Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 69 Frumsýnd í Háskólabíói 6. apríl Besta myndin Sundance Film Festival 2000 Besti leikstjórinn Sundance Film Festival 2000 Kurt og Cortney (Kurt and Courtney) H e i m i l d a r m y n d  Leikstjórn og handrit: Nick Broomfield. 95 mín., Bretland 1998. Myndform. Bönnuð innan 12 ára. Kvikmyndagerðarmaðurinn Nick Broomfield er nokkuð sér á báti. Hann hefur nær alfarið helgað þriggja áratuga feril sinn heimildar- myndagerð og tekist, meðvitað eða ómeðvitað, að skapa sér vinnuaðferð, eða kannski frekar stíl, sem á engan sinn líka. Margir myndu telja þennan stíl Broomfield í ætt við æsifréttamennsku og finnst hann æði upp- tekinn við að moka for í þeirri von að finna þar eitthvað krassandi, eitthvað hneykslanlegt. Eitt megineinkenni stílsins sérstaka er að Broomfield er ef svo má segja ætíð í aðalhlutverki mynda sinna, malar stöðugt, kærir sig kollóttan um hlutleysi og lýsir nær öllu sem viðkemur sjálfri gerð mynda sinna, öllum reddingum, pen- ingavandræðum og almennu veseni sem hann á æði oft til að lenda í. Við fyrstu sýn liggur hreint ekki í augum uppi hvers vegna slíkur mað- ur ákveður að grafast nánar fyrir um dauða grugggoðsins Kurts Cobains úr Nirvana og samband hans við Courtney Love. En kauði hefur myndað sér skoðun; honum virðist meinilla við Love og er mikið í mun að sýna fram á hvers vegna. Hann geng- ur meira að segja svo langt að grafa eftir rökum sem benda til þess að hún hafi átt beinan þátt í dauða Cobains – jafnvel borið ábyrgð á honum. Broomfield tekst að þefa uppi æði skrautlegan flokk viðmælenda sem upp til hópa virðist hafa fetað ógæfu- slóðir í lífinu. Gamlir elskhugar þeirra Kurt og Courtney, vinir og ættingjar opna sig upp á gátt um samband sitt við þau og er mest slá- andi að sjá föður Courtney hakka hana í sig og saka hana hreinleg um að hafa myrt Kurt! Það má færa þung og góð rök fyrir því að vinnuaðferð Broomfield sé verulega vafasöm og þótt honum hafi tekist að sannfæra mig um að Courtney sé mesta ómenni keypti ég nú ekki alveg rök hans um að Kurt hafi verið myrtur. Hvað sem skoðun- um á Broomfield og kenningum hans líður flokkast myndin undir skyldu- áhorf hvorutveggja fyrir unnendur heimildarmynda og rokktónlistar. Skarphéðinn Guðmundsson Var Cobain myrtur? MYNDBÖND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.