Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 2

Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isPáll telur Hauka sigurstranglega gegn KA / B4 Mörkin voru hvert öðru glæsilegra /B1 4 SÍÐUR Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 16 SÍÐUR Sérblöð í dag MEÐALBIÐTÍMI sjúklinga eftir að komast í mjaðmarliðskipti hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi er 327 dagar og 99 sjúklingar eru á biðlista. Í fyrra voru framkvæmdar 104 aðgerðir af þessu tagi á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. Árleg- ur kostnaður sem hlýst af þessum biðlista, m.a. vegna fjarveru frá vinnu, lengri endurhæfingar, greiðslu sjúkradagpeninga, lyfja- kostnaðar o.fl., er um 81 milljón króna. Unnt yrði að spara árlega rúmlega 47 milljónir króna með því að fjölga aðgerðum á spítalanum. Þetta eru meginniðurstöður í verkefni í rekstrarstjórnun sem hópur nemenda í MBA-námi í Há- skóla Íslands hefur gert. Fram kemur í skýrslu hópsins að sjúklingum á biðlistanum hefur fjölgað um 0,9 á viku og framboð aðgerða er minna en eftirspurn á spítalanum. Til þess að framboð og eftirspurn séu í jafnvægi þarf að framkvæma 2,5 aðgerðir á viku en til að stytta biðtíma í sex vikur, sem er sá biðtími sem bæklunar- sérfræðingar telja heppilegastan, þarf að framkvæma tvær aðgerðir til viðbótar í hverri viku, eða alls 4,5 aðgerðir. Með þeim afköstum kæmist á nýtt jafnvægi eftir 42 vikur og fjöldi sjúklinga á biðlista væri 15. Að þeim tíma liðnum væri hægt að minnka aðgerðaafköst í 2,5 aðgerðir á viku. Í greiningu hópsins kemur fram að ekki eru augljósir flöskuhálsar á skurðstofum, gjörgæslu og legu- deildum spítalans. Í niðurstöðu greiningarinnar kemur fram að átak við að ná niður biðlistanum myndi borga sig á rúmum tveimur árum. Enginn hvati er hins vegar fyrir sjúkrahúsin að fjölga aðgerð- um þar sem þeim er skammtað fjármagn á hverju ári á fjárlögum, óháð afköstum og að teknu tilliti til rekstrarniðurstöðu síðasta árs. Rekstrarleg afkoma sjúkrahúsanna batnar með færri sjúklingum og miðað við núverandi aðstæður er það sjúkrahús best rekið sem fæsta hefur sjúklingana. Bent er á að í nágrannalöndunum hafi stjórn- völd komið á afkastatengdum greiðslum sem nemi allt að helm- ingi rekstrarkostnaðar sjúkrahúsa. Tilraunir séu að hefjast með slíkt fjármögnunarfyrirkomulag hér- lendis en langt sé í land með að sjúkrahús hér verði fjármögnuð á þann hátt. Þá sé staða og réttur sjúklings- ins umhugsunarefni. Sjúklingar séu háðir pólitískum ákvörðunum um fjárframlög á fjárlögum hverju sinni en eigi þess ekki kost að kaupa sig framhjá kerfinu, óski þeir þess, nema með því að leita til nágrannalanda. Íslenska ríkið sé í senn kaupandi, veitandi og eftir- litsaðili með heilbrigðisþjónustunni og sé Ísland eina landið innan OECD þar sem slíkt fyrirkomulag er við lýði. Það er mat hópsins að vandinn sem liggur að baki bið- listum felist ekki í tæknilegum flöskuhálsum heldur pólitískum. „Mat á frammistöðu sjúkrastofn- ana sem hið opinbera beinir sjón- um sínum að og leggur til grund- vallar þegar veitt er fé til rekstrar þeirra byggist einvörðungu á rekstrarlegri niðurstöðu en tekur ekki með í reikninginn þann kostn- að sem þjóðfélagið – og þar með eigendur ríkisins og sjúkrastofnana – verður fyrir þegar stofnunum er gert að skera niður rekstrarút- gjöld,“ segir í skýrslunni. Skýrsla MBA-nemenda við HÍ um biðlista vegna mjaðmarliðskipta 50 milljónir króna sparast með fjölgun aðgerða FRAMKVÆMDIR eru hafnar við Þinganesgarð austan við Ósinn við Höfn í Hornafirði, en garðinum er ætlað að verja innsiglinguna fyrir sandflutningum frá austri að Ósn- um þar sem sandur hefur tilhneig- ingu til að safnast fyrir í innsigl- ingunni. Þinganesgarður er seinni hluti framkvæmda við innsigl- inguna í Hornafjarðarhöfn sem varð fyrir verulegum áföllum frá náttúrunnar hendi