Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 35

Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 35 ÞRJÁR bækur eru nú komnar út í kilju.  Hvíta ljónynjan eftir Henning Mankell í þýðingu Vigfúsar Geirdal. Þar segir frá tveggja barna móður, sem er sannkristin kona í farsælu hjónabandi og duglegur fasteignasali, sem hefur gufað upp. Þegar Kurt Wallander kemst á slóð hennar springur hús í grenndinni í loft upp og skömmu síðar finnst afhöggvinn fingur af blökkumanni. Í Suður- Afríku hefur Victor Mabasha, leigu- morðingi af Zulu-ættbálki, fengið það verkefni að ráða háttsettan mann af dögum. Hann heldur að það sé de Klerk forseti. En honum skjátlast. Henning Mankell er einn af kunn- ustu glæpasagnahöfundum í Evrópu og bækur hans um Kurt Wallander lögreglufulltrúa hafa komið út á ís- lensku. Bókin er 509 bls. Verð: 1.799 kr.  Kular af degi eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Þórsteina Þórsdóttir kennari lítur sannarlega stórt á sig. Hvorki nem- endur hennar né samkennarar virð- ast hafa áhrif á þessa stoltu, ein- hleypu konu sem fer til Frakklands í fríum og les orðabækur sér til skemmtunar. Þegar Þórsteina verður að grípa til sinna ráða gegn múgsefj- un og agaleysi reynast þau sannar- lega eftirminnileg. Bókin er 136 bls. Verð: 1.399 kr.  Kona eldhúsguðsins eftir Amy Tan er í þýðingu Sverris Hólm- arssonar. Winnie Louie og Helen Kwong eru kínverskir innflytjendur í Bandaríkj- unum og hafa þagað yfir leyndar- málum hvor annarrar í meira en hálfa öld. Þegar Helen heldur að dagar hennar séu brátt taldir vill hún létta á hjarta sínu. En þá ákveður Winnie að hún verði sjálf að segja Pearl dóttur sinni frá fortíðinni. Amy Tan er fædd í Kaliforníu árið 1952, dóttir kínverskra innflytjenda. Bókin er 416 bls. Verð 1.599 kr. Útgefandi er Mál og menning, Ugl- an – íslenski kiljuklúbburinn. Nýjar bækur EKKI var maður fyrr búinn að uppgötva hljómburðarkosti Hjalla- kirkju í Kópavogi fyrir orgel en tækifæri gafst til að heyra kórsöng á sama stað. Og skemmst er frá að segja, að hann kom ekki síður vel út. Staðarval Hljómeykis fyrir fjölsótta tónleika þeirra á þriðjudag hlaut enda að vera með ráðum gert. Fyrstu sex atriði voru íslenzk kór- lög án undirleiks við trúarlega texta. Fyrst og jafnframt stytzt var María, meyjan skæra eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson við íslenzkt helgikvæði, sem Hljómeyki frumflutti að þessu sinni. Lagið var kraftmikið, að mestu hómófónískt og minnti mann helzt á lúðrakall eða fanföru fyrir söngradd- ir. Næstu þrjú lög voru eftir Hljóm- eykissópraninn Hildigunni Rúnars- dóttur, sem notið hefur þeirrar öfundsverðu aðstöðu fyrir kórtón- skáld að kynnast miðlinum innan frá í einum fremsta kammerkór lands- ins. Ó, Jesús, séu orðin þín við stakt erindi eftir Hallgrím Pétursson myndaði, burtséð frá svipaðri lengd, algera andstöðu við lag Hreiðars með látlauriu og nærri því blygðun- arfullri mildi sinni. Hið strófíska þriggja versa Mig lát, Jesús, með þér ganga (Valdimar Briem) var sömuleiðis einfalt að gerð en dáfal- legt. Síðasta lag Hildigunnar, Herra, mig heiman bú, við tvö vers eftir Hallgrím eins og hann gerist hlýleg- astur, var nokkru krómatískara og ómstríðara, en heildarblærinn engu að síður í góðu samræmi við mjúk- lyndan textann. Síðan voru tvö kórlög eftir Báru Grímsdóttur, bæði við gamla helgi- texta eftir ókunna höfunda. Hið fyrra var María, Drottins