Morgunblaðið - 05.04.2001, Síða 32

Morgunblaðið - 05.04.2001, Síða 32
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD kl. 22.37 fjallar dr. Jón Viðar Jónsson um upp- færslur á leikritum Strind- bergs í íslensku leikhúsi í „Í hljóðstofu 12“, þætti Út- varpsleikhússins um leiklist- arsögu og leiklistarlíf líðandi stundar. Er þar um að ræða endurflutning sem er hluti af frekari Strindbergs-dagskrá Útvarpsleikhússins en í páskavikunni verða flutt tvö leikrit eftir leikskáldið. 14. apríl verður flutt verkið Leikur að eldi í leikstjórn og þýðingu Jóns Viðars en það var áður á dagskrá árið 1988. Páskaleikrit Útvarps- leikhússins verður síðan Þjóðvegurinn í nýrri þýðingu Þór- arins Eldjárns. Leikstjóri er Stefán Baldursson og verður verkið á dag- skrá á páskadag. Í útvarpsþættinum í kvöld mun Jón Viðar fjalla um túlkun og við- tökur á verkum Strindbergs í ís- lensku leikhúslífi. Þar leitar hann meðal annars svara við því hvers vegna svo mörg af meginverkum Strindbergs hafa aldrei verið sett upp í atvinnuleikhúsum landsins. „Strindberg er ein af þremur stóru vanrækslusyndunum í íslensku leik- húsi. Hinar eru Moliére og forn- grísku leikskáldin. Tiltölulega fá leikrit hans hafa verið sýnd á sviði og merkisverk á borð við Draumleik og kammer- leikina hafa t.d. aldrei verið sýnd í atvinnuleikhúsunum í Reykjavík,“ segir Jón Viðar. Hann telur skýringuna á þessu ekki síst liggja í því hvernig leikrit Strindbergs hafa verið túlkuð. „Marg- breytileiki leikrita Strind- bergs liggur ekki alveg í aug- um uppi, þau búa yfir miklum litbrigðum sem ekki hafa allt- af skilað sér í þýðingu og leiksviðstúlkun. Hann er t.d. mun meiri húmoristi en menn hafa áttað sig á, en hér á landi hugsa ég að menn sjái hann fyrst og fremst fyrir sér sem bölmóðugan predikara.“ Jón Viðar bendir á að sterk hefð sé fyrir þess- ari túlkunarleið á Strindberg, þar sem lögð er áhersla á bölmóð og drunga á kostnað annarra þátta í verkum hans. Svíar hafi þó snemma tekið að endurskoða þá sýn. Í þættinum mun Jón Viðar jafn- framt leika brot úr upptökum á eldri útvarpsuppfærslum á Strind- bergs-leikritum, auk þess sem hann leikur nokkra kafla úr tónverki sem Leifur Þórarinsson samdi við útvarpsflutning á Til Damaskus eft- ir Strindberg. „Þetta er mögnuð tónlist, og telja margir hana með því besta sem Leifur samdi.“ Þess má að lokum geta að þau Jón Viðar og Inga Bjarnason leik- stjóri fengu nýlega styrk frá menntamálaráðuneytinu til að setja upp Dauðadansinn í nýrri þýðingu Jóns. „Við stefnum á að setja verkið upp í haust, væntanlega í samstarfi við Borgarleikhúsið,“ segir hann. Í tengslum við sýninguna hyggjast þau Inga Bjarnason efna til leik- lestra á nokkrum leikritum Strind- bergs, í nýrri þýðingu Jóns Viðars. Það eru því góðar horfur á að áhugamönnum um höfundarverk Strindbergs gefist kostur á að njóta listar leikskáldsins í ólíkum miðlum á komandi mánuðum. „Ein af stóru vanrækslusyndunum“ August Strindberg Jón Viðar Jónsson VISSULEGA er tyrkneska kvennabúrið spennandi staður. Fáir vita hvað gekk þar á, og margir láta sig dreyma. Hvað er þá skemmti- legra en að tyrkneskur leikstjóri geri kvikmynd sem gerist á þessum dul- arfulla stað? Og auk þess mynd um forboðna ást? Safiyé er ung stúlka af ítölskum ættum sem færð er soldáninum að gjöf. Nadir, einn geldinganna sem gæta kvennanna, og Safiyé hrífast strax hvort af öðru, og ákveða að ná völdum í höllinni; að hún verði uppá- hald soldánsins og ali honum son. En það er erfitt