Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 37 Í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Leynifélagið Opið virka daga 10 -18. Laugardaga 11 - 15 Fjöldi bókatitla með allt að 90% afslætti! Tilboð vikunnar! K ostaboð da gsins! Veglegur bókamarkaður IÐUNNAR ... Mikið ú rval af barna- og ung lingabó kum! HVAÐ er djákni? er algengasta spurningin sem djáknar fá er þeir kynna sig fyrst. Orðið djákni er dregið af gríska orðinu diakonein sem þýðir þjónusta. Djákninn stendur mitt á milli orðsins þjón- ustu, þ.e. prestsins, sem hann tengist með vígslu, og annarra í söfnuðinum sem gegna sínum kristilegu skyld- um í daglegu lífi. Djákni er samstarfs- maður presta og gegnir ákveðnum afmörkuð- um skyldum undir stjórn sóknarprests og í samráði við hann. Verkefni umönnunar, líknar og fræðslu eru þar í fyrirrúmi. Þar undir geta fallið hús- vitjanir á heimili eða á stofnanir, æskulýðs- og öldrunar- starf. Sálgæsla getur verið mikill hluti þjónustu djákna, fyrirbæna- þjónusta og það að biðja með fólki. Mikilvægt er að djákninn taki þátt í helgihaldinu, að djáknaþjónustan komi frá altarinu og að hún verði sýnileg úti í samfélaginu. Það eru sóknarnefndir sem kalla djákna til þjónustu í kirkju, en biskup auglýsir. Ef biskup samþykkir köllun djákna er hann vígður með bæn og handa- yfirlagningu á sama hátt og prestur. Þjónusta við náungann Breytni Jesú sjálfs er fremsta og mesta sönnun fyrir því að kærleikur og þjónusta við náungann er afger- andi í kristinni trú. ,,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ (Mt.25:40). Það getur verið tímabundið ástand að vera minnimáttar en sumir þurfa að búa við það varanlega. Tákn kær- leiksþjónustunnar er krossinn með kórónu lífsins, sem táknar að neyð og dauði séu sigruð í upprisu Jesú Krists og þeirri trú sem starfar í kærleika. Sambandið milli kirkju og djákna- þjónustu er: Kirkjan er þar sem Kristur er. Kirkjan er ekki aðeins hópur fólks sem hefur safnast um ákveðna trú, leitt af sömu sannfær- ingu. Kirkjan er einnig samfélag um hinn upp- risna lifandi Krist sem er nálægur í kirkju sinni. Þess vegna eiga hinir skírðu og trúuðu að vinna verk Krists hér á jörðinni með því að predika um Guðs ríki og með því að þjóna náunganum eða eins og Jesús lagði kærleiks- boðorðið út. Margir telja að eitt af því besta sem ís- lenska þjóðkirkjan hef- ur gert undanfarin ár sé að hún kom á djáknaembættum. Djáknaþjónustan gengur út á það að rjúfa einangrun, að skapa samfélag, að lina þjáningar og að glæða von. Djákni er að vera hendur Krists á jörð. Djákni á að gera fagnaðarer- indið sýnilegt með því að skýla, hjálpa og aðstoða þá sem þess þurfa. Hann á að hugga hina syrgjandi og kenna hinum spyrjandi um veg kær- leikans. Djákninn á að benda á nær- veru Guðs ríkis í samfélaginu. Hann ber neyð fólks fram í bæn frammi fyrir Guði. Djákni lítur til Krists, þjóns þjónanna, og þannig fær hann djörfung til að vera þjónn hins guð- dómlega kærleika. Ný braut rudd í þjónustu fagnaðarerindisins Íslenska kirkjan er töluvert á eftir nágrannalöndum okkar hvað djáknaþjónustu eða diakoni varðar. En að nokkrir söfnuðir og stofnanir hafa ráðið til sín djákna sýnir að