Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 7
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið um MS-sjúkdóminn Ætlað þeim nýgreindu UM ÞESSARmundir stenduryfir í húsi MS- félagsins, Sléttuvegi 5 í Reykjavík, námskeið fyrir fólk sem nýlega hefur greinst með MS-sjúkdóm. Námskeið þetta stendur í átta vikur og hófst 27. mars sl. Margrét Sigurð- ardóttir félagsráðgjafi hefur skipulagt þetta námskeið ásamt félags- ráðgjöfunum Auðbjörgu Ingvarsdóttur og Sigríði J. Guðmundsdóttur. Margrét var spurð um hvað fjallað væri um á þessu námskeiði. „Við ræðum mjög margt sem snýr að sjúk- dómnum og helstu við- fangsefni námskeiðsins eru fræðsla, stuðningur og um- ræður.“ – Hafa orðið umtalsverðar breytingar á meðferð fólks með MS-sjúkdóminn að undanförnu? „Rannsóknir á MS hafa leitt til þróunar meðferðar sem ætlað er að tefja framvindu sjúkdómsins. Nú eru mörgum þessum sjúk- lingum gefin ný lyf. Á sama tíma hafa orðið miklar framfarir í meðhöndlun einkenna svo draga má úr áhrifum þeirra á daglegt líf fólks og þróun fötlunar.“ – Hvers vegna þarf að halda námskeið fyrir þá sem eru ný- greindir með MS-sjúkdóm? „Ástæðan fyrir því er að ný- greindir MS-sjúklingar eru undir gífurlegu álagi fyrst eftir sjúk- dómsgreiningu. Þeir sjá sjúk- dóminn í sinni verstu mynd, að fólk sé mjög líkamlega fatlað og þurfi á hjólastól að halda. Þetta er hins vegar röng mynd. Mikill meirihluti fólks með MS hefur mjög væg einkenni eða lítil. Í Svíþjóð er talið að 80% af þeim sem greinast með MS lifi venju- legu lífi án verulegrar fötlunar. Rannsóknir hér á Íslandi styðja þetta og er jafnvel talað um meira góðkynja form sjúkdóms- ins hér á landi en víða erlendis, ef litið er til sjúklingahópsins alls.“ – Hvað ætlið þið að fjalla um á námskeiðinu, nánar til tekið? „Fagfólk kemur til okkar og fræðir okkur um ýmis atriði. Þetta fagfólk er í fagteymi á veg- um MS-félags Íslands. John Benedikz læknir kemur og svar- ar spurningum. Sama gildir um annað fagfólk, Þuríði Sigurðar- dóttur hjúkrunarfræðing, Elsu Þorvaldsdóttur iðjuþjálfa og Guðlaugu Kristjánsdóttur og Ragnar Friðbjarnarson sjúkra- þjálfara. Þau halda ekki beina fyrirlestra en verða með fræðslu- innlegg. Námskeiðið stendur í átta vikur og þar mun fólk hitta aðra sem eru í sömu sporum og það sjálft og getur rætt málin auk þess sem það fræðist um sjúkdóminn. Það er mikilvægt að fá stuðning á þessu fyrsta skeiði þegar fólk er ný- greint.“ – Hvenær er fólk tibúið að koma á svona námskeið? „Í fyrsta lagi sex mánuðum eftir grein- ingu en algengt er að það komi ekki fyrr en ári eftir greiningu. Eftir að hafa gengið með sjúk- dóminn í um það bil tvö ár telst fólk ekki lengur nýgreint sam- kvæmt okkar skilgreiningu sem höldum þetta námskeið.“ – Er þetta í fyrsta sinn sem svona námskeið er haldið? „Nei, við höfum haldið tvö svona námskeið áður en reyndar er ein breyting núna. Áður voru það eingöngu konur sem sóttu námskeiðin en nú eru karlar með. Skýringin á þessu er m.a. að það greinist aðeins einn karl á móti 2,2 konum, ef svo má segja (þetta er meðaltal).