Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 66
KIRKJUSTARF 66 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ skrefi framar oroblu@sokkar.is www.sokkar.is Kynning í Hringbrautarapóteki í dag þriðjudag 3. apríl frá kl.14-18. 20% fermingartilboð á öllum OROBLU sokkabuxum Tilboðið gildir einnig í Borgarapóteki. Hringbrautarapótek, Hringbraut 119, sími 511 5070 Borgarapótek Álftamýri 1-3, sími 585 7700 Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í neðri safnaðarsal kl. 10–14 í umsjá Þórönnu Þórarinsdóttur. Skemmtiganga kl. 10.30. Júlíana Tyrfingsdóttir leiðir gönguhópinn. Bæna- og fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna. Léttur hádegis- verður á vægu verði eftir stundina. Samvera foreldraungra barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. Tólf spora hóparnir hittast kl. 19 í neðri safn- aðarsal. Dómkirkjan. Föstumessa kl. 20.30. Altarisganga. Sr. Jakob Ág. Hjálm- arsson. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritning- arlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Æfing barna- kórs kl. 17–19. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Passíusálmalestur kl. 12.15. Háteigskirkja. Fundur í æskulýðs- félaginu Vináttu kl. 20. Páskasam- vera. Fundur í Kvenfélagi Háteigs- kirkju kl. 20. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Endurminningafundur karla í Guð- brandsstofu kl. 14–15.30. Nærhópur um úrvinnslu sorgar kl. 20. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Hirðisbréf herra Karls Sigurbjörns- sonar biskups til umfjöllunar. Allir velkomnir. Gengið inn um dyr á austurgafli. Þriðjudagur með Þor- valdi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunn- arssonar. Sr. Bjarni Karlsson flytur guðsorð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjón bænahóps kirkj- unnar. Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30– 18. Stjórnandi: Inga J. Backman. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Fræðsla: Tónlist fyrir ung börn og foreldra. Ólöf María Ingólfs- dóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Verið öll hjartanlega velkomin. Fríkirkjan í Reykjavík. Bænastund í kapellunni í safnaðarheimilinu 2. hæð kl. 12. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552- 7270 og fá bænarefnin skráð. Safn- aðarprestur leiðir bænastundirnar. Að bænastund lokinni gefst fólki tækifæri til að setjast niður og spjalla. Allir eru hjartanlega vel- komnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10–12. Páska- föndur. Hittumst, kynnumst, fræð- umst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr- aðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.20. Sam- vera, léttur málsverður, kaffi. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digra- neskirkju fyrir stúlkur (10–12 ára) kl. 17.30. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stundir kl. 10–12. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitt- hvað gott með kaffinu. Kirkjukrakk- ar í Rimaskóla kl. 18–19 fyrir börn á aldrinum 7–9 ára. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Foreldramorgnar. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára börn. Vídalínskirkja. Helgistund í tengslum við félagsstarf aldraðra kl. 16. Starf fyrir stúlkur 10–12 ára í samstarfi við KFUK kl. 17.30 í safn- aðarheimilinu. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorg- unn í safnaðarheimili Þverholti 3, 3. hæð, kl. 10–12. Fundur hjá kirkju- krökkum kl. 17.15–18.15. Safnaðar- heimilið opnað kl. 17. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur op- inn kl. 13–16 með aðgengi í kirkjunni og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Gengið inn frá Kirkjuteig. Starfsfólk kirkjunnar verður á sama tíma í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT-starf, tíu til tólf ára, alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Útskálakirkja. Safnaðarheimilið Sæborg. NTT-starf (9–12 ára) er hvern þriðjudag í vetur kl. 17. Allir krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta. Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið Sandgerði. NTT-starf (9–12 ára) er hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í safn- aðarheimilinu. Allir krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 KKK, Kirkjuprakkarar, 7–9 ára. