Morgunblaðið - 05.04.2001, Page 8

Morgunblaðið - 05.04.2001, Page 8
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur hefur dæmt mann, sem rak fyrirtæki er flutti inn vinnuvélar og tæki frá útlöndum en varð gjaldþrota 1993, til að greiða sænsku fyrirtæki rúmlega 5,7 milljónir auk dráttarvaxta. Fjárkröfum vegna fjölda brota, sem hann var sekur fundinn um, var hins vegar vísað frá dómi þar sem þær þóttu óljósar eða vanreifaðar. Auk skaðabótanna verður maðurinn að greiða dráttarvexti af langmestum hluta þeirra, eða rúmlega 5,2 milljónum, í áratug og frá 1998 af 469 þúsundum. Þá var hann dæmdur til að borga 3/4 hluta alls sakarkostnaðar, þar með talin réttargæslu- og málsvarnarlaun til verjanda síns, 195.000 krónur. Manninum var ekki gerð frekari refsing í málinu sem snerist um fjárdrátt, fjársvik, skjalafals og tollsvik. Um var að ræða skjalafals og tollsvik vegna innflutnings á vinnuvélum og vélarhlutum sem hann keypti erlendis á árunum 1991 til 1992 og flutti inn til landsins. Einnig var hann fundinn sekur af því að hafa dregið sér söluandvirði hörpunarvélar sem send var hingað til lands 1989 frá Svíþjóð en ekki mátti selja án sérstaks samþykkis eiganda. Seldi mað- urinn hana 1991 fyrir samtals 5,2 milljónir sem hann ráðstaf- aði í eigin þágu. Varðandi marga ákæruliði þótti héraðsdómi sannað að maðurinn hafi gerst brotlegur við lög með því að framvísa við tollyfirvöld röngum vörureikn- ingum og komist þannig hjá því að greiða um 3,6 milljónir í að- flutningsgjöld af vélum og tækj- um en bótakröfur þóttu vanreif- aðar eða svo óljósar að þeim var vísað frá dómi. Loks þótti sannað að maður- inn hefði hagnýtt sér misskiln- ing starfsmanns skipafélags og svikið út gröfu án þess að borga út eftirstöðvar af kaupverði hennar, 792 þúsund danskar krónur. Skipafélagið var síðar dæmt til að standa skil á þessari fjárhæð en krafa lögmanns þess fyrir dómi um bætur úr hendi mannsins þótti svo óljós að henni var vísað frá dómi. Með ákæruvald í málinu fór efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dæmdur vegna inn- flutnings- svika FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 9 MAÐUR féll í sjóinn milli tveggja skipa í Reykjavíkur- höfn síðdegis á þriðjudag. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík slasaðist maðurinn ekki en var orðinn vel kaldur þegar hann náðist upp úr sjónum. Hann var fluttur á slysadeild Landspítal- ans-háskólasjúkrahúss í Foss- vogi til aðhlynningar. Maðurinn er starfsmaður Reykjavíkurhafnar og var að leggja símalínu við varðskip þegar hann féll í sjóinn, að sögn lögreglunnar. Féll milli skipa alltaf á þriðjudögum Ný silkidress Gallaskyrtur Gallabuxur Bolir og peysur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. á horni Laugavegs og Klapparstígs sími 552 2515 Sígild verslu n Fermingargjöfina færðu hjá okkur Stólatilboðin halda áfram Útsala Handunnin massífur kapteins stóll með leðuráklæði og áletruðu nafni. Tilvalin fermingar- og tækifærisgjöf. Úrval af húsgögnum, ekta pelsum og óvenjulegum gjafavörum og ljósum. - Verið velkomin. Opið virka daga frá kl. 11-18 og laugard. frá kl. 11-16. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Vor Sumar 2001 Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík , sími 562 2862 Ljósakrónur Bókahillur Stólar Íkonar Franskir hnotuskápar ca. 1840 Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.    

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.