Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 50
Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–17. Söngstund kl. 14 í neðri safnaðarsal. Kristján Sig- tryggsson organisti leiðbeinir og stýrir hópnum. Allir hjartanlega vel- komnir til að syngja eða hlusta. Boðið upp á kaffi á eftir. Mikið spjallað og stundum tekið í spil. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla ald- urshópa í safnaðarheimilinu kl. 14– 16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12:00. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10:00. Fræðsla: Svefn og svefnvenjur barna. Anna Björg Eyjólfsdóttir- hjúkrunarfræðingur. Stúlknakór kl. 16:00. Jesúbæn kl. 20:00. Taizé- messa kl. 21:00. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með Guði. Lifandi ljós og reyk- elsi bjóða mann velkomin. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6:45–7:05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12:00. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel. Samvera eldri borgara kl. 14:00. Leikfélagið Snúður og Snælda heimsækja með list sína og leik. Þjónustuhópur kirkjunnar, kirkju- vörður, sóknarprestur og organisti annast stundina. Kaffiveitingar. Langholtskirkja. Foreldra- og dag- mömmumorgunn er kl. 10–12. Svala djákni les fyrir eldri börnin. Söng- stund með Jóni organista. Lang- holtskirkja er opin til hljóðrar bæna- gjörðar í hádeginu. Neskirkja. Unglingastarf Nes- og Dómkirkju kl. 20 í safnaðarheimili Neskirkju. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9–10 ára börn kl. 17. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Helgistund kl. 11. Kvöld- bænir kl. 18. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11– 12 ára drengi kl. 17–18. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall, alltaf brauð og djús fyrir börnin. Æskulýðsfélag í Grafarvogs- kirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðar- heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbæna- efnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundir fyrir 9–12 ára stráka kl. 17 í umsjá KFUM. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10–12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10–12 ára kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9–12 ára krakka kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Æskulýðsfélag Garðakirkju heldur fundi kl. 19.30- 20.30. Unglingar hvattir til þátttöku. Umræðu og leshópur, fræðslustarf fyrir alla í Bræðrastofu kl. 21-22. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Koma má bænarefnum til presta og starfsfólks safnaðarins. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 Foreldramorgun, Katrín Harðar- dóttir kynnir ungbarnasund kl. 17.30. TTT tíu til tólf ára krakkar í góðri sveiflu. Aðaldeild KFUM heimsækir sumar- búðirnar í Kaldárseli. Þar verður fundur í umsjón sumarbúðanna. Rútuferð frá Holtavegi kl. 19:30. All- ir karlmenn velkomnir. Morgunblaðið/Gísli SigurðssonLandakirkja í Vestmannaeyjum. UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF GUÐMUNDUR Kjartansson er efstur á Voratskákmóti Hellis með fullt hús þegar fjórum umferðum af sjö er lokið. Alls taka 15 keppendur þátt í mótinu, eða nær tvöfalt fleiri en í fyrra. Skákstarf hef- ur reyndar gengið vel hjá Helli í ár og frá áramótum hefur nær undantekning- arlaust verið fjölgun á skákmótum félag- ins frá síðasta ári. Staðan á Voratskák- mótinu er nú þessi: 1. Guðmundur Kjartansson 4 v. 2.-4. Halldór Garð- arsson, Vigfús Ó. Vigfússon og Jón Árni Halldórsson 3 v. 5.-6. Benedikt Egilsson og Sig- urður Ingason 2½ v. 7.