Morgunblaðið - 05.04.2001, Page 64

Morgunblaðið - 05.04.2001, Page 64
tískuljósmyndun, unnið að möpp- unni minni og haldið sýningar sem tengja saman listrænar myndir og tískuljósmyndir, nú seinast í apríl og í fyrrasumar. Svo hef ég unnið að nokkrum auglýsingum,“ segir Katr- ín aðspurð um verkefnin í New York. „Þetta er listaskóli en lokaverk- efnið mitt tengdist algjölega tísku- ljósmyndun sem ég hafði þá mestan áhuga á. En það var árið 1993 og er búin að fá útrás fyrir það og hef orð- ið mun meiri áhuga á almennri ljós- myndun og listrænni.“ Svo skemmtilega vill til að Katrín bjó á sama tíma og Bergþóra í Bost- on og um leið og Guðbjörg í Kaup- mannahöfn og hafði því unnið með þeim báðum áður í sitthvoru lagi. „Við ákváðum því að vinna eitt- hvert verkefni allar þrjár saman.“ Þær komu til New York í haust og þegar við gengum um og spáðum í hvað við ættum að gera kom sú hugmynd að taka myndir af dyrabjöll- um, einhverju í um- hverfinu sem fólk væri vant að horfa á en tæki aldrei eftir. Við kom- umst að því að það eru til milljón tegundir af dyrabjöllum, allt mis- munandi form og margar hverjar mjög fallegar. Guðbjörg hannaði síðan skart- gripi sem tengjast formunum en ljós- myndirnar eru síðan þrykktar á fötin hjá Bergþóru.“ – Af hverju heitir ekki sýningin Dyra- bjöllur? „Það er of augljóst. Þegar fólk veit ekki af hverju myndirnar eru þarf að benda því sér- staklega á það. Sýn- ingin er heldur ekki um dyrabjöllur, heldur um form, og við hefð- um alveg eins geta val- ið eitthvað allt annað.“ Í KVÖLD kl. 20–23 munu þær Berg- þóra Guðnadóttir textílhönnuður, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir skart- gripahönnuður og Katrín Elvars- dóttir ljósmyndari halda sýningu í versluninni Aurum, í bakhúsi á Laugavegi 27. Verkefnið, sem þær hafa unnið í samvinnu að undanförnu, nefnist „Samstilla“ og það er bræðingur fatnaðar, skarts og ljósmynda. Þetta er í fyrsta sinn sem þríeykið sam- einar krafta sína á þennan hátt en sýningin mun einungis standa þessa einu kvöldstund og eru allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Eitthvað sem enginn tekur eftir Frá því í desember 1999 hafa þær Guðbjörg og Bergþóra rekið hönn- unargalleríið Aurum þar sem þær hafa sýnt og selt hönnun sína. Katrín er hins vegar búsett og starfandi í New York og hefur á undanförnum árum sýnt verk sín víða. Hún lærði á Art Institute of Boston, bjó síðan í Danmörku í tvö og hálft ár og hefur nú búið í New York í eitt ár. „Ég hef aðallega verið að vinna við Dyrabjöllur eru fallegar Þríeyki sýnir Samstillu í Aurum Hvað er þetta? Sýnishorn af Samstillu. Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir Á LAUGARDAGINN opna Bo Mel- in og Erla Haraldsdóttir sýninguna „Here, There and Everywhere“ í galleríi@hlemmur.is. Á sýningunni leika þau sér að því að skekkja þann raunveruleika sem við eigum að venjast úr okkar daglega umhverf- i.Þau breyta hinni einsleitu Reykja- vík í fjölþjóðlega borg með aðstoð myndbreyttra ljósmynda. Ást er frábær Titilinn á sýningunni kannast margir við sem titil á Bítlalagi sem fjallar um ást og að sameina fólk. „Ást er frábær og við vildum að titill- inn á sýningunni væri jákvæður því við viljum ekki að þessi sýning standi fyrir einhverja martröð heldur frá- bæran jákvæðan draum,“ segir Bo. „Það að Reykjavík gæti litið svona út væri alveg frábært. Útgáfa okkar á því engan veginn að boða slæma framtíð. Þetta er ein tillaga að raun- veruleikanum. Tillaga sem við stjórnum alveg sjálf.“ Þetta er fyrsta sinn sem Bo og Erla sýna hér á landi en þau eru bú- sett í Svíþjóð og hafa unnið að mynd- list þar um þónokkurt skeið. „Við komum að þessu verki á ólíkan hátt. Bo hefur bara komið hingað nokkr- um sinnum en ég er fædd og uppalin á Íslandi. Ég flutti svo til Svíþjóðar þegar ég var 10 ára,“ segir Erla og heldur áfram: „Það hefur alltaf verið mín tilfinning að Reykjavík væri svo- lítið einsleitt samfélag. Í þannig kringumstæðum er auðvelt að taka hlutum og aðstæðum sem sjálfgefn- um. Ef maður lifir í stöðugu sam- félagi skapast auðveldlega hjá manni eins konar miðlægt sjónarhorn, þar sem upplifum manna um hvað er rétt, rangt og eðlilegt mótast af manns nánasta umhverfi.“ Raunveruleikinn skekktur Bo og Erla komu hingað fyrir um hálfu ári og tóku myndir af miðborg Reykjavíkur og byrjuðu þá strax að vinna að sýningunni. Í framhaldi hafa þau svo ferðast bæði til San Francisco og Berlínar þar sem þau mynduðu stórborgarsamfélagið og íbúa þess. „Sýningin er gerð fyrir íslenskar aðstæður og á henni erum við að skekkja raunveruleikann aðeins,“ segir Erla. „Það má eiginlega segja að við séum að notað ljósmyndina sem lýsingu á hugmynd eða til að koma til skila hugmyndum okkar. Eins konar sjónræn frásögn eða saga frá Reykjavík. Saga sem getur ef til vill orðið að veruleika eða verð- ur kannski bara til í huga okkar. Reykjavík er bakgrunnurinn að sög- unni og svo spinnum við myndir alls staðar að frá bæði Evrópu og Am- eríku inn í hann og þannig verður til alveg nýr heimur í hjarta Reykjavík- ur.