Morgunblaðið - 05.04.2001, Page 42

Morgunblaðið - 05.04.2001, Page 42
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGA má lesa greinar sem maður get- ur ekki verið sammála af einhverjum ástæð- um. Mjög oft er um- fjöllunin málefnaleg, vönduð og höfundinum til sóma. Jafnvel þótt lesand- inn sé ekki allskostar sammála. Ábyrgð greinarhöfunda er mik- il þegar kemur að því að upplýsa og fara með staðreyndir sem eru ekki bundnar smekk eða eigin skoðunum. En verra er þegar stað- reyndirnar eru heima- lagaðar að vild eða í vafasömum og villandi tilgangi. Leikskólabörn á markað? Föstudaginn 16. mars birti Morg- unblaðið grein eftir Björgu Bjarna- dóttur, formann Félags íslenskra leikskólakennara FÍL, um einka- rekna leikskóla. Ekki einungis er fyr- irsögnin beinlínis niðrandi fyrir leik- skólabörnin sem ekki geta lesið eða svarað fyrir sig heldur er hún í engu samræmi við umfjöllunarefni grein- arinnar. Eða eru leikskólabörnin orð- in markaðsvara eins og nýir bílar, námsbækur, hlutabréf, eldislax og lambakjöt? Er það skoðun greinar- höfundar eða Félags leikskólakenn- ara að leikskólabörn séu komin á markað? Þetta finnst okkur vera nið- urlægjandi fyrir leikskólabörnin og gefa ranga hugmynd um vinnubrögð einkarekinna leikskóla. Þá þykir okk- ur markaðsetning leikskólabarnanna falla illa að starfslýsingu leikskóla- kennara. Í besta falli er þetta ósmekklegt orðalag, valið til að vekja fordóma gagnvart einkareknum leik- skólum. Óttinn, hættan og óvinurinn Efnislega er greinin varla svara- verð enda hverjum og einum frjálst að viðra sínar skoðanir. Reyndar bera skrifin þess merki að vera sprottin af ótta. Ótta við það sem greinarhöfundur þekkir ekki og hlýtur þ.a.l. að vera hættulegt. Það sem er hættulegt verður að óvini. Ef aðeins höfundur- inn hefði ómakað sig eftir heimildum um viðfangsefni sitt, frekar en að gefa sér forsendur, hefði greinin í það minnsta verið rétt sögulega. Greinarhöfundur telur t.d. að rekstraraðilar einkarekinna leik- skóla séu líklegri til að stela launa- tengdum- og opinberum gjöldum en aðrir. Þessar yfirlýsingar ásamt ýmsum staðreyndavillum sem lætt er inn hjá lesendum þjóna þeim tilgangi einum að gera einkarekna leikskóla tortryggilega. Innritunarreglur einkarekinna leikskóla þykja greinarhöfundi óljós- ar. Er það ekki furða þar sem grein- arhöfundur hefur ekki kynnt sér þær. Fullyrðingar greinarhöfundar um að einkareknir leikskólar flokki og vinsi úr þau börn sem þarfnist stuðnings er einungis enn ein sönnun þess að höfundur hefur alls ekki unn- ið heimavinnuna sína áður en hún tók að sér að uppfræða lesendur Morg- unblaðsins um hinn alvonda einka- rekstur. Upplýsingar um þessi börn má finna í desemberskýrslum leik- skóla til Hagstofu Íslands þar sem sannleikselskandi greinaritarar gætu aflað sér heimilda. Þá óttast greinarhöfundur lokanir á einka- reknu leikskólunum. Hefur greinar- höfundur borið saman fjölda lokaðra plássa annarsvegar hjá einkareknum og hins vegar hjá sveitarfélagsrekn- um? Fleiri plássum hefur verið lokað af sveitarfélögum en einkaaðilum í lengri eða skemri tíma. Þegar vegið er að einkareknum leikskólum með þessum hætti er ekki hægt að látið kyrrt liggja og leyfa illa upplýstum pistlahöfundi að fara með ósannindi og bull á okkar kostnað. Undirrituð reka stærstu einkareknu leikskólana í Reykjavík og kannast ekki við að leitað hafi verið heimilda um rekstur þeirra né faglegar forsendur af höf- undi umræddrar greinar hvorki af honum sjálfum né aðilum á hans veg- um. Í greininni spyr höfundur: „Hvaða rök mæla með því að leik- skólar fremur en aðrir skólar séu settur á svokallaðan markað og einkavæddir?