Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR í Safamýri og Hvassaleiti hafa í rúm tvö ár barist fyrir því að göngubrú verði byggð yfir Miklubraut á móts við gamla Framheimilið, þar sem Tónabær er nú til húsa. Í bréfi sem íbúarnir sendu borgaryfirvöldum í síð- asta mánuði er spurt hvort fleiri slys þurfi að verða á staðnum áður en göngubrú verði reist. Sjálfstæðisflokks- ins lagði fram tillögu í borg- arráði í gær um að nú þegar verði unnið að tillögu um breytingu á aðalskipulagi, þar sem gert verði ráð fyrir göngubrú á þessum stað, en tillögunni var vísað frá. Brýnt að tryggja eðlileg göngutengsl Í frávísunartillögu sem borgarstjóri lagði fram segir: „Eins og sjálfstæðismönnum er kunnugt er unnið að hönn- un göngutengsla og breytingu á aðalskipulagi vegna fyrir- hugaðrar göngubrúar yfir Miklubraut og er stefnt að því að ljúka verkhönnun og skipulagi á þessu ári þannig að framkvæmdir verði mögu- legar á því næsta.“ Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að foreldrar og hags- munaaðilar á þessu svæði hefðu ítrekað farið þess á leit við borgaryfirvöld að sett yrði göngubrú yfir Miklubrautina til þess að tryggja eðlileg göngutengsl á milli svæðanna. Inga Jóna, sem situr í skipu- lagsnefnd, sagði að í nefndinni væri ekki unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna fyrir- hugaðrar göngubrúar. „Aðalskipulagi var breytt í fyrra út af breikkun Miklu- brautarinnar og við vonuðum að í kjölfarið kæmi tillaga um göngubrú, en það hefur ekki gerst ennþá,“ sagði Inga Jóna. „Þess vegna erum við að knýja á um að það verði gert núna og bíði ekki eftir heildarendurskoðun aðal- skipulagsins. Það eru rúm tvö ár liðin síðan Ólafur F. Magn- ússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, flutti tillögu um þetta í borgarstjórn en það hefur ekkert gerst síðan. Þetta verk er búið að bíða í nokkur ár og ég skil ekki seinagang borgaryfirvalda í málinu. Þetta er dæmigert mál sem enginn hefur mátt vera að því að sinna eða hugsa um, enda hefur orka alls kerf- isins farið í kosningarnar um flugvöllinn. Þetta er hálfdap- urlegt því í flugvallarmálinu var verið að greiða atkvæði um eitthvað sem gæti hugs- anlega gerst eftir 16 ár, en hér erum við bara að fást við vandamál dagsins í dag og að- stæður fólksins í dag.“ Ungur drengur varð fyrir bíl Í byrjun síðasta mánaðar sendu foreldrafélög Álfta- mýrarskóla og Hvassaleitis- skóla bréf til borgaryfirvalda, samgönguráðherra og þing- manna þar sem bent var á mikilvægi þess að byggja göngubrú til að tryggja ör- yggi gangandi vegfarenda. Í bréfinu segir að fyrir tveimur og hálfu ári hafi ungur dreng- ur lent fyrir bíl á Miklubraut á móts við bensínstöð Skelj- ungs og slasast mjög alvar- lega og eins og kom fram að ofan er í bréfinu spurt hvort fleiri alvarleg slys þurfi að verða á staðnum áður en göngubrú verði reist. Í bréfinu kemur fram að 20. október árið 1999 hafi for- eldraráð Álftamýrarskóla sent borgarstjóra bréf, þar sem bent hafi verið á nauðsyn þess að setja göngubrú yfir Miklubraut. Í svari frá Stef- áni Hermannssyni borgar- verkfræðingi 23. nóvember sama ár hafi