Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halldór Guð-mundur Ólafsson fæddist í Hafnarfirði 3. febrúar 1921. Hann lést þar 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Anna Hall- dórsdóttir frá Skeggjastöðum í Garði, f. 9.6. 1886, d. 11.6. 1967, og Ólafur Guðmundsson frá Hellu í Hafnarfirði, f. 24.1. 1887, d. 5.2. 1961. Eftirlifandi systir Halldórs er Guðmunda Halldóra Ólafsdóttir, f. 16.1. 1915. Halldór kvæntist 7.6. 1946 Steinunni Magnúsdóttur frá Döl- um í Fáskrúðsfirði, f. 13.11. 1916, d. 5.10. 1999. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Sigríður Steins- dóttir frá Barði í Eskifjarðarkálki, og sótti þar barnaskóla. Gagn- fræðingur varð hann frá Flens- borgarskóla 1937. Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskól- anum 1940 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1950. Hall- dór tók stúdentspróf frá Verslun- arskóla Íslands árið 1960. BA- prófi í ensku og dönsku lauk hann frá Háskóla Íslands árið 1966 og cand. mag.-prófi í ensku frá sama skóla áratug síðar. Auk þess sótti hann tungumálanámskeið bæði á Íslandi og erlendis. Halldór vann við skrifstofustörf á árunum 1940 til 1953. Hann stundaði kennslu, fyrst við Lækj- arskóla 1953-1956 og síðan við Flensborgarskóla 1956 til starfs- loka vorið 1988. Fyrri árin í Flens- borg kenndi hann ensku, dönsku, vélritun og bókfærslu en ein- göngu ensku hin síðari ár. Halldór fékkst talsvert við þýðingar bæði skáldsagna og greina í tímarit og þýddi m.a. bókina Lísa í Undra- landi eftir Lewis Carrol 1954. Þá fékkst Halldór við ritun verslun- arbréfa fyrir ýmis fyrirtæki. Hall- dór bjó nær alla tíð í Hafnarfirði, lengst af í Ásbúðartröð 5. Halldór verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. f. 25.7. 1889, d. 1.3. 1968, og Magnús Stef- ánsson frá Tungu á Fáskrúðsfirði, f. 17.7. 1883, d. 8.7. 1963. Börn Halldórs og Steinunnar eru: 1) Anna Björg, læknir, f. 3.5. 1948, búsett í Reykjavík. Hennar sonur er Halldór Steinn, f. 23.2. 1983. 2) Halla Sólveig, hús- móðir, f. 15.6. 1953, gift Sigurjóni Högna- syni lögfræðingi, f. 2.3. 1954, þau eru bú- sett í Hafnarfirði. Þeirra börn eru: a) Karl, f. 20.12. 1980, hans unnusta er Aðalheiður Halldórs- dóttir, f. 11.2. 1984, og b) Freyja, f. 21.10. 1988. 3) Magnús Ólafur, fulltrúi, f. 18.6. 1956, búsettur í Hafnarfirði. Halldór ólst upp í Hafnarfirði Á enda hefur gengið sína lífsins götu Halldór G. Ólafsson. Farsæll var Halldór á göngunni enda fá- dæma atorku- og samviskusamur. Gangan hófst í Sveinskoti á Hvaleyri við Hafnarfjörð árið 1921 og henni lauk 80 árum síðar norðar og austar í bænum á sjúkrahúsinu Sólvangi. Halldór bjó og starfaði nær allt sitt líf í Hafnarfirði, en leið hans lá þó víða í ákafri þekkingarleit hans. Fróðleiksþorsti var ríkur eigin- leiki í fari Halldórs. Hvort tveggja var að hann sótti sér góða menntun í skóla og að hann var óþreytandi við að auka þekkingu sína á eigin spýtur. Dugnaður var ekki síður ráðandi þáttur í athöfnum Halldórs. Sam- hliða krefjandi námi, sem hann stundaði af þeirri atorku er ein- kenndi allt hans starf, vann hann af samviskusemi fulla og löngum meira en fulla launavinnu. Jafnframt var hann umhyggjusamur fjölskyldufað- ir og lagði drjúgan skerf til uppeldis og umönnunar barna sinna og síðar barnabarna. Var því engu líkara en sólarhringur hans væri lengri en annarra. Halldór var fús að miðla öðrum af þekkingu sinni, enda valdi hann sér kennslu að aðalstarfi. Lengst af kenndi hann við Flensborgarskóla. Honum var einkar annt um velferð nemenda sinna og var jafnan boðinn og búinn að veita þeim lið bæði á og utan skólatíma. Halldór lagði sig all- an fram við kennsluna og gerði ríkar kröfur til sjálfs sín. Verður það t.d. glöggt ráðið af því að hann réðst í cand. mag.