Morgunblaðið - 05.04.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 05.04.2001, Síða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 63 3 DAGA HELGARTILBOÐ! fimmtu- föstu- og laugardag NÚ 2.990 st. 36-41 svart Áður 4.990 NÚ 3.990 Svart,blátt, drapp st. 36-41 Áður 4.990 NÚ 3.990 Svart st. 36-41 Kringlunni 8-12 sími 568 6211 Skóhöllin Bæjarhrauni 16 Hafnf. sími 555 4420 Áður 5.990 NÚ 3.990 Svart st. 40-46 Fallegar kápur stuttar og síðar þykkar og þunnar Úrval af yfirhöfnum á góðu tilboðsverði Opið laugardaga frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 ÉG skrifa þessar línur í von um, að einhver geti hjálpað mér. Ég heiti Ingrid Andersson og bý í Hammen- hög í Suður-Svíþjóð. Ég hef áhuga á að komast í samband við gamla vin- konu, Eddu Kristinsdóttur, sem var við nám í Hammenhög Lantmanna- skola sumarið 1961 ásamt um átta öðrum Íslendingum. Edda var lík- lega 17 ára á þessum tíma og bjó í Reykjavík. Á þessum tíma hafði ég eftirnafnið Nilsson og starfaði á Svennes Café. Með fyrirframþökk til þeirra, sem geta hjálpað mér. INGRID ANDERSSON, Vallbyvägen 37, 276 50 Hammenhög. Hvar er Edda Kristinsdóttir? Frá Ingrid Andersson: ÞAR sem ég er meðlimur íslensku þjóðkirkjunnar hef ég fundið fyrir óvissu og veit um fleiri vegna þess hvernig kvennakirkjan ryður sér til rúms innan hennar. Hefur kirkjan gefið skýringar á þessu starfi? Hvað er kvennakirkja, er hún kom- in til þess að vera? Er það stefna þjóð- kirkjunnar að karlmenn sæki þeirra guðsþjónustur einnig? Má vænta þess að karlakirkja verði senn til? Ég hef hvergi séð né heyrt neitt um það hver staða kvennakirkj- unnar er innan Þjóðkirkjunnar. Kvenprestar tala um að breyta þurfi orðum Biblíunnar, er sátt um það innan kirkjunnar? Er það rétt að kvennakirkjan breyti Faðir vorinu þannig að upphafið sé „Móðir vor“ í kvennakirkjunni? Þarf kvennakirkj- an ekki leyfi þjóðkirkjunnar til þess að breyta þessari bæn, sem langflest- ir Íslendingar hafa lært frá barn- æsku? Hvernig á að kenna systkinum að biðja saman. Eiga þau að segja Faðir vor eða Móðir vor? Það má sjá fyrir að þetta hlýtur að skapa rugling hjá ungum stúlkum og drengjum, bæði á heimilum og þá einnig í sunnu- dagaskólunum, er e.t.v. að vænta fleiri breytinga á Guðs orði? Ég nefni orðin í Opinberunarbók- inni þar sem segir. „Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spá- dómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók. Og taki nokkur burt nokkuð af orð- um spádómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók.“ Op. 22. kafli. vers 18– 19.“ Er ekkert að marka þessi orð? Er hugsanlegt að kvennabiblía fylgi í kjölfar kvennakirkju? Má ætla að í framtíðinni fari hjón á sunnudögum sitt í hvora kirkjuna, annað í kvennakirkju, hitt í karla- kirkju? Hvert stefnir kirkjan með þessari nýjung, sem kallast kvennakirkja og auglýsir guðsþjónustur m.a. í Hall- grímskirkju og kirkjum Reykjavík- ur? Nýlega var auglýst að kvenna- kirkjan og KFUM & K færu syngjandi niður Laugaveginn. Ég tel að kirkjan sé að ganga út á vafasama braut og eining hennar sé í hættu. Eins og ég gat um í upphafi veit ég að margir undrast þessa nýju stefnu og því vænti ég og bíð skýringa þjóðkirkjunnar um stöðu kvenna- kirkjunnar innan vébanda hennar. JÓHANN F. GUÐMUNDSSON, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Hvað er kvennakirkja? Frá Jóhanni F. Guðmundssyni: Fermingartilboð Snittur, brauðtertur, alhliða veisluþjónusta Pantið tímanlega Stúdíó Brauð, Arnarbakka 2 - sími 577 5750

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.