Morgunblaðið - 05.04.2001, Page 13

Morgunblaðið - 05.04.2001, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 15 TÆPLEGA þrítugum karlmanni hefur með svonefndri viðurlaga- ákvörðun Héraðsdóms Reykjavík- ur verið gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir kynferðisbrot. Hann játaði að hafa dreift 59 myndum til fréttahóps á Netinu, sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Hann játaði einnig að hafa haft í vörslu sinni 3.257 myndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, 46 hreyfimyndir sem sýna börn á slíkan hátt og 16 myndir sem sýna börn í kynferð- isathöfnum með dýrum. Brotin, sem teljast varða við 2. og 4. mgr. 210 gr. almennra hegn- ingarlaga, áttu sér stað þrisvar sinnum á tímabilinu 1998 til 1999 og lagði lögregla hald á tölvubúnað mannsins á heimili hans í Reykja- vík í september 1999. Ríkissak- sóknari gaf út ákæru á hendur manninum og lagði til að málinu yrði lokið fyrir dómi skv. 1. mgr. 124. gr. laga um meðferð opin- berra mála, með viðurlagaákvörð- un dómara með því að ákærði greiddi umrædda sekt. Málinu lauk hinn 26. mars og var tölvubúnaður ákærða gerður upptækur samkvæmt ákvörðun héraðsdóms. Viðurlagaákvörðun ígildi dóms Viðurlagaákvörðun er ekki dóm- ur, en er ígildi dóms. Í 1. mgr. 124. gr. laga um meðferð opinberra mála segir m.a. að ef ákærði sækir þing og játar brot má ákærandi gefa honum kost á að ljúka máli með því að hann gangist undir sekt sem greiðist innan tiltekins tíma að viðlagðri vararefsingu, ásamt sakarkostnaði. „Fallist ákærði skriflega á slík málalok …1) og dómari telur viðurlög hæfi- leg getur dómari lokið máli með ákvörðun sinni um þau viðurlög og hefur hún sama gildi og dómur, þar á meðal um ítrekunaráhrif ef því er að skipta.“ Í gær barst tölvupóstur til allra alþingismanna frá þremur konum sem lýsa yfir vanþóknun sinni á umræddum málalyktum fyrir dómi. Bréfritarar vitna til umræðu um nýútkomna skýrslu dómsmála- ráðuneytisins um vændi á Íslandi þar sem komið var inn á kynferð- islegt ofbeldi gagnvart börnum. Bréfritarar lýsa þeirri skoðun sinni að hörð viðurlög eigi að vera fyrir því að eiga og dreifa barna- klámi og ekki eigi að skipta máli hvort brotamenn játi umyrðalaust eða ekki. Sekt fyrir að eiga og dreifa barnaklámi FRAMKVÆMDIR við nýja þjón- ustumiðstöð og baðhús í Nauthóls- vík eru langt komnar en byggingin á að þjóna gestum á ylströndinni og svæðinu í kring. Gert er ráð fyrir að húsið verið tekið í notkun í júní næstkomandi og að sögn Gísla Árna Eggertssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur, er nú lögð nótt við dag til að ljúka fram- kvæmdum á réttum tíma. Um er að ræða 530 fermetra byggingu þar sem verður bað- og búningsaðstaða, salernis- og hrein- lætisaðstaða, upplýsingamiðlun, eimbað og heitur pottur á verönd fyrir framan húsið. Ekki eru eig- inlegir fataskápar í búningsaðstöð- unni heldur munu baðgestir setja fatnað sinn í körfur og skila í af- greiðslu. Það gerir það að verkum að ekki er hægt að gefa upp ákveðna tölu fyrir fjölda manns sem miðstöðin á að þjóna. Að sögn Gísla er þetta gert í hagkvæmn- isskyni og þannig hugsað að hægt sé að þjónusta fleiri samtímis en ella. Kostnaður við bygginguna með lóðinni og lögnum sem tengjast yl- ströndinni er 145 milljónir króna en sú tala er fyrir utan búnað fyrir húsið. Hönnun hennar var í hönd- um Arkibúllunnar ehf. en verktaki er Völundarverk ehf. Nýtt baðhús tekið í notkun í júní Morgunblaðið/Jón Svavarsson Frá framkvæmdasvæðinu í Nauthólsvík. HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur dæmt rúmlega fimmtugan karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir tvö um- ferðarlagabrot. Verjandi manns- ins fór fram á að maðurinn verði ekki látinn sæta fangelsisvist en hann hefur átt við geðræn vanda- mál að stríða á undanförnum ár- um. Brotin sem maðurinn var dæmdur fyrir voru framin í Húnavatnssýslum í fyrrasumar. Í annað skiptið ók maðurinn á 122 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti. Í seinna skipti sem lögreglan stöðvaði manninn var hann undir áhrifum áfengis og deyfandi efna. Í dómnum kemur fram að frá árinu 1991 hefur maðurinn þrí- vegis verið dæmdur fyrir ölvun við akstur og einu sinni dæmdur í fangelsi fyrir akstur án ökurétt- inda. Með hliðsjón af sakarferli mannsins komi ekki til álita að refsing hans verði sekt eða skil- orðsbundinn dómur sem eru vægari viðurlög en réttarreglur heimila. Þá sé það ekki dómstóla að mæla fyrir um hvar, hvernig eða hvenær refsing er afplánuð. Yfirvöld fangelsismála verði að ákveða hvort ákærði afpláni refs- ingu sína með samfélagsþjónustu eða á stað sem setur andlega heilsu hans ekki í hættu. Auk fangelsisvistar var mað- urinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvarna- laun verjanda síns, Stefáns Ólafs- sonar héraðsdómslögmanns, 60.000 krónur. Halldór Halldórsson dómstjóri kvað upp dóminn. 