“ Hefur greinarhöfund- ur dvalið erlendis allan sinn aldur? Leikskólarnir eru fjarri því að vera einu skólarnir sem eru reknir af öðr- um en sveitarfélögum. Lengst fram- an af voru allir leikskólar einkareknir eða hefur greinarhöfundur gleymt öflugu og góðu starfi Sumargjafar. Lögbrjótarnir Undir fyrirsögninni „brotalamir“ heldur höfundur því fram að eftirliti með einkareknum leikskólum sé ábótavant. Við erum ánægð með allt eftirlit og reyndar samstarfið allt við Leikskóla Reykjavíkur sem annast eftirlitið fyrir hönd menntamálaráðu- neytisins. Það er eðlilegt að okkar mati að öflugt eftirlit sé haft með öll- um leikskólum. Eða er greinarhöf- undur að segja berum orðum að hvorki menntamálaráðuneytið né Leikskólar Reykjavíkur séu starfi sínu vaxnir eða það sem verra er; að ekki sé farið í einu og öllu eftir lögum um leikskóla og aðalnámskrá? Við þekkjum það af eigin raun að öllum kröfum settum fram í lögum, reglu- gerð og aðalnámskrá fyrir leikskóla er fylgt út í æsar þegar skólastarfið er skipulagt og tekið út í okkar leik- skólum sem eru allir einkareknir. Við getum alveg fallist á þá hug- mynd að leikskóladvöl eigi að vera ókeypis. Þ.e.a.s. sveitarfélögin greiði leikskólagjöldin. Er eitthvað sem segir að einkareknir leikskólar geti ekki selt sveitarfélögum þjónustu sína? Tilvera einkarekinna leikskóla gefur kærkomið tækifæri til sam- keppni, frekari þróunar, samanburð- ar og fjölbreyttari starfsvettvangs fyrir félaga í FÍL. Við fáum ekki séð hvernig einka- rekstur getur unnið gegn stéttarvit- und og skapað lakari kjör. Sam- keppni um vinnuafl tryggir holla eftirspurn eftir hæfum starfskröftum sem njóta eðlilegrar umbunar fyrir vel unnin störf. Áróður FÍL gegn einkareknum leikskólum er reyndar löngu kominn út fyrir velsæmismörk. Ávinningurinn Hver er ávinningurinn af þess háttar skrifum sem Björg Bjarna- dóttir lét frá sér fara? Er þetta starfi leikskóla til framdráttar? Þjónar þetta almannaheill? Eykur þetta hróður FÍL? Gerir þetta greinar- ritara trúverðugri sem skoðanaleið- toga? Nei tæplega. Bull og vitleysa um einkarekna leikskóla Sólveig Einarsdóttir Leikskólar Tilvera einkarekinna leikskóla, segja Þor- steinn Svavar McKinstry, og Sólveig Einarsdóttir gefur kærkomið tækifæri til samkeppni. Sólveig er leikskólastjóri Vinaminnis og Þorsteinn Svavar er framkvæmdastjóri Fossakots. Þorsteinn Svavar McKinstry skrefi framar oroblu@sokkar.is - www.sokkar.is Kynning í Lyfju Lágmúla í dag, fimmtudag 5. apríl, kl. 13-17 Fermingartilboð á öllum sokkabuxum 20% afsláttur Tilboð gilda einnig í Lyfju Hamraborg, Lyfju Smáratorgi, Lyfju Garðabæ, Lyfju Hafnarfirði og Lyfju Laugavegi Lágmúla 5, sími 533 2300 Menntamálaráðu- neytið hefur