Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ THORBJØRN Jagland, utanríkis- ráðherra Noregs, átti viðdvöl hér á leið sinni vestur um haf, en í New York biðu hans fundir m.a. um stöð- una í Mið-Austurlöndum. Noregur á nú sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þessar fáeinu klukku- stundir sem honum gáfust hér milli flugferða nýtti hann til samráðs við hinn íslenzka starfsbróður sinn og sundspretts í Bláa lóninu. Evrópumálin voru fyrirferðar- mest í viðræðum ráðherranna, en þeir ræddu einnig almennt um tví- hliða samskipti landanna og önnur alþjóðamál, svo sem málefni Mið- Austurlanda og Íraks. „Við eyddum mjög miklum tíma í það að ræða samskipti okkar við Evrópusambandið og samskipti okk- ar varðandi samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson við upphaf blaðamannafundar að loknum við- ræðunum í Orkuveri Suðurnesja í Svartsengi. Jagland sagði norsk stjórnvöld leggja mikið upp úr nánu samráði við íslenzku ríkisstjórnina og báðir ráð- herrarnir lögðu áherzlu á að sam- skipti landanna væru eins náin og góð og frændþjóðum sæmir. Allt frá því að Norðmenn felldu í þjóðaratkvæðagreiðslu í nóvember 1994 aðildarsamning að ESB hafa Noregur og Ísland átt enn nánara samstarf en áður þar sem þau eru, auk örríkisins Liechtenstein, einu ríkin sem eftir eru í „EFTA-stoð“ EES. Aðspurður um framtíð EES- samningsins sagði Jagland, að hvað sem öðru liði væri samningurinn lagalega bindandi fyrir alla samn- ingsaðila og því ekki ástæða til að ætla annað en að hann muni halda gildi sínu sem slíkur. „En aðalspurningin nú er sú, hver staða samningsins verður þegar stækkun Evrópusambandsins til austurs kemst til framkvæmda,“ bendir hann á. „Og við sjáum hvert þróunin innan ESB stefnir; það sem varðar okkur þar einna mest er að frumkvæðið að nýrri Evrópulöggjöf er að færast í æ meiri mæli frá fram- kvæmdastjórninni í hendur ráð- herraráðsins [og Evrópuþingsins] og samstarfið innan ESB snýst að æ meira leyti um málefni sem snerta ekkert innri markaðinn, en EES- samningurinn takmarkast við mál sem hann varða. Mikilvægustu póli- tísku ferlarnir í Evrópusamstarfinu fara fram utan ramma EES-samn- ingsins.“ Auk þess segir Jagland norsku ríkisstjórnina hafa áhyggjur af því vaxandi ójafnvægi milli sem skapast milli ESB- og EFTA-stoða EES eftir því sem aðildarríkjum ESB fjölgar. Samráð ef aðildarumsókn kemst á dagskrá Þeir Jagland og Halldór eru sam- mála um, að ríkisstjórnir beggja landa verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að reyna að styrkja EES-samstarfið. Í tilefni af ummælum sem Ragnar Bolstad, formaður norsku Evrópu- samtakanna, lét falla á fundi hjá ný- endurvöktum systursamtökum þeirra á Íslandi í fyrrakvöld – þess efnis að sækti Ísland um aðild að ESB myndi Noregur tafarlaust gera slíkt hið sama – sagði Jagland að Noregur og Ísland væru í stórum dráttum í sömu stöðu og eðlilegt að löndin reyndu að fylgja samhæfðri stefnu gagnvart ESB. „Ég held að margir séu þeirrar skoðunar í báðum löndunum að þau ættu bæði að reyna að fylgja samstiga stefnu gagnvart ESB – í bili með því að eiga áfram náið samráð um EES-mál og freista þess að styrkja EES-samstarfið við ESB-ríkin. Ef að því kæmi að aðild- arumsókn kæmist á dagskrá væri ekki úr vegi að við hefðum með okk- ur samráð um það,“ sagði Jagland. Um þetta sagði Halldór, að sækti Noregur aftur