Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 21
um við nein dæmi um slíkar drykkjarvörur. Vín merkt einungis á frönsku En fleira fundum við ábótavant hvað varðar merkingar á matvör- um. „Þetta er óleyfilegt,“ segir Svava og bendir á vínflösku, að sjálfsögðu áfengislausa, sem ein- ungis er merkt á frönsku. Síðar fundum við túnfisk í dós, bara merktan á þýsku, og belgbaunir sem merktar voru einungis á hol- lensku. Reglur hér segja að merkja beri vörur á íslensku, Norðurlandamáli öðru en finnsku eða ensku. Flestir fara eftir því en til eru greinilega undantekningar. Súkkulaði undanskilið geymsluþolsmerkingum Við veltum einnig fyrir okkur geymsluþolsmerkingum en Svava Liv segir að merkja beri öll matvæli með „best fyrir“ eða „best fyrir lok“ að undanskildum örfáum vöruteg- undum svo sem ferskum ávöxtum og grænmeti, súkkulaði, sælgæti og bökunarvörum sem að öllu jöfnu er neytt innan sólarhrings. Samevr- ópskar reglur segja til um að þess- ar vörur séu undanskildar geymslu- þolsmerkingum, að sögn Svövu. Ætla má að ekki sé vanþörf á að geymsluþolsmerkja súkkulaði og ávexti því það geymist ekki enda- laust. Illa merktar vörur Geymsluþolsmerking gefur til kynna lágmarksgeymsluþol vörunn- ar við þau geymsluskilyrði sem við eiga. Heimilt að dreifa vörunni til loka þess tímabils sem tilgreint er an sögn Svövu en fyrir matvæli sem geymast í þrjá mánuði eða skemur nægir að tilgreina dag og mánuð. Fyrir matvæli sem geymast í 3–18 mánuði nægir að tilgreina mánuð og ár og fyrir matvæli sem geymast lengur en 18 mánuði nægir að til- greina ár. Þá verður að merkja þær kæli- vörur sem hafa fimm daga geymslu- þol eða skemmra, með „síðasti neysludagur“ og er ekki heimilt að dreifa vörunni eftir þá dagsetningu. Allar kælivörur sem hafa þriggja mánaða geymsluþol eða skemmra verður jafnframt að merkja með „pökkunardagur“ sem er sá dagur þegar vörunni er pakkað í þær um- búðir sem henni er dreift í. Við rákum okkur á að framleið- endur merkja stundum illa vörur sínar með síðasta söludegi, t.d. var bruðupoki frá Myllunni einungis merktur 001 á bréfaklemmu. Stundum þarf ð rýna í stimplana sem er að finna eftir mikla leit á bréfaklemmu eða botni. Að þessu öllu sögðu er ljóst að betra er að hafa augun vel opin þeg- ar keypt er í matinn. Ekki er leyfilegt að selja þessar matvörur hér þar sem þær eru ekki merktar á íslensku, Norðurlanda- máli öðru en finnsku eða ensku. hrma@mbl.is NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 23 HEILDVERSLUNIN Bergdal ehf. hækkaði fyrir nokkru verð á nokkrum vörutegundum frá Bretlandi að meðaltali um 6% og verð á nokkrum vörutegundum frá Bandaríkjunum að meðaltali um 15 til 20%. „Sem dæmi um þær vörur frá Bandaríkjunum sem við hækk- uðum verð á má nefna tómatsósu og barnamat í krukkum frá Heinz. Ástæða hækkunarinnar er fyrst og fremst gengisbreyt- ingar og hærri flutningskostn- aður. Það eru sex ár síðan við hófum innflutning á þessum vörum en þetta er í fyrsta skipti sem verðhækkun á sér stað,“ segir Heiðar Jóhannsson, sölu- stjóri Bergdal ehf. „Frá Bret- landi eru þetta vörur eins og bakaðar baunir og spaghetti, einnig frá Heinz, og ástæður hækkunarinnar eru einnig m.a. gengisbreytingar.“ Hinn 1. mars síðastliðinn hækkaði Pharmaco hf. ákveðna vöruliði sem nemur 8–12% að meðaltali. „Hækkunin er mismunandi eftir vörum en ástæða hennar er fyrst og fremst sú að 11,5% gengisbreyting hefur orðið síðan í september á íslensku og dönsku krónunni og við höfðum ekkert brugðist við henni,“ segir Frank Pitt, deildarstjóri snyrti- vörudeildar Pharmaco. „Sem dæmi um vörur sem hækka má nefna að El Vital-línan okkar hefur hækkað um 9,5%. Þá má geta þess að síðast þegar við breyttum verði á vörum, í júní í fyrra, var verðbreytingin til lækkunar.“ Ástæðu hækkunarinnar segir Frank að megi einnig rekja til þess að um áramótin varð 4% hækkun að utan á ákveðnum vörumerkjum. „Þá er hér jafnframt um ákveðna leiðréttingu að ræða til að samræma okkar verð verði í Danmörku.“ Verðhækkun á sjampói, tómatsósu og barnamat CRESCENDO MASCARA AUGNHÁRALITUR SEM BYGGIR AUGNHÁRIN UPP NÁTTÚRULEG EÐA MIKILFENGLEG Nýjung HR: Ný lúxus formúla gerir þér kleift að byggja augnhárin upp. Liturinn þekur hvert hár, lengir, sveigir og aðskilur. Augnhárin styrkjast verulega við hverja stroku. Náttúruleg eða mikilfengleg förðun. Valið er þitt með Crescendo. Kringlunni, sími 533 4533 og Laugavegi, sími 511 4533 Vellíðan í fyrirrúmi Mikið af nýjungum - Veglegir kaupaukar Dekurdagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.