-10. Finnur Kr. Finnsson, Helgi Brynjarsson, Pétur Jóhann- esson og Björgvin Krist- bergsson 2 v. o.s.frv. Skákstjóri er Vigfús Ó. Vigfús- son. Seinni hluti Voratskákmótsins verður tefldur 30. apríl. Bikarmót Striksins í skák á ICC Strik.is, Taflfélagið Hellir og ICC standa sameiginlega að röð tíu skákmóta sem hefst á sunnudags- kvöld og lýkur með Íslandsmótinu í netskák undir lok ársins. Glæsileg verðlaun verða í boði. Mótaröðin kallast Bikarkeppni Striksins í skák. Áætl- uð dagsetning fyrstu mótanna er þessi: Fyrsta mót 29. apríl Annað mót 27. maí Þriðja mót 10. júní o.s.frv. Rétt er að taka fram, að þessi dagskrá getur breyst, bæði vegna viðburða innan- lands og eins á ICC. Bikarkeppni Striks- ins í skák verður keppni um það hver fær flesta vinninga samtals í 8 af þessum 10 mótum. Vinningar í landsliðsflokki Ís- landsmótsins telja tvöfalt en vinn- ingar í öðrum mótum sem og í opn- um flokki Íslandsmótsins telja einfalt. Alls munu 20 skákmenn vinna sér rétt til að taka þátt í landsliðs- flokki Íslandsmótsins í netskák sem verður hápunktur Bikar- keppninnar. Þeir 18 skákmenn sem flesta vinninga fá samanlagt í Bikarkeppni Strikins í skák og svo tveir keppendur tilnefndir af móts- höldurum. Aðrir skákmenn geta tekið þátt í opnum flokki. Keppt verður í fimm flokkum og eru sigurvegarnir í hverjum flokki jafnframt bikarmeistarar Striksins í skák í viðkomandi flokki. Flokk- arnir eru opinn flokkur, undir 2100, undir 1800, undir 1500 og stigalausir. Stigaflokkar miðast við stig 1. apríl 2001. Mótshaldið verð- ur nánar kynnt næstu daga og vik- ur. Mánaðarmót TG í kvöld Taflfélag Garðabæjar stendur fyrir svokölluðu mánaðarmóti fimmtudaginn 26. apríl kl. 20 í Hofsstaðaskóla. Tefldar verða fimm mínútna hraðskákir. Að- gangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. Úr mótaáætlun Skáksambandsins 26.4. SA. 45 ára og eldri. 10-mín. 26.4. TG. Mánaðarmót 27.4. Hellir. Uppskeruhátíð 28.4. SÍ. Íslandsm. barnask.sveita 28.4. SÍ. Helgarskákmót 29.4. SA. 45 ára og e. gegn yngri 29.4. Hellir. Netskákmót Striksins Guðmundur Kjartansson efstur á voratskákmóti SKÁK T a f l f é l a g i ð H e l l i r VORATSKÁKMÓT HELLIS 23.–30.4. 2001 Guðmundur Kjartansson Daði Örn Jónsson ÞANN 23. desember birti ég grein í Mbl. þar sem ég gerði grein fyrir endurgjalds- (karma) og endurburð- arkenningu Biblíunn- ar. Hún merki að menn uppskeri sem þeir sái eða m.ö.o. séu sinnar eigin gæfu smiðir. Af mildi sinni veiti Guð mönnum fleiri jarð- nesk líf svo að þeim gefist tóm til yfirbóta og öðlist fyrirgefningu synda sinna. Sam- kvæmt heimildum mín- um er – þótt undarlegt megi virðast – samhljómur á milli þessara kenninga og kennisetningar kirkjunnar að Guð hafi fórnað syni sínum Jesú Kristi fyrir syndir mannkyns. Fyrir fæðingu Jesú voru menn komnir í þrot sökum vangoldinna syndabyrða og líf manna á jörðu stefndi í glötun. Sem Kristur holdi klæddur hafði Jesús umboð til að taka á sínar herðar syndabyrðar mannkynsins tímabundið þar til það hefði öðlast nógan trúarstyrk og þroska til að geta greitt skuldir sín- ar að fullu í þjónustu við Guð og menn, svipað og bankastjóri sem veitir mönnum skuldbreytingu til að bjarga fallandi víxli, sbr.: „Ef dagar þessir hefðu ekki verið styttir, kæm- ist enginn maður af“ (Mt 24.22). Jes- ús hafði sem sagt vald til að fyr- irgefa syndir manna innan marka lögmálsins þannig að fræðimennirn- ir ásökuðu hann ranglega um guð- last (sjá Mt 9.1–7; Jh 5.14). Hann fyrirgaf mönnum syndir með því að gera byrðina léttbærari: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld... Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt“ (Mt 11.28,30). Með fordæmi sínu gaf Jesús mönnum reisn og innblástur heilags anda til að feta í fótspor hans og standa eig- in reikningsskil: „Því að sérhver mun verða að bera sína byrði“ (Gl 6.5). „Hver sem vill fylgja mér... taki kross sinn daglega og fylgi mér“ (Lk 9.23; 14.27). Jafnvel þó að Jesús væri allur af vilja gerður gæti hann ekki „þurrk- að út syndaskrá mannkynsins með einu pennastriki“, syndir sem ná milljón ár aftur í tímann. Ekki einu sinni skírðir trúmenn sem taka við Jesú og játa honum syndir sínar fá sjálfkrafa syndaaflausn. Til þess er mannkynið of bundið við karma sitt sem hefur mótað sjálfsvitund