um aðild væri ljóst að EFTA-stoð EES myndi nánast hrynja. Eins og er búa 4,8 milljónir manna í löndunum þremur sem til- heyra EFTA-stoðinni. Benti Halldór á, að yfirgefi Noregur EFTA-stoðina væru 300.000 íbúar eftir í henni. Aft- ur á móti verða um hundrað sinnum fleiri íbúar, um 480 milljónir, í ESB- stoðinni þegar ríkin sem nú eru að semja um aðild að ESB hafa fengið inngöngu. Því megi heldur ekki gleyma, að gríðarmikilvægt sé fyrir framtíð EES að hafa Sviss, sem ekki er í EES, áfram í EFTA, en svissn- eska ríkisstjórnin hefur það á stefnu- skránni að ganga í ESB eftir nokkur ár. „EFTA er sú stofnun sem í raun rekur EES-samninginn. Sviss og Noregur bera líka langstærstan hluta kostnaðarins af rekstri EES- samningsins,“ segir Halldór. Endurskoðun sjávarútvegs- stefnu ESB mikilvæg Þegar Norðmenn felldu aðildar- samninginn 1994 var neikvæð ímynd sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB talin hafa haft þar mikið að segja. Um þessar mundir er komin í fullan gang innan ESB endurskoðun á sameiginlegu sjávarútvegsstefn- unni sem stefnt er að því að taki gildi fyrir árslok 2002. En geta fiskveiði- þjóðirnar Norðmenn og Íslendingar gert sér vonir um að geta haft ein- hver áhrif á þessa endurskoðun? Jagland segir, að óhætt sé að segja, að fiskveiðistjórnun í ESB hafi ekki verið sérlega árangursrík. Það sé ljóst að umbætur á fiskveiðistjórnun í ESB hafi mikið að segja fyrir strandríkin Noreg og Ísland, en hann efist um að þau geti haft nokk- ur teljandi áhrif á ákvarðanir þar að lútandi. „Værum við hins vegar inni í ESB væri ljóst að við gætum haft mikil áhrif á þessi mál.“ Að hugs- anlegt sé að Noregur eða Ísland gætu samið um undanþágu frá sam- eiginlegu sjávarútvegsstefnunni tel- ur hann í hæsta máta ólíklegt. Stækkun ESB takmarkar enn áhrifamöguleika Um afleiðingar stækkunar ESB til austurs bætti Jagland við, að eftir því sem fleiri ríki ganga í ESB þurfi innan þess að taka tillit til fleiri hags- muna. Þar með verði enn erfiðara fyrir lönd sem standa utan sam- bandsins að fá tekið tillit til sinna sérstöku hagsmunamála. Þetta verði Norðmenn og Íslendingar einnig að hafa í huga. Stækkun ESB mun að sögn Jag- lands hafa enn víðtækari áhrif á hagsmuni Noregs og Íslands. „Staða EFTA-ríkjanna í EES, sem nú þurfa í miklum mæli að yfirtaka ákvarð- anir sem aðrir hafa tekið, án þess að hafa haft áhrif á gerð þeirra, mun versna enn að þessu leyti,“ segir hann. „Við þessa þróun verður sú spurning æ brýnni, hvað Noregur vill,“ segir ráðherrann, sem jafn- framt er leiðtogi norska Verka- mannaflokksins og fyrrverandi for- sætisráðherra. „Viljum við taka þátt í að móta og taka ákvarðanir sem við þurfum síðan að framfylgja, eða ætl- um við að láta aðra um að taka ákvarðanirnar fyrir okkur?“ „Þetta eru hlutir sem við verðum að leggja á borðið í okkar samfélög- um, þannig að þjóðirnar geti talað um hlutina eins og þeir eru. Síðan er það í höndum hvorrar þjóðar fyrir sig að taka sínar ákvarðanir,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs segja löndin þurfa samstiga stefnu gagnvart ESB Morgunblaðið/Árni Sæberg Utanríkisráðherrarnir Thorbjørn Jagland og Halldór Ásgrímsson í Svartsengi í gær. Óljós framtíð EES kallar á samráð Evrópumál voru efst á baugi í viðræðum utan- ríkisráðherra Noregs og Íslands í Svartsengi í gær. Auðunn Arnórs- son varpaði spurning- um til ráðherranna á blaðamannafundi. HRAFN Bragason, hæstaréttar- dómari og fyrrum forseti Hæstarétt- ar, telur fulla ástæðu til að endur- skoða lög um starfsemi Hæstaréttar og einkum ákvæði er varðar skipan dómara við meðferð einstakra mála. Hæstiréttur þurfi að fá aukið svig- rúm til að geta fjölgað dómurum ef þörf krefur. Fella þurfi þá úr gildi starfsaldursviðmið í lögum þegar skipa þarf 5 eða 7 dómara í ein- stökum málum. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Hrafns sem hann flutti á fræðafundi Lögfræðingafélags Ís- lands í gærkvöld. Á síðustu árum hafa skapast nokkrar umræður um það hversu margir dómarar Hæsta- réttar eigi að skipa dóm í hverju máli. Nægir að nefna mál er kölluð voru Valdimarsdómur, Vatneyrar- dómur og nú síðast öryrkjadómur- inn. Mögulegt að fjölga dómurum úr 9 í 11 Í erindi sínu rakti Hrafn þær breytingar sem hafa orðið á skipan Hæstaréttar í gegnum tíðina og hvernig dómurum hefur fjölgað jafnt og þétt, en frá árinu 1994 hafa 9 dómarar verið skipaðir við réttinn. Hrafn fór stuttlega í gegnum dóm- stólalögin eins og þau eru í dag en það er í valdi forseta Hæstaréttar að ákveða hvort 3 eða 5 dómarar taka þátt hverju sinni í meðferð máls fyrir dómi. Í sérlega mikilvægum málum getur forseti þó ákveðið að 7 dóm- arar skipi dóm en Hrafn benti á að frá árinu 1979 hefðu 7 dómarar verið skipaðir í aðeins tólf málum og frá árinu 1994 aðeins í einu máli, þ.e. í Vatneyrardómnum. Hrafn sagði að af þessum tólf fjölskipuðu málum hefði rétturinn klofnað í tíu þeirra og stundum margklofnað. Flest mál Hæstaréttar í dag eru dæmd af 3 dómurum en þau mál er talin eru hafa fordæmisgildi eru skipuð 5 dómurum. Hrafn benti á þann möguleika að hægt væri að fjölga hæstaréttar- dómurum úr 9 í 11. Hann sagði þetta mögulegt ef menn vildu láta fleiri mál vera dæmd af 5 eða 7 dómurum. Þá skapaðist líka möguleiki á að hafa tvær 5 manna deildir innan réttarins og aukið svigrúm væri til að endur- upptaka mál. „Ég tel þetta þó ekki raunhæft þar sem við höfum náð að vinna mála- fjölda fyrir réttinum niður og ráðum ágætlega við þetta í dag,“ sagði Hrafn. Í erindinu sínu vék Hrafn sérstak- lega að umræðunni um Valdimars- dóminn og öryrkjadóminn, þar sem krafa var gerð um 7 manna dóm í báðum tilvikum. Hann sagði um- ræðuna hafa átt rétt á sér en hún hefði að mörgu leyti verið byggð á ókunnugleika á málunum. Um ör- yrkjadóminn sagði Hrafn að þar hefðu 7 dómarar átt að dæma en að- stæður hefðu ekki leyft það. Af 9 dómurum réttarins hefðu 4 þeirra verið af ýmsum ástæðum vanhæfir til að dæma í málinu, þ.e. þeir Árni Kolbeinsson, Markús Sigurbjörns- son, Gunnlaugur Claessen og Hjört- ur Torfason. Hrafn sagði fámennið í þjóðfélaginu, og þá um leið í lög- mannastétt, gerði það að verkum að erfitt væri fyrir Hæstarétt að kalla til varadómara. Lög um Hæstarétt ekki lengur nothæf Umræður fóru fram að loknu er- indi Hrafns. Hjörtur Torfason, sem nýlega lét af embætti hæstaréttar- dómara, tók fyrstur til máls og sagð- ist að mörgu leyti getað tekið undir sjónarmið starfsbróður síns fyrrver- andi. Hjörtur sagði að sá kafli dóm- stólalaganna er snýr að Hæstarétti væri ekki lengur nothæfur og ekki í anda lýðræðislegra krafna nútímans. Hæstaréttardómari á fundi Lögfræðingafélags Íslands Ástæða til að endur- skoða lög um Hæstarétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.