Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 51

Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 55 ✝ Þorbjörn Guð-brandsson fædd- ist 16. nóvember 1906 í Skálmholti í Villingaholtshreppi. Hann lést á Hrafn- istu 29. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hólmfríður Hjartar- dóttir og Guðbrand- ur Tómasson sem þar bjuggu. Skálm- holtssystkinin voru 13. Þorbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum í Skálmholti, hann var níunda barn þeirra. Hin voru Hjörleifur, f. 1894, d. 1979, Kristín, f. 1895, d. 1991, Tómas, f. 1897, d. 1984, Guðrún (eldri), f. 1899, d. 1954, Þor- steinn, f. 1900, d. 1981, Frið- björn, f. 1902, d. 1996, Halldór, f. 1903, d. 1976, Ólafur, f. 1905, d. 1916, Guðrún, f. 1908, d. 1996, Kristinn, f. 1911, d. 1983, Guðni, f. 1913, d. 1914. Þar að auki ólu þau upp 14. barnið, fósturdótt- urina Lilju M. Fransdóttur, f. 1922. Þorbjörn kvænt- ist 16. maí 1939 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Guðjónsdóttur frá Dísarstöðum í Sandvíkurhreppi, f. 24. september 1914. Börn þeirra eru. 1) Guðbrandur Óli, f. 16.3. 1941. Eigin- kona hans er Ásdís Kristmundsdóttir, f. 11.11. 1942. 2) Tóm- as Bergþór, f. 6.5. 1947. Eiginkona hans var Guðrún Kristín Magnúsdóttir, f. 14.1. 1952, þau skildu. 3) Þórarinn Már, f. 10.3. 1956. Eiginkona hans er Guðrún Bára Ágústs- dóttir, f. 27.9. 1959. Einnig ólu þau upp bróðurdóttur Þor- björns, Ástu Guðrúnu Tómas- dóttur, f. 4.10. 1939. Eiginmaður hennar er Carl P. Stefánsson, f. 19.7. 1924. Barnabörn þeirra eru níu og barnabarnabörnin níu. Útför Þorbjörns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afi. Núna ertu búinn að kveðja eftir mjög langa og hamingju- ríka ævi. Við systkinin erum guði þakklát fyrir að hafa verið hluti af henni og í dag kveðjum við þig með söknuði og eftirsjá. Þegar við hugsum til baka er svo ótal margs að minnast, því við vorum svo lánsöm sem börn að búa í nálægð við þig og ömmu. Við gátum alltaf farið yfir götuna í heimsókn til ykkar þegar við vildum, þar sem þið tókuð á móti okkur opnum örmum og af mikilli hlýju. Það eru minningarnar um þessar yndislegu samverustund- ir sem eru svo ofarlega í huga okkar núna og við erum svo þakklát fyrir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku amma, missir þinn er mikill, megi góður guð styrkja þig og okkur öll í sorginni. Megir þú hvíla í friði elsku afi. Ingibjörg, Sigríður og Þorbjörn Guðbrandsbörn. Nú þegar Þorbjörn föðurbróðir minn er horfinn af sjónarsviðinu, 94 ára að aldri, síðastur 13 barna Skálmholtshjónanna, er einungis Lilja, fósturdóttirin, 14. og lang- yngsta barnið, á lífi. Foreldrar Þorbjörns, Hólmfríður og Guðbrandur, keyptu jörðina Skálmholt í Villingaholtshreppi og fluttust með bú sitt og elstu börnin árið 1906. Þorbjörn ólst upp með for- eldrum sínum og systkinum við þær aðstæður sem búnar voru barn- mörgum fjölskyldum til sveita á þessum tíma. Hann vandist því fljót- lega að taka þátt í þeim fjölmörgu störfum sem féllu til á heimilinu eftir því sem aldur og þroski leyfðu, en þau viðmið voru ólík þeim sem nú eru viðhöfð og ung börn fóru snemma að hjálpa til, svo starfsævi hans eins og margra annarra af hans kynslóð er orðin býsna löng. Þorbjörn þótti snemma jafnvígur á inni- og útiverk en á þeim tíma sem hann var í foreldrahúsum var bæði matur og fatnaður unninn á heim- ilunum og þurfti margar hendur til að vinna að bústörfum. Mikið verk var að sjá fyrir klæðnaði á svo stóra fjölskyldu og aldrei mátti slá slöku við svo að hægt væri að sjá öllum fyr- ir sokkum, vetlingum og öðru prjón- lesi til fatnaðar, en Þorbjörn þótti flestum drengjum liðtækari við prjónaskap og prjónaði margan sokkinn. Það kom sér líka vel þar sem einungis þrjár af fjórum systr- anna ólust upp á heimilinu en drengjahópurinn var stór. Áður en Þorbjörn hóf sjálfstæðan búskap var hann sjómaður í nokkur ár á vetrarvertíðum, bæði í Vest- mannaeyjum og í Grindavík. 