áhugi á aukinni kærleiksþjónustu, líknar- og fræðslustarfi er að aukast. Þjóðkirkjan hefur tryggt djáknum menntun og trúað þeim fyrir ábyrgð til að ryðja nýjar brautir í þjónustu fagnaðarerindisins. Vonandi fá sem flestir söfnuðir landsins að njóta þjónustu þeirra. Hvað er djákni? Lilja G. Hallgrímsdóttir Höfundur er djákni í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík. Þjónusta Djáknaþjónustan gengur út á það, segir Lilja G. Hallgríms- dóttir, að rjúfa ein- angrun, að skapa sam- félag, að lina þjáningar og að glæða von. Á ÍSLANDI starfar nú á þriðja hundrað manns við lyfjaiðnað. Þetta er hópur sem skilar þjóðarbúinu miklum verðmætum og hagræði, bæði í formi þeirrar verð- mætasköpunar sem fer fram við fram- leiðslu lyfjanna hér á landi og verulegra gjaldeyristekna se- mútflutningur lyfja og lyfjatengds hugvits skapar fyrir þjóðarbú- ið. Þá hafa innlendir lyfjaframleiðendur verið brautryðjendur í lækkun lyfjaverðs á markaðnum. Saga lyfjaframleiðslu á Íslandi nær aftur til fyrri hluta þessarar aldar þegar Reykjavíkurapótek og Laugavegsapótek framleiddu ýmis lyf í apótekunum sjálfum. Eftir því sem kröfur fóru vaxandi um stöðl- uð gæði og samræmingu í lyfja- skráningu milli landa dró úr slíkri framleiðslu og sérhæfð lyfjafram- leiðslufyrirtæki hófu starfsemi. Eins og á öðrum sviðum atvinnu- lífsins hafa orðið talsverðar svipt- ingar í lyfjaiðnaði, fyrirtæki sam- einuð, önnur lögð niður og ný stofnuð. Nú starfa tvö fyrirtæki við lyfjaframleiðslu á Íslandi, það eru Omega Farma og Delta. Íslensku lyfjafyrirtækin hafa löngum haft viðunandi markaðs- stöðu og nú má áætla að þau hafi tæplega 20% markaðshlutdeild á innanlandsmarkaði. Á bak við þessa sölu stendur íslenskt hugvit og verðmætasköpun í innlendri framleiðslu. Útflutningur Ljóst hefur verið í nokkurn tíma, að útflutningur á lyfjum og lyfja- tengdu hugviti er nauðsyn, til að renna styrkari stoðum undir lyfja- iðnað á Íslandi. Segja má að vaxt- armöguleikar íslensks lyfjaiðnaðar felist í sókn á erlendan markað, sérstaklega á tímum alþjóðavæð- ingar. Útflutningur lyfja frá Íslandi hófst árið 1987. Fyrst var leitað hófanna á Írlandi, en Norðurlönd- in, Bretland og Þýskaland fylgdu í kjölfarið. Frekar var kosið að bera niður á kröfuhörðum markaði í Evrópu og byggja útflutninginn á gæðum, í stað þess að leggja til at- lögu við fjarlægari markaði, þar sem kröfur eru minni og byggjast meira á miklu magni og lágu verði. Þessi nálgun hefur skilað því að nú hafa íslensk lyfjafyrirtæki náð að komast inn á enn fleiri markaði. Auk þeirra landa sem fyrst voru talin hafa lyf og lyfjahugvit frá Delta og Omega Farma verið markaðssett í fjölmörgum löndum og má þar nefna Tékkland, Frakk- land, Ísrael, Sviss, Austurríki, Hol- land, Belgíu, Grikkland, Spán, Kýpur, Ungverjaland, Slóvakíu, Lettland, Litháen, Suður-Afríku, Singapúr og Ástralíu. Samstarf hefur verið við innlend lyfjafyrirtæki á hverjum stað um markaðssetningu á lyfjum. Samn- ingar hafa verið gerðir um fram- leiðslu og sölu lyfja í fjölmörgum löndum fram yfir árið 2010. Tækifæri íslensks lyfjaiðnaðar Frá 1. janúar 1995 hafa gilt hlið- stæð lög á Íslandi og í flestum öðr- um löndum