fyrir þau að leyna til- finningum sínum gagnvart hvort öðru auk þess sem Ottoman-heims- veldið er að riða til falls. Leikstjórinn tekur hér á merkileg- um hluta sögu lands síns og vissulega er maður ýmiss vísari um hvernig líf innan veggja hallar soldáns var og aðstæður kvennanna, en ekki nóg. Grundvallaratriði eru ekki nógu vel skýrð, það heftir skilning og fram- vindu sögunnar. Auk þess er sagan hvorki nógu átakamikil né spennandi til að verða áhugaverð. Þetta er auðvitað stórmerkilegt fyrirbæri, og hefur alls ekki verið neitt grín fyrir konurnar að búa við það að sumar þeirra fengu aldrei að vera með eiginmanninum og öðrum var hafnað af honum fyrir aðra, og eiga svo að búa með keppinautum sínum í sátt og samlyndi í heimi al- gjörrar frelsissviptingar þar sem ekkert er að gera, allan daginn … nema kannski tala illa um næstu manneskju. Þessu tókst hinum snilldargóða kínverska leikstjóra Zhang Yimou að lýsa svo vel í kvikmynd sinni Rauða lampanum, sem er ein allra flottasta kvikmynd sem ég hef séð. Ferzan Ozpetek tekst því miður ekki næst- um jafnvel upp. Fastari og skýrari tök í frásögn með meiri drama gætu samt hafa gert Harem Suaré ansi áhugaverða. Forboðin ást í kvennabúri KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n Leikstjóri: Ferzan Ozpetek. Hand- rit: Gianni Romoli og Ferzan Ozp- etek. Aðalhlutverk: Marie Gillain, Alex Descas, Valeroa Golino, Lucia Bosé. 107 mín. TF1 1999. HAREM SUARE/SÍÐASTA KVENNABÚRIÐ Hildur Loftsdótt ir HAMRAHLÍÐARKÓRINN undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flytur lög við ljóð Halldórs Lax- ness í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Flutt verður tónlist við ljóð Hall- dórs Laxness eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Kjartan Ólafsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nor- dal, Jóhann G. Jóhannsson, Jón Þórarinsson og Vagn Holmboe. Ljóð skáldsins eru fengin úr ýmsum skáldsögum og leikgerðum hans. Þar á meðal eru ljóð úr Heimsljósi, Sjálfstæðu fólki, Brekkukotsannál og Silfurtungl- inu auk ljóða úr kvæðakveri hans. Í Þjóðmenningarhúsinu eru geymdar frumútgáfur allra verka Laxness og Nóbelsverðlaunaskjal hans. Á tónleikunum verða frum- fluttar tvær kórgerðir. Ríður ríð- ur hofmann eftir Atla Heimi Sveinsson. Lagið samdi hann fyrir uppfærslu Þjóðleikhússins á Sjálf- stæðu fólki sl. vetur. Raddsetn- ingu fyrir kór útbjó hann sér- staklega fyrir Hamrahlíðarkórinn. Lagstúfur úr Atómstöðinni eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Lagið samdi hann fyrir leiksýningu á Atómstöðinni sem sýnd var í Iðnó fyrir rúmlega 30 árum. Raddsetn- inguna sem frumflutt verður samdi hann árið 1971. Kórfélagar sjá sjálfir um kynn- ingar verkanna og tengja ljóðin við verk Halldórs Laxness. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Tónlist við ljóð Laxness í Þjóðmenningarhúsinu Hamrahlíðarkórinn Halldór Kiljan Laxness GULLMOLAR nefnist fyrsta einkasýning Sesselju Tómasdóttur myndlistarkonu, sem hún opnar í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, á laugardag kl. 15. Sesselja sýnir portrett af dóttur sinni og vinum hennar, sem öll eru á fjórða ári. Hún hefur fylgst með þessum börnum frá fæðingu og reynir að láta persónutöfra þeirra njóta sín í myndunum, sem eru allar unnar með olíu á striga, segir í frétta- tilkynningu. Sesselja hefur verið að kljást við mannamyndir frá öðru ári í MHÍ. Í lokaverkefni sínu vann hún tvö málverk af frænku sinni og and- litsmynd af dóttur sinni. Sesselja hefur tekið þátt í sex samsýning- um. Hún rak Gallerí Listakot um níu mánaða skeið ásamt öðrum listakonum en rekur nú vinnustofu og gallerí í Auðbrekku 25. Sesselja útskrifaðist frá MHÍ árið 1999 ásamt því að stunda nám við Winchester School of Art í Englandi. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 25. apríl. Andlits- myndir af börnum hjá Ófeigi SÁLUMESSA Mozarts verður flutt í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju á laugardag kl. 15. Fimmtíu manna sameinaður kór Hafnarfjarðarkirkju og Kópavogskirkju flytur verkið ásamt 21 manns kammersveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ein- söngvarar eru Elín Ósk Óskarsdótt- ir, sópran, Anna Sigríður Helgadótt- ir, alt, Jónas Guðmundsson, tenór, og Jóhann Smári Sævarsson, bassi. Konsertmeistari er Zbigniew Dubik og stjórnandi er Natalía Chow. Sálumessan var síðasta tónlistar- sköpun Mozarts, en hann lést áður en henni var lokið. Nemandi hans og vinur Franz Xavier Sussmayer var fenginn til að fullgera þá þætti mess- unnar sem Mozart hafði ekki lokið við. Morgunblaðið/Jim Smart Jóhann Smári Sævarsson, Jónas Guðmundsson, Anna Sigríður Helga- dóttir og Elín Ósk Óskarsdóttir æfa Sálumessu Mozarts í Hásölum. Sálumessa Mozarts í Hafnarfjarðarkirkju SVOKALLAÐIR minninga(r)tón- leikar verða haldnir í Galleríi Nema hvað á Skólavörðustíg 22c á morgun, föstudag, kl. 19. Verkið kallast Rqtsoro og er eftir Margréti M. Norðdahl og Þórunni Ingu Gísla- dóttur. Það samanstendur af hljóði sem unnið er úr röddum og myndum, kvikum og kjurrum, úr ýmsum átt- um, segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 12. apríl og er opin frá kl. 14–18. Hljóð úr röddum á nemenda- sýningu ♦ ♦ ♦ FÉLAG íslenskra leikara úthlut- aði á dögunum styrkjum úr hinum 30 ára gamla Brynjólfssjóði. Að þessu sinni fengu fimm ung- ir leikarar styrk til framhalds- menntunar: Bergur Þór Ingólfs- son, Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason, Halla Margrét Jóhann- esdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. Sjóðurinn var stofnaður af Brynjólfi Jóhannessyni leikara árið 1970 í þeim tilgangi að styrkja unga leikara til fram- haldsnáms í leiklist erlendis og lagði Brynjólfur sjálfur fram stofnfé, alls 25.000 krónur. Til við- bótar þeirri upphæð komu fram- lög frá samstarfsmönnum, vinum og ættingjum Brynjólfs svo og frá Leikfélagi Reykjavíkur og starfs- mannafélagi Útvegsbanka Ís- lands (þar sem hann starfaði lengi) í tilefni af 75 ára afmæli hans hinn 3. ágúst 1971. Að þessu sinni barst framlag til sjóðsins frá menningarsjóði Ís- landsbanka-FBA að upphæð 500.000 kr. Fimm leikarar fá styrk úr Brynjólfssjóði LÚÐRASVEITIN Svanur heldur vortónleika sína í Neskirkju á laugardag kl. 15. Meðal verka á efnisskrá eru útsetningar á kunn- um suður-amerískum danslögum, nokkuð af göngutónlist og einnig stærri hljómsveitarverk. Flutt verða lög eftir John Philip Souse, Henk van Lijnschooten, William Walton, Kees Vlak og fleiri. T.d. lagið La cité interdite, Forboðna borgin, eftir Jean-Michel Bondeux. Stjórnandi Svansins er Haraldur Árni Haraldsson. Mikil endurnýjun varð á stjórn Svansins nú í haust, Vilborg Jóns- dóttir lét af störfum sem formaður og Jón Ingvar Bragason tók við. Auk hans eru í stjórn Ella Vala Ármannsdóttir, Helga María Stef- ánsdóttir, Anna Runólfsdóttir og Hákon Skjenstad. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Vortónleikar Svansins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.