-nám til viðbótar BA- menntun sinni þegar kennsla á fram- haldsskólastigi var tekin upp í Flens- borgarskóla. Halldór hafði yndi af ferðalögum og fór víða bæði um Ísland og erlend- ar grundir. Ferðir sínar skipulagði hann í þaula og nýtti á þeim hverja stund til að drekka í sig menningu þeirra þjóða og náttúrufegurð þeirra landa er hann sótti heim. Heim kominn undi hann við rifja ferðasögurnar upp fyrir sjálfan sig og aðra og studdist þá við ljósmyndir og minjagripi auk minnispunkta sem hann hafði skráð hjá sér. Áhugasamur var Halldór um listir. Hann las mikið og sótti leik-, kvik- mynda- og myndlistarsýningar. Vandlátur var hann á listir og sóttist ekki eftir fáfengilegri afþreyingu. Halldór var gagnrýninn í hugsun en lét þó menn jafnan njóta sannmælis. Hann var maður jafnaðar og hallur undir félagshyggju. Fjarri fór þó að hann fylgdi kenningum í blindni og því síður flokkslínum, heldur lagði hann sitt mat á málefni og breytti eftir eigin sannfæringu. Þótt glað- sinna væri og hrókur fagnaðar með fjölskyldu sinni höfðuðu glaumur og glys skemmtanalífs ekki til hans. Ut- an vinnu umgekkst hann ekki marga en lagði þeim mun meiri rækt við sína nánustu. Á röskri ævigöngu sinni hlífði Halldór sér hvergi og að leiðarlokum var hann þrotinn kröftum. Hans mun verða minnst sem atorkumanns er skilaði farsælu ævistarfi. Sigurjón Högnason. Finnst nokkuð betra í þessum heimi en góðir vinir? Vinir sem tengjast í bernsku og gefa hlutdeild og taka þátt í öllu sem lífið gefur. Að eiga vini sem alltaf er hægt að tala við, heimsækja og kalla til sín, í gleði og sorg. Þegar svona vinir eiga svo for- eldra, sem líka verða vinir okkar og barna okkar, þá er veröldin harla góð. En af því að tíminn nemur aldrei staðar og öll þokumst við í eina átt kemur æ oftar að því að við sjáum á eftir kærum vinum. Við sem eitt sinn vorum lítil, stálpuð, ung og í blóma lífsins, erum núna miðaldra og kveðj- um „fullorðna fólkið“ frá bernsku- dögum okkar. Og þá ber að þakka fyrir sig. Halldór G. Ólafsson og Steinunn Magnúsdóttir, foreldrar Önnu Bjargar vinkonu minnar, voru ein- hverjar bestu og skemmtilegustu manneskjur sem ég hef kynnst. Að koma á heimili þeirra var eins og að ganga inn í ævintýri. Garðurinn stóri með jarðhýsi, ról- ur, tjörn og ýmsan jarðargróður, æt- an jafnt sem óætan. Húsið með háa- loftið, stofurnar og allt það merkilega sem þar var að sjá, eld- húsið þar sem alltaf var eitthvað gott í boði og herbergi með fullar hillur af bókum frá gólfi til lofts. Og svo gleðin og ánægjan sem alltaf ríkti á þessu heimili. Frá því mig í fyrsta sinn bar þar að garði var mér tekið með virktum. Ég minnist ófárra skipta við eldhúsborð- ið þar sem rætt var um allt milli him- ins og jarðar, fullorðnir og börn sem jafningjar, allir fengu að láta skoð- anir sínar í ljós og reynt var að finna svör við öllum spurningum. Er hægt að gefa börnum nokkuð betra? Ein af skemmtilegu minningunum er sú, að Halldór fór með okkur vinkonum á skauta. Hann var fínn til fara, eins og alltaf, í jakkafötum og ullarfrakka á skautunum en það kom ekki í veg fyrir að hann léki hinar mestu listir, renndi sér á öðrum fæti í ótal hringi og færi hraðar aftur á bak en við stelpurnar komumst áfram. Við Anna Björg urðum stórar og lukum barnaskóla. Anna Björg og ýmsar aðrar af bekkjarsystrum okk- ar fóru með strætó í Kvennó. Ég ark- aði hins vegar upp í Flensborg og varð þá nemandi vinar míns, Hall- dórs. Hann var kennari af lífi og sál. Bókfærsla, enska, danska og ís- lenska, allt lét honum jafn-vel. Gleði yfir velgengni nemendanna, hvatn- ingarorð og góð ráð ef ekki gekk allt að óskum. Hann vildi hag okkar allra sem mestan og bestan og fylgdist með nemendum sínum löngu eftir að leiðir skildi. Heima í Ásbúðartröð réð Steina ríkjum, sinnti börnum og blómum, gestum og heimafólki og þegar litlu börnin, Halla og Magnús, uxu úr grasi tók við tími kattanna. Hinir fegurstu kettir og í miklu dálæti hús- móður