komið fram að ekki hafi verið gert ráð fyrir brú á þessu svæði en að hann myndi beita sér fyrir því að þær athuganir sem þar hafi legið að baki yrðu yfirfarnar og jafnframt myndi hann óska eftir meiri fjárveitingum til göngubrúa yfir þjóðvegi. „Nú hefur þörf fyrir göngu- brú á þessu svæði aukist enn frekar vegna breikkunar göt- unnar, með tilkomu Félags- miðstöðvarinnar Tónabæjar í hverfinu og vegna samstarfs barna í Álftamýrarskóla við eldri borgara í VR-húsinu við Kringluna,“ segir í bréfinu, sem sent var í síðasta mánuði. „Mikill fjöldi barna okkar þarf að fara yfir Miklubraut- ina allan ársins hring, til að komast í kirkjuna og sækja íþróttaæfingar hjá íþrótta- félagi Fram, auk þess sem áð- ur er talið. Einnig bentum við á að við Kringluna er starf- rækt leikhús og kvikmynda- hús og nú stendur til að opna útibú frá Borgarbókasafninu. Í ljósi alls þessa langar okkur að minna ennfrekar á mikil- vægi þess að göngubrú verði sett yfir Miklubrautina á móts við Framheimilið.“ Íbúar hafa í rúm 2 ár barist fyrir því að fá göngubrú yfir Miklubraut á móts við Kringluna Borgarstjóri segir málið í vinnslu Sjálfstæðisflokkur gagnrýnir seinagang borgaryfirvalda Morgunblaðið/Jim Smart Í bréfi sem íbúar í Safamýri og Hvassaleiti sendu borgaryfirvöldum er spurt hvort fleiri slys þurfi að verða áður en göngubrú verði reist yfir Miklubrautina á milli Kringlunnar og Framheimilisins. Miklabraut LEIKSKÓLAR Mosfellsbæj- ar hafa ákveðið að nota ein- göngu umhverfismerktar ræstivörur í framtíðinni, og er gert ráð fyrir að aðrar stofnanir bæjarins fylgi í kjöl- farið. Í gær tóku leikskóla- stjórar í Mosfellsbæ á móti fyrstu sendingu frá Rekstrar- vörum og Jóhanni Sigurjóns- syni bæjarstjóra var kennt hvernig á að nota umræddar vörur. Hin táknræna athöfn fór fram í leikskólanum Huldubergi. Það var að frumkvæði Dav- íðs B. Sigurðssonar, umsjón- armanns fasteigna Mosfells- bæjar, að gengið verður til samstarfs við umrætt fyrir- tæki um kaup á umhverfis- vænum ræstivörum. Auk þess að skuldbinda sig til að hafa vörurnar á boðstólnum mun fyrirtækið sjá um fræðslu um notkun efnanna. „Þetta eru vörur sem eru nýjar á markaðnum hér á landi, og eru með Norræna svansmerkingu,“ sagði Jó- hanna B. Magnúsdóttir, verk- efnisstjóri Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ, í samtali við Morgunblaðið, aðspurð hvað þar væri á ferðinni. „Það sem er í raun og veru sérstakt í þessu, og ég er svo glöð yfir, er hvernig þetta kom til. Þarna er Staðardagskrár- starfið eins og það gerist best. Þessi hugmynd varð nefni- lega ekki til inni hjá verkefn- isstjórn eða verkefnisstjóra, heldur úti í samfélaginu. Dav- íð kom og bankaði hjá mér, og spurði hvort ekki væri rétt að fara út í þetta.“ Þarf bara ákveðinn skammt Þegar Jóhanna var spurð að því, hvers vegna þurft hafi að kenna bæjarstjóra á, hvernig nota ætti hinar nýju vörur, svaraði hún því til, að það hvernig þessar vörur væru notaðar væri hluti af umhverfisvænleikanum. „Það þarf að nota bara ákveðinn skammt, og ekki minna eða meira, til þess að þær virki sem umhverfisvænar.