Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 34
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ GERAST píanósónötur öllu klass- ískari – og heimsfrægari – en „Wald- stein“? Um það má efast. Ásamt Pathétique og Apassionata er sónata Beethovens í C-dúr Op. 53 frá önd- verðu miðskeiði hans, sem hann til- einkaði Ferdinand von Waldstein greifa í Bonn, trúlega fyrsta verkið sem fólki dytti í hug. Og túlkunarvið- miðunin er geigvænleg. Allt frá glym- skrattadögum Berliners hafa fremstu flygilkappar heims lagt metnað sinn í að tjá þessi meistaraverk í hljóðriti, og gera enn. C-dúr-sónatan er að lík- indum einhver sú mest innspilaða allra tíma og eftir því tíð á hljómleika- palli, eða á við La Bohème og Carmen í óperuhúsum. Það var því ekki verið að ráðast á lægsta garðinn, þegar Jónas Ingi- mundarson efndi til Tíbrártónleika í Salnum á mánudag. Því þó að finna megi tæknilega erfiðari verk meðal 32 sónatna Beethovens („Hammerk- lavier“ kæmi þar sterklega til greina) væri tilhugsunin um fyrrnefnda túlk- unarviðmiðun ein sér ærin til að láta sljákka í mörgum annars fullfærum píanista. Að leggja til atlögu við þetta ástsæla verk, þar sem hver nóta er lýðum heimakunn, mætti því kalla verulegt dirfskubragð hjá tónlistar- manni sem þekktastur er fyrir ljóða- söngsundirleik. Andrúmsloftið í Saln- um hlaut óhjákvæmilega að mótast af kringumstæðunum, og var ekki laust við að minna undirritaðan í bland á aðsteðjandi hættuatriði í hringleika- húsi án öryggisnets. Upphafsatriðið, Andante favori í F- dúr, varð þó til að tempra taugar manns fyrir átökin næst á eftir. Í streymandi og vel mótaðri meðferð Jónasar, ásamt klukkutæru stakkatói á stytztu nótunum, leið þetta vinsæla smáverk, sem Beethoven hætti við að nota sem miðþátt í C-dúr-sónötunni og lét standa eitt í staðinn, fyrir hug- skotssjónum eins og lýtalaus draum- ur, kannski burtséð frá smáfingra- þvælingi rétt fyrir kóda sem lítið bar á. Eftir þessa tilvöldu upphitun var komið að þyngsta bitanum fyrir hlé. Hinar alkunnu trommuhjakkandi C- dúr-akkorður meistara Waldstein tipluðu keikar úr hlaði á tápmiklum hraða þar sem hvergi var gefið eftir, ekki einu sinni á bullandi beggja handa sextándunótubrúnni að skopp- andi fortónstengingunni yfir í hægt syngjandi E-dúr-meginaukastefið. Og fyrrtöldum háskahraða var haldið óhaggað nánast út í gegn í öllum tempo primo-köflum I. þáttar, svo að stundum lá manni við að svitna innvortis. Sú skapmikla spilamennska var, ef ekki glæfraleg þá a.m.k. réttnefnd „risky business“, sem þrátt fyr- ir ýmis sópandi tilþrif viðgekkst ekki með öllu óströffuð. T.a.m. á svart- ari stöðum í gegnfærsl- unni, þar sem endrum og eins var vaðið á súðum í nótnasúpunni, auk þess sem einstaka tónn á styrkleikamótum átti til að detta út. En manni leiddist alltjent ekki á meðan, enda var fram- setning Jónasar víðast hvar innsæ og músíkölsk, þó að vinstri höndin, sem Beethoven lætur ekki hafa náðuga daga, léti ekki alltaf óaðfinnanlega að stjórn. Eftir fullsterka útfærslu á p- og pp- merkjum Introduzione-forkafla loka- þáttar, sem fyrir vikið verkaði furðu- hörð úr venjulega ofurnettum hönd- um Jónasar, gekk píanistinn opnum augum í gin ljónsins með frísklegri at- lögu sinni að „Allegretto moderato“- auðkenndum Rondóþættinum – a.m.k. (ef rétt er munað) hjá hlutfalls- lega settlegra tempóvali Wilhelms Kempffs og fleiri flygilöldunga af eldri kynslóð. Þó að vinstri höndin væri enn til svolítils trafala þegar mest á gekk, og kannski lítil furða á þessari ferð, komst stórbrotið inntak þessa glæsilega þáttar samt vel til skila, þrátt fyrir að ein og ein nóta yrði útundan í njörvuðustu víravirkj- um undir virtúósum rithætti Beethovens. Prelúdíurnar fjórar eftir hlé úr 2. hefti Debussys – nr. V (Bruyères), X (Canope), III (La puerta del Vino) og VI (La terrasse des audiences du clair de lune) voru eins og blíður koss eftir hetjuátök Beethovens