Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 66

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 66
KIRKJUSTARF 66 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ skrefi framar oroblu@sokkar.is www.sokkar.is Kynning í Hringbrautarapóteki í dag þriðjudag 3. apríl frá kl.14-18. 20% fermingartilboð á öllum OROBLU sokkabuxum Tilboðið gildir einnig í Borgarapóteki. Hringbrautarapótek, Hringbraut 119, sími 511 5070 Borgarapótek Álftamýri 1-3, sími 585 7700 Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í neðri safnaðarsal kl. 10–14 í umsjá Þórönnu Þórarinsdóttur. Skemmtiganga kl. 10.30. Júlíana Tyrfingsdóttir leiðir gönguhópinn. Bæna- og fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna. Léttur hádegis- verður á vægu verði eftir stundina. Samvera foreldraungra barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. Tólf spora hóparnir hittast kl. 19 í neðri safn- aðarsal. Dómkirkjan. Föstumessa kl. 20.30. Altarisganga. Sr. Jakob Ág. Hjálm- arsson. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritning- arlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Æfing barna- kórs kl. 17–19. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Passíusálmalestur kl. 12.15. Háteigskirkja. Fundur í æskulýðs- félaginu Vináttu kl. 20. Páskasam- vera. Fundur í Kvenfélagi Háteigs- kirkju kl. 20. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Endurminningafundur karla í Guð- brandsstofu kl. 14–15.30. Nærhópur um úrvinnslu sorgar kl. 20. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Hirðisbréf herra Karls Sigurbjörns- sonar biskups til umfjöllunar. Allir velkomnir. Gengið inn um dyr á austurgafli. Þriðjudagur með Þor- valdi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunn- arssonar. Sr. Bjarni Karlsson flytur guðsorð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjón bænahóps kirkj- unnar. Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30– 18. Stjórnandi: Inga J. Backman. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Fræðsla: Tónlist fyrir ung börn og foreldra. Ólöf María Ingólfs- dóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Verið öll hjartanlega velkomin. Fríkirkjan í Reykjavík. Bænastund í kapellunni í safnaðarheimilinu 2. hæð kl. 12. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552- 7270 og fá bænarefnin skráð. Safn- aðarprestur leiðir bænastundirnar. Að bænastund lokinni gefst fólki tækifæri til að setjast niður og spjalla. Allir eru hjartanlega vel- komnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10–12. Páska- föndur. Hittumst, kynnumst, fræð- umst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr- aðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.20. Sam- vera, léttur málsverður, kaffi. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digra- neskirkju fyrir stúlkur (10–12 ára) kl. 17.30. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stundir kl. 10–12. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitt- hvað gott með kaffinu. Kirkjukrakk- ar í Rimaskóla kl. 18–19 fyrir börn á aldrinum 7–9 ára. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Foreldramorgnar. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára börn. Vídalínskirkja. Helgistund í tengslum við félagsstarf aldraðra kl. 16. Starf fyrir stúlkur 10–12 ára í samstarfi við KFUK kl. 17.30 í safn- aðarheimilinu. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorg- unn í safnaðarheimili Þverholti 3, 3. hæð, kl. 10–12. Fundur hjá kirkju- krökkum kl. 17.15–18.15. Safnaðar- heimilið opnað kl. 17. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur op- inn kl. 13–16 með aðgengi í kirkjunni og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Gengið inn frá Kirkjuteig. Starfsfólk kirkjunnar verður á sama tíma í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT-starf, tíu til tólf ára, alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Útskálakirkja. Safnaðarheimilið Sæborg. NTT-starf (9–12 ára) er hvern þriðjudag í vetur kl. 17. Allir krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta. Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið Sandgerði. NTT-starf (9–12 ára) er hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í safn- aðarheimilinu. Allir krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 KKK, Kirkjuprakkarar, 7–9 ára. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum. Lífshlaupið 2001. Kristniboðsvika. Samkoma kl. 20.30 á Háaleitisbraut 58. Nýtt líf. Skúli Svavarsson fjallar um efnið. Einnig heyrist rödd frá Eþíópíu. Valgerður Gísladóttir fjallar um efnið „Að fræðast í Afríku, siðir og vandi Afríkukvenna“. Allir velkomnir. Fíladelfía. Samvera eldri borgara kl. 15. Allir velkomnir. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Morgunblaðið/Arnaldur Árbæjarkirkja SVEITIR Þriggja frakka, La Café, Skeljungs, Jacqui McGreal, Ferðaskrifstofu Vesturlands, Tryggingamiðstöðvarinnar, Subaru, Boga Sigurbjörnssonar, Herðis og SPRON unnu sér rétt til þátttöku í 10 sveita úrslitakeppni um Íslands- meistaratitilinn sem fram fer nú um bænadagana. Keppnin um helgina var skemmtileg og hörkuspennandi í nokkrum riðlanna en spilað var í fimm riðlum. Um miðbik mótsins leit út fyrir að um mikla uppstokkun yrði að ræða í úrslitakeppninni en „gömlu brýnin“ skiluðu sér flest í höfn í lokaumferðunum eftir feiknarleg átök. Mikla athygli vakti frábær út- koma sveitar Þriggja frakka sem skiluðu nær fullu húsi, fengu 174 stig af 175 stigum mögulegum sem er hreint ótrúlegur árangur og hefir aldrei náðst áður í undankeppninni. Það verður gaman að fylgjast með þeim félögum í úrslitunum enda þótt sagan segi að þær sveitir sem spila best í undanúrslitum eigi ekki möguleika í úrslitunum þá leyfi ég mér að spá þeim verðlaunasæti. Ef litið er yfir lokastöðuna í riðl- unum og byrjað er á A-riðli en þar spilaði sveit Þriggja frakka og varð langefst eins og áður sagði. Keppn- in um annað sætið var milli sveita La Café og Þróunar. Báðar sveit- irnar fengu 122 stig en Þróun tapaði innbyrðisleiknum 14-16 og sat því eftir. Sveit Frímanns Stefánssonar varð svo í 4. sæti með 101 stig. Í B-riðli byrjaði sveit Jacqui McGreal mjög vel og vann sveit Skeljungs í fyrstu umferðinni. Leið Skeljungs var öll uppávið eftir þetta. Þeir unnu þrjá leiki með mesta mun og gerðu tvö jafntefli og sigruðu í riðlinum með 140 stigum. Sveit Jacqui fékk 132 stig en síðan komu sveitir Sigfúsar Þórðarsonar með 112 stig og sveit Málningar einnig með 112 stig. Í C-riðli var búist við skemmti- legri baráttu fyrirfram sem og varð raunin. Flugleiðir Frakt byrjaði á því í fyrstu umferð að leggja Ferða- skrifstofu Vesturlands 21-9 í fyrsta leik en fyrirfram var búist við því að Ferðaskrifstofan yrði á lygnum sjó í riðlinum. Þar með var tónninn gef- inn. Sveit Tryggingamiðstöðvarinn- ar vildi vera með í slagnum og leiddi riðilinn framanaf og Suðurnesja- menn í Sparisjóðnum í Keflavík voru einnig inni í myndinni. Ferðaskrifstofa Vesturlands átti besta lokasprettinn og vann riðilinn örugglega með 141 stigi. Trygginga- miðstöðin og Flugleiðir Frakt urðu jafnar með 127 stig en eins og í A-riðlinum hafði Tryggingamiðstöð- in unnið innbyrðis viðureignina 16- 14 og spilar þar með í úrslitunum. Sparisjóðurinn sat einnig eftir með 120 stig. Í D-riðlunum vann Subarusveitin alla leiki sína nokkuð örugglega og fékk fyrir það 157 stig. Sveit Boga Sigurbjörnssonar frá Siglufirði náði þar öðru sætinu nokkuð sannfær- andi, hlaut 133 stig. Sveit Roche varð þriðja með 119 stig og Bún- aðarbankinn Hellu fékk 100 stig. Í E-riðli leit lengi út fyrir að „sterkustu“ sveitirnar yrðu að sitja heima. Þar hófst darraðardansinn strax í fyrstu umferð þegar aust- firðingarnir í sveit Herðis skelltu sveit SPRON með 24-6. Lengst af leit út fyrir að SPRON ætlaði ekki að ná sér en reynslan tryggði þeim annað sætið í riðlinum í lokaumferð- unum. Sveitir Herðis hélt aftur á móti sínu striki allt mótið og vann riðilinn með 131 stigi þrátt fyrir 5 stiga sekt. Slökkvitækjaþjónusta Austurlands var með 118 stig en SPRON með 121. Sveit Glerborgar var svo í fjórða sæti með 111 stig. Mótið var að venju friðsælt í styrkri stjórn keppnisstjórans Sveins Rúnars Eiríkssonar og Stef- aníu Skarphéðinsdóttur mótsstjóra. Sterkustu sveitirnar skil- uðu sér á lokasprettinum BRIDS B r i d s h ö l l i n Þ ö n g l a b a k k a UNDANKEPPNI ÍSLANDSMÓTSINS Fjörutíu þátttökusveitir – 30. marz–1. apríl Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Frá undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem spiluð var um helgina. Bjarni Einarsson og Sigurjón Tryggvason spila gegn Ólafi Steinasyni og Sigfinni Snorrasyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.