sinnar. Mig grunar að henni hafi jafnvel þótt vænna um þá en kaktusinn skelfilega sem skartaði í stofunni öllum öðrum til hrellingar en henni til yndis og ánægju. Kattlífið er nú sjaldnast langt og kettirnir í Ásbúðartröð enduðu sitt ævisvall einn af öðrum. Um það leyti lögðust hjónin í ferðalög. Vítt og breitt um heiminn, vel lesin og und- irbúin og nutu hvers augnabliks. Er þá ótalið það sem mesta gleði gaf á seinni árum en það voru barna- börnin sem áttu hug og hjarta afa og ömmu. Ekkert var þeim of gott og allt hefðu þau hjón lagt í sölurnar fyrir Halldór Stein, Kalla og Freyju. Allt rennur sitt skeið og nú eru mildar raddir þessara vina minna að eilífu hljóðnaðar. Steina kvaddi fyrir rúmu ári og nú er tími Halldórs á enda. En í huga okkar sem þekktum þau og þótti vænt um þau eru þau enn þá – ljóslifandi, glöð og hress. Það er gott að eiga slíkar minningar. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar og allra annarra sem þótti vænt um Halldór og Steinu. Edda Ársælsdóttir. Látinn er á 81. aldursári samkenn- ari minn til margra ára, Halldór Ólafsson. Hann er án efa sá sam- kennara minna sem hvað skýrast lif- ir í minningunni og er þó af ýmsu að taka. Vil ég hér á eftir minnast hans með nokkrum orðum. Þegar sá sem þessar línur ritar réðst til kennslustarfa við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði hafði Halldór þegar starfað þar í nærfellt heilan áratug, eða frá árinu 1956. Áð- ur hafði hann verið kennari um skeið við Barnaskóla Hafnarfjarðar. Á þessum árum var Flensborgarskól- inn gagnfræðaskóli og kenndi Hall- dór einkum bókfærslu og tungumál en hann hafði lokið verslunarprófi frá Verslunarskólanum. Hugur hans hneigðist þó fremur til tungumál- anna, einkum ensku, og því tók hann til við nám á því sviði samhliða fullu kennarastarfi. Á næstu árum lauk Halldór stúdentsprófi, BA-prófi í ensku, prófi í uppeldis- og kennslu- fræðum og loks masterprófi. Okkur samkennurum hans var það oft undr- unarefni hvernig Halldóri tókst að koma öllu þessu í verk því hvergi dró hann af sér í kennslu sinni. En eljan var mikil og áhuginn ódrepandi og þar sem slíkt er til staðar eru flestir vegir færir. Halldór starfaði síðan við Flens- borgarskólann óslitið til loka skóla- árs 1989 er hann lét af störfum enda nokkuð farinn að mæðast. Hann hafði undangengin ár kennt nokkurs fótarmeins sem gerði honum örðugt um vik við að sinna starfi sínu af þeirri kostgæfni og atorku sem hann sjálfur kaus. Andinn var hins vegar óbugaður af Elli kerlingu. Fundum okkar bar ekki oft saman eftir að Halldór lét af störfum en þó sá ég stöku sinnum til ferða hans, einkum milli heimilis og sundlaugar en þang- að sótti Halldór reglulega endurnær- ingu. En þær ferðir urðu með tím- anum sífellt strjálli og þar kom að þær urðu honum ofraun. Konu sína missti Halldór fyrir fáum misserum og var sá missir honum sár því kært hafði verið milli þeirra hjóna alla tíð. Undir það síðasta dvaldi Halldór á Sólvangi í Hafnarfirði og naut þar góðrar umönnunar til hinstu stund- ar. Halldór var víðlesinn maður og vel fróður um marga hluti. Hann naut þess að ferðast og lagði sig allan fram um að afla sér fróðleiks á ferð- um sínum, jafnt innan lands sem ut- an. Sögufrægir staðir, söfn og alls konar menningarfyrirbæri voru hon- um efst í huga á ferðum sínum. Að ferð lokinni hafði hann ríka þörf fyrir að segja öðrum frá því sem hann hafði upplifað og skoðað, fannst aðrir fara svo mikils á mis fengju þeir ekki a.m.k. smjörþefinn af því sem hann hafði séð og upplifað. Á áhrifamikl- um augnablikum frásagnarinnar gat þessi þörf hans orðið svo sterk að hann bókstaflega hélt viðmælanda sínum föstum með taki um handlegg hans þar til sögumaður hafði lokið frásögn sinni. Skipti þá sjaldnast máli þó hringt hefði verið inn í næstu kennslustund. Þvílíkur var eldmóð- urinn! Halldór var