1939 hófu þau Ingibjörg og Þorbjörn bú- skap á jörðinni Glóru í Hraungerð- ishreppi og bjuggu þar til ársins 1950 en flytjast þá með börn sín til Reykjavíkur. Nokkrum árum eftir að þau höfðu komið sér fyrir í höf- uðstaðnum fara þau að undirbúa húsbyggingu og byggðu þau hjón, í félagsskap við aðra, húsið á Laug- arnesvegi 72 og fluttist fjölskyldan í sína íbúð árið 1957. Þorbjörn var einnig laginn við smíðar og vann hörðum höndum við að koma fjöl- skyldu sinni í nýtt og glæsilegt hús- næði. Á Laugarnesveginum áttu þau sín bestu ár og þar naut sín vel snyrtimennska og smekkvísi þeirra beggja, bæði innan dyra og utan. Þorbjörn átti gott safn vandaðra bóka og hafði yndi af lestri. Þótt vinnudagar hans væru oftast langir gaf hann sér ætíð tíma til að lesa og sótti sér staðgóða þekkingu á mörg- um sviðum í bækur sínar. Þorbjörn var hæglátur og dagfarsprúður mað- ur, starfsamur, skyldurækinn og heiðarleiki var hans aðalsmerki. Eft- ir að hann kom til Reykjavíkur hóf hann störf hjá Olíuverslun Íslands og vann þar til 77 ára aldurs og hætti þá störfum að eigin ósk. Þegar faðir minn missti konu sína árið 1946 frá okkur fimm ungum telpum tóku Þorbjörn og Ingibjörg Ástu Guðrúnu systur mína að sér og ólu hana upp sem eitt af sínum börn- um og hefur hún notið þess að alla tíð hafa þau litið á hana á þann hátt. Þau eiga miklar þakkir skildar fyrir að hafa komið til hjálpar á þessum erf- iðu tímum hjá föður okkar. Árið 1993 þegar aldurinn færðist yfir og heilsan fór að gefa sig, fyrst hjá Ingibjörgu sem þó lifir mann sinn í hárri elli, fluttust þau hjónin að Hrafnistu, fyrst í þjónustuíbúð við Jökulgrunn en síðar inn á dvalar- heimilið þar sem þau nutu þeirrar umönnunar sem nauðsynleg var. Á þessum síðustu árum þegar Ingi- björg var orðin ófær um að hugsa um sig sjálf og var bundin hjólastól kom skýrt í ljós hve mikla umhyggju og ábyrgð hann bar fyrir hag konu sinn- ar, hann mátti helst aldrei frá henni víkja og fylgdist með henni hverja stund meðan hugur hans og orka leyfðu. Kærar þakkir sendi ég starfsfólki Hrafnistu og til annarra þeirra sem önnuðust þennan aldraða frænda minn síðustu árin hans. Ingibjörgu frænku minni og börnum þeirra, tengdabörnum og afkomendum öll- um votta ég samúð mína. Þótt dauð- inn sé lausn öldruðum og þreyttum fylgir sár tregi því að sjá á bak sínum nánustu, en minningarnar um góðan mann sitja eftir og verma. Hólmfríður Tómasdóttir. Í dag kveðjum við Þorbjörn Guð- brandsson sem lést í hárri elli hinn 29. mars sl. Þrátt fyrir háan aldur var hann ótrúlega ern og kom okkur sem yngri erum til að hugsa um hvernig hann héldi sér svona ung- legum. Ingibjörg konan hans og tengda- faðir minn voru systkini og þannig kynntist ég þeim ágætu hjónum. Það sem einkenndi þau helst var mikil ást og umhyggja gagnvart hvort öðru. Ástin hafði sem sagt ekkert dvínað með árunum. Í þau skipti sem ég heimsótti þau dró hann fram myndir og handavinnu. Hann var stoltur af fjölskyldunni sinni og ljóm- aði allur þegar brúðarmyndin var sýnd. Á efri árum stytti Þorbjörn sér stundir í handverki því að hann var sérstaklega flinkur handverksmað- ur. Hann náði ótrúlegri leikni í prjóni, útsaumi og leirvinnu svo fátt eitt sé nefnt. Þetta áhugamál áttu þau bæði og gátu fylgst að í hand- verkinu eftir að á Hrafnistu var kom- ið. Hann átti það til að rétta börn- unum mínum prjónles og síðast falleg leirlistaverk, sem verða vel varðveitt. Elsku Imba, megi góður Guð vera með þér á þessum erfiðu tímamót- um. Fyrir hönd fjölskyldu Sigríðar Pálsdóttur votta ég öllum aðstand- endum innilega samúð. Sigrún L. Baldvinsdóttir. ÞORBJÖRN GUÐBRANDSSON SÍÐASTLIÐINN laugardag var opn- uð listsýning er ber yfirskriftina „og sjá“. Fimm listakonur sýna verk sín í kirkjunni: Dröfn Guðmundsdóttir myndhöggvari verður með skírnar- font úr gleri, messing og steinsteypu. Verk Freyju Önundardóttur málara er stórt olíumálverk. Gunnhildur Ólafsdóttir grafíklistamaður sýnir tveggja metra hátt grafíkverk. Hrönn Vilhelmsdóttir textíllistamaður sýnir stólur og skírnarkjóla. Soffía Árna- dóttir leturlistamaður sýnir verk úr gleri með sandblásnum texta sem vís- ar í skírnina. Eins og sjá má vinna listamennirn- ir með ólíka miðla, en allar vinna þær með tákn trúarinnar. Við hvetjum þig og þína til að koma og sjá hvernig listamennirnir kallast á við trúna. