Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 27 BMW 523i Touring Nýskr. 1.1999, 2500cc vél, 5 dyra, sjálfskiptur, grár, ekinn 35 þ. ABS, viðarinnrétting, álfelgur o.m.fl. Verð 3.450 þús. Nú færir nýjasta tækni þér húðina sem þig langar í. Finndu hana. Ótrúlega mjúk og slétt. Sjáðu hana. Ótrúlega björt og jafnlit. Og þá eru líka öll smá- vandamál húðarinnar - svitaholur, fínar línur, flögnun og roðablettir - úr sögunni með þessari nýju náttúrulegu aðferð. Skin-Refinishing Comp- lex. Idealist. Húðumhirða í æðra veldi. Estée Lauder útsölustaðir: Clara Kringlunni, Sara Bankastræti, Lyfja Lágmúla, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Laugavegi, Lyfja Hamraborg, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Set- bergi, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáranum, Hagkaup Spönginni, Lyf og heilsa Austurstræti, Apótek Keflavíkur, Hjá Maríu Hafnarstræti og Glerártorgi Akureyri. Draumahúðin þín. Sjáðu, finndu, fáðu hana. Estée Lauder kynnir Idealist Skin Refinisher SAMKVÆMT nýrri rannsókn, sem náði til 64 landa um heim allan, varði fólk að jafnaði þremur og hálfum tíma fyrir framan sjón- varpstækin dag hvern á síðasta ári. Það er sjö mínútum meira daglega en árið þar á undan. 1999 var með- altal sjónvarpsáhorfs 201 mínúta daglega sem var tveimur mínútum skemur en árið á undan. Skýringar aukins áhorfs eru, að sögn Anne-Laure Duee sem sá um hluta rannsóknarinnar, annars veg- ar stórviðburðirnir á sviði íþrótta sem fram fóru á síðasta ári, Ólymp- íuleikarnir í Sydney og Evrópu- meistaramótið í fótbolta. Hin ástæðan er vinsældir svokallaðra „raunveruleika“-sjónvarpsþátta eins og Survivor og Who Wants to be a Millionaire? sem framleiddur er á Íslandi undir heitinu Viltu vinna milljón? Mest jókst sjónvarpsáhorf í S- Afríku, þar sem fólk ver að jafnaði 176 mínútum fyrir framan sjón- varpið, sem er 26 mínútna aukning frá árinu áður. Í Bandaríkjunum jókst áhorf einnig um 26 mínútur, þarlendir horfa í 266 mínútur á sjónvarp daglega sem er heims- metið. Aukið sjónvarpsáhorf París. Reuters. ÁTTATÍU og þriggja ára gamall fyrrverandi SS-maður, Julius Viel, var í fyrradag dæmdur í 12 ára fang- elsi í Þýskalandi fyrir að hafa skotið sjö gyðinga til bana þar sem þeir voru að grafa skotgrafir í fangabúð- um 1945. Viel sýndi engin svipbrigði í rétt- arsalnum í Ravensberg í Suður- Þýskalandi þegar dómarinn, Her- mann Winkler, sagði réttinum að Viel hefði verið rekinn áfram „af drápsfýsn og lítilmótlegum hvötum“ er hann hafi skotið á fangana í Theresienstadt-búðunum sem voru þar sem nú er Tékkland. Dómarinn sagði að sú ákvörðun réttarins að dæma Viel ekki til lífs- tíðarfangavistar væri byggð á laga- legu fordæmi í Evrópusambandinu og Þýskalandi, þar sem tekið væri tillit til þess, hve langur tími hafi lið- ið frá því glæpurinn var framinn og þar til dómur væri kveðinn upp. Winkler dómari lagði áherslu á að hvorki tíminn sem er liðinn né fyr- irmyndarhegðun Viels síðan í seinni heimsstyrjöld geti dregið úr því hversu alvarlegur glæpur hans hafi verið. Neitar ákæruatriðum Viel hefur neitað ákæruatriðum og kveðst haldinn krabbameini og telja megi víst að hann muni deyja í fangelsinu. Hann sagði: „Mér þykir þetta leitt konu minnar vegna.“ Viel var aðstoðarundirforingi í SS- sveitunum en eftir stríðið varð hann kunnur blaðamaður í Suður-Þýska- landi og var sæmdur opinberri orðu fyrir störf sín á níunda áratugnum. Það var ekki fyrr en í október 1999 sem hann var handtekinn eftir að Adalbert Lallier, fyrrverandi hagfræðiprófessor og núverandi kanadískur ríkisborgari, kvaðst hafa orðið vitni að morðunum þegar hann hafi verið nýliði í SS. Rétturinn hafnaði þeirri fullyrð- ingu að Lallier hafi búið þessa sögu til í því augnamiði að draga fjöður yfir eigin fortíð í nasistaflokknum. Í Kanada er verið að kanna hvort svipta eigi Lallier ríkisborgararétti vegna aðildar hans að SS. Verjandi Viels sagði að úrskurð- inum yrði áfrýjað vegna þeirra mörgu mótsagna sem hefðu verið í málflutningnum gegn skjólstæðingi sínum. Fyrrverandi SS-mað- ur dæmdur í fangelsi Berlín. The Daily Telegraph. AP Julius Viel, til vinstri, ásamt verjanda sínum, Ingo Pfliegner, í réttar- salnum skömmu áður en dómur var kveðinn upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.