Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 31

Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 31
Morgunblaðið/Kristinn Ásdís Bragadóttir, formaður skólaráðs Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar, Ögmundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar Lands- bókasafnsins, og Einar Sigurðsson landsbókavörður. HANDRITASAFN Sigursveins D. Kristinssonar tónskálds var afhent Landsbókasafni Íslands - Háskóla- bókasafni til varðveislu við athöfn í bókhlöðunni sl. þriðjudag en þann dag hefði tónskáldið orðið 90 ára. Handritaskráin skiptist í nokkra kafla. Fyrst er að telja tón- verkaskrá, þá bréf, ýmis gögn um störf Sigursveins, dagbækur og heimildir um störf að málefnum fatlaðra. Það er von skólaráðsins að safnið verði til þess að auðvelda tónlistarmönnum og öðru áhuga- fólki að fræðast um líf og störf Sig- ursveins sem tónskálds og braut- ryðjanda á sviði tónlistaruppeldis og jafnréttismála. Sigursveinn fæddist árið 1911 og hneigðist snemma til tónlistar, stundaði síðar tónlistarnám hér og erlendis. Að loknu námi starfaði Sigursveinn að tónsmíðum og gerðist frumkvöðull á sviði tónlist- aruppeldis m.a. með þátttöku sinni í stofnun Tónskóla Siglufjarðar og síðar Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á 6. og 7. áratugn- um. Eftir andlát Sigursveins árið 1990 var Tónskólanum ánafnaður höfundarréttur að verkum hans og jafnframt afhent bóka- og hand- ritasafn tónskáldsins. Styrkur fékkst úr Vísindasjóði til að skrá safnið og önnuðust Svanhildur Bogadóttir og Ríkharður Helgi Friðriksson það verk. Handritasafn til varðveislu í Landsbókasafni Þar munaði mjóu ÞÓTT ég hafi nokkuð gaman af sögu verð ég að viðurkenna að ég man ekki öll smáatriði Kúbudeilunnar. Þar af leiðandi veit ég ekki hvort mikið nýtt kemur fram í þessari kvikmynd en þó grunar mig að bandarískur al- menningur hafi ekki fengið upplýs- ingar um hvernig írskættuðu töffar- arnir í Hvíta húsinu sömdu við fjendur sína Sovétmennina. Í þessari kvikmynd fáum við að vita nákvæmlega hvað gerðist innan veggja Hvíta hússins, þá þrettán daga frá því að flaugarnar uppgötvuðust á Kúbu og þar til samið var um brott- flutning þeirra. Hversu satt það allt saman er, veit ég ekki. En víst er að það munaði ansi mjóu að þriðja heimsstyrjöldin skylli á. Sýnt er hversu æst hernaðayfirvöld voru í að sprengja, bara til að bæta fyrir mis- tök sín á Svínaflóanum, og hversu ferskur í hugsun Kennedy var, en hann vildi ekki hlusta á hvernig hlut- irnir voru gerði í seinni heimsstyrj- öldinni, heldur leita nýrra leiða. Að öðru leyti veit ég ekki hvað þessi mynd á að sýna fram á. Mér finnst þetta ekki mikil bíómynd. Þetta er miklu frekar leikin heimildamynd, og þá er spurning hver markhópurinn er. Sagnfræðiáhugamenn um allan heim og svo auðvitað bandaríska þjóðin, og kannski sú rússneska. Í viðleitninni að gera þetta að bíó- mynd með mannlega drama er lítil- lega farið út í að gera skil heimilis- og persónulegu lífi sérstaks ráðgjafa for- setans, sem hét Kenny O’Donnell og er leikinn hér af Íslandsvininum Ke- vin Costner. Það hefði þó verið mun áhugaverðara ef persónu þessa um- deilda forseta, John F. Kennedy hefðu verið gerð einhver skil, og sam- starfi hans við bróður sinn Robert. Þeir eru gerðir að frekar litlausum persónum, sem ég hef enga trú á að þeir hafi verið, og einhver hvíslaði því að mér að mér að JFK hafi nú verið mun herskárri en myndin gefur til kynna. Það vantar alla vegna