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–17. Söngstund kl. 14–15 í neðri safnaðarsal. Kristján Sig- tryggsson organisti leiðbeinir og stýr- ir hópnum. Allir hjartanlega vel- komnir til að syngja eða hlusta. Boðið upp á kaffi á eftir. Mikið spjallað og stundum tekið í spil. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla ald- urshópa í safnaðarheimilinu kl. 14–16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur. Passíusálmalestur. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16. Jesúsbæn kl. 20. Taize-messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með guði. Lifandi ljós og reykelsi bjóða mann velkominn. Tón- listin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldra- og dag- mömmumorgunn kl. 10–12. Svala djákni les fyrir eldri börnin. Söng- stund með Jóni organista. Langholts- kirkja er opin til hljóðrar bænagjörð- ar í hádeginu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Tónlist, bæn og léttur málsverður. Kósý í kirkju kl. 20.30. Opinn sauma- klúbbur í gamla safnaðarheimilinu. Gott samfélag opið öllum konum. Neskirkja. Unglingastarf Nes- og Dómkirkju kl. 20 í safnaðarheimili Neskirkju. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9–10 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar. Ath. í dag heimsækjum við foreldra- starfið í Grafarvogskirkju. Mæting við Árbæjarkirkju kl. 9.45. TTT-starf 10–12 ára í Ártúnsskóla kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Helgistund kl. 11. Kvöld- bænir kl. 18. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11– 12 ára drengi kl. 17–18. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall, alltaf brauð og djús fyrir börn- in. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borg- ara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkju- varðar. Seljakirkja. Fundir fyrir 9–12 ára stráka kl. 17 í umsjá KFUM. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10–12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10–12 ára kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9–12 ára krakka kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Æskulýðsfélag Garðakirkju heldur fundi kl. 19.30– 20.30. Unglingar hvattir til þátttöku. Umræðu- og leshópur, fræðslustarf fyrir alla í Bræðrastofu kl. 21–22. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Koma má bænarefnum til presta og starfsfólks safnaðarins. Allir vel- komnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Kl. 17.30 TTT – starf fyrir 10–12 ára krakka. Leikir og létt skemmtun. Hvers vegna páskar? Kl. 20 fundur ferðahóps Æskulýðsfélags Landakirkju. Nauð- synlegt að allir mæti. Keflavíkurkirkja. Lokaæfing ferm- ingarbarna sem fermast 8. apríl: Kl. 16 fyrir þau sem fermast kl. 10.30, þ.e. 8-O í Heiðarskóla (hópur 5) og kl. 17 fyrir þau sem fermast kl. 14, þ.e. 8. B. í Holtaskóla (hópur 6). Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíulestrar kl. 20 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurð- ardóttur. Síðasta skiptið. Fyrirbæna- samvera kl. 18.30. Fyrirbænaefnum er hægt að koma áleiðis fyrir hádegi virka daga kl. 10–12 í síma 421 5013. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum og sorg- mæddum. Lífshlaup – Kristniboðsvika. Sam- koma á Holtavegi 28 kl. 20.30. Ertu með lífsmarki? Margrét Jóhannes- dóttir spyr og leitar svara. Þórunn Karlsdóttir segir frá reynslu sinni í Eþíópíu. Leifur Sigurðsson sýnir myndband frá nýjum starfssvæðum í Norður-Kenýa. Úrím og Túmmím syngja. Allir hjartanlega velkomnir. Listsýning opnuð í Grafar- vogskirkju KIRKJUSTARF 6$ $   B   /  '    / $ 8;  .&   '  !/) D ;+D!!+5 D# 123  " 3!"+!" # A               B    /   '      / $      4  ;4;   --1  2 @'+ +)!E< '+ #  +!!""! '+3,  +!"  3 3+ 0@  ! 0 !  +!"  )! 0  !! +5!   +!! $! *  "  ""   +!! 32 ( 5" # A      #  B   /  '    / $   $   $   , >    ; /  J 8 Q  . # .        4   %30 $                <      C 5    ;/ 3 !3+ 3  ;#, !"   D !" .. !   , !!   )!+2@!"   ." , !! '+30 !>!3D !" " 3/ !/( !#  7'*>  #>  -1 > ( D2 D '   !3           8  0 $    :@!  1 $' '     !  $!!#

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.