Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 29 SUÐUR-afríski viðskiptajöfurinn Cyril Ramaphosa og tveir aðrir áhrifamiklir menn í Afríska þjóð- arráðinu (ANC) sæta nú rannsókn vegna meints samsæris um að steypa Thabo Mbeki, forseta Suður- Afríku, af stóli. Suður-afrískir fjölmiðlar höfðu eftir öryggismálaráðherra landsins, Steve Tshwete, að lögreglan væri að rannsaka meint samsæri Ramaphosa, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra ANC, og tveggja annarra fyrrverandi forystumanna í stjórnarflokknum, Tokyo Sexwale og Mathews Phosa. Þeir hafa allir snúið sér að viðskiptum og komist í álnir en njóta enn mikils stuðnings í ANC. Sagðir hafa bendlað forsetann við morð Ráðherrann sagði að meðal ann- ars væri verið að rannsaka hvort þremenningarnir hefðu staðið fyrir ófrægingarherferð á hendur forset- anum sem hefði m.a. verið sakaður um að hafa látið myrða Chris Hani, fyrrverandi leiðtoga Kommúnista- flokks Suður-Afríku, árið 1993. Tveir hægrimenn voru dæmdir sek- ir um morðið. „Þessi orðrómur getur sett for- setann í hættu þar sem fólkið hafði mikið dálæti á Hani,“ sagði Tshwete og gaf í skyn að andstæðingar for- setans kynnu að reyna að myrða hann í hefndarskyni. Mbeki fullyrti í fyrradag að keppinaut- ar hans innan ANC hefðu lagt á ráðin um að steypa honum af stóli, en nefndi þá ekki á nafn. Talsmaður öryggis- málaráðherrans sagði að rannsóknin hefði verið hafin vegna ásak- ana James Nkambule, fyrrverandi banda- manns Mathews Phosa. Nkambule af- henti lögreglunni eið- svarna yfirlýsingu þar sem hann getur um ófrægingarherferð og kveðst hafa setið fundi þar sem atkvæðamiklir menn í ANC hafi lagt á ráðin um að grafa undan Mbeki. Stjórnin sökuð um að misnota lögregluna Douglas Gibson, þingmaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Lýðræðisbandalagsins, sakaði stjórnina um að „misnota völd sín til að grafa undan pólitískum and- stæðingum“ með því að láta lögregl- una rannsaka þremenningana. „Ef líf Mbekis er í hættu ber lögregl- unni skylda til að vernda hann,“ sagði Gibson. „En öðru máli gegnir um pólitíska hættu af mönnum sem ásælast ef til vill for- setaembættið. Það er rangt að nota stofnanir ríkisins til að rannsaka hvort hátt settir félag- ar í ANC vilji losna við Mbeki.“ Gibson kvaðst ekki telja að líf forsetans væri í hættu. „En sú staðreynd að stjórnin skuli skýra frá þessum ásökunum bendir til þess að ANC eigi við alvarlegri vandamál að stríða en nokkurn hef- ur órað fyrir.“ Kiru Naidoo, óháður stjórnmálaskýrandi, kvaðst efins um að þremenningarn- ir hefðu staðið fyrir meintri ófræg- ingarherferð. „Þessir þrír menn hafa allir dregið sig út úr stjórnmál- unum. Ef rétt er að þeir vilji kom- ast til valda tel ég að þetta sé varla leiðin til að koma óorði á forset- ann.“ Skýrt var frá því í fyrra að leyni- þjónusta landsins væri að rannsaka meint samsæri hátt settra ANC- manna um að láta Mbeki víkja fyrir Ramaphosa sem var um tíma talinn líklegur arftaki Nelsons Mandela, fyrsta forseta Suður-Afríku eftir af- nám kynþáttaaðskilnaðarins. Mbeki tók við forsetaembættinu af Nelson Mandela í júní 1999. Þrír atkvæðamiklir ANC-menn sæta rannsókn lögreglu Sakaðir um samsæri gegn forseta S-Afríku Jóhannesarborg. AFP. Thabo Mbeki GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is GALE Norton, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að falla frá umdeildum áformum Clint- on-stjórnarinnar um að sleppa 25 grábjörnum lausum í fjalllendi á mörkum Idaho og Montana. Norton varð þannig við háværum kröfum yfirvalda og íbúa á svæð- inu, sem leist ekki á blikuna, enda eru grábirnir stærstu rándýrin í Ameríku og eiga það til að ráðast á menn. Grábjörnum hefur fækkað mjög í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum og aðeins er talið að um 1100 dýr lifi á afmörkuðum svæð- um í Idaho, Montana, Wyoming og Washington-ríki. Náttúruvernd- arsinnar hafa barist fyrir því að gripið verði til aðgerða til að fjölga í stofninum og áætlun Clinton- stjórnarinnar gerði ráð fyrir að birnir yrðu í því skyni fluttir frá Kanada, þar sem þeir þrífast vel. Náttúruverndarsinnar hafa lýst yf- ir óánægju með ákvörðun Norton en hún heitir því hins vegar að efla grábjarnarstofnana í þjóðgörð- unum Yellowstone og Glacier. Hætt við að sleppa grábjörnum lausum Washington. AP. Reuters Grábirnir að leik. Þeir eru stærstu villtu rándýrin í Ameríku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.