Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 14

Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 14
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir viðkvæma húð - létt rakakrem eða næringarríkt dag- og næturkrem. Fyrir viðkvæma húð með rósroða (háræðaslit) - sérstök meðferð. Fyrir þurra húð - sem þarf sérstaka umönnun. Fyrir blandaða og feita húð - létt krem sem hefur mattandi áhrif á húðina. kynnir Skinperfect Evolution, nýja og endurbætta línu, sem inniheldur 7 tegundir af dag- og næturkremum, nýja hreinsilínu og maska. MARBERT     Líttu við og fáðu ráðgjöf og prufur. Þú finnur örugglega eitt eða tvö krem sem henta þinni húðgerð. Veglegir kaupaukar í boði Ráðgjafi verður á staðnum Aðrir útsölustaðir: Libia göngugötu Mjódd - Nana Hólagarði, Laugarnes Apótek, Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni, Smáranum, Spönginni og Akureyri, Snyrtistofan Mærin Kópavogi, Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossi, Húsavíkur Apótek, Apótek Vestmannaeyja. í dag, fimmtudag og á morgun, föstudag í ww w. ma rb er t.c om Akureyri Snyrtivörudeild NÝTT BYLTINGARKENNT SERUM NO AGE Verndar húðfrumurnar fyrir ótímabærri öldrun og lengir líftíma þeirra. Dior ráðgjafi verður í verslunum okkar og veitir faglegar ráðleggingar. Hafnarstræti fimmtudag kl. 13.00-18.00 Glerártorgi föstudag kl. 13.00-18.00. Spennandi KAUPAUKI fylgir öllum vörum frá Dior. Verið velkomin VILHJÁLMUR Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs Ís- lands og alþingismaður, sagði á há- degisfundi ráðsins á Akureyri í gær þar sem fjallað var um hagvöxt og landsbyggðina að líta mætti á lands- byggðina líkt og fyrirtæki, sem hefði of margt starfsfólk og þyrfti að hag- ræða. Hún þyrfti að ná ákveðnum jafnvægispunkti sem stæði undir væntingum um viðunandi lífskjör íbúanna. Fyrirtæki hefðu gengið í gegnum slíkt ferli og velti Vilhjálm- ur því upp af hverju byggðarlög gerðu það ekki líka. Hann spurði hvort hægt væri að berjast gegn slíku. Nefndi hann í því sambandi hverju það skipti t.d. Vestur-Hún- vetninga hvort þeir væru 1.100, 1.300 eða 1.500 talsins, aðeins ef fólkið sem þar byggi hefði það gott. Fækkaði fólki í ákveðnu byggðarlagi yrðu tekjur þeirra sem eftir væru meiri „og er það nokkuð lakara?“ spurði Vilhjálmur. Hann sagði mikilvægt að lands- byggðin kæmist í þá stöðu að þar væru í boði samkeppnishæfar tekjur, ná þyrfti ákveðnum jafnvæg- ispunkti og þegar honum væri náð væri hægt að sækja fram á við. Vil- hjálmur sagði mikilvægt fyrir lands- byggðina að komast inn í vaxtar- greinar og í því sambandi skipti mestu að huga vel að menntunarmál- um og búa vel að frumkvöðlum. Vilhjálmur ræddi almennt um þann hagvöxt sem Íslendingar hefðu búið við síðustu ár, en landsfram- leiðsla jókst um 25% milli áranna 1995 og 2000. Til að halda sambæri- legri stöðu þyrfti árlegur hagvöxtur að vera 3–4% á næstu árum og lands- framleiðsla að aukast um 17–18% til ársins 2005. Nefndi Vilhjálmur að aldrei hefðu verið meiri möguleikar en nú í svo til öllum atvinnugreinum. Grundvallar- breytingar hefðu orðið á atvinnu- háttum og störfum innan margra fyrirtækja hefði fækkað. Hann sagði að um þriðjungur þeirra starfa sem verið hefðu til árið 1995 yrðu það ekki árið 2005. Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands, hafði einnig framsögu á fundinum og ræddi fyrst almennt um hagvöxt og spár þar um til næstu framtíðar, en skilyrði þess að spá um 3% hagvöxt til 2005 gengi eftir væri að hann væri keyrður áfram af framboði, sem kæmi í kjölfar aukinnar framleiðni, skilvirkni og sparnaðar. Lykilatriði varðandi áframhald- andi hagvöxt væri að það tækist að rækta mannauðinn í landinu og byggja upp nýjar atvinnugreinar. Gylfi nefndi að vöxtur síðustu ára hefði verið á höfuðborgarsvæðinu og gat þess að á síðasta ári hefðu 2.075 ný fyrirtæki verið skráð og voru 70% á höfuðborgarsvæðinu þar sem 60% íbúa landsins byggju. Hann sagði landsbyggðina hafa verið í vörn, en menn hefðu verið