Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir viðkvæma húð - létt rakakrem eða næringarríkt dag- og næturkrem. Fyrir viðkvæma húð með rósroða (háræðaslit) - sérstök meðferð. Fyrir þurra húð - sem þarf sérstaka umönnun. Fyrir blandaða og feita húð - létt krem sem hefur mattandi áhrif á húðina. kynnir Skinperfect Evolution, nýja og endurbætta línu, sem inniheldur 7 tegundir af dag- og næturkremum, nýja hreinsilínu og maska. MARBERT     Líttu við og fáðu ráðgjöf og prufur. Þú finnur örugglega eitt eða tvö krem sem henta þinni húðgerð. Veglegir kaupaukar í boði Ráðgjafi verður á staðnum Aðrir útsölustaðir: Libia göngugötu Mjódd - Nana Hólagarði, Laugarnes Apótek, Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni, Smáranum, Spönginni og Akureyri, Snyrtistofan Mærin Kópavogi, Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossi, Húsavíkur Apótek, Apótek Vestmannaeyja. í dag, fimmtudag og á morgun, föstudag í ww w. ma rb er t.c om Akureyri Snyrtivörudeild NÝTT BYLTINGARKENNT SERUM NO AGE Verndar húðfrumurnar fyrir ótímabærri öldrun og lengir líftíma þeirra. Dior ráðgjafi verður í verslunum okkar og veitir faglegar ráðleggingar. Hafnarstræti fimmtudag kl. 13.00-18.00 Glerártorgi föstudag kl. 13.00-18.00. Spennandi KAUPAUKI fylgir öllum vörum frá Dior. Verið velkomin VILHJÁLMUR Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs Ís- lands og alþingismaður, sagði á há- degisfundi ráðsins á Akureyri í gær þar sem fjallað var um hagvöxt og landsbyggðina að líta mætti á lands- byggðina líkt og fyrirtæki, sem hefði of margt starfsfólk og þyrfti að hag- ræða. Hún þyrfti að ná ákveðnum jafnvægispunkti sem stæði undir væntingum um viðunandi lífskjör íbúanna. Fyrirtæki hefðu gengið í gegnum slíkt ferli og velti Vilhjálm- ur því upp af hverju byggðarlög gerðu það ekki líka. Hann spurði hvort hægt væri að berjast gegn slíku. Nefndi hann í því sambandi hverju það skipti t.d. Vestur-Hún- vetninga hvort þeir væru 1.100, 1.300 eða 1.500 talsins, aðeins ef fólkið sem þar byggi hefði það gott. Fækkaði fólki í ákveðnu byggðarlagi yrðu tekjur þeirra sem eftir væru meiri „og er það nokkuð lakara?“ spurði Vilhjálmur. Hann sagði mikilvægt að lands- byggðin kæmist í þá stöðu að þar væru í boði samkeppnishæfar tekjur, ná þyrfti ákveðnum jafnvæg- ispunkti og þegar honum væri náð væri hægt að sækja fram á við. Vil- hjálmur sagði mikilvægt fyrir lands- byggðina að komast inn í vaxtar- greinar og í því sambandi skipti mestu að huga vel að menntunarmál- um og búa vel að frumkvöðlum. Vilhjálmur ræddi almennt um þann hagvöxt sem Íslendingar hefðu búið við síðustu ár, en landsfram- leiðsla jókst um 25% milli áranna 1995 og 2000. Til að halda sambæri- legri stöðu þyrfti árlegur hagvöxtur að vera 3–4% á næstu árum og lands- framleiðsla að aukast um 17–18% til ársins 2005. Nefndi Vilhjálmur að aldrei hefðu verið meiri möguleikar en nú í svo til öllum atvinnugreinum. Grundvallar- breytingar hefðu orðið á atvinnu- háttum og störfum innan margra fyrirtækja hefði fækkað. Hann sagði að um þriðjungur þeirra starfa sem verið hefðu til árið 1995 yrðu það ekki árið 2005. Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands, hafði einnig framsögu á fundinum og ræddi fyrst almennt um hagvöxt og spár þar um til næstu framtíðar, en skilyrði þess að spá um 3% hagvöxt til 2005 gengi eftir væri að hann væri keyrður áfram af framboði, sem kæmi í kjölfar aukinnar framleiðni, skilvirkni og sparnaðar. Lykilatriði varðandi áframhald- andi hagvöxt væri að það tækist að rækta mannauðinn í landinu og byggja upp nýjar atvinnugreinar. Gylfi nefndi að vöxtur síðustu ára hefði verið á höfuðborgarsvæðinu og gat þess að á síðasta ári hefðu 2.075 ný fyrirtæki verið skráð og voru 70% á höfuðborgarsvæðinu þar sem 60% íbúa landsins byggju. Hann sagði landsbyggðina hafa verið í vörn, en menn hefðu verið að varðveita búsetumynstur sem þeim væntanlega hefði