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum. Lífshlaupið 2001. Kristniboðsvika. Samkoma kl. 20.30 á Háaleitisbraut 58. Nýtt líf. Skúli Svavarsson fjallar um efnið. Einnig heyrist rödd frá Eþíópíu. Valgerður Gísladóttir fjallar um efnið „Að fræðast í Afríku, siðir og vandi Afríkukvenna“. Allir velkomnir. Fíladelfía. Samvera eldri borgara kl. 15. Allir velkomnir. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Morgunblaðið/Arnaldur Árbæjarkirkja SVEITIR Þriggja frakka, La Café, Skeljungs, Jacqui McGreal, Ferðaskrifstofu Vesturlands, Tryggingamiðstöðvarinnar, Subaru, Boga Sigurbjörnssonar, Herðis og SPRON unnu sér rétt til þátttöku í 10 sveita úrslitakeppni um Íslands- meistaratitilinn sem fram fer nú um bænadagana. Keppnin um helgina var skemmtileg og hörkuspennandi í nokkrum riðlanna en spilað var í fimm riðlum. Um miðbik mótsins leit út fyrir að um mikla uppstokkun yrði að ræða í úrslitakeppninni en „gömlu brýnin“ skiluðu sér flest í höfn í lokaumferðunum eftir feiknarleg átök. Mikla athygli vakti frábær út- koma sveitar Þriggja frakka sem skiluðu nær fullu húsi, fengu 174 stig af 175 stigum mögulegum sem er hreint ótrúlegur árangur og hefir aldrei náðst áður í undankeppninni. Það verður gaman að fylgjast með þeim félögum í úrslitunum enda þótt sagan segi að þær sveitir sem spila best í undanúrslitum eigi ekki möguleika í úrslitunum þá leyfi ég mér að spá þeim verðlaunasæti. Ef litið er yfir lokastöðuna í riðl- unum og byrjað er á A-riðli en þar spilaði sveit Þriggja frakka og varð langefst eins og áður sagði. Keppn- in um annað sætið var milli sveita La Café og Þróunar. Báðar sveit- irnar fengu 122 stig en Þróun tapaði innbyrðisleiknum 14-16 og sat því eftir. Sveit Frímanns Stefánssonar varð svo í 4. sæti með 101 stig. Í B-riðli byrjaði sveit Jacqui McGreal mjög vel og vann sveit Skeljungs í fyrstu umferðinni. Leið Skeljungs var öll uppávið eftir þetta. Þeir unnu þrjá leiki með mesta mun og gerðu tvö jafntefli og sigruðu í riðlinum með 140 stigum. Sveit Jacqui fékk 132 stig en síðan komu sveitir Sigfúsar Þórðarsonar með 112 stig og sveit Málningar einnig með 112 stig. Í C-riðli var búist við skemmti- legri baráttu fyrirfram sem og varð raunin. Flugleiðir Frakt byrjaði á því í fyrstu umferð að leggja Ferða- skrifstofu Vesturlands 21-9 í fyrsta leik en fyrirfram var búist við því að Ferðaskrifstofan yrði á lygnum sjó í riðlinum. Þar með var tónninn gef- inn. Sveit Tryggingamiðstöðvarinn- ar vildi vera með í slagnum og leiddi riðilinn framanaf og Suðurnesja- menn í Sparisjóðnum í Keflavík voru einnig inni í myndinni. Ferðaskrifstofa Vesturlands átti besta lokasprettinn og vann riðilinn örugglega með 141 stigi. Trygginga- miðstöðin og Flugleiðir Frakt urðu jafnar með 127 stig en eins og í A-riðlinum hafði Tryggingamiðstöð- in unnið innbyrðis viðureignina 16- 14 og spilar þar með í úrslitunum. Sparisjóðurinn sat einnig eftir með 120 stig. Í D-riðlunum vann Subarusveitin alla leiki sína nokkuð örugglega og fékk fyrir það 157 stig. Sveit Boga Sigurbjörnssonar frá Siglufirði náði þar öðru sætinu nokkuð sannfær- andi, hlaut 133 stig. Sveit Roche varð þriðja með 119 stig og Bún- aðarbankinn Hellu fékk 100 stig. Í E-riðli leit lengi út fyrir að „sterkustu“ sveitirnar yrðu að sitja heima. Þar hófst darraðardansinn strax í fyrstu umferð þegar aust- firðingarnir í sveit Herðis skelltu sveit SPRON með 24-6. Lengst af leit út fyrir að SPRON ætlaði ekki að ná sér en reynslan tryggði þeim annað sætið í riðlinum í lokaumferð- unum. Sveitir Herðis hélt aftur á móti sínu striki allt mótið og vann riðilinn með 131 stigi þrátt fyrir 5 stiga sekt. Slökkvitækjaþjónusta Austurlands var með 118 stig en SPRON með 121. Sveit Glerborgar var svo í fjórða sæti með 111 stig. Mótið var að venju friðsælt í styrkri stjórn keppnisstjórans Sveins Rúnars Eiríkssonar og Stef- aníu Skarphéðinsdóttur mótsstjóra. Sterkustu sveitirnar skil- uðu sér á lokasprettinum BRIDS B r i d s h ö l l i n Þ ö n g l a b a k k a UNDANKEPPNI ÍSLANDSMÓTSINS Fjörutíu þátttökusveitir – 30. marz–1. apríl Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Frá undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem spiluð var um helgina. Bjarni Einarsson og Sigurjón Tryggvason spila gegn Ólafi Steinasyni og Sigfinni Snorrasyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.