veturinn 1989– 90. Fyrri áfangi fólst í gerð tveggja varnargarða sitt hvorum megin við Ósinn, sem bætt hafa innsiglinguna að verulegu leyti. Þinganesgarður er svokallaður leiðigarður sem hannaður er af Siglingastofnun en Suðurverk hf. sér um framkvæmdir við bygg- ingu garðsins. Leiðigarðurinn verður fullbyggður um 25.000 rúmmetrar að stærð og í heildina 300 metra langur. Hann nær út í Þinganessker frá Austurfjörum og er rúma 100 metra austan við inn- siglinguna við Ósinn. Ingimundur Jósepsson, verkstjóri hjá Suð- urverki, segir framkvæmdir ganga vel og er áætlað að þeim ljúki í lok júní í sumar en um níu manns vinna að staðaldri við verkið. Morgunblaðið/RAX Ingimundur Jósepsson og Jón Þór Árnason á Þinganesgarði, sem nú er farinn að teygja sig af fjörunni út í sjó. Framkvæmdir hafnar við Þinganesgarð LÖGREGLAN í Reykjavík verst allra fregna af rannsókn á sjálfsvígi manns sem grunaður var um fíkni- efnabrot og af rannsókn á meintu afbroti hans. Maðurinn svipti sig lífi á mánu- dagskvöld þegar lögreglumenn gerðu húsleit á heimili hans en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lék grunur á að þar væri framleitt amfetamín. Tengist ekki öðrum fíkniefnamálum Lögreglan mun hafa fundið efni og tæki til framleiðslu fíkniefnisins á heimili mannsins. Húsleitin var hluti af rannsókn á nýju fíkniefnamáli og hafði staðið yfir undanfarnar vikur en málið mun ekki tengjast öðrum fíkniefna- málum sem þegar hefur verið greint frá. Maðurinn var viðstaddur upphaf leitarinnar, en lögreglumönnum tókst ekki að koma í veg fyrir að hann gripi hlaðið skotvopn og svipti sig lífi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var leitin vart haf- in þegar þetta gerðist. Amfetamín er efnasamband líkt og LSD og e-töflur en ekki nátt- úrulegt efni. Því er hægt að fram- leiða það hafi menn yfir að ráða réttu efnunum og kunnáttu. Lögregla verst allra fregna Rannsókn sjálfsvígs og fíkniefnabrota Tveir sækja um stöðu rektors í MR TVEIR umsækjendur eru um stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík. Núverandi rektor, Ragnheiður Torfadóttir, lætur af störfum að eigin ósk í lok skólaársins. Umsóknarfrestur um stöð- una rann út síðastliðinn mánu- dag. Þeir sem sóttu um eru Pét- ur Rasmussen, konrektor í MS, og Yngvi Pétursson, konrektor í MR. Lögum samkvæmt hafa umsóknirnar verið sendar skólanefnd MR til umsagnar og tillögugerðar. Eftir að tillögur hafa borist frá skólanefnd, sem þarf að gerast fyrir 10. maí, tekur menntamálaráðherra ákvörðun um skipun í stöðuna. Miðað er við að skipað verði í stöðuna frá 1. ágúst nk. Reykjarlykt fannst í stjórnklefa breiðþotu BREIÐÞOTA frá bandaríska flug- félaginu Delta lenti á Keflavíkur- flugvelli nokkru eftir hádegi í gær en flugmenn vélarinnar óskuðu eftir lendingarleyfi þar sem reykjarlykt hafði borist í stjórnklefa vélarinnar. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli var sett í viðbragðsstöðu en lend- ingin gekk að óskum. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 767, var á leið frá Evrópu til Bandaríkjanna með 141 farþega innanborðs. Farþegum og áhöfn vélarinnar var í gær ekið á hótel í Keflavík á meðan flugvirkjar yf- irfóru vélina. RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveð- ið að áfrýja ekki sýknudómi Héraðs- dóms Reykjavíkur í kynferðisbrota- máli sem höfðað var gegn manni fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni. Hin meintu brot voru framin í fyrra en telpan var þá á sjöunda aldursári. Foreldrar telpunnar og réttar- gæslumaður hennar fóru fram á að skýrslutaka af henni færi fram í Barnahúsi en á það féllst Héraðs- dómur Reykjavíkur ekki. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara voru ekki taldar líkur til þess að Hæstiréttur hnekkti niðurstöðu dómsins. ♦ ♦ ♦ Sýknudómi ekki áfrýjað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.