“ Í janúar síðastliðnum sam- þykkti bæjarstjórn Mosfells- bæjar markmið um sjálfbæra þróun. Eitt af markmiðunum sem þar koma fram er að stofnanir, fyrirtæki og íbúar hagi innkaupum sínum á um- hverfisvænan hátt. Þá er lagt til að bærinn setji sér um- hverfisvæna innkaupastefnu fyrir árslok 2001. Það eru því leikskólar bæjarins sem ríða á vaðið með því að stefna á að kaupa einungis umhverfis- merktar ræstivörur. Leikskólar í Mosfellsbæ nota eingöngu umhverfismerktar ræstivörur héðan í frá Aðrar stofnanir munu fylgja í kjölfarið Morgunblaðið/Þorkell Í gær tóku leikskólastjórar í Mosfellsbæ á móti fyrstu send- ingu af umhverfisvænum ræstivörum. Fremst á myndinni eru, talið frá vinstri, Davíð B. Sigurðsson, Þuríður Stef- ánsdóttir, leikskólastjóri á Huldubergi, og Ólafur Haralds- son hreinlætisráðgjafi. Mosfellsbær BÆJARSTJÓRN Hafnar- fjarðar samþykkti á fundi sínum í fyrradag deiliskipu- lag, sem felur í sér algjört bann við starfsemi nekt- arstaða í miðbæ Hafnar- fjarðar og er bærinn þar með fyrsta sveitarfélagið til þess að setja slíkt bann. Tillaga um að banna nekt- arstaði var upphaflega sam- þykkt í jafnréttisnefnd Hafn- arfjarðar í ágúst á síðasta ári, en nefndin telur að starf- semi nektarstaða samræmist ekki þeirri stefnu bæjarins að vera jafnréttissinnað og fjölskylduvænt sveitarfélag. „Það er svo margt nei- kvætt við þessa staði,“ sagði Svala Jónsdóttir, jafnrétt- isráðgjafi Hafnarfjarðar. „Það er nýbúin að koma út skýrsla frá dómsmálaráðu- neytinu um að það sé rekið vændi á sumum af þessum stöðum og síðan er þessi starfsemi einfaldlega nið- urlægjandi fyrir konur.“ Svala sagði að það væri enginn nektarstaður í Hafn- arfirði en að þeir væru víða annars staðar, t.d. í Reykja- vík, Kópavogi, Reykjanesbæ og á Akureyri. Hún sagði að það hefði verið eindregin skoðun jafnréttisnefndar að banna þessa staði. Aðspurð sagðist Svala ekki vita til þess að bæjaryf- irvöldum hefði borist um- sóknir um rekstrarleyfi fyrir nektarstaði í bænum og sagði hún að nú væri al- gjörlega búið að loka fyrir þann möguleika að slíkir staðir yrðu opnaðir í mið- bænum. Að sögn Svölu nær bannið eingöngu til miðbæjarins eins og er en hún sagði að til- laga jafnréttisnefndar kvæði á um að bannið næði til allra hverfa bæjarins þar sem veitingahúsarekstur væri leyfður. „Þetta er bara fyrsta skrefið en jafnréttisnefnd mun vinna að því að þetta fari inn í deiliskipulag ann- ars staðar í bænum.“ Sveitarfélögum var gert kleift að takmarka starfsemi nektarstaða með breytingu á lögum um veitinga- og gisti- staði sem samþykkt var í maí á síðasta ári. Sú breyting fól í sér nákvæmari flokkun á veitingastöðum og var hún gerð samkvæmt tillögu við- ræðunefndar Reykjavík- urborgar, dómsmálaráðu- neytis, félagsmálaráðuneytis og samgönguráðuneytis um aðgerðir til að sporna við starfsemi nektarstaða. Morgunblaðið/Jim Smart Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa bannað starfsemi nektarstaða í miðbænum, en hún er ekki talin samræmast þeirri stefnu bæjarins að vera fjölskylduvænt sveitarfélag. Nektarstaðir bannaðir í miðbæ Hafnarfjarðar Hafnarfjörður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.