að varðveita búsetumynstur sem þeim væntanlega hefði þótt fengur í og eins hefði verið tilhneiging til að halda lífinu í gömlum atvinnugrein- um. Í því sambandi nefndi hann stefnu í sauðfjárrækt þar sem rekin hefðu verið smábú svo margir hefðu verið í greininni og lítið komið í hlut hvers og eins. Þessi hugsun gengi ekki lengur upp. Hann sagði að verð- mætasköpun á mann þyrfti að vera svipuð alls staðar á landinu. Taldi Gylfi tvímælalaust að hægt væri að snúa vörn í sókn, kraftmikið mannlíf drægi til sín fólk og í því til- liti væri enginn staður of smár. Hug- arfarsbreyting þyrfti að koma til, þ.e. menn mættu ekki einblína um of á sjávarútveg, landbúnað, ríkis- starfsmenn og ríkisaðstoð. Ungt fólk þyrfti að skynja að það væri sinnar eigin gæfu smiður og það skipti miklu að lífskjör landsmanna væru sambærileg. Morgunblaðið/Kristján Gestir á hádegisverðarfundi Verslunarráðs hlýða á framsögumann. Mikilvægt að komast inn í vaxtargreinar Fundur Verslunarráðs um hagvöxt á landsbyggðinni göngu kvenna 16 ára og eldri, 10 km göngu karla 17-19 ára og 15 km göngu karla 20 ára og eldri, með frjálsri aðferð. Einnig átti að skoða þann möguleika í gærkvöld að setja einnig á keppni í alpa- greinum í Hlíðarfjalli í dag. Keppni í alpagreinum á Skíðamóti Íslands hefst hins vegar á morgun kl. 9 með stórsvigi karla og kvenna. Sprettganga í göngu- götunni í kvöld Í kvöld kl. 20 fer fram nokkuð óvenjulegur atburður í göngugöt- unni á Akureyri en þar er ætlunin að halda 100 m sprettgöngu. Þar mæta 16 karlar og 8 konur til leiks og keppa með útsláttarfyrir- komulagi. Allir bestu skíðamenn landsins verða á meðal þátttak- enda og nokkrir mjög sterkir er- lendir göngumenn. Göngugatan er snjólaus, enda upphituð, en starfs- menn bæjarins munu keyra snjó í götuna þannig að hægt verði að gera braut fyrir sprettgönguna. FRESTA varð alþjóðlega FIS- mótinu í alpagreinum í Hlíðarfjalli í gær, annan daginn í röð. Leið- indaveður var í fjallinu í fyrradag en mun betra í gær og ekki er nú snjóleysið að angra mótshaldara heldur var þar of mikill snjór. Óhemju mikið hefur snjóað í Hlíðarfjalli síðustu dægur og í gærmorgun var þar kominn um 40- 50 cm jafnfallinn púðursnjór. Því var ekki hægt að troða brautir í tíma og í sumum tilfellum þurfti að moka snjó úr brautarstæðum. Væntanlegir þátttakendur á al- þjóðlega mótinu og Skíðamóti Ís- lands létu það ekkert á sig fá þótt fresta hafi þurft keppni síðustu tvo daga og í gær var fjöldi skíða- manna að leik í Hlíðarfjalli og naut þess greinilega vel að renna sér í púðursnjónum. Keppni á Skíðamóti Íslands hefst í dag samkvæmt dagskrá kl. 14 með skíðagöngu en setning móts- ins fer fram í Íþróttahöllinni kl. 18. Í Hlíðarfjalli verður keppt í 5 km Morgunblaðið/Kristján Skíðamenn frá Breiðabliki í Kópavogi dansa niður brekkuna. Fresta varð alþjóðlega skíða- mótinu í Hlíðarfjalli öðru sinni Snjórinn of mikill Morgunblaðið/Kristján Félagar í Skíðafélagi Akureyrar vinna við að setja upp endamarkið fyr- ir keppni í alpagreinum fyrir alþjóðlega mótið og Skíðamót Íslands. KARLAKÓR Akureyrar-Geysir stendur fyrir bítlakvöldum í félags- heimili kórsins, Lóni, á föstudags- og laugardagskvöld, 6. og 7. apríl, og svo aftur miðvikudagskvöldið 11. apríl. Karlakórinn hélt tónleika í fyrra í dymbilvikunni þar sem eingöngu voru flutt lög The Beatles. Þeir vöktu mikla hrifningu og margir sem voru unglingar á sjöunda áratugnum og fengu svokallað „bítlaæði“ á þeim ár- um endurlifðu stemmninguna sem þá ríkti. Flestum eru í fersku minni lög eins og Sgt. Peppers lonely hearts club band, Yesterday, Lady Ma- donna, Hey Jude svo dæmi séu nefnd. Um 20 félagar karlakórsins ásamt liðsstyrk yngri söngvara syngja með hljómsveitinni „Einn & sjötíu“ lög Bítlanna á föstudagskvöldið kl. 21. Aðalsöngvari með kórnum er Kjartan Smári Höskuldsson. Eftir tónleikana á laugardag verður dansleikur. Karlakór Akureyrar-Geysir Þrennir bítlatón- leikar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.