þess. „Þess vegna ætti ekki að tína ill- gresið því að þá gæti hveitið verið slitið upp um leið. Þegar gróður- setning orðsins, er frelsað getur sál- ina, ber fullan ávöxt má safna ill- gresinu og brenna því“ (sbr. Mt 13.24–30; Jk 1.21). Sú kvöð fylgir lögmálinu að frels- arinn verður að sjá til þess að synd- arinn, sem hann greiðir skuldina fyrir, læri þá lexíu sem karmalög- málið átti að kenna syndaranum. Hann þarf að iðrast synda sinna og að endingu endurgreiða lífinu náð- argjöf fyrirgefningar- innar með þjónustu, íhugunum og bænum – þetta uppfyllti Jesús. Áherslumunur er á milli lúthersk-evngel- ísku og katólsku kirkj- unnar varðandi hvort maðurinn réttlætist fyrir trú eða verknað. Jesús áminnti að ekki væri nóg að taka trú, það yrði að láta verkin tala: „Ekki mun hver sá, sem við mig segir: ’Herra, herra,’ ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður mín.“ Jesús gefur því næst til kynna að ekki sé nóg að gera góð verk í Drottins nafni ef rétt hugarfar (trú) er ekki fyrir hendi (Mt 7.21–23). Einnig varar postulinn Jakop við að trúin sé dauð án verka (sjá Jk 2.26). Í Fjallræðunni er réttlátum heitið umbun og hinum óréttlátu hótað refsingu (sjá Mt 5–7). Hún gefur til kynna að menn komist ekki hjá því að gera reikningsskil, þ.e. að bæta fyrir syndir: „Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smá- stafur eða stafkrókur falla úr lög- mállinu, uns allt er komið fram“ (Mt 5.18). „Á yður eru jafnvel öll höf- uðhárin talin“ (Mt 10.30) – og þau eru talin eftir lögmáli orsaka og af- leiðinga þar til öll kurl eru komin til grafar. Endurgjaldslögmálið er sambærilegt þriðja lögmáli Newtons sem hermir að hverri hreyfingu fylgi jafn öflug hreyfing í gagnstæða átt – jafnt á himni sem jörðu. Jesús segir skýrt að menn séu ábyrgir gerða sinna því að „hvert ónytjuorð, sem menn mæla, munu þeir verða að svara fyrir á dóms- degi“ (Mt 12.36). Slíkt uppgjör ákvarðar framtíð viðkomandi ein- staklings: hvort hann endurfæðist á jörðu niðri eða hvort hann frelsast til eilífs lífs á himnum uppi. Jesús sagðist ekki vera kominn til að afnema lögmálið heldur uppfylla það (sjá Mt 5.17). Hann samsinnir óskeikulleika og ófrávíkjanleika lög- málsins: sbr. „Allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla“ (Mt 26.52). Til þess að losna undan of- urvaldi lögmálsins, þar sem „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ gildir, bauð Jesús andstæðingnum að slá einnig á hina kinnina (sjá Mt 5.38,39) þegar „eðlileg“ viðbrögð væru að gjalda rauðan belg fyrir gráan. Þannig kæmu menn í veg fyrir að þeim yrði fyrr eða seinna goldið í sömu mynt því að skuldin fyrnist ei. Menn ættu að ástunda náungakærleik, sáttfýsi og fyrir- gefningu, þ.e. bæta fyrir og fyrir- gefa sjálfum sér og öðrum sérhverja misgjörð í fullri einlægni og auð- mýkt og fela sig vilja Guðs á vald. „Skuldbreytingin“ á syndum mannkynsins sem Jesús tók á sínar herðar var sérstök undanþága á fiskatímabilinu sl. 2160 ár sem kristnin er kennd við. Nú er komið að aldahvörfum. Vatnsberaöld er að taka við af fiskatímabilinu og því er senn komið að skuldadögum. Gang- ist menn og þjóðir ekki við skuldinni mun lögmálið, „auga fyrir auga“, sjá til þess að fæðingarhríðir hins nýja gullna tímabils vatnsberans verði sársaukafullar (sbr. Dn 11.40–12.12; Jes; Mt 24). Andleg vakning síðustu áratuga og barátta fyrir umhverfis- og mannréttindamálum er órækur vitnisburður þess að mannkynið sé loks að vakna til vitundar um að tímabært sé að létta af oki synd- arinnar. Dulspekilegt við- horf til friðþæg- ingarfórnar Jesú Hartmann Bragason Höfundur er menntaður í klíniskri sálfræði og hagnýtri fjölmiðlafræði. Trú Samkvæmt heimildum mínum, segir Hartmann Bragason, er sam- hljómur á milli endur- gjalds- og endurburðar- kenningar Biblíunnar og kennisetningar kirkj- unnar að Guð hafi fórn- að syni sínum fyrir syndir mannkyns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.