4 mánaða fang- elsi fyrir umferð- arlagabrot ÁTTA tilboð bárust í losun olíu úr flaki El Grillo í Seyðisfirði. Aðeins eitt tilboðanna var frá íslenskum aðilum, frá Gesti Valgarðssyni fyr- ir hönd Bólholts og hljóðaði það upp á 225 milljónir kr. og 100.000 kr. fyrir hvert tonn umfram 2.000 tonn. Lægsta tilboðið kom frá norska fyrirtækinu Riise Underwater Engineering og hljóðaði það upp á 90,5 milljónir kr. og 7.767 kr. fyrir hvert tonn umfram 2.000 tonn. Norska fyrirtækið Dykkerselska- bet Viking A/S og A.G.V., sem Ís- lendingar eiga aðild að, bauð tæp- ar 150 milljónir kr. í verkið og 35.674 kr. fyrir hvert tonn umfram 2.000 tonn. Birgir Guðmundsson, verkefnis- stjóri hjá Ríkiskaupum, segir að þótt lægstbjóðandi hljóti að telja líklegastur til að hreppa hnossið þurfi að skoða tilboðið út frá mörgum forsendum áður en geng- ið verði til samninga. Kostnaðar- áætlun var á bilinu 100–200 millj- ónir kr. eftir aðferðum sem beitt verður. Hæsta boðið sem barst var upp á 368 milljónir kr. frá Titan Maritime Industries í Bandaríkj- unum. Hreinsun á að hefjast strax í sumar og á að vera lokið fyrir októberlok. Í útboðsgögnum var miðað við að um 2.000 tonn væru í tönkum skipsflaksins en þó er ekki vitað fyrir víst hve mikið magn ol- íu er þar. Talið hefur verið að allt að 4.000 tonn séu þar. Losun olíu úr El Grillo á Seyðisfirði Lægsta tilboðið frá Noregi FYLGI Sjálfstæðisflokksins mælist nú 42% samkvæmt könnun Gallups á fylgi stjórnmálaflokka. Í síðustu könnun mældist fylgi flokksins 38%. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst að sama skapi eða úr 54% í 57%. Stuðningur við Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð minnkar eftir uppsveiflu í síðustu könnun og mælist nú 22% í stað 26% áður. Samfylkingin og Framsóknarflokk- urinn hafa sama fylgi og í könn- uninni sem birt var í mars; Sam- fylkingin er sem fyrr með 19% fylgi og Framsóknarflokkurinn með 14%. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 2% en var 4% í síðustu könnun. Fleiri konur styðja Samfylkinguna og VG Niðurstöðurnar eru fengnar úr símakönnun sem Gallup gerði dag- ana 28. febrúar til 27. mars sl. Úr- takið var 2.164 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Ríflega 22% voru ekki viss um hvað þau myndu kjósa eða neituðu að svara og sjö af hundraði sögðust munu skila auðu eða kjósa ekki yrði kosið nú. Samkvæmt könnuninni sækir Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt frek- ar til karla en kvenna og Samfylk- ingin og VG njóta frekar stuðnings hjá konum en körlum. Framsóknar- flokkurinn sækir fylgi sitt jafnt til beggja kynja. Fylgi Sjálfstæðis- flokks og ríkis- stjórnar eykst LÖGREGLAN á Keflavíkurflugvelli stöðvaði í nóvember för karlmanns og ungrar stúlku við komuna frá Amsterdam en lögreglan taldi líkur til þess að hennar biði kynlífsþrælk- un í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Keflavík millilentu þau á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til New York. Starfsfólk Flugleiða leit- aði þar til lögreglu þar sem þau töldu að sitthvað athugavert væri við ferðir þeirra. Stúlkan er kínversk en var með hollenskt vegabréf. Hún talaði þó ekki hollensku og aðeins hrafl í ensku. Í vegabréfinu kom fram að stúlkan væri tvítug en lögreglan taldi hana varla mikið eldri en 14 ára. Rúmlega fertugur asískur karlmað- ur sem var með stúlkunni gat ekki gefið trúverðugar útskýringar á ferð- um þeirra en hann kvaðst hafa þekkt stúlkuna í skamman tíma. Þau væru á leið í skemmtiferð til Bandaríkj- anna en vinur hans hefði keypt mið- ana. Eftir yfirheyrslur var karlmaður- inn sendur aftur til Amsterdam, þar sem hollensk lögregluyfirvöld tóku við honum. Læknir mat hins vegar ástand stúlkunnar þannig að hún væri ekki ferðafær en hún var talin vannærð. Ferð hennar til Amsterdam var því frestað um sólarhring. Hollensk lög- regluyfirvöld tóku við stúlkunni í Amsterdam en lögreglan á Keflavík- urflugvelli hefur ekki fengið fregnir af afdrifum hennar þar. Halldór Rósmundur Guðjónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á Keflavíkurflugvelli, segir sterkar líkur á því að stúlkunnar hafi beðið kynlífsþrælkun í Bandaríkjun- um. Hann bendir á að smygl á fólki færist sífellt í aukana og algengt sé að glæpamenn selji ungar stúlkur til kynlífsþrælkunar. Þá er talið algengt að þeir sem smygla fólki stundi einn- ig eiturlyfjasmygl. Halldór segir lög- regluna á Keflavíkurflugvelli vinna náið með lögregluyfirvöldum í öðrum löndum til þess að reyna að koma í veg fyrir slíkt enda sé slík glæpa- starfsemi alþjóðleg. Hann vonast til þess að upplýsingakerfi Schengen muni styrkja þessa baráttu. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði för karlmanns og stúlku Kynlífsþrælkun var talin bíða stúlkunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.