“ Þau hafa áður unnið saman að svipuðu verki en það var á síðasta ári þegar þau unnu fimm metra langa panorama-ljósmynd af torgi í Skog- hall sem er lítill smábær í Mið-Sví- þjóð. Í myndverki sínu þar, sem sýnt var í listasafninu í Skoghall, gjör- breyttu Erla og Bo smábænum í stórbæjarúthverfi í algerri niður- níðslu. Skoghall er mjög gott dæmi um lítinn smábæ án stórra félags- legra vandamála og var þess vegna vel til verkefnisins fallinn. Verk þeirra í Galleríi Hlemmi teygir líka út anga sína því Bo og Erla munu hengja upp veggspjöld í Reykjavík með einni af myndunum af sýningunni þar sem má sjá örlítið breytta mynd af miðborginni. Allir eru velkomnir á opnunina á Laugardaginn klukkan 14–18 en galleríið er annars opið fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18. Einnig má skoða hluta af sýningunni á heima- síðu gallerísins www.hlemmur.is. Hér, þar og alls staðar Morgunblaðið/Jim Smart Bo Melin og Erla Haraldsdóttir. Reykjavík framtíðarinnar með augum Bos og Erlu. Bo Melin og Erla Haraldsdóttir sýna í galleríi@hlemmur.is UM HELGINA verður opnuð í Gula húsinu á horni Lindargötu og Frakkastígs sýningin „Bitch“ sem mætti þýða yfir á íslensku sem „Tík“ en það vilja sýnendur alls ekki gera. Engar tíkur Það eru rúmlega tuttugu stelpur á öllum aldri sem eiga verk á sýning- unni en það er Melkorka Huldudóttir sem hefur hrist hópinn saman en seg- ist samt litlu sem engu stjórna: „Ork- an sem fer af stað í sýningum sem þessari er nánast stjórnlaus. Núna er allt farið á fullt og sá hraði á eftir að skila sér í sýningunni. Hérna verður allt brjálað, örugglega alveg fullt hús af drasli.“ Melkorka segir tíma kominn til að halda sýningu í þessum anda: „Hug- takið „Bitch“ er mjög teygjanlegt og verkin á sýningunni eru allt frá því að vera fyndin og kvikindisleg í það að vera tilfinningalegur hamagangur á hæsta stigi. Síðan kemur blóð og hryllingur líka svolítið við sögu. Lítið hefur verið um sýningar af þessu tagi hérlendis en svona þema er alveg eins sjálfsagt að nota og hvert annað náttúruþema.“ Nett brjálæði og kvikindisskapur Melkorka segir að eftir að hún sjálf gerði verk í anda brjálæðis og kvik- indisskapar hafi hún farið á stúfana við að skipuleggja sýningu með svip- uðum verkum. Þá komst hún að því að nánast allar stelpur sem hún talaði við höfðu gert verk í þessum anda og þær sem áttu ekki verk vildu ólmar vera með og gera eitthvað fyrir sýn- inguna. Þannig eru mörg verkanna á sýningunni gerð með hana sérstak- lega í huga en önnur eru staðfærð og sett upp á nýtt fyrir nýjar aðstæður. Hápólitískt eða ekki Hópurinn sem stendur að sýning- unni segir hana ekkert endilega vera pólitíska, ekki frekar en þær mörgu sýningar sem innihalda eingöngu verk karlkyns listamanna í söfnum Reykjavíkur. Hún sé í mesta lagi pólitískt mótvægi við þá meðvituðu eða ómeðvituðu listrænu stefnu. Fólk sé eflaust farið að þyrsta í að skyggn- ast inn í hvað stelpur eru að gera. „Við erum að gefa innsýn í líf ákveðinnar tegundar af konu. Konu sem kann að bjarga sér. Það er áhugavert að skoða mörg íslensk dagblöð, til dæmis Fókus og Undir- tóna, þar sem maður verður var við að stelpur eru lítið kynntar,“ segja skörungarnir. Það sé kominn tími til að það heyr- ist eitthvert öskur frá þeim öðru hvoru um stefnu blaða eins og þess- ara. Annars ætti þetta ekki að vera það sem skiptir máli. „Það eru sýn- ingar úti um allan bæ þar sem strák- ar eru í aðalhlutverki, þannig að þessi sýning er alveg jafn venjuleg og hún er óvenjuleg. Þetta er daglegt brauð!“ segir hópurinn að lokum. Verkin á sýningunni verða margs konar og miðlað á alls kyns vegu, með myndböndum, ljósmyndum, mál- verkum og innsetningum. Á opnun- inni verða dansarar með sýningu og svo er aldrei að vita hvað annað ger- ist. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi og er opin á sunnudag frá 14 og fram á kvöld en Gula húsið er staður þar sem allir eru velkomnir. List hefur ekkert kyn Morgunblaðið/Þorkell Hluti listakvennanna sem eiga verk á „Bitch“. 20 konur sýna í Gula húsinu um helgina FÓLK Í FRÉTTUM 68 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 54 — sími 552 5201 VOR Í FLASH Síðar skyrtur áður 3.990 .................nú 1.990 Buxur áður 4.990 .................nú 3.990 Bolir................. 1.490

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.