nýlokið við að úthluta styrkjum til starfsemi sjálfstæðra leikhúsa og sviðslista- hópa. Úthlutað var 25 milljónum af fjárlaga- liðnum „Til starfsemi atvinnuleikhópa“, auk starfslauna úr Lista- sjóði. Ráðuneytið út- hlutar umræddum styrkjum að fengnum tillögum leiklistarráðs. Augljóst er að leiklist- arráði hefur verið nokkur vandi á hönd- um við gerð tillagna um styrki á yfirstandandi ári. Ráðið hefur kosið að gera tillögu um að dreifa styrkjum á óvenju mörg leikhús og sviðslistahópa. Þessi áhersla er breyting frá því sem verið hefur. Úr tillögum leiklistar- ráðs undanfarin ár hefur mátt lesa að ráðið hefur lagt áherslu á að veitt- ir væru fáir en þá hærri styrkir til sjálfstæðu leikhúsanna og sviðslista- hópanna. Ástæða þess er ljóslega sú að ráðið hefur viljað varast að veittir væru alltof lágir styrkir í mörg kostnaðarsöm verkefni. Að slíkt gæti verið bjarnargreiði. Betra væri að styðja sem best við færri verkefni, sem þá aftur á móti gæfi fyrirheit um metnaðarfyllri vinnubrögð og betri árangur. Bandalag sjálfstæðra leik- húsa hefur stutt þetta verklag. Eins og að framan greinir kýs leiklistar- ráð nú að setja fram til- lögur að meiri dreif- ingu styrkja. Nú má gera ráð fyrir að nokkrar ástæður séu fyrir þessari nýju áherslu. Ein ástæða þessa er væntanlega sú gríðarlega öfluga starf- semi sem sjálfstæðu leikhúsin og sviðslista- hóparnir hafa staðið fyrir á undanförnum árum. Fyrir hendi er mikil þörf margra leik- húsa og hópa fyrir stuðning menntamála- ráðuneytisins. Á síðasta ári stóðu sjálfstæðu leikhúsin og sviðslista- hóparnir fyrir 36 nýjum frumsýning- um. Af þeim fjölda voru 24 ný íslensk verk. Styrkveitingarnar nú í ár eru lýsandi fyrir gróskuna í þessum geira, að það eru fjölmargir aðilar sem þurfa styrki í þessari listgrein. Á undanförnum misserum hefur margoft komið fram að tímabært sé að auka verulega stuðning við starf sjálfstæðu leikhúsanna og sviðslista- hópanna. Á síðustu vikum hafa skoð- anir listamanna og annarra hvað þetta varðar komið einkar skýrt fram. Bandalag íslenskra listamanna hefur sent frá sér mjög ákveðnar til- lögur um stóraukinn stuðning menntamálaráðuneytisins við starf sjálfstæðu leikhúsanna og sviðslista- hópanna, Leiklistarsamband Íslands hefur sent frá sér mjög ákveðna ályktun í sömu veru og Samkeppn- isráð beinir tilmælum til ráðherra um endurmat á opinberri aðstoð við leikhúsrekstur til að jafna stöðuna á leikhúsmarkaði. Allar þessar hug- myndir ganga í sömu átt og um þær ríkir mikil samstaða. Nú liggja fyrir tillögur í mennta- málaráðuneytinu um samning um verulega aukinn stuðning og er mið- að við að hann verði kominn í 84 milljónir árið 2005. Vegna umræð- unnar undanfarnar vikur og við- bragða ráðamanna við þessum hug- myndum, ríkir mikil bjartsýni og eftirvænting meðal sjálfstæðra leik- húsa og sviðslistahópa um að þetta markmið og umrædd hækkun nái fram að ganga núna. Samstaða um næsta skref Þórarinn Eyfjörð Leikhús Mikil bjartsýni og eft- irvænting, segir Þór- arinn Eyfjörð, ríkir meðal sjálfstæðra leik- húsa og sviðslistahópa. Höfundur er leikstjóri og formaður Bandalags sjálfstæðra leikhúsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.