ein- hverja áhugaverða persónu í þessa kvikmynd, einhvern til að verða sam- ferða í gegnum þetta ferðalag, og þá hefði verið upplagt að gera eitthvað úr þessari goðsögn sem JFK er, og slá þar tvær flugur í einu höggi. Óneitanlega kom upp í kollinn á mér kvikmynd Olivers Stone: JFK. Þar leikur einmitt Kevin Costner lög- fræðing sem fer að grafast fyrir um morðið á Kennedy. Þar komu fram fullt af nýjum kenningum og myndin var áhugaverð, vel leikin, spennandi og hreinlega skemmtileg. Það er nú líka meira á huldu við það mál en þetta. Því verður ekki neitað að það mun- aði mjóu þarna í Kúbudeilunni, há- punkti kalda stríðsins, að ansi illa færi fyrir jarðarbúum. Það er því ekki slæm hugmynd að endurvekja þetta þrettán daga ferli á áhrifaríkan og áhugaverðan hátt. Það tekst ekki nógu vel hér í þessari leiknu heim- ildamynd. Þótt ég hafi fræðst um ým- islegt, þá get ég ekki mælt með þess- ari mynd, því mér hreinlega leiddist hún. KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó , K r i n g l u - b í ó o g B í ó h ö l l i n Leikstjórn: Roger Donaldson. Handrit: David Self eftir bók Philip D. Zelikov og Ernest R. May. Aðal- hlutverk: Kevin Costner, Bruce Greenwood, Steven Culp, Dylan Baker og Len Cariou. 145 mín. Beacon Communications 2000. THIRTEEN DAYS Hildur Loftsdótt ir LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 31 REQUIEM og Post Mortem nefnist geislaplata sem gefin er út á 50 ára af- mæli Krabbameinsfélags Íslands. Tónlistin er eftir Szymon Kuran fiðlu- leikara og tónskáld. Tónverkið Requiem, sem er fyrsta sálumessan í fullri lengd sem samin er á Íslandi, er samið í minningu vinar sem lést úr krabbameini og er verkið tileinkað baráttunni við sjúkdóminn. Post Mortem er samið í skugga póli- tískra átaka í heimalandi tónskálds- ins, Póllandi, árið 1981. Flytjendur eru meðal annarra Kammersveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur, Kvennakór Reykjavíkur og Drengja- kór Laugarneskirkju. Útgáfutónleikar verða haldnir í Dómkirkju Krists konungs í Landa- koti á laugardag og þriðjudag kl. 20. Allur ágóði af sölu plötunnar renn- ur til Krabbameinsfélags Íslands og verður nýttur til verkefna sem tengj- ast stuðningshópum sjúklinga. „Verkið vekur með okkur sam- kennd með öllum þeim sem þessi sjúkdómur vitjar og með ættingjum og vinum sem standa nærri. Gildi tón- listar er ótvírætt í öllu andstreyminu. Hún gefur okkur styrk til að trúa á sigur lífsins,“ segir Vigdís Finnboga- dóttir fyrrverandi forseti Íslands og verndari Krabbameinsfélagsins. Sigurður Björnsson læknir, for- maður Krabbameinsfélags Íslands, tekur í sama streng: „Verkið er magnað og innblásið af trú og ein- lægni. Það er í senn hefðbundin sálu- messa og nútímalegt, margslungið listaverk, sem unun er á að hlýða í flutningi frábærra listamanna. Yfir verkinu ríkir friður og hátíðleiki.“ Szymon Kuran hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, Kammer- sveit Reykjavíkur, Kuran Swing, Kurankompaníi auk fjölda annarra hljómsveita. Geislaplatan er gefin út af Óma á vegum Eddu – miðlunar og útgáfu. Leiðbeinandi útsöluverð er 2.199 kr. Morgunblaðið/Ásdís Skúli Helgason hjá Eddu – miðlun og útgáfu, Szymon Kuran tónskáld, Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabba- meinsfélags Íslands, og Sigurður Björnsson, formaður félagsins, kynntu plötuna á blaðamannafundi í gær. Geislaplata til styrktar Krabbameinsfélaginu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.