra eru að und- irbúa útskrift og flestir hafa þegar ráðið sig í sumarvinnu. Fréttir um verkfall kennara komu flestum stúd- entum verulega á óvart og um fátt annað er rætt á göngum skólans. Stúdentar geta vart hugsað þá hugs- un til enda að til verkfalls komi og öll plön þeirra fari út um þúfur. Stúd- entar vilja að sjálfsögðu að kennarar við Háskóla Íslands hljóti mannsæm- andi laun í samræmi við menntun og ábyrgð í starfi og það er miður að nauðsynlegt sé að grípa til verkfalls- réttarins til að tryggja það. Fyrir hönd stúdenta við Háskóla Íslands heiti ég á samningsaðila að ná sáttum og koma í veg fyrir afdrifaríkt verk- fall. Stúdentar áhyggjufullir vegna verkfalls kennara Þorvarður Tjörvi Ólafsson Kennaraverkfall Fyrir hönd stúdenta við Háskóla Íslands, segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, heiti ég á samningsaðila að ná sáttum og koma í veg fyrir afdrifaríkt verkfall. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Tvíbreiðar sængur og sængurverasett Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Njálsgötu 86, s. 552 0978 Sængur og koddar í úrvali
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.