og hugar- hvíld fyrir viðureignina við Liszt. Þessar and- rúmsríku píanóperlur skinu skært í bráðfal- legri túlkun slaghörpu- leikarans, svo vart mátti á milli sjá hver væri bragðmest, og var ekki annað að heyra en að þær væru í miklu uppáhaldi píanistans eftir litríkri og yfirveg- aðri útfærslu hans að dæma. Síðasta prelúdí- an myndaði með panó- ramískum hljómum sínum um gervallt lyklaborðið fyrirtaks tengilið við snemm-impressjóníska píanólýsingu Liszts á vellandi rómverskum gos- brunnum í „Les jeux d’eaux à la villa d’Este“, sem túlkuð var með perlandi nótnarunum og af tilþrifamiklum krafti. Hin volduga Ballata ungverska snillingsins í h-moll, með rúllandi krómatískum undiröldum sínum í bassa, sem á milli blíðari ögurstunda og tærra klukknahljóma átti eftir að umbreytast í ógnvænlegar hvítfyss- andi hafgerðingar áður en lauk, heppnaðist ekki síður vel. Hinn dag- farsprúði píanisti sýndi á klímöxum þessa átakamikla glæsiverks þvílíkan jötunmóð, að manni varð jafnvel ekki um sel. Eigi að síður hélt sönghæft vörumerki Jónasar fullum blóma á ljóðrænni augnablikum, og varð það sízt til að draga úr breiðtjaldsmeð- töku hlustenda á viðburðaríkri ep- ískri frásögn í tónum. Uppskeran ut- an úr sal gat því tæplega komið á óvart, enda voru undirtektir dúndr- andi góðar. Dagfarsprúður í jötunmóð Jónas Ingimundarson TÓNLIST S a l u r i n n Beethoven: Andante favori; Waldstein-sónatan. Debussy: 4 prelúdíur. Liszt: Gosbrunnar Este-hallar; Ballaða nr. 2. Jónas Ingimundarson, píanó. Mánudaginn 2. apríl kl. 20. PÍANÓTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÞAÐ eru til tvær tegundir af skáldum: þau sem yrkja aðeins eitt ljóð um dagana, einn gullmola sem liggur eftir þá, og hin sem yrkja breiðan massa af ljóðum og eitt þeirra segir ekki meira en annað um heildina. Þetta er auðvitað bara frasi – ég man ekki einu sinni hvar ég heyrði hann – en það er eitt- hvað til í honum. Geirlaugur Magnússon er af síðari gerðinni. Hann hefur sent frá sér vel á ann- an tug ljóðabóka, þá fyrstu árið 1974. Hann hefur haldið sínu striki og að miklu leyti sloppið undan al- mennri viðurkenningu, hátíðarræð- um, mærð og dóti. Frá því á ní- unda áratugnum hefur Geirlaugur sent frá sér hverja sterku ljóða- bókina á fætur annarri. Nokkrir titlar: Þrítíð, Áleiðis áveðurs, Safn- borg, Þrisvar þrettán, Þrítengt. Eins og sést á titlunum er tala Geirlaugs þrír (vill ekki einhver taka sig til og rannsaka númerólógíu íslenskrar ljóðlistar?). Nýund gengur algjörlega upp í talnaspekinni, því hún skiptist í níu kafla og í hverjum kafla eru níu ljóð. Titillinn er á fjölmörgum hæðum og á einni þeirra er yfsilon- ið prentvilla og bókin heitir níund. Nýund gengur vel upp á ýmsan hátt. Hún sameinar margt af því besta sem Geirlaugur hefur verið að fást við. Það er ort myrkt, per- sónufornöfnum gjarnan sleppt, sem og greinarmerkjum, eins og er háttur höfundar, og íslenskunni er ekki sýnd nein aumingjagæska: Þegar hafði fangað orðið handjárnað yfirheyrt knúið fram játningu að léki alltaf tveim skjöldum stæli frá sjálfu sér byrlaði sér banvænan skammt gaf hann því kost á betrandi orðabókarvist stafréttri endurhæfingu og sofnaði glaður yfir góðu málverki meðan þrjóturinn flúði í nýtt margræði „Málverkin“ sem hér eru framin eru dæmigerð spjöll höfundar. Einhver bönd eru losuð í afstöð- unni til tungumálsins, hlutirnir eru látnir vaða. Geirlaugur hefur hins vegar jöfnum höndum ort bæði myrka texta og mjög nálæga. Í þessu verki er nokkuð jafnt af tær- um einfaldleika og málspjöllum þar sem orðin eru tekin hálstaki og lát- in mynda nýtt og annarlegt marg- ræði. Fimm af hlutum bókarinnar samanstanda af númeruðum ljóð- um. „Brot á brot“ nefnist kaflinn með tilraunakenndustu ljóðunum. Sum þeirra minna á hækustemmn- ingar, önnur eru flóknari, enn önn- ur blanda saman tilraunamennsku og tærum annarleika: vakandi sól að koma upp gæti verið í vestri