Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 66
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÆLSKU- og rökræðukeppni Íþrótta- og tómstundaráðs lauk á þriðjudagskvöldið þegar Rimaskóli bar sigur úr býtum í harðri keppni við Réttarholtsskóla í úrslitakeppn- inni sem haldin var í troðfullu Ráð- húsi Reykjavíkur. Þar tókust skól- arnir á um það hvort peningarnir sköpuðu hamingjuna, Rimaskóli var á móti en Réttarholtsskóli með. „Sárt að tapa“ Atli Bollason, nemandi í 10. bekk Réttarholtsskóla, var útnefndur ræðumaður kvöldsins og ræðumaður ÍTR árið 2001. Atli hlaut sömu titla í fyrra en þá vann Réttarholtsskóli þegar þessi sömu lið mættust í úr- slitum. Atli var að vonum ánægður þegar Morgunblaðið hafði samband við hann skömmu eftir að keppninni lauk. „Það var náttúrlega sárt að tapa en svona kemur fyrir,“ sagði Atli og sagðist afar ánægður með liðsfélaga sína. Aðspurður hvort það hefði reynst erfitt að halda þessum málstað fram að peningarnir sköpuðu hamingjuna, sagði Atli að svo hefði ekki verið. „Þau [keppendur Rimaskóla] höfðu fá rök fyrir utan ást, vináttu, kærleik og svo framvegis. Við gátum dregið fram alls konar lífsgæði, að maður geti ekki lifað nema maður ætti pen- ing. Maður þarf fæði og skjól,“ sagði Atli. Hann sagði þó að þrátt fyrir að peningar gætu skapað hamingju, gæti ást, vinátta og kærleikur senni- lega skapað ennþá meiri hamingju. Með Atla í liði voru þau Dagný Dan- íelsdóttir liðsstjóri, Birgir Ásgeirs- son frummælandi og Kári Sigurðs- son meðmælandi. Liðstjóri sigurliðs Rimaskóla var Andri Ómarsson, nemandi í 10. bekk, og viðurkenndi hann að þau hefðu verið nokkuð sigurviss, a.m.k. fyrir keppni. „Okkur leist mjög vel á undirbún- ing okkar. Þegar í keppnina kom héldum við reyndar að þetta yrði tví- sýnna, að það yrði mjórra á munum en síðan varð,“ segir Andri. Aðspurður hvort það væri í raun skoðun liðsins að peningarnir sköp- uðu ekki hamingjuna sagði hann svo ekki vera. „Þeir kannski skapa ekki hamingj- una, en þeir eru grundvöllur hennar. Þeir geta stuðlað að hamingju. Þú getur keypt hina og þessa hluti sem veita þér hamingju.“ Helstu rök Rimaskóla í keppninni fyrir því að peningar skapi í raun ekki hamingjuna voru þau að ham- ingjan væri huglæg. „Fátækur maður getur alveg skynjað hamingjuna þótt hann eigi ekki pening. Hér á árum áður voru engir peningar til en þrátt fyrir það voru menn hamingjusamir.“ Með Andra í liðinu voru þau Sig- urjón Kjærnested frummælandi, Agnar Darri Lárusson meðmælandi og Ásdís Egilsdóttir stuðningsmað- ur. Eftir sigurinn fögnuðu þau með því að fara út að borða og vel var svo tekið á móti þeim þegar þau mættu í skólann í gær og við það tilefni vígð- ur sérskápur þar sem verðlaunagrip- unum var komið fyrir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Atli Bollason var ánægður með sitt, þrátt fyrir tapið. Klappstýrur Réttó voru í léttum gír. Skapa peningar hamingjuna? Sigurlið Rimaskóla; (f.v.) Helgi Árnason skólastjóri, Andri Ómarsson, Sigurjón Kjærnested, Ásdís Egilsdóttir, Agnar Darri Lárusson og Marta Karlsdóttir kennari. Úrslitakeppni Mælsku- og rökræðukeppni ÍTR fór fram á mánudag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.