liljan; áhrifamikið og fágað í senn, þar sem meginlaglínan færðist milli kven- og karlaradda fyrir hvert erindanna þriggja, og brá einnig fyrir skemmti- legum „hocket“-kenndum bassa- gangi. Hljómeyki komst afburðavel frá þessu lagi þótt viðkvæmt væri í flutningi. Loks söng kórinn þegar víðkunnan „smell“ Báru við texta til dýrðar Maríu meyjar, Ég vil lofa eina þá; að mestu í fimmskiptum takti, sem Hljómeyki söng af gleði og geistlegri ákefð. Eftir örstutt hlé var komið að ís- lenzkum frumflutningi The Glory and the dream – Dýrðinni og draum- inum – eftir eitt af kunnari nútíma- tónskáldum Breta, Richard Rodney Bennett, ekki sízt fyrir framlag hans til kvikmyndatónlistar, þótt einnig hafi samið óhlutbundna tónlist, þ. á m. þrjár sinfóníur. Af tónleikavef- síðu Morgunblaðsins sama dag kom fram að Hljómeyki hefði, ásamt 14 öðrum kórum víðsvegar um heim, keypt frumflutningsrétt á tónverk- inu. Var ekki laust við að maður hnyti um orðalagið, enda trauðla dæmigert um nýja fagurtónlist. En kannski má af því álykta hvað Benn- ett (f. 1936) sé vinsælt kórtónskáld, enda myndu fæstir kollegar hans fúlsa við þvílíkri eftirspurn. Dýrðin og draumurinn var samið við „Ode on the Intimations of Im- mortality“, 160 vísuorða kvæði eftir klassíska brezka ljóðskáldið William Wordsworth, sem átti til að setja ljóðræn áreiti náttúru og æskuástar í siðferðilegan ramma. Ljóðið mun áður hafa verið tónsett um 1950 fyrir tenór, kór og hljómsveit af landa Bennetts, Gerald Finzi. Á fyrrnefndum upplýsingavett- vangi var verk Bennetts sagt í fjór- um þáttum, þótt ekki kæmi það glögglega fram á þessu kvöldi, hvorki af tónlistinni né af tónleika- skránni. Satt bezt að segja skar býsna fátt sig úr öðru við fyrstu heyrn, e.t.v. burtséð frá fjórum ægi- fögrum niðurlagsljóðlínum textans, þar sem kórsöngurinn sveif upp í æðra veldi á hymnavængjum hugfróar án undirleiks. Hinn hlut- fallslega tónali stíll Bennetts var vissulega víðast hvar tær og aðlað- andi, en í heild of einhæfur og and- stæðulítill, einkum mælt í stærri ein- ingum, fyrir hvorki meira né minna en 32 mínútna hlustun. Þykkur kór- satzinn var hómófónískur nærri því út í gegn, og bólaði furðulítið á ein- söngsköflum, kontrapúnktískum til- þrifum, hrynrænum andstæðum og öðrum ráðum er ella hefðu gætt smíðina lífi og tryggt fulla athygli hlustandans. Verkið var einfaldlega allt of langt, og dugðu meðleiks- og ein- leikskaflar orgelsins ekki heldur til að bæta afgerandi úr því, þrátt fyrir þónokkur myndræn tónmálverk sem Lenka Mátéová lék af öruggum þokka. Kórparturinn einkenndist þar á ofan óþarflega mikið af hátt- skrifuðum sópran, og gerði það Hljómeykinu og stjórnanda þess ekki auðveldara fyrir að laða fram nægilega ólík blæbrigði. Þess utan virtist massífur ritháttur tónskálds- ins iðulega bera með sér að vera hugsaður fyrir töluvert stærri kór. Þó að hljómlistarmennirnir legðu sig auðsýnilega alla fram, virtist því miður flest benda til þess að kamm- erkórinn hefði keypt köttinn í sekkn- um. Dýrðin og draumurinn Kammerkórinn Hljómeyki. TÓNLIST H j a l l a k i r k j a Kórlög eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson (frumfl.), Hildigunni Rúnarsdóttur og Báru Gríms- dóttur. Bennett: The Glory and the Dream f. kór og orgel. Kamm- erkórinn Hljómeyki og Lenka Mátéová, orgel. Stjórnandi: Bernharður Wilkinsson. Þriðjudaginn 24. apríl kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.