allar áttir / ein átt endalaus (erlend) sléttan þrí hyrnd fjöll fimmhyrningur hof vakandi komið hér áður loka bókinni Í heildina er Nýund líklega með jafnbestu bókum Geirlaugs. En reyndar finnst mér talsverðu til jafnað, bækurnar sem taldar voru upp hér áður eru hver annarri magnaðri – á þennan breiða hátt: Geirlaugur yrkir ekki gullmola. Það er bara kominn mars en ég myndi fullyrða að Nýund væri með albestu ljóðabókum þessa árs ef hún hefði ekki komið út á því síð- asta. Hún hefur farið huldu höfði. En það er sama hvert árið er, Ný- und er að mínu mati með því besta sem skrifað er á Íslandi. Hermann Stefánsson Í nýtt margræði BÆKUR L j ó ð Eftir Geirlaug Magnússon, Valdimar Tómasson, 2000, 101 bls. NÝUND ENSKUR drengjakór úr Cros- fields-skólanum á Englandi, Cros- fieldsboys, heldur þrenna tónleika hér á landi á næstu dögum. Þeir fyrstu verða í Glerárkirkju á Ak- ureyri annað kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20. Þá syngja dreng- irnir í Húsavíkurkirkju nk. sunnudagskvöld kl. 20 og þriðju og síðustu tónleikarnir verða í Grensáskirkju þriðjudagskvöldið 10. apríl kl. 20. Drengirnir eru á aldrinum 9–13 ára og koma frá Reading, sem er skammt frá London. Þetta er í annað sinn sem kórinn heimsækir Ísland, en árið 1997 héldu þeir fyrstu tónleika sína hérlendis. Stjórnandi kórsins er Stephen Yates. Hann kenndi í Norður- Þingeyjarsýslu frá 1979–83, og svo í Reykjavík í Tónskóla Sig- ursveins. Kórinn hefur komið fram í enska sjónvarpinu og sung- ið víða um landið. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Drengjakórinn úr Crosfields-skóla í Englandi. Enskur drengja- kór syngur á Íslandi SOFFÍA Auður Birgisdóttir verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræð- um í dag, fimmtudag, kl. 12–13 í stofu 101 í Odda. Soffía Auður er bókmennta- fræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður við Reykjavík- urAkadem- íuna. Rabbið nefnir Soffía Auð- ur „Um sjálfsævisögur sem bókmenntaform“ og mun hún kynna hugtakið skáldævisaga og ræða muninn á sjálfsævisög- um og skáldævisögum, aðallega í ljósi skáldævisagnanna Eitt er það land eftir Halldóru B. Björnsson og Í barndómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Rabbað um sjálfs- ævisöguna í Odda Soffía Auður Birgisdóttir AUKASÝNING á söng- og leikdagskrá úr verkum Jónasar og Jóns Múla Árnasona í Félagsheimilinu að Varmalandi í Borgarfirði verður í dag, fimmtudag. Það er leikdeild UMF Stafholtstungna sem hef- ur sýnt dagskrána að undan- förnu í leikstjórn Jóns Júlíus- sonar. Hún samanstendur af þáttum úr fjórum leikritum, Dandalaveður, Allra meina bót, Járnhausnum og Deleríum búbonis. Milli leikþátta er söngur við tónlist Jóns Múla ásamt fjölda írskra laga, öll við söngtexta Jónasar. Söng- og leikdagskrá í Varma- landi KIRKJUKÓR Selfoss heldur tónleika í kirkjunni í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Með tónleikum þessum lýkur í Selfosskirkju svokölluðu kristnitökuafmælisári sem byrjaði með tónleikum Kirkju- kórsins 13. nóvember 1999. Tónleikarnir eru öðrum þræði afmælistónleikar kórs og kirkju því bæði kirkjan og kór- inn eiga afmæli um þessar mundir. Kirkjan á 45 ára af- mæli og kórinn 55 ára. Á tón- leikum þessum verður flutt ým- is kirkjuleg tónlist. Elín Gunnlaugsdóttir syngur ein- söng á tónleikunum og sr. Þórir Jökull Þorsteinsson flytur ávarp og annast kynningu. Kórinn hefur vandað vel til tón- leikanna og æft af kappi fyrir þá en einnig undirbúið um leið fyrirhugaða för sína út fyrir landsteinana. Aðgangur að þessum tónleik- um í Selfosskirkju er ókeypis. Í júní hyggst kórinn fara í söng- og skemmtiferð til Ítalíu þar sem verður sungið í kirkjum á að minnsta kosti tveimur stöðum. Auk Elínar Gunnlaugsdóttur mun Halla Margrét Árnadóttir syngja með kórnum á tónleikum þar ytra. Kirkjukór Selfoss með afmælis- tónleika Selfossi. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.