þótt fengur í og eins hefði verið tilhneiging til að halda lífinu í gömlum atvinnugrein- um. Í því sambandi nefndi hann stefnu í sauðfjárrækt þar sem rekin hefðu verið smábú svo margir hefðu verið í greininni og lítið komið í hlut hvers og eins. Þessi hugsun gengi ekki lengur upp. Hann sagði að verð- mætasköpun á mann þyrfti að vera svipuð alls staðar á landinu. Taldi Gylfi tvímælalaust að hægt væri að snúa vörn í sókn, kraftmikið mannlíf drægi til sín fólk og í því til- liti væri enginn staður of smár. Hug- arfarsbreyting þyrfti að koma til, þ.e. menn mættu ekki einblína um of á sjávarútveg, landbúnað, ríkis- starfsmenn og ríkisaðstoð. Ungt fólk þyrfti að skynja að það væri sinnar eigin gæfu smiður og það skipti miklu að lífskjör landsmanna væru sambærileg. Morgunblaðið/Kristján Gestir á hádegisverðarfundi Verslunarráðs hlýða á framsögumann. Mikilvægt að komast inn í vaxtargreinar Fundur Verslunarráðs um hagvöxt á landsbyggðinni göngu kvenna 16 ára og eldri, 10 km göngu karla 17-19 ára og 15 km göngu karla 20 ára og eldri, með frjálsri aðferð. Einnig átti að skoða þann möguleika í gærkvöld að setja einnig á keppni í alpa- greinum í Hlíðarfjalli í dag. Keppni í alpagreinum á Skíðamóti Íslands hefst hins vegar á morgun kl. 9 með stórsvigi karla og kvenna. Sprettganga í göngu- götunni í kvöld Í kvöld kl. 20 fer fram nokkuð óvenjulegur atburður í göngugöt- unni á Akureyri en þar er ætlunin að halda 100 m sprettgöngu. Þar mæta 16 karlar og 8 konur til leiks og keppa með útsláttarfyrir- komulagi. Allir bestu skíðamenn landsins verða á meðal þátttak- enda og nokkrir mjög sterkir er- lendir göngumenn. Göngugatan er snjólaus, enda upphituð, en starfs- menn bæjarins munu keyra snjó í götuna þannig að hægt verði að gera braut fyrir sprettgönguna. FRESTA varð alþjóðlega FIS- mótinu í alpagreinum í Hlíðarfjalli í gær, annan daginn í röð. Leið- indaveður var í fjallinu í fyrradag en mun betra í gær og ekki er nú snjóleysið að angra mótshaldara heldur var þar of mikill snjór. Óhemju mikið hefur snjóað í Hlíðarfjalli síðustu dægur og í gærmorgun var þar kominn um 40- 50 cm jafnfallinn púðursnjór. Því var ekki hægt að troða brautir í tíma og í sumum tilfellum þurfti að moka snjó úr brautarstæðum. Væntanlegir þátttakendur á al- þjóðlega mótinu og Skíðamóti Ís- lands létu það ekkert á sig fá þótt fresta hafi þurft keppni síðustu tvo daga og í gær var fjöldi skíða- manna að leik í Hlíðarfjalli og naut þess greinilega vel að renna sér í púðursnjónum. Keppni á Skíðamóti Íslands hefst í dag samkvæmt dagskrá kl. 14 með skíðagöngu en setning móts- ins fer fram í Íþróttahöllinni kl. 18. Í Hlíðarfjalli verður keppt í 5 km Morgunblaðið/Kristján Skíðamenn frá Breiðabliki í Kópavogi dansa niður brekkuna. Fresta varð alþjóðlega skíða- mótinu í Hlíðarfjalli öðru sinni Snjórinn of mikill Morgunblaðið/Kristján Félagar í Skíðafélagi Akureyrar vinna við að setja upp endamarkið fyr- ir keppni í alpagreinum fyrir alþjóðlega mótið og Skíðamót Íslands. KARLAKÓR Akureyrar-Geysir stendur fyrir bítlakvöldum í félags- heimili kórsins, Lóni, á föstudags- og laugardagskvöld, 6. og 7. apríl, og svo aftur miðvikudagskvöldið 11. apríl. Karlakórinn hélt tónleika í fyrra í dymbilvikunni þar sem eingöngu voru flutt lög The Beatles. Þeir vöktu mikla hrifningu og margir sem voru unglingar á sjöunda áratugnum og fengu svokallað „bítlaæði“ á þeim ár- um endurlifðu stemmninguna sem þá ríkti. Flestum eru í fersku minni lög eins og Sgt. Peppers lonely hearts club band, Yesterday, Lady Ma- donna, Hey Jude svo dæmi séu nefnd. Um 20 félagar karlakórsins ásamt liðsstyrk yngri söngvara syngja með hljómsveitinni „Einn & sjötíu“ lög Bítlanna á föstudagskvöldið kl. 21. Aðalsöngvari með kórnum er Kjartan Smári Höskuldsson. Eftir tónleikana á laugardag verður dansleikur. Karlakór Akureyrar-Geysir Þrennir bítlatón- leikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.