Evrópu um einkaleyf- isvernd. Fram til þess tíma voru lögin með öðrum hætti á Íslandi og hefur það veitt íslenskum lyfjafyr- irtækjum ákveðna möguleika um- fram erlenda keppinauta. Þótt hægt væri að sækja um einkaleyfi á Íslandi létu mörg erlend fyrirtæki það undir höfuð leggjast og hefur það gefið íslenskum lyfjaframleið- endum færi á að vinna með lyfja- efni og þróa framleiðsluaðferðir og ný lyfjaform, þó svo að ekki hafi verið unnt að hefja útflutning fyrr en einkaleyfi var útrunnið í við- komandi löndum. Íslensk fyrirtæki hafa því staðið vel að vígi, þegar opnast fyrir útflutning. Slíkt tæki- færi gafst snemma árs 1995 í Þýskalandi og það nýtti Delta. Á því eina ári margfaldaðist útflutn- ingurinn og fór úr 39 milljónum króna í 650 milljónir. Svipað var uppi á teningnum í ársbyrjun síð- asta árs þegar hjartalyfið lisinopril fór af einkaleyfi í Þýskalandi. Omega Farma hefur einnig þró- að og framleitt lyf á markað í Þýskalandi. Lyfin doxazosin og bis- oprolol eru gefin við háþrýstingi og í meðferð vegna stækkunar blöðru- hálskirtils. Sú staðreynd að ís- lenskt lyf er viðurkennt á markaði ytra sýnir að það er eins og frum- lyfið, sem er mjög mikilvægt því uppfylla þarf ýtrustu kröfur um gæði lyfjanna og þær upplýsingar sem þeim fylgja til að komast inn á markað þar. Þetta er því ákveðinn gæðastimpill á íslenskri lyfjafram- leiðslu. Sala á lyfjahugviti, þ.e. skráning- argögnum fyrir lyf, sem unnin eru af íslenskum vísinda- og tækni- mönnum, er ört vaxandi þáttur út- flutningsins. Þau ryðja fyrirtækj- unum braut inn á markaðina. Á síðasta ári nam útflutningur á lyfj- um og lyfjahugviti um 1.600 millj- ónum og stefnir hann í 2.100 millj- ónir á þessu ári. Framtíðin Íslensk lyfjafyrirtæki stefna að því að taka þátt í spennandi þróun lyfjaiðnaðar í framtíðinni. Það er ekki hægt, nema til komi þekking, framsýni og vilji til að gera vel. Ef íslensk lyfjaframleiðslufyrirtæki vilja vera með í þróuninni verða þau að hafa fullkomnasta búnað og búa yfir mannauði, til að takast á við krefjandi verkefni. Reynt hefur verið að skjóta styrkum stoðum undir þessa starfsemi, kalla fram hagræðingu, gera framleiðsluað- stöðuna góða og nýta hana sem best. Stefnan hefur nú verið tekin á að hefja þróun og útflutning lyfja inn á kröfuharðasta lyfjamarkað heims, Bandaríkjamarkað. Mikilvægur þáttur í framrás ís- lenskra fyrirtækja er samstarf við erlend lyfjafyrirtæki þar sem sér- þekking hvors aðila um sig nýtist til að auka getu til þróunarverk- efna og framleiðslu. Það er því óhætt að fullyrða að íslensk lyfja- fyrirtæki standa framarlega í hópi þeirra fyrirtækja sem fara munu fyrir sókn íslensks hugvits inn í nýja öld. Þar verða þekking og mannauður helstu markaðsafurðir þjóðarinnar. Eyþór E. Sigurgeirsson Lyf Íslensk lyfjafyrirtæki standa framarlega í hópi þeirra fyrirtækja, segja Björn Aðalsteinsson og Eyþór E. Sigurgeirs- son, sem fara munu fyr- ir sókn íslensks hugvits inn í nýja öld. Björn er forstöðumaður markaðs- sviðs Delta hf. og Eyþór er mark- aðsstjóri Omega Farma ehf. Björn Aðalsteinsson Íslenskur lyfjaiðnaður – þjóðþrifastarfsemi flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.