kennari af hugsjón og gaf sig allan í starfið og dró hvergi af sér. Engan kennara annan hef ég vit- að lagfæra stíla og ritgerðir nem- enda af þvílíkri kostgæfni sem hann. Oft voru lagfæringar og athuga- semdir um margt sem betur mátti gera lengri en sjálft verkefnið sem nemandinn hafði skilað og þurfti oft aukablað með frá kennara til að allar ábendingar kæmust fyrir. Það er enda svo að sú mynd sem stendur mér skýrust fyrir sjónum nú þegar ég festi þessi orð á blað er af Halldóri Ólafssyni á hlaupum um skólann með fangið fullt af stílabókum og blöðum. Þannig var Halldór; áhuginn og eld- móðurinn áttu sér engin takmörk. Það verður að teljast gæfa hvers skóla að haft haft í þjónustu sinni jafn dyggan starfsmann og Halldór Ólafsson og fyrir það vill skólinn koma á framfæri innilegu þakklæti. Fyrir mig persónulega má segja að lífsbókin mín væri snöggtum fátæk- legri en hún nú er hefði ég ekki kynnst Halldóri Ólafssyni og átt með honum samleið í starfi í hartnær ald- arfjórðung. Fyrir það er af alhug þakkað. Börnum hans og eftirlifandi ætt- ingjum votta ég samúð mína og kveð góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Arnaldur Árnason, kennari við Flensborgarskólann. Halldór Ólafsson, samkennari okkar til margra ára, er látinn, ný- lega orðinn áttatíu ára. Margar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til baka og minnumst hans. Við minnumst þess þegar við vorum að fikra okkur áfram okkar fyrstu ár í Flensborg hversu vel hann tók okkur og hversu óþreytandi hann var að liðsinna okkur og gera okkur starfið eins auðvelt og mögu- legt var. Á okkar fyrstu árum innan skólans var Halldór deildarstjóri innan enskudeildarinnar og við báð- ar með lítil börn og önnur í fram- haldsnámi. Fyrir okkur vildi hann gera starfið og undirbúninginn eins auðveldan og mögulegt var og miðl- aði okkur óspart af sinni löngu reynslu. Alltaf gat hann gefið góð ráð og ófá kvöld sátum við öll saman og sömdum æfingar og próf, en hann var mjög fær og leikinn í því. Halldór var mjög kappsfullur kennari og náði góðum árangri. Hann sinnti kennslu sinni af stakri eljusemi og hjálpsemi hans í garð nemenda var við brugðið. Hann leit á þá alla tíð sem persónulega vini og margir þeirra minnast hans fyrir allt sem hann gerði fyrir þá. Hann fór í framhaldsnám á fullorðinsaldri og útskrifaðist með cand. mag.-próf í ensku 1976. Þetta nám stundaði hann ásamt því að kenna fulla kennslu og vinna aukavinnu við enskar verslunarbréfaskriftir sem hann stundaði um margra ára skeið. Ferðalög voru líf og yndi Halldórs. Hann talaði um að hann hefði ekki átt bíl um árabil, þar sem hann hefði ekki efni á að reka bíl og jafnframt ferðast til útlanda á sumrin. Það var því aldrei spurning í huga hans hvoru hann yrði að fórna. Bíllinn fór. Halldór ferðaðist oft til útlanda, a.m.k. hin seinni ár. Venjulega var hann búinn að lesa sér til um staðina sem hann hugðist heimsækja hverju sinni, kynna sér menningu og list- viðburði, leita eftir alls konar upplýs- ingum, svo vel að hann var nánast orðinn sérfræðingur þar um áður en lagt var af stað. Á þessum ferðum kom hann miklu í verk, skoðaði söfn og merka staði, borgir og byggingar. Eftir á naut hann þess að ræða um ferðalög sín og þannig voru þau hon- um til óþrjótandi ánægju. Ferðir þær sem hann fór til Ítalíu og Grikk- lands urðu honum eilífur sagna- brunnur. Síðustu mánuðina dvaldi Halldór á Sólvangi í Hafnarfirði. Hann var nú þrotinn að heilsu og kröftum – búinn að skila drjúgu ævistarfi. Við heim- sókn á Sólvang fyrir örfáum vikum kom samt gamli glampinn í augu hans er talið barst að ferðalögum er- lendis. Við sendum ættingjum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning góðs samferðamanns lifir í huga okkar allra. Guðrún Jónsdóttir og Lilja Héðinsdóttir. HALLDÓR GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.