“ – Hvernig er meðferð háttað yfirleitt? „Mjög misjafnt er hvað hentar hverjum og einum. Fólk getur leitað til fagteymis MS-félagsins og fengið ráðgjöf. MS-félagið sinnir nú einnig fólki af lands- byggðinni. Nýlega tók MS-félag- ið á leigu íbúð á Sléttuvegi 9 og er hún ætluð fyrir þennan hóp. Þá getur fólk utan af landi fengið ráðgjöf frá fagteyminu og þjálf- unarmeðferð meðan það dvelur í höfuðborginni.“ – Eru margir á hverju nám- skeiði hjá ykkur? „Við miðum við átta manns og höfum hvern fund í tvær klukku- stundir í senn og eru fundir einu sinni í viku. Mjög mikill áhugi er hjá fagteyminu á að halda helg- arnámskeið fyrir fólk utan af landi með MS-sjúkdóm. Fólk sem hefur áhuga á slíku ætti að snúa sér til MS-félags Íslands í síma 568-8630, til þess að fá upp- lýsingar um þetta atriði. Við hjá MS-félaginu höfum auk þessara námskeiða boðið upp á námskeið fyrir maka fólks með MS-sjúk- dóm. Einnig hef ég tekið þátt í að skipuleggja sjálfshjálparhópa fyrir fólk með MS-sjúkdóm, bæði nokkra í Reykjavík og einn á Ak- ureyri, einnig fór af stað nýlega slíkur hópur á Ísafirði. Með sjálfshjálparhópn- um er í þrjú til fjögur skipti manneskja sem sjálf er með MS-sjúk- dóminn. Hafdís Hann- esdóttir félagsráðgjafi hefur stýrt flestum hópunum. Þess má geta að þegar nám- skeiðinu sem nú stendur yfir lýk- ur er þátttakendum boðið upp á að stofna sjálfshjálparhóp. Í slík- um hópum kemur fólk saman og ræðir sjúkdóminn og hvernig það tekst á við ýmsa erfiðleika, miðl- ar reynslu sinni og fær styrk hvert af öðru.“ Margrét Sigurðardóttir  Margrét Sigurðardóttir fædd- ist í Reykjavík 1945. Hún lauk stúdentsprófi 1982 frá öld- ungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og lauk námi í félags- ráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 1987. Hún hefur starfað á Land- spítalanum í ellefu ár og nú vinn- ur hún á taugalækningadeild á Grensás. Margrét er gift Þóri Haraldssyni flugumferðarstjóra og eiga þau eitt uppkomið barn. Miklar fram- farir hafa orð- ið í meðhöndl- un einkenna Nú getum við sko aldeilis stungið niður penna og ob, ob, obbað á þetta kommapakk. MÁLI Rafmagnsveitu ríkisins gegn manni sem sagður er skulda fyrir- tækinu tæplega 74.000 kr. með dráttarvöxtum hefur verið vísað frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að póstmanni hafi verið falið að birta manninum stefnuna. Í vottorði póstmannsins kemur fram að hann hafi farið á lögheimili mannsins til að birta honum stefn- una. Þar hitti hann fyrir bróður mannsins sem neitaði að taka við stefnunni. Í vottorðinu kemur fram að maðurinn sé fluttur en ekki sé vit- að hvert. Af vottorðinu að dæma virðist póstmaðurinn ekki annað hafa gert til að leitast við að ljúka birtingu. Hann lét hvorki af hendi af- rit stefnunnar né greindi bróður mannsins frá því að stefnubirting færi þar fram án tillits til mótþróa hans og sagði honum ekki frá skyld- um hans í því sambandi. Dómurinn taldi því að ekki hefði farið fram lögmæt birting stefnunn- ar. Málinu var því vísað frá dómi en málskostnaður var felldur niður. Halldór Halldórsson dómsstjóri kvað upp úrskurðinn. Stefna var ekki birt með lögmætum hætti Bótakröfu vísað frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands vestra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.