Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Borgar túni 37 Sími 569 7700 Reiknaðu með Fjármögnun STOFNMÆLING botnfiska á Ís- landsmiðum, svokallað togararall, fór fram í 17. sinn fyrir skömmu. Aldursgreining fiska og úrvinnsla gagna er skammt á veg komin en þó liggur fyrir að minna er af þorski en í fyrra. Hina vegar er holdafar þorsksins almennt ágætt enda virð- ist hann hafa nóg af æti. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að þó heildarvísitala þorsks sé enn lág séu þrír til fjórir árgangar í farvatninu sem séu væntanlega meðalárgangar að stærð og það sé jákvætt. Fyrir tæpu ári voru vísbendingar um að stóri fiskurinn skilaði sér lakar en gert hafði verið ráð fyrir og nú hefði fengist staðfesting á því. Hins vegar ætti eftir að huga að ýmsu áður en dæmið yrði gert upp og ráðgjöfin gefin út í júní. Að sögn Jóhanns benda niðurstöð- urnar til að menn hafi síst verið of bjartsýnir í fyrra. Samt sem áður væri ástæða til að benda á að mjög sérstök hitaskilyrði væru við landið og hlýi sjórinn næði óvenjulangt austur og suður fyrir land, en þessi hlýju skilyrði hefðu örugglega áhrif á útbreiðsluna. Eins virtist holdafar þorsksins vera gott víðast hvar og uppvaxandi árgangar, sem eru með- alstórir, ættu því að hafa alla mögu- leika til að vaxa og dafna með því að halda veiðunum í skefjum. Minna finnst af þorski í togararalli en í fyrra Holdafar þorsks- ins almennt ágætt  Minna af þorski/28 Morgunblaðið/Ásdís ÞJÓÐMINJASAFN Íslands mun í sumar einungis standa að einni stórri fornleifarannsókn í stað tveggja til fjögurra, vegna anna við úrvinnslu gagna úr öðrum rannsóknum á vegum safnsins. Að sögn Guðmundar Ólafssonar, deildarstjóra fornleifadeildar, er því ætlunin að verja kröftum í að vinna úr gögnum sem beðið hafa úrvinnslu undanfarin ár. Rannsóknin sem um ræðir í sumar er framhald rannsóknar sem fram hefur farið í Reykholti í Borgarfirði undanfarin ár undir stjórn Guðrúnar Sveinbjarnardótt- ur fornleifafræðings. Búið er að grafa upp jarðgöngin frá Snorra- laug og bæjarhólinn þangað sem göngin lágu, og í sumar verður haldið áfram rannsóknum á bæj- arhólnum. Meðal annarra verkefna á veg- um Þjóðminjasafns í sumar má nefna merkingar á friðlýstum minjum víðs vegar um landið. Alls er um að ræða um 700 staði sem á að merkja á næstu árum og gert er ráð fyrir að merkja allt að þriðjung staðanna á ári. Þetta verkefni er unnið með styrk frá Landsvirkjun og er eitt margra verkefna sem 50 milljóna króna samstarfssamningur milli Þjóð- minjasafnsins og Landsvirkjunar felur í sér. Þjóðminjasafnið Aðeins ein fornleifa- rannsókn í sumar ÁHRIFA sjómannaverkfallsins, sem hófst á sunnudagskvöld, mun fyrst gæta hjá fyrirtækjum í ferskfiskút- flutningi enda viðbúið að verulega dragi úr framboði á fiski. Auk þess er hætta á að markaðsstaða þessara fyrirtækja kunni að skaðast. Dragist verkfallið á langinn mun það einnig hafa áhrif á þorskveiðar en stærsti hluti vertíðarbátaflotans hefur stöðvast í verkfallinu. Árleg friðun hrygningarþorsks, hið svokallaða hrygningarstopp, átti að hefjast á sunnudag og standa fram til 15. apríl nk. en nú er útlit fyrir að ekki verði af hrygningarstoppinu á þessu ári enda er litið svo á að í verkfallinu fel- ist nægileg friðun.Verkfallið mun því ekki hafa teljandi áhrif á þorskveiðar svo fremi sem það dragist ekki mjög á langinn. Þá hefjast úthafskarfa- veiðar á Reykjaneshrygg jafnan upp úr miðjum aprílmánuði og því getur langt verkfall haft nokkur áhrif á veiðarnar. Ennfremur gæti langt verkfall sett strik í veiðar á norsk- íslensku síldinni en hún veiðist eink- um í maí og fram í júní. Verkfall sjómanna á fiskiskipum hafið á ný Áhrif verða ekki mikil fyrst í stað  Áhrifa/28 BÍLL lenti út af við Sauðárkrók laust fyrir klukkan hálfsjö í gær- kvöld. Slysið var við bæjarmörkin, á Strandvegi, skammt austan við Hegrabraut. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki missti ökumaður vald á bílnum í lausamöl með þeim afleiðingum að bíllinn lenti út af. Fimm manns voru í bílnum, allt piltar fæddir árið 1984. Piltarnir voru allir fluttir á sjúkrahús á Sauðárkróki til að- hlynningar en ekki fengust upplýs- ingar um meiðsl þeirra. Að sögn lögreglu þurfti aðstoð tækjabíls slökkviliðsins við að ná einum úr bílnum. Verið er að rannsaka tildrög slyssins en að sögn lögreglu er talið líklegt að bílnum hafi verið ekið yfir hraðamörkum sem þarna eru 50 km/klst. Bíllinn er ónýtur. Fimm á sjúkrahús eftir útafakstur ÞAÐ getur stundum verið glatt á hjalla á Alþingi, rétt eins og hvar annars staðar. Hér virðist hafa myndast þverpólitísk samstaða um málflutning einhvers þingmannsins milli þeirra Steingríms J. Sigfús- sonar, Einars K. Guðfinnssonar, Drífu Hjartardóttur, Karls V. Matthíassonar og Davíðs Odds- sonar og sýnilega er öllum skemmt. Annir verða hjá þingmönnum í vik- unni en síðan fara þeir í páskafrí. Glatt á hjalla í þinginu  Þingsíða/10 SÆTTIR tókust í gærkvöld í deil- um sem upp komu í kjölfar aðal- fundar Geðhjálpar sem fram fór á laugardaginn. Eydís Sveinbjarnardóttir for- maður félagsins og Kristófer Þor- leifsson, sem kjörinn var formaður af hluta fundarmanna eftir að fundinum hafði verið frestað, hafa komist að samkomulagi um að aðalfundinum verði fram haldið 28. apríl nk. og á honum fari fram kjör stjórnar. Jafnframt varð að samkomulagi að þeir sem eru skráðir félags- menn fram til 24. apríl hafi rétt til þátttöku í aðalfundarstörfum.  Dómsmálaráðuneytið/14 Sættir tókust í Geðhjálp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.